Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. september 2012

Réttað var í Melarétt í dag.

Fé komið í Melarétt.
Fé komið í Melarétt.
1 af 3
Leitað var nyrðra svæðið í gær og í dag,það er leitað var í gær föstudag norðan Ófeigsfjarðar og fé sett þar í rétt yfir nóttina,í dag var leitað frá Ófeigsfirði og fjalllendið austan Húsár leitað að Reykjarfarðartagli um Sýrdal og Seljaneshlíð,einnig var leitað svæðið út með Glifsu og Eyrardal að Hvalhamri,síðan var féið rekið yfir Eyrarháls og réttað í Melarétt. Leitarfólk fékk blautt veður báða dagana,rigningu mismunandi mikla en yfirleitt hægan vind. Að sögn leitarstjóra
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. september 2012

Kjarnafjölskyldur í Árneshreppi.

Árneskirkja hin eldri. Í Árneshreppi búa nú fleiri kjarnafjölskyldur en fyrir 12 árum.
Árneskirkja hin eldri. Í Árneshreppi búa nú fleiri kjarnafjölskyldur en fyrir 12 árum.
Kjarnafjölskyldum á Vestfjörðum hefur fækkað ört undanfarin ár í nær öllum sveitarfélögum fjórðungsins. Árið 2000 voru 1.035 kjarnafjölskyldur búsettar í Ísafjarðarbæ, en þann 1. janúar 2012 voru þær 933. Á síðasta ári voru 967 kjarnafjölskyldur í Ísafjarðarbæ, og því hefur fækkað um 34 fjölskyldur á milli ára, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í Bolungarvík hefur kjarnafjölskyldum einnig fækkað á milli ára, en árið 2000 voru 244 kjarnafjölskyldur í bænum en nú eru þær 227. Í Vesturbyggð hefur fækkunin verið örari en í Bolungarvík, en árið 2000 bjuggu 281 kjarnafjölskylda í Vesturbyggð en nú eru þær 209.

Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. september 2012

Lömb fóru í slátrun í dag.

Fjárbíll frá Hvammstanga.Myndasafn.
Fjárbíll frá Hvammstanga.Myndasafn.
Tveir bílar komu í dag að sækja fé til slátrunar,annar bíllinn kom frá KVH ehf á Hvammstanga hinn bíllinn frá SAH- afurða ehf á Blönduósi. Bændur láta slátra ýmist á Blönduósi eða Hvammstanga,og sumir bæir skipta því á bæði sláturhúsin hvar þeyr láta slátra.Fé virðist nokkuð vænt sem komið er eftir heimsmalanir og fallþungi ætti því  að vera nokkuð góður ef sem horfir,en bændur voru farnir að óttast að lömb yrðu ekki eins þung og venjulega eftir þetta mikla þurrkasumar. Bílarnir í dag tóku fé af fjórum bæjum sem sameinuðust um fjárbíla. Þessu fé verður slátrað á morgun föstudaginn 14. september. Einn bíll var búin að taka lömb til slátrunar í fyrri viku. Á morgun
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. september 2012

Seinni bifreiðaskoðun Frumherja á Hólmavík 13 og 14 september.

Skoðunarbíll Frumherja verður á Hólmavík 13 og 14 september.
Skoðunarbíll Frumherja verður á Hólmavík 13 og 14 september.
Samkvæmt tilkynningu frá Frumherja HF,verður seinni skoðun á Hólmavík dagana 13 og 14 september 2012.
Færanlega skoðunarstöðin verður þar stödd þessa daga. Færanlega skoðunarstöðin er nú beintengd við ökutækjaskrá og því hægt að afla allra upplýsinga og ganga frá viðskiptum eins og í fastri skoðunarstöð.Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og depet). Hvorttveggja er háð því að að gsm-samband sé í lagi. Símin í skoðunarbílnum er 8924507. Einnig er minnt á skoðunarstöð Frumherja í Búðardal. Tímapantanir
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. september 2012

Borgarísjaki norður af Horni.

Kort sem sýnir staðsetningu jakans,af vef VÍ.
Kort sem sýnir staðsetningu jakans,af vef VÍ.

Landhelgisæslunni barst tilkynning um borgarísjaka norður af Horni, staðsetning 66°42,130N - 022°07,470V sést vel í radar og er mjög hár. Í kringum jakann sér í lagi sunnan við hann eru smámolar, þeir koma ekki fram í radar. Þetta kemur fram á hafísvef Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. september 2012

Vitlaust veður var í gær.

Stórsjór og mjög mikil froða á fjörum.Eyðibílið Stóra-Ávík í baksýn.
Stórsjór og mjög mikil froða á fjörum.Eyðibílið Stóra-Ávík í baksýn.
Norðan áhlaup var í gær hér í Árneshreppi sem annarsstaðar á landinu. Veður var strax um morguninn komið í norðan 20 m/s síðan hvesti fram eftir deginum og náði vindstyrkur að vera þetta sem jafnavindur 23 til 24 m/s allan daginn og um kvöldið,en vindur komst í 31 m/s í kviðum eftir mælum veðurstöðvarinnar í Litlu-Ávík. Lítil úrkoma var um morguninn en seinnipartinn jókst úrkoman og var þá rigning en slydda seinnipartinn,hiti var þá komin niður í 3 gráður. Þetta er sennilega versta veður sem hefur gert svo snemma í september og allavega ekki síðan veðurstöð í Litlu-Ávík byrjaði 1995. Annars má segja að við hér í Árneshreppi höfum sloppið nokkuð vel miðað við á Norðausturlandi og á Austfjörðum. Meira
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. september 2012

Bændur í smalamennsku.

Fé rekið í Melarétt í fyrra.
Fé rekið í Melarétt í fyrra.
Bændur hér í Árneshreppi hafa verið að smala heimalönd sín í liðinni viku,byrjuðu þriðjudaginn 4 september og verið alla vikuna og verða fram á fimmtudag í þessari viku. Lömb virðast koma væn yfirleitt af heimalöndum bænda,allavega segir vigtin það,því öll lömb eru vigtuð á fæti áður en sleppt er á tún aftur. Smalamenn hafa fengið leiðindaveður við þessar heimsmalanir vætutíð hefur verið og er,einnig hefur verið vindasamt og er. Fyrstu leitir eru svo um næstu helgi þegar nyrðra leitarsvæðið verður leitað. Fyrri dagurinn er
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. september 2012

Talsvert um viðhald hjá bændum í sumar.

Járn komið á fjárhús í Árnesi 2.
Járn komið á fjárhús í Árnesi 2.
1 af 5
Bændur hafa verið talsvert í sumar að skipta um járn og öðru viðhaldi í sumar á peningshúsum sínum og aðrir einnig með viðhald á íveruhúsum sínum. Bændur í Árnesi 2. riðu á vaðið eftir sauðburð og búið var að bera á tún og önnur vorútiverk voru búin. Árnesbændur skiptu um allt járn á fjárhúsum og skiptu um einangrun í fjárhúslofti. Á Kjörvogi var haldið áfram að skipta um bita og setja nýjar grindur í eitt hús og jötu,en eitt hús var tekið í fyrra,en fjárhús skiptast í þrjú hús,tveir garðar í hverju húsi. Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni skipti um gafl í fjárhúsum hjá sér,og glugga og hurðir. Á Krossnesi fékk Úlfar Eyjólfsson múrara í um viku til að gera við steypuskemmdir og pússa,einnig var þar málað allt íbúðarhúsið að utan. Einnig skipti Þórólfur Guðfinnsson um allt járn á sínu húsi í Norðurfirði og setti nýjar lektur á sperrurnar. Gunnsteinn Gíslason í
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. september 2012

Góð aðalbláberjaspretta.

Aðalbláberjasulta.
Aðalbláberjasulta.
1 af 2
Mjög góð berjaspretta er í Árneshreppi þetta haustið,aðallega eru það aðalbláber sem er mest af. Vefurinn hefur haft fréttir af því eftir fólki sem hefur farið talsvert til berja að það séu klasar mjög víða af aðalbláberjum en mun minna af krækiberum. Mikil berjatínslukona sagði vefnum að oft væri það svo þegar mikið væri af krækiberum væri minna af aðalbláberum og svo öfugt. Eins sagði þessa sama kona að hún hefði ekki séð aðra eins berjaklasa af aðalbláberjum eins og núna í haust. Þurrkarnir
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. september 2012

Hornstrandir og Jökulfirðir.

Hornstrandir og Jökulfirðir.Kápa bókarinnar.
Hornstrandir og Jökulfirðir.Kápa bókarinnar.
Vestfirska forlagið hefur byrjað útgáfu ritraðar um Hornstrandir og Jökulfjörðu í léttu og handhægu formi, sem ætti að henta sérlega vel þeim sem ferðast um þessar slóðir. Þar er dregið fram úrval úr þeim bókum og ritum sem forlagið hefur gefið út um þetta stórkostlega landsvæði. Einnig verður leitað fanga víðar eftir atvikum, bæði um nýtt og eldra efni.  Meðal efnis í fyrsta hefti, sem komið er út,er viðamikið viðtal sem Hlynur Þór Magnússon átti við Arnór Stígsson frá Horni, Alexandrízka, íslenzka úr Jökulfjörðum, en þar er um að ræða langt og kjarnmikið viðtal Stefáns Jónssonar fréttamanns við Alexander Einarsson frá
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Smiðir  vinna að undirbúngi á þaki 11-11-08.
  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
  • Hafskipabryggjan Norðurfirði-06-07-2004.
  • Kallahús(Regínuhús Gjögri-05-07-2004.
  • Blandað í steypubílinn.06-09-08.
Vefumsjón