Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. nóvember 2012

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa.

Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar.Mynd Jóhann.
Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar.Mynd Jóhann.

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa verður haldinn sunnudaginn 4. nóvember 2012 í Akogessalnum Lágmúla 4, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 14. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál eftir þörfum. Að loknum aðalfundi verða glæsilega kaffiveitingar. Verð þeirra er 2.000 kr. Einnig mun Hrafn Jökulsson verða með myndasýningu.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. nóvember 2012

Fundir vegna sóknaráætlunar Vestfjarða.

Fundur verður á Hólmavík 7 nóvember.
Fundur verður á Hólmavík 7 nóvember.
Á 57. Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið var á Bíldudal dagana 4. og 5. október sl. var Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða falið að vinna að „Sóknaráætlun Vestfjarða" og að þeirri vinnu skyldi lokið 15. nóvember nk. sbr. áður gerða samþykkt þingsins. Unnar verði þrjár minni sóknaráætlanir fyrir hvert svæði Vestfjarða, Norðursvæði, Suðursvæði og Reykhóla og Strandir. Þær verði svo teknar saman og úr þeim gerð ein heildstæð sóknaráætlun fyrir Vestfirði.

Strax í framhaldi af 57. Fjórðungsþingi Vestfirðinga verði leitað til Atvinnuþróunarfélags Vestfirðinga um að vinna að sóknaráætlun þessara þriggja svæða, í náinni samvinnu við framkvæmdastjóra sveitarfélaganna. Þeirri vinnu skal lokið og skilað til skrifstofu Fjórðungssambands Vestfirðinga eigi síðar en 15. nóvember n.k.

Þann 19. nóvember n.k. skal samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Vestfjarða
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. nóvember 2012

Lækkun á farsímagjöldum um áramót.

PFS telur þetta komi farsímanotendum til góða.
PFS telur þetta komi farsímanotendum til góða.
Póst - og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína varðandi heildsölugjaldskrá fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum. Þær breytingar sem kveðið er á um í ákvörðuninni leiða til þess að ein megin forsendan fyrir mismunandi verði á farsímaþjónustu verður ekki lengur til staðar, þ.e. þegar hringt er í annað farsímafélag en viðkomandi er í viðskiptum við. Samkeppnisvandamál sem PFS hefur greint á þessum markaði má fyrst og fremst rekja til þess að það farsímafyrirtæki sem ræður yfir því farsímaneti þar sem símtalinu lýkur,er með einokunarstöðu á því neti. Flest samkeppnisvandamálin hafa tengst lúkningarverði og að mati PFS hefur í sumum tilvikum átt sér stað yfirverðlagning á símtölum milli kerfa. Kostnaðinum hefur verið velt yfir á þá notendur sem koma inn í kerfið úr öðrum farsíma- eða talsímanetum. Með ákvörðuninni nú og frá 13. janúar sl. sér nú fyrir endann á þessu samkeppnisvandamáli.Í dag eru lúkningarverð farsímafélaganna með þeim hætti að hámarksverð Símans og Vodafone er
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. nóvember 2012

Nýr yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum.

Hlynur Hafberg Snorrason.Nýr yfirlögregluþjónn.
Hlynur Hafberg Snorrason.Nýr yfirlögregluþjónn.
1 af 2
Í fyrradag urðu ákveðin tímamót hjá lögreglunni á Vestfjörðum þegar Önundur Jónsson lét af störfum yfirlögregluþjóns fyrir aldurs sakir en Önundur var skipaður yfirlögregluþjónn á Ísafirði árið 1993. Önundur var farsæll í starfi og sýndu samstarfsmenn honum tilhlýðilega virðingu á kveðjustund. Við starfi hans tekur Hlynur Hafberg Snorrason sem um árabil hefur veitt rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum forstöðu.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. nóvember 2012

Flugfélagið Ernir fljúga áfram.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.Hörður Guðmundsson til vinstri.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.Hörður Guðmundsson til vinstri.
Flugfélagið Ernir mun næstu mánuði halda áfram óskertri vetraráætlun sinni innanlands eins og verið hefur undanfarin ár en í gær stefndi í að hætta yrði fluginu nú um mánaðarmótin vegna skorst á opinberu framlagi til verkefnisins. Fulltrúar innanríkisráðuneytisins, Vegagerðarinnar, Flugmálastjórnar og Isavia funduðu um stöðuna í ráðuneytinu í gær. Í framhaldi af því ræddust við í dag þeir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ernis, og komust að samkomulagi um að Ernir myndu starfrækja áætlunarflug sitt innanlands eins og verið hefur næstu vikur a.m.k fram til áramóta. Tíminn verður jafnframt notaður til að
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. nóvember 2012

Yfirlit yfir veðrið í Október 2012.

Mikill sjór var við ströndina tvo síðustu daga mánaðarins.
Mikill sjór var við ströndina tvo síðustu daga mánaðarins.
Veðrið í Október 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðlægri vindátt með kalda og allhvössum vindi,síðan suðlægar vindáttir eða breytilegar,en SV hvassviðri um tíma að morgni þann 9. Síðan voru austlægar vindáttir eða suðlægum með hægum vindi fram á 15. Þá snerist til norðlægrar áttar í þrjá daga. Síðan voru breytilegar vindáttir með andvara eða kuli fram til 22. Eftir það var mjög umhleypingasamt veður enn oftast með frekar hægum vindi. Tvo síðustu daga mánaðar var Norðan eða NA átt og hvassviðri eða stormi með ofankomu. Mánuðurinn var því nokkuð rysjóttur en það voru margir góðir dagar á milli,og úrkoman ekki mikil enda þurrir dagar í mánuðinum 14. Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. október 2012

FV sendir bréf til ráðherra vegna Gjögurs og Bíldudals.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur sent innanríkisráðherra bréf þar sem skorað er á ráðherra að tryggja áframhaldandi flugsamgöngur til Gjögurs og Bíldudals. Bréfið er svohljóðandi:

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.

Á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga nú dag, 31. október 2012, var samþykkt eftirfarandi ályktun."Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga skorar á innanríkisráðherra að tryggja áframhaldandi áætlunarflug til Gjögurs og Bíldudals eins og samningar kveða á um. Flug til Gjögurs og Bíldudals er forsenda fyrir atvinnu og búsetu á svæðunum og það er skylda stjórnvalda að sjá til þess að ekki verði brestur á þeirri þjónustu".  
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. október 2012

Flugfélagið Ernir hyggst hætta áætlunarflugi til minni staða.

Hörður ásamt flugmanni í fyrsta áætlunarfluginu á Gjögur 2007.
Hörður ásamt flugmanni í fyrsta áætlunarfluginu á Gjögur 2007.
Forsvarsmenn flugfélagsins Ernis stefna á að hætta öllu áætlunarflugi til minni áfangastaða á Íslandi. Þetta staðfestir Hörður Guðmundsson, forstjóri félagsins, í samtali við Vísir.is. Flugfélagið hefur hingað til flogið til Húsavíkur og Vestmannaeyja, en einnig á minni áfangastaði eins og á Höfn í Hornafirði, Bíldudals og Gjögur. Flugfélagið er með verksamning við Vegagerðina um að halda uppi áætlunarflugi á minni staðina. Hörður segir að greiðslur hafi ekki haldið í við verðlagsþróun frá bankahruni og því sé orðið tap á starfseminni. Flugfélagið mun halda áfram verkefnum sem það hefur erlendis og verkefnum tengdum sjúkraflugi
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. október 2012

Frá Bjargtöngum að Djúpi.

Bókin frá Bjargtöngum að Djúpi er komin í prentun.
Bókin frá Bjargtöngum að Djúpi er komin í prentun.

Bókin frá Bjargtöngum að Djúpi- Nýr flokkur 5. bindi farin í prentun. Mannlíf og saga fyrir vestan. Þessir rituðu í bókina: Bjarni Oddur Guðmundsson:Skipasmiðir á Vestfjörðum 3.grein. Elvar Logi Hannesson:Einstakir vestfirskir listamenn. Björn Ingi Bjarnason:Hafliðadagurinn í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi. Einar Sigurbjörnsson:Lær sanna tign þín sjálfs. Frá jarðarför Jóns forseta og Ingibjargar. Bjarni Einarsson:Rauðakrossferð eldri borgara frá Vestfjörðum að Laugum í Sælingsdal. Bjarni Guðmundsson:Í skóla sr. Eiríks undir Gnúpi. Emil Ragnar Hjartarson:Kransinn í Önundarfirði 50 ára. Guðvarður Kjartansson:Æskuminningar frá Flateyri. Kristinn Snæland:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. október 2012

Hvassviðri eða stormur næstu daga.

Ölduhæð gæti náð 12 metrum í þessu veðri eða hafróti.
Ölduhæð gæti náð 12 metrum í þessu veðri eða hafróti.
Viðvörun frá Veðurstofu Ísland: Veðurstofan bendir á að vonskuveður verður um norðanvert landið næstu daga. Búast má við norðanátt og snjókomu með vindhraða á bilinu 13-20 m/s. Gert er ráð fyrir stormi (meira en 20 m/s) norðvestantil á landinu á morgun, miðvikudag, og víða um land annað kvöld. Eins gera spár ráð fyrir áframhaldandi stormi á fimmtudag og föstudag með ofankomu fyrir norðan. Mjög slæmt ferðaveður verður því næstu daga og ekki er búist við að veður fari að ganga niður fyrr en seint á laugardag og sunnudag. Reikna má með að ölduhæð geti náð 12 metrum norður og austur af landinu og samfara hárri sjávarstöðu gæti það valdið vandræðum á hafnarsvæðum, einkum fyrir norðan. Eru menn hvattir til þess að huga að bátum í höfnum og hafa í huga að ísing getur myndast og hlaðist á báta á skömmum tíma. Eins hvetur Veðurstofan
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Pétur og Össur.
  • Samúel I Þórisson tengdasonur Maddýar heldur ræðu.
  • Úr sal.Gestir
  • Krossnes séð úr urðunum 15-03-2005.
Vefumsjón