Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. október 2012

Frá símaviðgerðum í dag.

Fjórir vasklegir menn Símans við nýjan móttökuskerm sem settur var upp í dag í Ávíkurstöð.
Fjórir vasklegir menn Símans við nýjan móttökuskerm sem settur var upp í dag í Ávíkurstöð.
Eins og fram kom hér á vefnum í morgun voru símamenn að vinna við Ávíkurstöðina í Reykjanesshyrnu sem er fjarskiptastöðin fyrir Símann í Árneshreppi. Einhverjar truflanir voru í dag á síma og netsambandi en minna en símaviðgerðarmenn áttu von á,enda voru þetta fjórir vaskir sveinar frá Símanum við vinnu. Sett var upp nýr skermir fyrir móttöku í Ávíkurstöð sem tekur á móti endurvarpi frá Hnjúkum sem er rétt við Blönduós,þannig að nú eru móttökuskermarnir tveir. Strákarnir frá Símanum fóru að spauga í fréttamanni Litlahjalla og sögðu,hverslags netfíklar við í Árneshreppi værum eiginlega og letjum allt kerfi Símans úr skorðum,og það væri von að þyrfti að halda námskeið fyrir netfíkla á svæðinu,þar voru þeyr að vísa í frétt sem var hér á vefnum,þar sem haldinn var fyrirlestur á Hólmavík í gærkvöldi fyrir netfíkla.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. október 2012

Síma og nettruflanir í dag.

Fjarskiptabúnaður Reykjaneshyrna-Hnjúkar.
Fjarskiptabúnaður Reykjaneshyrna-Hnjúkar.
Menn frá Símanum verða að vinna við fjarskiptastöðina í Reykjaneshyrnu í dag verið er að skipta út búnaði og setja nýjan móttökuskerm sem tekur á móti sendingum frá Hnjúkum. Ekki dugði síðasta lagfæring fyrir síma og netsamband. Truflanir verða í dag á síma og netkerfi í Árneshreppi vegna þessarar vinnu.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. október 2012

Fræðslukvöldi um barnsmissi frestað til 1. nóvember.

Fræðsluerindi flytur Hildur Jakobína Gísladóttir,stofnandi samtakanna Litlir englar.
Fræðsluerindi flytur Hildur Jakobína Gísladóttir,stofnandi samtakanna Litlir englar.
Fræðslukvöldi um barnsmissi sem hafði verið auglýst í kvöld miðvikudagskvöldið 24.október hefur verið frestað, þar sem það rakst á við áður auglýstan fyrirlestur um netfíkn. Fræðslukvöldið verður því haldið í Hólmavíkurkirkju fimmtudagskvöldið 1. nóvember klukkan átta. Um er að ræða fræðslu og spjallkvöld í notalegu umhverfi, ætlað fagfólki, foreldrum og öðrum aðstandendum. Flutt verður um klukkustundarlangt fræðsluerindi og síðan gefst færi á að spjalla, deila reynslu sinni eða fá svör við fyrirspurnum. Allir eru hjartanlega velkomnir. Fræðsluerindi flytur Hildur Jakobína Gísladóttir
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. október 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 15.til 22.okt 2012.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Mánudaginn 15. Valt bíll á Barðastrandarvegi í Ósafirði,inn af Patreksfirði. Bifreiðin hafnaði út í sjó. Ökumaður og farþegi komust sjálfir út úr bílnum. Ökumaður var fluttur á heilsugæslustöðina á Patreksfirði til skoðunar. Bifreiðin var flutt af vettvangi með krana. Ástæða óhappsins var hálka . Þá varð annað minniháttar óhapp á Patreksfirði án meiðsla. Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur,tveir á Skutulsfjarðarbraut og einn á Hnífsdalsvegi. Sá sem hraðast ók var mældur á 101 km/klst,þar sem leyfilegur hámarshraði er 80 km/klst. Aðfaranótt sunnudags barst tilkynning til lögreglu um að hjólaskóflu væri ekið um Túngötu á Ísafirði. Lögregla kom síðan að hjólaskóflunni,þar sem hún stóð í gangi við verslunarmiðstöðina Neista,en sá sem ók vélinni var á bak og burt. Við frekari
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. október 2012

Fyrirlestur um netfíkn.

Eyjólfur Örn Jónsson fjallar um hættur Internetsins.
Eyjólfur Örn Jónsson fjallar um hættur Internetsins.
Sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson fjallar um hættur Internetsins, hverjir séu í hættu með að „ánetjast" notkun sinni, hver einkenni ofnotkunar eru, hvað slík notkun getur haft í för með sér og hvað foreldrar og fagfólk getur gert til að fyrirbyggja vandann og takast á við hann. Eftir fyrirlesturinn verða umræður og fyrirspurnir. Allir áhugasamir - foreldrar, börn, unglingar, ömmur og afar - eru hvattir til að mæta á fyrirlesturinn. Frítt er inn á fyrirlesturinn. Fyrirlesturinn fer fram í félagsheimilinu á Hólmavík miðvikudaginn 24. október kl:19:30 2012. Tómstundafulltrúi Strandabyggðar stendur fyrir fyrirlestrinum. Styrktaraðilar
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 21. október 2012

Jarðskjálftinn fannst í Árneshreppi.

Jarðskjálftinn fannst greinilega í Norðurfirði.
Jarðskjálftinn fannst greinilega í Norðurfirði.
Margrét Jónsdóttir á Bergistanga við Norðurfjörð fann greinilega jarðskjálfta um og uppúr  miðnætti,en þá segist hún hafa verið að lesa bók upp í rúmi,síðan hafi hún vaknað um hálf tvö í nótt við hristing,það hefur þá sennilega verið stóri skjálftinn. Eins segist Sigursteinn í Litlu-Ávík hafa vaknað við eitthvað á öðrum tímanum í nótt. Jarðskjálftahrina hefur gengið yfir norðurland í nótt og eru upptökin um 20 kílómetra norður af Siglufirði og er skjálftahrina í gangi. Stærsti skjálftinn var kl. 01:25, 5,2 stig,eftir jarðskjálftadeild Veðurstofu Íslands.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. október 2012

Bensínstöð væntanleg á Skeiði á Hólmavík.

Frá framkvæmdum á Skeiði.Mynd Strandir-Jón Jónsson.
Frá framkvæmdum á Skeiði.Mynd Strandir-Jón Jónsson.
Framkvæmdir standa nú yfir á Skeiði á Hólmavík, en þar á að koma bensínstöð frá ÓB. Lóðin sem úthlutað hefur verið undir stöðina er við veginn inn í þorpið, framan við höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða á Hólmavík. Um er að ræða sjálfsafgreiðslustöð, en stöðvar ÓB eru reknar af Olíuverslun Íslands hf. Fyrir á Hólmavík er bensínstöð N1. sem er rekin er í samvinnu við Kaupfélag Steingrímsfjarðar. Frá þessu er sagt á
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. október 2012

Telja að símakerfið sé komið í lag.

Radíótæki.
Radíótæki.
1 af 2
Tveir menn frá Símanum voru í dag að vinna við lagfæringar á fjarskiptastöðinni í Reykjaneshyrnu og telja að nú sé búið að komast fyrir þessar bilanir að stöðin detti út í tíma og ótíma,og það allt kerfið. Enn endurvarp er á milli Hnjúka sem er rétt við Blönduós og stöðvarinnar í Reykjaneshyrnu,þar hafa líka orðið bilanir sem virka á stöðina í Reykjaneshyrnu,en þar var líka unnið að viðgerð og eða endurbótum. Nú telja símamennirnir Kjartan Sigurjónsson og Jóhann Styrmir,sem voru að vinna í dag í stöðinni, að allt eigi að vera í lagi með 3.G netið og
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. október 2012

Framkvæmdum við Hólmavíkurhöfn að ljúka.

Frá framkvæmdum við Hólmavíkurbryggju.Mynd af vef Siglingastofnunar.
Frá framkvæmdum við Hólmavíkurbryggju.Mynd af vef Siglingastofnunar.
Nú í vikunni lýkur frágangi á þekju og lögnum í Hólmavíkurhöfn sem auglýst var til útboðs sl. vor. Er þar með lokið endurbyggingu sem hófst í fyrra þegar boðinn var út rekstur á stálþili utan um bryggjuhausinn. Verktaki við fráganginn var Stálborg ehf. í Hafnarfirði sem átti lægra boð lægra af þeim tveimur sem bárust. Örlítið bættist við verkhlutann en því lauk innan tímamarka.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. október 2012

Truflanir á símasamband í Árneshreppi á morgun.

Fjarskiptastöð Símans í Reykjaneshyrnu.
Fjarskiptastöð Símans í Reykjaneshyrnu.
Vegna viðgerðar á símkerfi í fjarskiptastöðinni í Reykjaneshyrnu Árneshreppi fimmtudaginn 18. október. 2012, má búast við truflunum á símasambandi í Árneshreppi seinni part dags á morgun.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Stakur borgarísjaki 3. KM NA af Reykjaneshyrnu. 02-01-2018.
  • Úr Sætrakleyf eftir mokstur.Kristján á ýtunni varð að byrja uppá klettabeltinu til að byrja að moka þar niðrá veg.07-04-2009.
  • Maddý-Sirrý og Siggi.
  • Drangavík 18-04-2008.
Vefumsjón