Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. desember 2012 Prenta

Rafmagnslínan slitin norður í Árneshrepp.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Eins og fram hefur komið fór rafmagn af um sexleitið í morgun í Árneshreppi og á Ströndum. Rafmagn komst á aftur kl.07:15 í smá tíma eða í um tuttugu mínútur en fór aftur og rafmagnslaust hefur verið síðan. Nú telja orkubúsmenn hjá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík að línan sé slitin norður einhvarstaðar frá Geirmundastöðum í Steingrímsfirði eða á Trékyllisheiði og norður í Trékyllisvík. Ekki lítur vel út með að komast til viðgerða fyrr enn veðri slotar,þannig að rafmagnslaust gæti orðið í Árneshreppi í tvo eða á þriðja sólarhring,enn vonandi kemst rafmagn á í síðastalagi á gamlársdag. Rafmagn komst á Hólmavíkursvæðinu rúmlega sjö í morgun þótt einn og einn bær séu rafmagnslausir,eins er mikið um rafmagnsleysi og slit í Gilsfirði og í Mjóafirði,en það svæði sjá orkubúsmenn á Hólmavík um,þannig að nóg liggur fyrir í viðgerðum hjá þeim næstu daga.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« September »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Söngur.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 05-01-2007.
  • Mundi fygist með yfir smiðnum hækjulausum upp á þaki 11-11-08.
Vefumsjón