Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. desember 2012
Prenta
Rafmagnslínan slitin norður í Árneshrepp.
Eins og fram hefur komið fór rafmagn af um sexleitið í morgun í Árneshreppi og á Ströndum. Rafmagn komst á aftur kl.07:15 í smá tíma eða í um tuttugu mínútur en fór aftur og rafmagnslaust hefur verið síðan. Nú telja orkubúsmenn hjá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík að línan sé slitin norður einhvarstaðar frá Geirmundastöðum í Steingrímsfirði eða á Trékyllisheiði og norður í Trékyllisvík. Ekki lítur vel út með að komast til viðgerða fyrr enn veðri slotar,þannig að rafmagnslaust gæti orðið í Árneshreppi í tvo eða á þriðja sólarhring,enn vonandi kemst rafmagn á í síðastalagi á gamlársdag. Rafmagn komst á Hólmavíkursvæðinu rúmlega sjö í morgun þótt einn og einn bær séu rafmagnslausir,eins er mikið um rafmagnsleysi og slit í Gilsfirði og í Mjóafirði,en það svæði sjá orkubúsmenn á Hólmavík um,þannig að nóg liggur fyrir í viðgerðum hjá þeim næstu daga.