Met áhorf var á þáttunum úr Árneshreppi.
Kristján Már Unnarsson fréttastjóri Stöðvar 2 lét vefinn Litlahjalla vita um tölur úr áhorfsmælingu vegna þáttanna úr Árneshreppi Um land allt sem voru á dagskrá síðustu tvo sunnudaga. Fyrirtækið Capacent mælir sjónvarpsáhorf og er hlutlaus aðili. Þeir hafa nú birt tölur um áhorf á báða þættina. Á fyrri þáttinn horfðu samtals 57 þúsund manns í 5 mínútur eða lengur en 50 þúsund manns sáu allan þáttinn, frá upphafi til enda. Á seinni þáttinn horfðu 58 þúsund manns í 5 mínútur eða lengur en 45 þúsund manns sáu allan þáttinn, frá upphafi til enda. Þetta þýðir að 57-58 þúsund manns voru að horfa á þættina. Þetta telst mjög gott áhorf, raunar það næstmesta á Stöð 2 þessar vikur, aðeins fréttir Stöðvar 2 höfðu meira áhorf. Til að ímynda
Meira
Meira