Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. nóvember 2012

Siglingastofnun og Vegagerðin sameinuð 1. júlí 2013.

Siglingastofnun og Vegagerðin sameinuð 1 júlí 2013.
Siglingastofnun og Vegagerðin sameinuð 1 júlí 2013.
1 af 2
Samþykkt voru á Alþingi þann 19. þessa mánaðar tvenn ný lög um sameiningu samgöngustofnana, annars vegar að stofnsetja Farsýsluna, sem fara skal með stjórnsýslu samgöngumála og hinsvegar Vegagerðina sem hefur það hlutverk að byggja upp, viðhalda og reka samgöngukerfi ríkisins. Frumvarp um Farsýsluna var samþykkt með 27 atkvæðum gegn 19 og 5 þingmenn sátu hjá og frumvarp um Vegagerðina samþykkt með 25 atkvæðum gegn 20 og sátu fimm þingmenn einnig hjá. Með stofnun Farsýslunnar og hinnar nýju Vegagerðar verða til tvær nýjar stofnanir á grunni núverandi samgöngustofnana, þ.e. Siglingastofnunar Íslands, Flugmálastjórnar Íslands, Umferðarstofu og Vegagerðarinnar. Undirbúningur að endurskipulagningu samgöngustofnana hófst í framhaldi af stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar í júní 2008 þar sem settar voru fram tillögur um breytt stofnanakerfi samgöngumála. Í janúar 2009 skipaði þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nefnd um framtíðarskipan stofnana samgöngumála og kynnti hún nokkra valkosti með skírslu sinni. Ákveðið var
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. nóvember 2012

Rafmagn tekið af.

Rafmagnslaust verður í um 3.tíma.
Rafmagnslaust verður í um 3.tíma.
Orkubúið á Hólmavík tekur rafmagnið af nú um eitt,frá Finnbogastöðum og út á Kjörvogi vegna viðhaldsvinnu í staur við Finnbogastaðavatn,þar sem gert var við til bráðabrigða í daginn,og spennir við símahús og fleira. Reiknað er með að rafmagnslaust verði á þessum bæjum í um þrjá tíma.  
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 25. nóvember 2012

Um land allt seinni þáttur var sýndur í kvöld.

Talað var við Arinbjörn hjá Urðartindi í þættinum.
Talað var við Arinbjörn hjá Urðartindi í þættinum.
Seinni þátturinn úr Árneshreppi á Stöð 2 var sýndur í kvöld „Um land allt" og var á dagskrá á milli kl 18.55 og 19.15. Þeir Kristján Már Unnarsson fréttastjóri og Baldur Hrafnkell Jónsson myndatökumaður voru á ferð í Árneshreppi 12 október síðastliðin og tóku viðtöl við fólk og myndir mjög víða í hreppnum. Þættirnir njóta mikilla vinsælda,og eru með eitt mesta áhorf á Stöð 2. Fyrri þátturinn var sýndur á sunnudaginn fyrir viku og voru hreppsbúar mjög ánægðir með hann eftir heimildum fréttavefsins Litlahjalla. Viðtal var í þessum seinni þætti tildæmis við Arinbjörn Bernharðsson ferðaþjónustu frömuð hjá Urðartindi í Norðurfirði
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. nóvember 2012

Um land allt seinni þáttur sunnudaginn 25.

Baldur myndatökumaður,Sigursteinn í Litlu-Ávík og Kristján Már.
Baldur myndatökumaður,Sigursteinn í Litlu-Ávík og Kristján Már.
Nú næstkomandi sunnudag 25. nóvember verður sýndur seinni þátturinn úr Árneshreppi á Stöð 2. Þetta er í þáttaröð sem heitir „Um land allt" og er á dagskrá á sunnudagskvöldum milli kl 18.55 og 19.15. Þeir Kristján Már Unnarsson fréttastjóri og Baldur Hrafnkell Jónsson myndatökumaður voru á ferð í Árneshreppi 12 október síðastliðin og tóku viðtöl við fólk og myndir mjög víða í hreppnum. Þættirnir njóta mikilla vinsælda,og eru með eitt mesta áhorf á Stöð 2. Fyrri þátturinn
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. nóvember 2012

Stofnfundur Dögunar.

Bjarkarlundur. Mynd bjarkarlundur.is
Bjarkarlundur. Mynd bjarkarlundur.is
Næstkomandi sunnudag, 25. nóvember, verður haldinn stofnfundur kjördæmisfélags Dögunar í Norðvestur kjördæmi. Fundurinn fer fram miðsvæðis í kjördæminu, í Bjarkarlundi í Reykhólahreppi, sunnudaginn 25. nóvember næstkomandi kl. 14 til 18. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér hvað Bjarkarlundur hefur upp á að bjóða, en nefna má að kvöldið fyrir fundinn fer fram villibráðarveisla á staðnum með tilheyrandi skemmtidagskrá og dansleik; ef fólk vill mæta á laugardeginum,hafa það gott og gista. Fólk sem ráðgerir að sækja stofnfundinn er beðið
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. nóvember 2012

Hafísjakar á Vestfjarðamiðum.

Hafísjaðarinn var um 67 sjómílur NV af Barða,þann 19 þessa mánaðar.
Hafísjaðarinn var um 67 sjómílur NV af Barða,þann 19 þessa mánaðar.
1 af 2
Talsvert hefur verið um að Hafísdeild Veðurstofu Íslands hafi borist tilkynningar um bogarísjaka á reki undan Vestfjörðum. Nokkur skip hafa tilkynnt um borgarísjaka á reki auk minni brota úr þeim sem fljóta umhverfis jakana. Jakarnir sjást allir vel í ratsjá, en sem kunnugt er sést ekki nema lítill hluti borgarísjaka ofansjávar, níu tíundu þeirra eru undir sjávarmáli. Hafísjaðarinn var um 67 sjómílur NV af Barða,þann 19 þessa mánaðar. Sjófarendur eru beðnir að fara með aðgát því hafísjakar færast hratt til í veðrum og straumi. Fyrst er hér með ískort af vef Veðurstofu Íslands. Einnig er Modis ljós og hitamynd frá Nasa, frá Ingibjörgu Jónsdóttur landfræðings á Jarðvísindastofnun Háskólans síðan 18-11.Kl:14:41. Samkvæmt
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. nóvember 2012

Rafmagn tekið af þrem bæjum.

Spenniskúr við Bæ í Trékyllisvík.Myndasafn.
Spenniskúr við Bæ í Trékyllisvík.Myndasafn.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík varð að taka rafmagn af þrem bæjum sem eru í byggð hér í Árneshreppi í dag um fjögur leitið frá Finnbogastöðum og á Gjögursvæðið,þeir bæjir sem urðu rafmagnlausir auk Finnbogastaða voru Litla-Ávík og Kjörvogur sem búið er á, á Gjögri er engin búseta á þessum árstíma. Rafmagnsbilunin var í varhöldum við öryggi og logaði þar á milli,í staur við Finnbogastaðavatn. Rafmagntruflanirnar lýstu sér þannig að ljós titruðu og einnig hafði þetta talsverðar truflanir á talsíma og var mikið suð ef verið var að tala í síma á þessu
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. nóvember 2012

Þrjú Norðanáhlaup í mánuðinum.

Litla-Ávík blindbylur.Myndin er tekin 16-11-2012.
Litla-Ávík blindbylur.Myndin er tekin 16-11-2012.
Það sem af er nóvembermánuði eru búin að vera þrjú norðanáhlaup. Mánuðurinn byrjaði með Norðan og NA hvelli með snjókomu sem stóð í þrjá daga fyrsta til þriðja mánaðar. Enn gerði Norðaustan og Norðan storm eða hvassviðri 9 til 10,með snjókomu eða éljum. Þriðja áhlaupið var 16 til 18 þessa mánaðar og er nú nýgengið yfir. Í öllum þessum áhlaupum náði vindur yfir 20 m/s eða stormi í jafnavind,en mesti vindur náði 31 m/s eða ofsaveðri,bæði í firsta hretinu í byrjun mánaðar og í öðru áhlaupinu 9 til 10,en í veðrinu sem ný er gengið yfir var jafnavindur minni en í hinum veðrunum þótt vindur hafi farið yfir 20 m/s í mesta vind. Mikill sjór eða stórsjór og jafnvel hafrót varð í þessum veðrum.  Hér í Árneshreppi festi ekki mjög mikinn snjó í byggð eða á lálendi nema hlé megin og þar sem skjól myndaðist. Nú í þessu síðasta hvelli festi þó mun meyri snjó í byggð en í fyrri veðrunum og eru nú víða komnir djúpir skaflar. Fyrir utan
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. nóvember 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 12. til 19. nóvember 2012.

Bílar fóru útaf á Ströndum.
Bílar fóru útaf á Ströndum.
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Miðvikudaginn 14. var ekið utan í bifreið á Ísafiðri, um minniháttar skemmdir var að ræða. Dagana 16. og 17. barst tilkynning til lögreglu um að bifreið hafi hafnað út fyrir veg á Steingrímsfjarðarheiði,fyrri daginn og seinni daginn á Bjarnarfjarðarhálsi á Ströndum,bæði óhöppin urðu vegna færðar og veðurs. Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var fengin til aðstoðar og aðstoða þessa vegfarendur til byggða. Nokkuð greiðlega gekk að ná bifreiðunum,en afleitt veður var fjöllum. Aðfaranótt föstudag og fram á sunnudag gekk leiðinda veður yfir Vestfirði, norðanverða með mikilli snjókomu og nokkurri veðurhæð. Nokkur snjóflóð komu á
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. nóvember 2012

Þriggja kvölda félagsvist í Sævangi.

Fyrsta kvöldið verður fimmtudaginn 22. nóvember.
Fyrsta kvöldið verður fimmtudaginn 22. nóvember.
Félagsvist verður haldin í Sævangi á fimmtudagskvöldið kemur, en hún er hluti af þriggja kvölda keppni sem fer fram næstu vikur á vegum Sauðfjárseturs á Ströndum. Fyrsta kvöldið er fimmtudaginn 22. nóvember, annað kvöldið verður fimmtudaginn 6. desember og þriðja kvöldið verður haldið fimmtudaginn 13. desember. Spilamennskan hefst kl. 20:00 öll kvöldin og er aðgangseyrir kr. 800.- og eru þá veitingar innifaldar, djús, kaffi og kökur. Vinningar verða
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki 15 til 18 km NNA af Liltu-Ávík 29-09-2002.
  • Maddý-Sirrý og Siggi.
  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
  • Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
  • Konur í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Þakpappi komin á allt húsið 18-11-08.
Vefumsjón