Siglingastofnun og Vegagerðin sameinuð 1. júlí 2013.
Samþykkt voru á Alþingi þann 19. þessa mánaðar tvenn ný lög um sameiningu samgöngustofnana, annars vegar að stofnsetja Farsýsluna, sem fara skal með stjórnsýslu samgöngumála og hinsvegar Vegagerðina sem hefur það hlutverk að byggja upp, viðhalda og reka samgöngukerfi ríkisins. Frumvarp um Farsýsluna var samþykkt með 27 atkvæðum gegn 19 og 5 þingmenn sátu hjá og frumvarp um Vegagerðina samþykkt með 25 atkvæðum gegn 20 og sátu fimm þingmenn einnig hjá. Með stofnun Farsýslunnar og hinnar nýju Vegagerðar verða til tvær nýjar stofnanir á grunni núverandi samgöngustofnana, þ.e. Siglingastofnunar Íslands, Flugmálastjórnar Íslands, Umferðarstofu og Vegagerðarinnar. Undirbúningur að endurskipulagningu samgöngustofnana hófst í framhaldi af stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar í júní 2008 þar sem settar voru fram tillögur um breytt stofnanakerfi samgöngumála. Í janúar 2009 skipaði þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nefnd um framtíðarskipan stofnana samgöngumála og kynnti hún nokkra valkosti með skírslu sinni. Ákveðið var
Meira
Meira