Kjarnafjölskyldur í Árneshreppi.
Kjarnafjölskyldum á Vestfjörðum hefur fækkað ört undanfarin ár í nær öllum sveitarfélögum fjórðungsins. Árið 2000 voru 1.035 kjarnafjölskyldur búsettar í Ísafjarðarbæ, en þann 1. janúar 2012 voru þær 933. Á síðasta ári voru 967 kjarnafjölskyldur í Ísafjarðarbæ, og því hefur fækkað um 34 fjölskyldur á milli ára, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í Bolungarvík hefur kjarnafjölskyldum einnig fækkað á milli ára, en árið 2000 voru 244 kjarnafjölskyldur í bænum en nú eru þær 227. Í Vesturbyggð hefur fækkunin verið örari en í Bolungarvík, en árið 2000 bjuggu 281 kjarnafjölskylda í Vesturbyggð en nú eru þær 209.
Meira
Meira