Nýr framkvæmdastjóri SL.
Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Jón hefur verið félagi í Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri frá 1986 og sat í stjórn hennar frá 1989- 2002,þar af sem formaður 1996-2002. Hann var umsjónarmaður unglingadeildar sveitarinnar 1989-2003 og var kjörinn í stjórn SL árið 2011. Jón Svanberg var lögreglumaður á Ísafirði frá 1994-2009, varðstjóri frá 1996-2009 og settur aðstoðaryfirlögregluþjónn í lögreglunni á Vestfjörðum 2007-2008. Einnig hefur hann gegnt trúnaðastörfum fyrir samtök lögreglumanna. Síðan 2009 hefur Jón Svanberg verið framkvæmdastjóri Pro Fishing ehf.
Sambýliskona Jóns Svanbergs er Pálfríður Ása Vilhjálmsdóttir,þjónustufulltrúi í Landsbankanum, og eiga þau tvö börn, Atla Þór, 8 ára og Brynju Sif, 3 ára. Jón á soninn Daníel Frey, 18 ára, úr fyrra sambandi. Jón Svanberg tekur við stöðu framkvæmdastjóra SL 1. janúar 2013. Segir í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu.