Flugfélagið Ernir fljúga áfram.
Meira
Yfirlit yfir veðrið í Október 2012.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með norðlægri vindátt með kalda og allhvössum vindi,síðan suðlægar vindáttir eða breytilegar,en SV hvassviðri um tíma að morgni þann 9. Síðan voru austlægar vindáttir eða suðlægum með hægum vindi fram á 15. Þá snerist til norðlægrar áttar í þrjá daga. Síðan voru breytilegar vindáttir með andvara eða kuli fram til 22. Eftir það var mjög umhleypingasamt veður enn oftast með frekar hægum vindi. Tvo síðustu daga mánaðar var Norðan eða NA átt og hvassviðri eða stormi með ofankomu. Mánuðurinn var því nokkuð rysjóttur en það voru margir góðir dagar á milli,og úrkoman ekki mikil enda þurrir dagar í mánuðinum 14. Yfirlit dagar eða vikur:
Meira
FV sendir bréf til ráðherra vegna Gjögurs og Bíldudals.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga nú dag, 31. október 2012, var samþykkt eftirfarandi ályktun."Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga skorar á innanríkisráðherra að tryggja áframhaldandi áætlunarflug til Gjögurs og Bíldudals eins og samningar kveða á um. Flug til Gjögurs og Bíldudals er forsenda fyrir atvinnu og búsetu á svæðunum og það er skylda stjórnvalda að sjá til þess að ekki verði brestur á þeirri þjónustu".Meira
Flugfélagið Ernir hyggst hætta áætlunarflugi til minni staða.
Meira
Frá Bjargtöngum að Djúpi.
Bókin frá Bjargtöngum að Djúpi- Nýr flokkur 5. bindi farin í prentun. Mannlíf og saga fyrir vestan. Þessir rituðu í bókina: Bjarni Oddur Guðmundsson:Skipasmiðir á Vestfjörðum 3.grein. Elvar Logi Hannesson:Einstakir vestfirskir listamenn. Björn Ingi Bjarnason:Hafliðadagurinn í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi. Einar Sigurbjörnsson:Lær sanna tign þín sjálfs. Frá jarðarför Jóns forseta og Ingibjargar. Bjarni Einarsson:Rauðakrossferð eldri borgara frá Vestfjörðum að Laugum í Sælingsdal. Bjarni Guðmundsson:Í skóla sr. Eiríks undir Gnúpi. Emil Ragnar Hjartarson:Kransinn í Önundarfirði 50 ára. Guðvarður Kjartansson:Æskuminningar frá Flateyri. Kristinn Snæland:
Meira
Hvassviðri eða stormur næstu daga.
Meira
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 22.til 29. okt 2013.
Meira
Vatnsfjörður í Ísafirði.Ný bók.
Í þessu undirstöðuriti, sem ætti að vera ofarlega á lista hjá öllu áhugafólki um sögu Íslands, er fjallað um einn þekktasta sögustað frá upphafi byggðar í landinu og allt fram á okkar daga. Þess er gætt að almenningur geti haft af henni full not ásamt fræðimönnum,en höfundur tekur mið af nýjustu fornleifarannsóknum á staðnum og öllum tiltækum rituðum heimildum, bæði prentuðum og óprentuðum. Saga Vatnsfjarðar er saga Íslands í smækkaðri mynd. Þar hafa búið margir af merkustu Íslendingum fyrr og síðar og staðurinn skipar mikilvægan sess í Íslandssögunni. Síra Baldur Vilhelmsson er síðasti ábúandi og prestur sem við sögu kemur í Vatnsfjarðarbók og situr hann staðinn enn friðstóli ásamt eiginkonu sinni Ólafíu Salvarsdóttur. Í ritnefnd
Meira
Frá símaviðgerðum í dag.
Meira