Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. nóvember 2012
Prenta
Flugi aflýst á Gjögur.
Flugi til Gjögurs var aflýst nú um hádegið,athugað verður með flug á morgun,jafnvel í fyrramálið. Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er svohljóðandi frá Veðurstofu Íslands: Suðaustan 15-23 og rigning eða slydda, mun hægari síðdegis. Sunnan og suðaustan 5-10 í kvöld og skúrir. Suðlæg eða breytileg átt, 3-5 m/s á morgun og þurrt að kalla en skúrir eða slydduél annað kvöld. Hiti 0 til 6 stig.