Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. október 2012 Prenta

Gjögurviti.

Sigurjón og Guðmundur klifra og festa kapalinn. Það þíðir ekkert að vera lofthræddur við þessa vinnu!
Sigurjón og Guðmundur klifra og festa kapalinn. Það þíðir ekkert að vera lofthræddur við þessa vinnu!

Vitar landsins þurfa sitt viðhald,það þarf að fara yfir rafbúnað og allan tæknibúnað fyrir ljóseinkenni og fleira. Nú á dögunum komu þeir Guðmundur Bernódusson og Sigurjón Eiríksson rafvirkjar frá Siglingastofnun í Gjögurvita og fóru yfir allan tæknibúnað vitans,einnig var festur rafmagnskapallinn sem liggur úr húsinu og upp í ljóshús,en festingar sem héldu kaplinum hafa gefið sig í gegnum árin og losnað  mikið síðastliðin vetur. Gjögurviti var byggður 1921 úr stáli. Hönnuðir voru þeir Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðdal verkfræðingar. Ljóshæð yfir sjávarmáli er 39 metrar. Vitahæð er 24 metrar. Tegund,Ljósviti aflgjafi frá rafveita og rafgeymar til vara. Umsjón með Gjögurvita frá 1996 er Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
  • Árnesstapar-06-08-2008.
Vefumsjón