Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. nóvember 2012
Prenta
Opnað í Árneshrepp.
Vegagerðin á Hólmavík er nú í morgun að opna veginn norður í Árneshrepp eftir norðan óveðrið sem var um mánaðarmótin síðustu, október - nóvember. Ekki er um mikinn snjó að ræða. Þetta mun vera fyrsti snjómoksturinn norður á þessum vetri. Í gær var mokað innansveitar frá Norðurfirði og í Trékyllisvík. En í haust hefur þurft mikið að hreinsa grjót úr svonefndum Urðum,sem eru á milli Mela og Norðurfjarðar,það kemur alltaf grjót á veginn þar eftir rigningar og eða hvassviðri.