Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. september 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 27. ágúst til 2. sept.2012.

8.ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.
8.ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.
8 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku,einn í nágrenni Patreksfjarðar og sjö á Djúpvegi. Þá var eitt umferðaróhapp tilkynnt til lögreglu sunnudaginn 2. sept .,óhappið varð á Flateyrarvegi, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt. Ökumaður og farþegi voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með kranabíl. Skemmtanahald gekk nokkuð vel fyrir sig um liðna helgi og án teljandi afskipa lögreglu,þó var ein líkamsárás tilkynnt til lögreglu. Lögreglan
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. september 2012

Yfirlit yfir veðrið í Ágúst 2012.

Þokuhattur á Reykjaneshyrnu-Mýrarhnjúkur fyrir myðri mynd.Myndin tekin 14-08-2012.
Þokuhattur á Reykjaneshyrnu-Mýrarhnjúkur fyrir myðri mynd.Myndin tekin 14-08-2012.
Veðrið í Ágúst 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hægviðri og þurru veðri fyrstu viku mánaðar,síðan voru suðlægar vindáttir með úrkomuvotti og hlýindum fram til 11. Eftir það dró aðeins úr hita fyrst með austlægum vindáttum og síðan norðlægum eða hafáttum,Suðvestan var þann 30,en Norðvestan þann 31 með rigningu. Eftir 24. kólnaði mjög,en mjög hlítt aftur tvo síðustu daga mánaðar. Mánuðurinn verður að teljast mjög hlýr í heild. Úrkomulítið var í mánuðinum. Þótt úrkomudagar hafi verið 20.var aðeins vart úrkomu í 8 daga af þessum 20. sem mældist ekki. Fyrsti snjór í fjöllum varð 29,aðeins efst í fjöllum sem tók samdægurs upp. Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. ágúst 2012

Talsverðar framkvæmdir í Litlu-Ávík-bóndin slasaðist.

Hlaðan orðin snyrtileg.
Hlaðan orðin snyrtileg.
1 af 5
Talsverðar framkvæmdir hafa verið í Litlu-Ávík eftir heyskap,en heyskapur í Litlu-Ávík var snemma búin þar. Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi lét gera upp gamla hlöðu sem er mest notuð sem vélageymsla yfir veturna. Sigursteinn og Jón G rifu allt járn af hlöðunni og hluta af hliðum og sem hægt var áður en smiðir komu. Daginn eftir að þeyr bræður voru búnir að rífa járnið af fór Sigursteinn að hreinsa nagla af sperrum og legtum af hærri hlöðuþakinu og fór niður af þakinu á sama stað og oft var búið að gera,og niður á planka,en einhvern veginn lent á nagla eða naglabrot verið komið í stígvélið áður,og það fór í ilina á vinstri fæti. Það var farið með Sigurstein á Heilsugæsluna á Hólmavík daginn eftir,en þar fékk hann sýklalif því sýking var komin í fótinn,síðan var hann heima í um tíu daga á meðan bólgan og sýkingin var að minnka. Eftir það var farið með Sigurstein á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og þessi aðskotahlutur skorinn úr ilinni. Sigursteinn er búin að vera alveg frá vinnu í um hálfan mánuð en er nú að lagast og farin að tilla í fótinn.Smiðir frá Sparra ehf,í Keflavík þeyr Jóhannes H Jóhannesson og Guðni Sveinsson komu síðan 14 ágúst og voru í átta daga til að gera upp hlöðuna og setja járn,auk þess voru heimafólk úr sveitinni fengið aðallega þegar járnið var sett á. Smiðunum
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. ágúst 2012

Frestun 57. Fjórðungsþings til 5. og 6. október.

Frá Fjórðungsþingi Vestfirðinga 2010.Mynd BB.ís
Frá Fjórðungsþingi Vestfirðinga 2010.Mynd BB.ís
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga samþykkti á fundi sínum í gær að fresta 57. Fjórðungsþingi Vestfirðinga til föstudagsins 5. og laugardagsins 6. október 2012.  Þingið verði haldið á Bíldudal.  Þingið hafði áður verið boðað þann 7. og 8. september á Bíldudal. Framkvæmdastjóra hefur verið falið að kynna ákvörðun stjórnar til sveitarfélaga og boðaða gesti þingsins.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. ágúst 2012

Fyrsti snjór í fjöllum.

Snjór í Reyðarfjalli sem er á milli Lambatinds og Finnbogastaðafjalls.
Snjór í Reyðarfjalli sem er á milli Lambatinds og Finnbogastaðafjalls.

Það snjóaði í fjöll í gærdag og í gærkvöldi,snjór efst í fjöllum niðri svona fimmhundruð metra þar sem lægst er,annars efst í toppum. Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fór hitinn niðri 4,3 stig í nótt og undanfarna daga farið niður fyrir 5 stig.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. ágúst 2012

Fjárleitir 2012 í Árneshreppi.

Frá Melarétt í fyrra.
Frá Melarétt í fyrra.
 

FJALLSKILASEÐILL.

==================

 

  FYRIR ÁRNESHREPP ÁRIÐ 2012                               

            Samkvæmt fjallskilareglugerð Strandasýslu fyrirskipar hreppsnefnd Árneshrepps, fjallskil í

Árneshreppi árið 2012 á eftirfarandi hátt:

Leitarsvæði séu þrjú. Réttardagur á fyrsta leitarsvæði sé í Melarétt laugardaginn 15. september                  2012 og af öðru og þriðja leitarsvæði í Kjósarrétt laugardaginn 22. september 2012. Fjallskilaseðilinn má sjá í heild hér til vinstri á síðunni undir Fjárleitir 2012.Hér.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. ágúst 2012

Djúpavíkurdagar 17.-19.ágúst 2012.

Djúpavíkurdagar 17.-19.ágúst 2012.Mynd Hótel Djúpavík.
Djúpavíkurdagar 17.-19.ágúst 2012.Mynd Hótel Djúpavík.
Enn eina ferðina er sumri brátt að ljúka og eins og venjulega ætlum við hér á Hótel Djúpavík að gera okkur glaðan dag og halda okkar "töðugjöld". Við byrjum formlega á föstudeginum 17.ágúst kl. 19:00 með kvöldverðarhlaðborði með ítölsku ívafi.  Eins og á síðasta ári sækjum við hugmyndir í eldhús Ítala, m.a. pasta og pizzur.  Verð kr. 2.500,- f. fullorðna og ½ fyrir börn.   Siðar um kvöldið verður kaffi o.fl. í boði hússins eins og verið hefur síðustu árin.  Undir miðnættið verður boðið upp á "vasaljósaferð" í gegnum verksmiðjuna.  Þátttakendur eru beðnir að hafa

með sér vasaljós.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. ágúst 2012

Vikan hjá Lögreglinni á Vestfjörðum 30. júlí til 6. ágúst 2012.

Um liðna helgi var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum.
Um liðna helgi var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum.
Um liðna helgi var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Um helgina var haldinn hinn árlegi Mýrarbolti og var mikill fjöldi sem sótti Ísafjörð heim. Umferð gekk nokkuð vel fyrir sig, þrátt fyrir að 16 ökumenn hafi verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. 5 ökumenn voru kærðir vegna gruns um ölvun við akstur og 4 vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. 3 líkamsárásir voru kærðar til lögreglu og eru þau mál í rannsókn. 2 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu, annað á Vestfjarðavegi nr. 60 við Skálanes í kollafirði, þar varð útafakstur, um minni háttar slys á fólki var þar um að ræða, ökumaður og fjarþegi fluttir með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina á Hólmavík til skoðunar. Annað óhappið varð á Ísafirði og var um minni háttar að ræða. Þrátt fyrir þessi óhöpp gekk umferðin nokkuð vel fyrir sig. Skemmtanahaldið á Ísafirði gekk nokkuð vel fyrir sig, veður alla helgina var mjög gott, sumir þurftu að skemmta sér nokkuð meira en aðir eins og gengur,en litlu mátti muna að illa færi á tjaldsvæðinu í Tungudal,þar sem kveiktur var eldur (varðeldur) í skóginum við tjaldsvæðið, en með snarræði tókst að slökkva hann með aðstoð slökkviliðsins á Ísafirði. Vart þarf að geta þess að þarna hefði getað farið illa, skógurinn mjög þurr og margir sumarbústaðir í nágrenninu. Ekki er vitað hver/hverjir þarna voru að verki. Þess
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. ágúst 2012

Guðsþjónusta í Árneskirkju um Verslunarmannahelgina.

Guðsþjónusta verður í Árneskirkju nú næstkomamandi sunnudag 5.ágúst.
Guðsþjónusta verður í Árneskirkju nú næstkomamandi sunnudag 5.ágúst.
Eins og venjulega undanfarin ár verður guðsþjónusta um verslunarmannahelgina í Árneskirkju nú næstkomamandi sunnudag 5.ágúst kl:14:00. Þekkt tónlistarfólk sem statt verður í Árneshreppi tekur þátt í messunni með söng. Má þar nefna diddú,Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og fleyri aðila. Prestur verður að venju sóknarpresturinn Sigríður Óladóttir. Ekki veitir af að heyra guðsorð eftir skröll og böll helgarinnar.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. ágúst 2012

Yfirlit yfir veðrið í júlí 2012.

Drangajökull og Hrolleifsborg fyrir miðju hæð frá sjávarmáli  er 851 metrar.Séð frá Litlu-Ávík.
Drangajökull og Hrolleifsborg fyrir miðju hæð frá sjávarmáli er 851 metrar.Séð frá Litlu-Ávík.
1 af 2
Veðrið í Júlí 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Í mánuðinum voru mest hafáttir eða breytilegar vindáttir,en Suðvestanátt var 6 til 8,og veður var hlítt og þurrviðrasamt að mestu fram yfir 20 mánaðar. Þann 22 gerði Norðaustan og síðan Norðanátt með úrkomu og var nokkuð mikil úrkoma aðfaranótt mánudags og allan mánudaginn og aðfaranótt 24. Síðan voru hafáttir aftur eða breytilegar vindáttir og hægviðri með smá skúrum. Þann 28. og 29. voru loks Suðvestanáttir með mesta hita júlímánaðar eða um 20,0 stig,en 30.var Suðaustanátt. Mánuðurinn endaði síðan með hafáttum og þokulofti. Júlímánuður verður að teljast mjög hlýr í heild.

Vegur fór í sundur á Strandavegi 643 þann 23.vegna vatnavaxta á Veiðileysuhálsi og nokkurt grjót féll á vegi bæði á Kjörvogshlíð og í Urðunum,veginum til Norðurfjarðar. Þar sem vatnsskortur var og eða var vatnslítið var komið nóg vatn í lok mánaðar. Neysluvatnsleysi var í Litlu-Ávík frá 5 júní til 8 júlí,og einnig í sumarhúsabyggð á Gjögri var vatnslaust eða mjög lítið,eins var vatnslaust í sumarhúsi í botni Ingólfsfjarðar. Heyskapur byrjaði að einverjuleyti um 4 til 10,þá tún sem voru brunnin og borin tilbúin áburður á þau aftur,en heyskapur byrjaði ekki almennt fyrr en um og eftir miðjan mánuð,góðir þurrkar voru en lítil hey en heygæði mjög góð,en mjög misjafnt eftir bæjum.


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Séð til Gjögurs af Reykjaneshyrnu.Reykjanesrimar.
  • Bara moldarhaugur þar sem húsið var.19-06-2008.
Vefumsjón