Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. nóvember 2012
Prenta
Fyrirlestur um verkalýðsfélög í Strandasýslu.
Sigurður Pétursson sagnfræðingur flytur fyrirlestur í Hnyðju, í Þróunarsetrinu á Hólmavík, í dag miðvikudag 14. nóvember klukkan 17 um verkalýðsfélög í Strandasýslu. Sigurður dvelur þessa dagana í Skelinni, fræðimannaíbúð á vegum Þjóðfræðastofu á Hólmavík. Hann vinnur að ritun sögu Verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum, á vegum Alþýðusambands Vestfjarða og Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Fyrsta bindi sögunnar, Vindur í seglum, kom út árið 2011. Annað bindi verksins er væntanlegt á næsta ári og nær yfir tímabilið 1930-1970. Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Verkalýðshreyfingin nam land í Strandasýslu í miðri kreppunni miklu. Fjögur verkalýðsfélög voru stofnuð þar á árunum 1934-1935: Verkalýðs- og smábændafélag Hrútfirðinga 16. febrúar 1934, Verkalýðsfélag Hólmavíkur 8. mars 1934, Verkalýðsfélag Selstrandar, síðar Verkalýðsfélag Kaldrananeshrepps 17. júní 1934 og Verkalýðsfélag Árneshrepps 2. nóvember 1935. Nánar má lesa um fyrirlesturinn á hinum ágæta vef www.skutull.is
Verkalýðshreyfingin nam land í Strandasýslu í miðri kreppunni miklu. Fjögur verkalýðsfélög voru stofnuð þar á árunum 1934-1935: Verkalýðs- og smábændafélag Hrútfirðinga 16. febrúar 1934, Verkalýðsfélag Hólmavíkur 8. mars 1934, Verkalýðsfélag Selstrandar, síðar Verkalýðsfélag Kaldrananeshrepps 17. júní 1934 og Verkalýðsfélag Árneshrepps 2. nóvember 1935. Nánar má lesa um fyrirlesturinn á hinum ágæta vef www.skutull.is