Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. nóvember 2012

Fyrirlestur um verkalýðsfélög í Strandasýslu.

Sigurður Pétursson sagnfræðingur.
Sigurður Pétursson sagnfræðingur.
Sigurður Pétursson sagnfræðingur flytur fyrirlestur í Hnyðju, í Þróunarsetrinu á Hólmavík, í dag miðvikudag 14. nóvember klukkan 17 um verkalýðsfélög í Strandasýslu. Sigurður dvelur þessa dagana í Skelinni, fræðimannaíbúð á vegum Þjóðfræðastofu á Hólmavík. Hann vinnur að ritun sögu Verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum, á vegum Alþýðusambands Vestfjarða og Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Fyrsta bindi sögunnar, Vindur í seglum, kom út árið 2011. Annað bindi verksins er væntanlegt á næsta ári og nær yfir tímabilið 1930-1970. Fyrirlesturinn er öllum opinn.

Verkalýðshreyfingin nam land í Strandasýslu
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. nóvember 2012

Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson á Mölinni.

Jónas og Ómar á Malarkaffi 16 nóvember.
Jónas og Ómar á Malarkaffi 16 nóvember.
Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson verða á Mölinni, mánaðarlegri tónleikaröð á Malarkaffi á Drangsnesi,föstudaginn 16. nóvember næstkomandi en tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð sem félagar ætla að fara um landið nú í nóvember. Í þessari ferð ætla þeir að spila efni af nýútkomnum plötum sínum.  Jónas Sigurðsson er landsmönnum að góðu kunnur. Hann sendi á dögunum frá sér sína þriðju sóló plötu sem ber heitið Þar sem haf ber við himinn. Á plötunni leikur Lúðrasveit Þorlákshafnar með Jónasi,en Jónas er einmitt uppalinn í Þorlákshöfn. Lagið Hafið er svart situr um þessar mundir á toppi Vinsældarlista Rásar 2 og fylgir þar í fótspor Þyrnigerðisins sem var á toppnum vikum saman síðasta sumar. Ómar Guðjónsson er þjóðkunnur gítarleikari sem hefur leikið með fjölda hljómsveita og tónlistarmanna. Má þar m.a. nefna Jagúar, ADHD og Stórsveit Samúels Samúelssonar. Hann sendi fyrir skemmstu sólóplötuna Útí geim en Ómar hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í flokki jazzplatna fyrir síðustu sólóskífu sína Fram af. Á tónleikunum munu Jónas og Ómar
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. nóvember 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 5.til12. nóvember 2012.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Fyrra óhappið varð á Steingrímsfjarðarheiði, þar mun bifreið hafa hafnað utan í annarri bifreið,aksturskilyrði mjög slæm. Seinna óhappið varð á Hnífsdalsvegi,þar hafnaði bifeið út fyrir veg. Í báðum þessum óhöppum urðu ekki slys á fólki. Ekki var um mikið tjón að ræða í þessum óhöppum. Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Djúpvegi. Lögregla vill hvetja ökumenn til að haga akstri eftir aðstöðum,akstursskilyrði eru mjög fljót að breytast. Skemmtanahald
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. nóvember 2012

Umhverfisvottaðir Vestfirðir.

Drangaskörð.
Drangaskörð.
Þann 8. nóvember síðast liðinn tóku sveitarfélögin á Vestfjörðum stórt skref inn í framtíðina með því að gerast meðlimir hjá EarthCheck og hafa nú hafið vinnu sem miðar að því að umhverfisvotta öll níu sveitarfélögin á Vestfjörðum. Með þessu eru sveitarfélögin að skuldbinda sig til þess að taka mið af náttúrunni í öllum ákvörðunum sínum og tryggja sjálfbærni þeirra auðlinda sem til staðar eru á svæðinu. Verkefnið er unnið af Fjórðungssambandi Vestfirðinga en hugmyndin kemur upprunalega frá Ferðamálasamtöku Vestfjarða, sem sýnt hefur verkefninu mikinn áhuga. Umhverfisvottun hefur verið eitt af viðfangsefnum síðustu tveggja Fjórðungsþinga og greinilegur áhugi sveitarstjórnafulltrúa á málefninu. Í upphaf ársins 2012 fékkst fjárstyrkur frá umhverfisráðuneytinu vegna undirbúningsvinnu fyrir Umhverfisvottaða Vestfirði og hefur með þeim styrk sem þetta fyrsta skref hefur verið tekið.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. nóvember 2012

Flugi aflýst á Gjögur.

Flustöðin Gjögurflugvelli.
Flustöðin Gjögurflugvelli.
Flugi til Gjögurs var aflýst nú um hádegið,athugað verður með flug á morgun,jafnvel í fyrramálið. Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er svohljóðandi frá Veðurstofu Íslands: Suðaustan 15-23 og rigning eða slydda, mun hægari síðdegis. Sunnan og suðaustan 5-10 í kvöld og skúrir. Suðlæg eða breytileg átt, 3-5 m/s á morgun og þurrt að kalla en skúrir eða slydduél annað
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. nóvember 2012

Stefnt að strandsiglingum á næsta ári.

Flutningaskip á Norðurfirði,19-04-2007.Skildu skip sjást aftur á Norðurfirði?
Flutningaskip á Norðurfirði,19-04-2007.Skildu skip sjást aftur á Norðurfirði?

Stefnt er að því að ríkisstyrktar strandsiglingar hefjist á næsta ári. Miðað er við að dregið verði úr styrknum jafnt og þétt í sjö ár en þá er gert ráð fyrir að siglingarnar verði orðnar sjálfbærar.

Í útboðinu er miðað við að tryggt sé að flutt verið að mista kosti 70 þúsund tonn árlega og að flutningarnir muni aukast þegar þeir hafa fest sig í sessi. Þá er miðað við að siglt verði hringinn í kringum landi að minnsta kosti 50 sinnum á ári til helstu hafna á Vestfjörðum, Norðurlandi og Aursturlandi.
Ríkisstyrktum strandsiglingum var hætt um miðjan tíuna áratug síðustu aldar og skipafélögin hættu endanlega sjóflutningum árið 2004. Frá þeim tíma hafa allir þungaflutningar farið fram á landi. Reiknað hefur verið út að einn fullhlaðinn flutningabíll slíti vegum á við tæplega tíuþúsund fólksbíla.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. nóvember 2012

Ölduhæð náði 13 metrum.

Ölduhæð náði í þessu veðri um 8 til 13 metrum.
Ölduhæð náði í þessu veðri um 8 til 13 metrum.
Það er klárt og staðreynd að ölduhæð varð meiri í þessu Norðaustanveðri eða N- veðri enn í veðrinu um mánaðarmótin október- nóvember. Þótt sé nokkuð lágstreymt núna miðað við í síðasta hreti þá gengur sjór lengra upp á land en þá,en þá var nokkuð stórstreymt. ;Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands sagði við vefinn að ekki hefði verið gefin viðvörun um ölduhæð með veðurviðvörunum í veðurspám í þetta skipti eins og um mánaðarmótin,en það mætti segja að það hefði þurft að gera allt frá Breiðafyrði til Húnaflóahafna,því mikill órói myndast í höfnum við þetta mikla ölduhæð og veðurhæð". Auðvitað er þetta allt sjónmat veðurathugunarmanna á hverjum stað fyrir sig. Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var gefinn upp mikill sjór strax í níu veðrinu um morguninn þann 9/11 ,eða ölduhæð um 5 til 6 metrar. Og klukkan 21:00 um kvöldið hafrót sem er 9 til 14 metra ölduhæð,meðalölduhæð um 12 til 13 m,eins í veðurlýsingu kl:06 um morguninn þann 10 var svipuð ölduhæð gefin upp,og einnig klukkan 09:00 í veðurskeyti þá. Þegar
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. nóvember 2012

Endurminningar Kristínar Dahlstedt veitingakonu frá Dröngum í Dýrafirði.

Í Danmörku lærði Kristín margt um hótel- og veitingarekstur.
Í Danmörku lærði Kristín margt um hótel- og veitingarekstur.
Endurminningar Kristínar,eftir Hafliða Jónsson garðyrkjustjóra. Endurútgáfa - Vestfirska forlagið gefur út.

Kristín Dahlstedt fæddist í Dýrafirði árið 1876 og ung hélt hún til Danmerkur frá Þingeyri með kútternum Daníu. Þá átti hún að baki ástarævintýri með skáldinu frá Þröm - Magnúsi Hjaltasyni, sem Halldór Laxness gerði ódauðlegan sem Ólaf Kárason Ljósvíking í skáldsögunni Heimsljósi. Hún sleit sambandinu þegar Magnús treysti sér ekki til að leggja út fyrir trúlofunarhringunum.
Í Danmörku lærði Kristín margt um hótel- og veitingarekstur. Reynslunni ríkari kom hún aftur til Íslands árið 1905 og réðst strax til starfa á nýreistu glæsihóteli við Austurstræti - Hótel Reykjavík. Það hótel brann í brunanum mikla árið 1915. Fljótlega stofnaði Kristín svo sinn eigin veitingastað að Laugavegi 68 sem strax öðlaðist miklar vinsældir.

Kristín vakti fljótt athygli í bænum, þótti glæsilega klædd og ekki skorti hana kjarkinn. Stundum eldaði hún grátt silfur við embættismenn, ekki síst lögregluna, á ýmsu gekk í viðskiptum við hina og þessa athafnamenn og reksturinn var upp og ofan. Mörg áföll í einkalífinu dundu yfir. Bræður hennar dóu ungir,
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. nóvember 2012

Viðvörun frá Veðurstofu Íslands.

Mikið dimmviðri gæti orðið á morgun og ekkert ferðaveður.
Mikið dimmviðri gæti orðið á morgun og ekkert ferðaveður.
Veðurstofan varar við stormi um landið norðan- og vestanvert á morgun. Gert er ráð fyrir vaxandi norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum í nótt og víða stormur (norðan 20-25 m/s) þar í fyrramálið. Einnig er búist við stormi (18-23 m/s) með snjókomu við Breiðafjörð og á Norðurlandi vestra um og eftir hádegi. Vegfarendum er bent á að færð og skyggni getur versnað hratt og ekkert ferðaveður verður á norðvestanverðu landinu á morgun. Eins getur orðið varhugavert að vera á ferð við fjöll vestantil á landinu. Heldur fer að draga úr vindi þegar líður á laugardaginn, fyrst vestast á landinu. Veðrið
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. nóvember 2012

Strandafrakt í síðustu ferð.

Flutningabíll frá Strandafrakt.
Flutningabíll frá Strandafrakt.
Miðvikudaginn 31. október átti að vera síðasta ferð hjá flutningafyrirtækinu Strandafrakt á Hólmavík,en það fyrirtæki sér um flutningana Reykjavík -Norðurfjörður,en þá gerði þetta stóra og langvarandi norðanhret, og komst bíllinn ekki fyrr en í dag þriðjudaginn 6. nóvember,ekki var opnað norður í gær mánudag en opnað var í dag. Strandafrakt heldur uppi vöruflutningum frá júní byrjun og út október. Ferðirnar hafa verið farnar á miðvikudögum norður til Norðurfjarðar frá Hólmavík,en úr Reykjavík á þriðjudögum til Hólmavíkur. Ferðir Strandfraktar hefjast á vorin fyrsta miðvikudag í byrjun júní og hætta síðasta miðvikudag í október. Strandafrakt hefur einnig séð um alla fiskflutninga í sumar á meðan á strandveiðum stóð og einnig í haust þegar bátar hafa róið og lagt upp á Norðurfirði. Þótt þetta sé síðasta áætlunarferðin kemur Strandafrakt að venju í desember að sækja ull til bænda
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Tvær góðar,Krístín og Edda.
  • Forstofuhurð SV,18-11-08.
  • Húsið fellt.
  • Úr Sætrakleyf eftir mokstur.Kristján á ýtunni varð að byrja uppá klettabeltinu til að byrja að moka þar niðrá veg.07-04-2009.
  • Vatn sótt.
Vefumsjón