Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa.
Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa verður haldinn sunnudaginn 4. nóvember 2012 í Akogessalnum Lágmúla 4, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 14. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál eftir þörfum. Að loknum aðalfundi verða glæsilega kaffiveitingar. Verð þeirra er 2.000 kr. Einnig mun Hrafn Jökulsson verða með myndasýningu.
Fundir vegna sóknaráætlunar Vestfjarða.
Strax í framhaldi af 57. Fjórðungsþingi Vestfirðinga verði leitað til Atvinnuþróunarfélags Vestfirðinga um að vinna að sóknaráætlun þessara þriggja svæða, í náinni samvinnu við framkvæmdastjóra sveitarfélaganna. Þeirri vinnu skal lokið og skilað til skrifstofu Fjórðungssambands Vestfirðinga eigi síðar en 15. nóvember n.k.
Þann 19. nóvember n.k. skal samráðsvettvangur Sóknaráætlunar VestfjarðaMeira
Lækkun á farsímagjöldum um áramót.
Meira
Nýr yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum.
Flugfélagið Ernir fljúga áfram.
Meira
Yfirlit yfir veðrið í Október 2012.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með norðlægri vindátt með kalda og allhvössum vindi,síðan suðlægar vindáttir eða breytilegar,en SV hvassviðri um tíma að morgni þann 9. Síðan voru austlægar vindáttir eða suðlægum með hægum vindi fram á 15. Þá snerist til norðlægrar áttar í þrjá daga. Síðan voru breytilegar vindáttir með andvara eða kuli fram til 22. Eftir það var mjög umhleypingasamt veður enn oftast með frekar hægum vindi. Tvo síðustu daga mánaðar var Norðan eða NA átt og hvassviðri eða stormi með ofankomu. Mánuðurinn var því nokkuð rysjóttur en það voru margir góðir dagar á milli,og úrkoman ekki mikil enda þurrir dagar í mánuðinum 14. Yfirlit dagar eða vikur:
Meira
FV sendir bréf til ráðherra vegna Gjögurs og Bíldudals.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga nú dag, 31. október 2012, var samþykkt eftirfarandi ályktun."Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga skorar á innanríkisráðherra að tryggja áframhaldandi áætlunarflug til Gjögurs og Bíldudals eins og samningar kveða á um. Flug til Gjögurs og Bíldudals er forsenda fyrir atvinnu og búsetu á svæðunum og það er skylda stjórnvalda að sjá til þess að ekki verði brestur á þeirri þjónustu".Meira
Flugfélagið Ernir hyggst hætta áætlunarflugi til minni staða.
Meira
Frá Bjargtöngum að Djúpi.
Bókin frá Bjargtöngum að Djúpi- Nýr flokkur 5. bindi farin í prentun. Mannlíf og saga fyrir vestan. Þessir rituðu í bókina: Bjarni Oddur Guðmundsson:Skipasmiðir á Vestfjörðum 3.grein. Elvar Logi Hannesson:Einstakir vestfirskir listamenn. Björn Ingi Bjarnason:Hafliðadagurinn í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi. Einar Sigurbjörnsson:Lær sanna tign þín sjálfs. Frá jarðarför Jóns forseta og Ingibjargar. Bjarni Einarsson:Rauðakrossferð eldri borgara frá Vestfjörðum að Laugum í Sælingsdal. Bjarni Guðmundsson:Í skóla sr. Eiríks undir Gnúpi. Emil Ragnar Hjartarson:Kransinn í Önundarfirði 50 ára. Guðvarður Kjartansson:Æskuminningar frá Flateyri. Kristinn Snæland:
Meira





