Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. nóvember 2012 Prenta

Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson á Mölinni.

Jónas og Ómar á Malarkaffi 16 nóvember.
Jónas og Ómar á Malarkaffi 16 nóvember.
Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson verða á Mölinni, mánaðarlegri tónleikaröð á Malarkaffi á Drangsnesi,föstudaginn 16. nóvember næstkomandi en tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð sem félagar ætla að fara um landið nú í nóvember. Í þessari ferð ætla þeir að spila efni af nýútkomnum plötum sínum. Jónas Sigurðsson er landsmönnum að góðu kunnur. Hann sendi á dögunum frá sér sína þriðju sóló plötu sem ber heitið Þar sem haf ber við himinn. Á plötunni leikur Lúðrasveit Þorlákshafnar með Jónasi,en Jónas er einmitt uppalinn í Þorlákshöfn. Lagið Hafið er svart situr um þessar mundir á toppi Vinsældarlista Rásar 2 og fylgir þar í fótspor Þyrnigerðisins sem var á toppnum vikum saman síðasta sumar. Ómar Guðjónsson er þjóðkunnur gítarleikari sem hefur leikið með fjölda hljómsveita og tónlistarmanna. Má þar m.a. nefna Jagúar, ADHD og Stórsveit Samúels Samúelssonar. Hann sendi fyrir skemmstu sólóplötuna Útí geim en Ómar hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í flokki jazzplatna fyrir síðustu sólóskífu sína Fram af.

Á tónleikunum munu Jónas og Ómar leika lög af plötum sínum og styðja hvor við annan í flutningi laganna vopnaðir tveimur trommusettum, gítar,bassa og hljómborði. Auk Jónasar og Ómars mun tónlistarmaðurinn Borko koma fram og flytja ný lög í bland við eldri. Tónleikarnir hefjast kl.21:00 og kostar 2000 kr. inn. Frekari upplýsingar veitir Björn í s. 8645854 og Jón Þór í s. 8961988.  Mölin er tónleikaröð sem fram fer mánaðarlega á Malarkaffi á Drangsnesi. Fyrstu tónleikarnir fóru fram í október en þá kom fram tónlistarmaðurinn Prins Póló.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Unnið í þaki 24-11-08.
  • Frá Ófeigsfirði.Mynd Jóhann
  • Ís í Trékyllisvík Árnesfjall og sést til Mela.
  • Melar I og II.
  • Hilmar Hjartarson pípari við vinnu í aðalbaðherbergi.02-05-2009.
  • Melar-Reykjaneshyrna.13-08-2008.
Vefumsjón