Frá símaviðgerðum í dag.
Eins og fram kom hér á vefnum í morgun voru símamenn að vinna við Ávíkurstöðina í Reykjanesshyrnu sem er fjarskiptastöðin fyrir Símann í Árneshreppi. Einhverjar truflanir voru í dag á síma og netsambandi en minna en símaviðgerðarmenn áttu von á,enda voru þetta fjórir vaskir sveinar frá Símanum við vinnu. Sett var upp nýr skermir fyrir móttöku í Ávíkurstöð sem tekur á móti endurvarpi frá Hnjúkum sem er rétt við Blönduós,þannig að nú eru móttökuskermarnir tveir. Strákarnir frá Símanum fóru að spauga í fréttamanni Litlahjalla og sögðu,hverslags netfíklar við í Árneshreppi værum eiginlega og letjum allt kerfi Símans úr skorðum,og það væri von að þyrfti að halda námskeið fyrir netfíkla á svæðinu,þar voru þeyr að vísa í frétt sem var hér á vefnum,þar sem haldinn var fyrirlestur á Hólmavík í gærkvöldi fyrir netfíkla.
Meira
Meira