Flugi aflýst á Gjögur.
Meira
Stefnt er að því að ríkisstyrktar strandsiglingar hefjist á næsta ári. Miðað er við að dregið verði úr styrknum jafnt og þétt í sjö ár en þá er gert ráð fyrir að siglingarnar verði orðnar sjálfbærar.
Í útboðinu er miðað við að tryggt sé að flutt verið að mista kosti 70 þúsund tonn árlega og að flutningarnir muni aukast þegar þeir hafa fest sig í sessi. Þá er miðað við að siglt verði hringinn í kringum landi að minnsta kosti 50 sinnum á ári til helstu hafna á Vestfjörðum, Norðurlandi og Aursturlandi.
Ríkisstyrktum strandsiglingum var hætt um miðjan tíuna áratug síðustu aldar og skipafélögin hættu endanlega sjóflutningum árið 2004. Frá þeim tíma hafa allir þungaflutningar farið fram á landi. Reiknað hefur verið út að einn fullhlaðinn flutningabíll slíti vegum á við tæplega tíuþúsund fólksbíla.
Kristín Dahlstedt fæddist í Dýrafirði árið 1876 og ung hélt hún til Danmerkur frá Þingeyri með kútternum Daníu. Þá átti hún að baki ástarævintýri með skáldinu frá Þröm - Magnúsi Hjaltasyni, sem Halldór Laxness gerði ódauðlegan sem Ólaf Kárason Ljósvíking í skáldsögunni Heimsljósi. Hún sleit sambandinu þegar Magnús treysti sér ekki til að leggja út fyrir trúlofunarhringunum.
Í Danmörku lærði Kristín margt um hótel- og veitingarekstur. Reynslunni ríkari kom hún aftur til Íslands árið 1905 og réðst strax til starfa á nýreistu glæsihóteli við Austurstræti - Hótel Reykjavík. Það hótel brann í brunanum mikla árið 1915. Fljótlega stofnaði Kristín svo sinn eigin veitingastað að Laugavegi 68 sem strax öðlaðist miklar vinsældir.
Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa verður haldinn sunnudaginn 4. nóvember 2012 í Akogessalnum Lágmúla 4, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 14. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál eftir þörfum. Að loknum aðalfundi verða glæsilega kaffiveitingar. Verð þeirra er 2.000 kr. Einnig mun Hrafn Jökulsson verða með myndasýningu.
Strax í framhaldi af 57. Fjórðungsþingi Vestfirðinga verði leitað til Atvinnuþróunarfélags Vestfirðinga um að vinna að sóknaráætlun þessara þriggja svæða, í náinni samvinnu við framkvæmdastjóra sveitarfélaganna. Þeirri vinnu skal lokið og skilað til skrifstofu Fjórðungssambands Vestfirðinga eigi síðar en 15. nóvember n.k.
Þann 19. nóvember n.k. skal samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Vestfjarða