Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. október 2012
Prenta
FV sendir bréf til ráðherra vegna Gjögurs og Bíldudals.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur sent innanríkisráðherra bréf þar sem skorað er á ráðherra að tryggja áframhaldandi flugsamgöngur til Gjögurs og Bíldudals. Bréfið er svohljóðandi:
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga nú dag, 31. október 2012, var samþykkt eftirfarandi ályktun."Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga skorar á innanríkisráðherra að tryggja áframhaldandi áætlunarflug til Gjögurs og Bíldudals eins og samningar kveða á um. Flug til Gjögurs og Bíldudals er forsenda fyrir atvinnu og búsetu á svæðunum og það er skylda stjórnvalda að sjá til þess að ekki verði brestur á þeirri þjónustu". F.h. stjórnar Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri.