Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. nóvember 2012

Flugi aflýst á Gjögur.

Flustöðin Gjögurflugvelli.
Flustöðin Gjögurflugvelli.
Flugi til Gjögurs var aflýst nú um hádegið,athugað verður með flug á morgun,jafnvel í fyrramálið. Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er svohljóðandi frá Veðurstofu Íslands: Suðaustan 15-23 og rigning eða slydda, mun hægari síðdegis. Sunnan og suðaustan 5-10 í kvöld og skúrir. Suðlæg eða breytileg átt, 3-5 m/s á morgun og þurrt að kalla en skúrir eða slydduél annað
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. nóvember 2012

Stefnt að strandsiglingum á næsta ári.

Flutningaskip á Norðurfirði,19-04-2007.Skildu skip sjást aftur á Norðurfirði?
Flutningaskip á Norðurfirði,19-04-2007.Skildu skip sjást aftur á Norðurfirði?

Stefnt er að því að ríkisstyrktar strandsiglingar hefjist á næsta ári. Miðað er við að dregið verði úr styrknum jafnt og þétt í sjö ár en þá er gert ráð fyrir að siglingarnar verði orðnar sjálfbærar.

Í útboðinu er miðað við að tryggt sé að flutt verið að mista kosti 70 þúsund tonn árlega og að flutningarnir muni aukast þegar þeir hafa fest sig í sessi. Þá er miðað við að siglt verði hringinn í kringum landi að minnsta kosti 50 sinnum á ári til helstu hafna á Vestfjörðum, Norðurlandi og Aursturlandi.
Ríkisstyrktum strandsiglingum var hætt um miðjan tíuna áratug síðustu aldar og skipafélögin hættu endanlega sjóflutningum árið 2004. Frá þeim tíma hafa allir þungaflutningar farið fram á landi. Reiknað hefur verið út að einn fullhlaðinn flutningabíll slíti vegum á við tæplega tíuþúsund fólksbíla.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. nóvember 2012

Ölduhæð náði 13 metrum.

Ölduhæð náði í þessu veðri um 8 til 13 metrum.
Ölduhæð náði í þessu veðri um 8 til 13 metrum.
Það er klárt og staðreynd að ölduhæð varð meiri í þessu Norðaustanveðri eða N- veðri enn í veðrinu um mánaðarmótin október- nóvember. Þótt sé nokkuð lágstreymt núna miðað við í síðasta hreti þá gengur sjór lengra upp á land en þá,en þá var nokkuð stórstreymt. ;Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands sagði við vefinn að ekki hefði verið gefin viðvörun um ölduhæð með veðurviðvörunum í veðurspám í þetta skipti eins og um mánaðarmótin,en það mætti segja að það hefði þurft að gera allt frá Breiðafyrði til Húnaflóahafna,því mikill órói myndast í höfnum við þetta mikla ölduhæð og veðurhæð". Auðvitað er þetta allt sjónmat veðurathugunarmanna á hverjum stað fyrir sig. Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var gefinn upp mikill sjór strax í níu veðrinu um morguninn þann 9/11 ,eða ölduhæð um 5 til 6 metrar. Og klukkan 21:00 um kvöldið hafrót sem er 9 til 14 metra ölduhæð,meðalölduhæð um 12 til 13 m,eins í veðurlýsingu kl:06 um morguninn þann 10 var svipuð ölduhæð gefin upp,og einnig klukkan 09:00 í veðurskeyti þá. Þegar
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. nóvember 2012

Endurminningar Kristínar Dahlstedt veitingakonu frá Dröngum í Dýrafirði.

Í Danmörku lærði Kristín margt um hótel- og veitingarekstur.
Í Danmörku lærði Kristín margt um hótel- og veitingarekstur.
Endurminningar Kristínar,eftir Hafliða Jónsson garðyrkjustjóra. Endurútgáfa - Vestfirska forlagið gefur út.

Kristín Dahlstedt fæddist í Dýrafirði árið 1876 og ung hélt hún til Danmerkur frá Þingeyri með kútternum Daníu. Þá átti hún að baki ástarævintýri með skáldinu frá Þröm - Magnúsi Hjaltasyni, sem Halldór Laxness gerði ódauðlegan sem Ólaf Kárason Ljósvíking í skáldsögunni Heimsljósi. Hún sleit sambandinu þegar Magnús treysti sér ekki til að leggja út fyrir trúlofunarhringunum.
Í Danmörku lærði Kristín margt um hótel- og veitingarekstur. Reynslunni ríkari kom hún aftur til Íslands árið 1905 og réðst strax til starfa á nýreistu glæsihóteli við Austurstræti - Hótel Reykjavík. Það hótel brann í brunanum mikla árið 1915. Fljótlega stofnaði Kristín svo sinn eigin veitingastað að Laugavegi 68 sem strax öðlaðist miklar vinsældir.

Kristín vakti fljótt athygli í bænum, þótti glæsilega klædd og ekki skorti hana kjarkinn. Stundum eldaði hún grátt silfur við embættismenn, ekki síst lögregluna, á ýmsu gekk í viðskiptum við hina og þessa athafnamenn og reksturinn var upp og ofan. Mörg áföll í einkalífinu dundu yfir. Bræður hennar dóu ungir,
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. nóvember 2012

Viðvörun frá Veðurstofu Íslands.

Mikið dimmviðri gæti orðið á morgun og ekkert ferðaveður.
Mikið dimmviðri gæti orðið á morgun og ekkert ferðaveður.
Veðurstofan varar við stormi um landið norðan- og vestanvert á morgun. Gert er ráð fyrir vaxandi norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum í nótt og víða stormur (norðan 20-25 m/s) þar í fyrramálið. Einnig er búist við stormi (18-23 m/s) með snjókomu við Breiðafjörð og á Norðurlandi vestra um og eftir hádegi. Vegfarendum er bent á að færð og skyggni getur versnað hratt og ekkert ferðaveður verður á norðvestanverðu landinu á morgun. Eins getur orðið varhugavert að vera á ferð við fjöll vestantil á landinu. Heldur fer að draga úr vindi þegar líður á laugardaginn, fyrst vestast á landinu. Veðrið
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. nóvember 2012

Strandafrakt í síðustu ferð.

Flutningabíll frá Strandafrakt.
Flutningabíll frá Strandafrakt.
Miðvikudaginn 31. október átti að vera síðasta ferð hjá flutningafyrirtækinu Strandafrakt á Hólmavík,en það fyrirtæki sér um flutningana Reykjavík -Norðurfjörður,en þá gerði þetta stóra og langvarandi norðanhret, og komst bíllinn ekki fyrr en í dag þriðjudaginn 6. nóvember,ekki var opnað norður í gær mánudag en opnað var í dag. Strandafrakt heldur uppi vöruflutningum frá júní byrjun og út október. Ferðirnar hafa verið farnar á miðvikudögum norður til Norðurfjarðar frá Hólmavík,en úr Reykjavík á þriðjudögum til Hólmavíkur. Ferðir Strandfraktar hefjast á vorin fyrsta miðvikudag í byrjun júní og hætta síðasta miðvikudag í október. Strandafrakt hefur einnig séð um alla fiskflutninga í sumar á meðan á strandveiðum stóð og einnig í haust þegar bátar hafa róið og lagt upp á Norðurfirði. Þótt þetta sé síðasta áætlunarferðin kemur Strandafrakt að venju í desember að sækja ull til bænda
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. nóvember 2012

Opnað í Árneshrepp.

Frá snjómokstri.Myndasafn.
Frá snjómokstri.Myndasafn.
Vegagerðin á Hólmavík er nú í morgun að opna veginn norður í Árneshrepp eftir norðan óveðrið sem var um mánaðarmótin síðustu, október - nóvember. Ekki er um mikinn snjó að ræða. Þetta mun vera fyrsti snjómoksturinn norður á þessum vetri. Í gær var mokað innansveitar frá Norðurfirði og í Trékyllisvík. En í haust hefur þurft mikið að hreinsa grjót úr svonefndum Urðum,sem eru á milli Mela og Norðurfjarðar,það kemur alltaf grjót á veginn þar eftir rigningar og eða hvassviðri.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. nóvember 2012

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa.

Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar.Mynd Jóhann.
Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar.Mynd Jóhann.

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa verður haldinn sunnudaginn 4. nóvember 2012 í Akogessalnum Lágmúla 4, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 14. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál eftir þörfum. Að loknum aðalfundi verða glæsilega kaffiveitingar. Verð þeirra er 2.000 kr. Einnig mun Hrafn Jökulsson verða með myndasýningu.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. nóvember 2012

Fundir vegna sóknaráætlunar Vestfjarða.

Fundur verður á Hólmavík 7 nóvember.
Fundur verður á Hólmavík 7 nóvember.
Á 57. Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið var á Bíldudal dagana 4. og 5. október sl. var Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða falið að vinna að „Sóknaráætlun Vestfjarða" og að þeirri vinnu skyldi lokið 15. nóvember nk. sbr. áður gerða samþykkt þingsins. Unnar verði þrjár minni sóknaráætlanir fyrir hvert svæði Vestfjarða, Norðursvæði, Suðursvæði og Reykhóla og Strandir. Þær verði svo teknar saman og úr þeim gerð ein heildstæð sóknaráætlun fyrir Vestfirði.

Strax í framhaldi af 57. Fjórðungsþingi Vestfirðinga verði leitað til Atvinnuþróunarfélags Vestfirðinga um að vinna að sóknaráætlun þessara þriggja svæða, í náinni samvinnu við framkvæmdastjóra sveitarfélaganna. Þeirri vinnu skal lokið og skilað til skrifstofu Fjórðungssambands Vestfirðinga eigi síðar en 15. nóvember n.k.

Þann 19. nóvember n.k. skal samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Vestfjarða
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. nóvember 2012

Lækkun á farsímagjöldum um áramót.

PFS telur þetta komi farsímanotendum til góða.
PFS telur þetta komi farsímanotendum til góða.
Póst - og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína varðandi heildsölugjaldskrá fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum. Þær breytingar sem kveðið er á um í ákvörðuninni leiða til þess að ein megin forsendan fyrir mismunandi verði á farsímaþjónustu verður ekki lengur til staðar, þ.e. þegar hringt er í annað farsímafélag en viðkomandi er í viðskiptum við. Samkeppnisvandamál sem PFS hefur greint á þessum markaði má fyrst og fremst rekja til þess að það farsímafyrirtæki sem ræður yfir því farsímaneti þar sem símtalinu lýkur,er með einokunarstöðu á því neti. Flest samkeppnisvandamálin hafa tengst lúkningarverði og að mati PFS hefur í sumum tilvikum átt sér stað yfirverðlagning á símtölum milli kerfa. Kostnaðinum hefur verið velt yfir á þá notendur sem koma inn í kerfið úr öðrum farsíma- eða talsímanetum. Með ákvörðuninni nú og frá 13. janúar sl. sér nú fyrir endann á þessu samkeppnisvandamáli.Í dag eru lúkningarverð farsímafélaganna með þeim hætti að hámarksverð Símans og Vodafone er
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Byrjað að setja þakjárn á,21-11-08.
  • Borgarísjaki út af Ávíkinni 07-04-2004
  • Borgarísjaki 15 til 18 km NNA af Liltu-Ávík 29-09-2002.
  • Slydda en áfram reist.27-10-08.
  • Helga veislustjóri og barnabarn Maddýar tekur lagið við undirleik Hilmars.
Vefumsjón