Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. október 2012 Prenta

6.hefti af Basil fursta komið út. Gulldúfan.

Ísfirðingurinn og bókavörðurinn á Eyrarbakka, Margrét S. Kristinsdóttir, er orðin reglulegur lesandi Basil fursta.
Ísfirðingurinn og bókavörðurinn á Eyrarbakka, Margrét S. Kristinsdóttir, er orðin reglulegur lesandi Basil fursta.

Út er komið 6. hefti af Basil fursta hjá Vestfirska forlaginu og ber það nafnið Gulldúfan.

Hér eiga þeir furstinn og þjónn hans Sam Foxtrot í höggi við stórhættulegt glæpakvendi að nafni Mae West,sem er bæði kæn og slungin og er ekkert lamb að leika við. Úr samtali þeirra Basils og Sam: Basil fursti situr önnum kafinn við skriftir, en það var nokkuð sem Sam var ekki hrifinn af. Menn eru alveg hættir að fremja glæpi, sagði Sam og stundi þunglega. Ef þessu haldur áfram getum við tekið saman dót okkar og flutt á letigarðinn. Basil fursti leit brosandi upp frá blaðabunkanum. Á hverju augnabliki ske margir hræðilegir glæpir, sagði hann. Ég hef aldrei á ævi  minni fengið jafn flókið mál til meðferðar og núna. Við munum eiga í höggi við forherta konu sem svífst einskis. Sam var mikill aðdáandi fagurra kvenna. Þess vegna fékk hann sting í hjartað í hvert skipti sem hann rakst á yndislega konu,sem var forhert glæpadrós. Skyldu þeir Basil fursti og Sam komast á sporið? 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hafskipabryggjan Norðurfirði-06-07-2004.
  • Mikil froða eða (sælöður),myndaðist í Ávíkinni í miklu brimi í óveðrinu 10. september 2012,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
Vefumsjón