Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. september 2012

Vegagerðin með framkvæmdir.Olíu stolið frá verktaka.

Hannes Hilmarsson við frágang á gröfu fyrir neðan Búðará.
Hannes Hilmarsson við frágang á gröfu fyrir neðan Búðará.
1 af 2
Undanfarnar vikur hefur Vegagerðin verið að láta vinna í Veiðileysuhálsi að norðanverðu. Vegurinn er hækkaður upp niður Kúvíkur dalinn og niðurundir Langahjalla. Grjót í uppfyllingu var sprengt í holtinu við Búðará. Með þessu er verið að komast fyrir þar sem mestu snjóalögin myndast og erfitt hefur verið að moka og koma snjónum frá sér við mokstur. Vinnu verður lokið í dag,enn frágangi meðfram nýja vegarkaflanum og fínni ofaníburði í veginn verður unnið næsta vor eða sumar.Það skeði eina nóttina fyrir stuttu að 800 lítrum af hráolíu var stolið af olíukálfi Jósteins Guðmundssonar sem var með tæki þarna í vinnu
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. september 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 12. sept., til 17. sept.2012.

Enn er keyrt á búfénað,lögregla hvetur ökumenn að fara með gát.
Enn er keyrt á búfénað,lögregla hvetur ökumenn að fara með gát.
Í liðinni viku voru fjórir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í og við Ísafjörð,sá sem hraðast ók,var mældur á 108 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni það fyrra þriðjudaginn 17, minniháttar óhapp á Ísafirði og það síðara miðvikudaginn 18 á Djúpvegi, Steingrímsfjarðarheiði. Ekki var um slys að ræða í þessum tilfellu, en eignartjón. Einn ökumaður var stöðvaður vegna grun um ölvun við akstur. Enn og aftur eru ökumenn að aka á lömb og vill lögregla benda ökumönnum á að þegar rökkvar og orðið dimmt sjást lömb og fénaður illa,því vill lögregla brýna fyrir ökumönnum að gæta varúðar,því víða er fé farið að koma af fjalli og stutt í smalanir. Ökumenn/umráðamenn
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. september 2012

Sjálfboðaliðar væru vel þegnir!

Frá Veiðileysurétt.
Frá Veiðileysurétt.
Á fimmtudaginn 20. og  föstudaginn 21. verður smalað í Veiðileysu og sunnan Veiðileysu jafnvel allt inn að Kaldbaksvík fyrri daginn og fé rekið í Veiðuleysurétt og fé keyrt heim á tún bænda. Á föstudaginn verður smalað kringum Kamb og allt svæðið innan Kleifarár og fé rekið í Kjósarrétt og fé keyrt heim. Á þessu innsta svæði eru engar skiplagðar leitir og eru því sjálfboðaliðar vel þegnir þessa báða daga. Síðan eru seinni leitir næstkomandi laugardag 22. þar
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. september 2012

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra las veðurfregnir á RÚV í morgun.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra las veðurfregnir á RÚV í morgun.Myndin er af feisbók.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra las veðurfregnir á RÚV í morgun.Myndin er af feisbók.
1 af 2

Dagur íslenskrar náttúru er í dag og verður honum fagnað á fjölbreyttan hátt víða um land. Meðal viðburða eru gönguferðir, ratleikir, hjólatúrar, fjallgöngur, opin söfn og sýningar, fyrirlestrar, ráðgjöf og fræðsla um íslenska náttúru. Allir þeyr sem hlusta á veðurfregnir í Ríkisútvarpinu klukkan 10:05 í morgun hafa sennilega rekið upp stór eyru,enn Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra las veðurfregnir frá klukkan níu um morguninn frá veðurstöðvum landsins og veðurspá.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. september 2012

Réttað var í Melarétt í dag.

Fé komið í Melarétt.
Fé komið í Melarétt.
1 af 3
Leitað var nyrðra svæðið í gær og í dag,það er leitað var í gær föstudag norðan Ófeigsfjarðar og fé sett þar í rétt yfir nóttina,í dag var leitað frá Ófeigsfirði og fjalllendið austan Húsár leitað að Reykjarfarðartagli um Sýrdal og Seljaneshlíð,einnig var leitað svæðið út með Glifsu og Eyrardal að Hvalhamri,síðan var féið rekið yfir Eyrarháls og réttað í Melarétt. Leitarfólk fékk blautt veður báða dagana,rigningu mismunandi mikla en yfirleitt hægan vind. Að sögn leitarstjóra
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. september 2012

Kjarnafjölskyldur í Árneshreppi.

Árneskirkja hin eldri. Í Árneshreppi búa nú fleiri kjarnafjölskyldur en fyrir 12 árum.
Árneskirkja hin eldri. Í Árneshreppi búa nú fleiri kjarnafjölskyldur en fyrir 12 árum.
Kjarnafjölskyldum á Vestfjörðum hefur fækkað ört undanfarin ár í nær öllum sveitarfélögum fjórðungsins. Árið 2000 voru 1.035 kjarnafjölskyldur búsettar í Ísafjarðarbæ, en þann 1. janúar 2012 voru þær 933. Á síðasta ári voru 967 kjarnafjölskyldur í Ísafjarðarbæ, og því hefur fækkað um 34 fjölskyldur á milli ára, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í Bolungarvík hefur kjarnafjölskyldum einnig fækkað á milli ára, en árið 2000 voru 244 kjarnafjölskyldur í bænum en nú eru þær 227. Í Vesturbyggð hefur fækkunin verið örari en í Bolungarvík, en árið 2000 bjuggu 281 kjarnafjölskylda í Vesturbyggð en nú eru þær 209.

Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. september 2012

Lömb fóru í slátrun í dag.

Fjárbíll frá Hvammstanga.Myndasafn.
Fjárbíll frá Hvammstanga.Myndasafn.
Tveir bílar komu í dag að sækja fé til slátrunar,annar bíllinn kom frá KVH ehf á Hvammstanga hinn bíllinn frá SAH- afurða ehf á Blönduósi. Bændur láta slátra ýmist á Blönduósi eða Hvammstanga,og sumir bæir skipta því á bæði sláturhúsin hvar þeyr láta slátra.Fé virðist nokkuð vænt sem komið er eftir heimsmalanir og fallþungi ætti því  að vera nokkuð góður ef sem horfir,en bændur voru farnir að óttast að lömb yrðu ekki eins þung og venjulega eftir þetta mikla þurrkasumar. Bílarnir í dag tóku fé af fjórum bæjum sem sameinuðust um fjárbíla. Þessu fé verður slátrað á morgun föstudaginn 14. september. Einn bíll var búin að taka lömb til slátrunar í fyrri viku. Á morgun
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. september 2012

Seinni bifreiðaskoðun Frumherja á Hólmavík 13 og 14 september.

Skoðunarbíll Frumherja verður á Hólmavík 13 og 14 september.
Skoðunarbíll Frumherja verður á Hólmavík 13 og 14 september.
Samkvæmt tilkynningu frá Frumherja HF,verður seinni skoðun á Hólmavík dagana 13 og 14 september 2012.
Færanlega skoðunarstöðin verður þar stödd þessa daga. Færanlega skoðunarstöðin er nú beintengd við ökutækjaskrá og því hægt að afla allra upplýsinga og ganga frá viðskiptum eins og í fastri skoðunarstöð.Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og depet). Hvorttveggja er háð því að að gsm-samband sé í lagi. Símin í skoðunarbílnum er 8924507. Einnig er minnt á skoðunarstöð Frumherja í Búðardal. Tímapantanir
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. september 2012

Borgarísjaki norður af Horni.

Kort sem sýnir staðsetningu jakans,af vef VÍ.
Kort sem sýnir staðsetningu jakans,af vef VÍ.

Landhelgisæslunni barst tilkynning um borgarísjaka norður af Horni, staðsetning 66°42,130N - 022°07,470V sést vel í radar og er mjög hár. Í kringum jakann sér í lagi sunnan við hann eru smámolar, þeir koma ekki fram í radar. Þetta kemur fram á hafísvef Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. september 2012

Vitlaust veður var í gær.

Stórsjór og mjög mikil froða á fjörum.Eyðibílið Stóra-Ávík í baksýn.
Stórsjór og mjög mikil froða á fjörum.Eyðibílið Stóra-Ávík í baksýn.
Norðan áhlaup var í gær hér í Árneshreppi sem annarsstaðar á landinu. Veður var strax um morguninn komið í norðan 20 m/s síðan hvesti fram eftir deginum og náði vindstyrkur að vera þetta sem jafnavindur 23 til 24 m/s allan daginn og um kvöldið,en vindur komst í 31 m/s í kviðum eftir mælum veðurstöðvarinnar í Litlu-Ávík. Lítil úrkoma var um morguninn en seinnipartinn jókst úrkoman og var þá rigning en slydda seinnipartinn,hiti var þá komin niður í 3 gráður. Þetta er sennilega versta veður sem hefur gert svo snemma í september og allavega ekki síðan veðurstöð í Litlu-Ávík byrjaði 1995. Annars má segja að við hér í Árneshreppi höfum sloppið nokkuð vel miðað við á Norðausturlandi og á Austfjörðum. Meira
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • 29-12-2010.Borgarísjakinn Jóli ca 8km A af Reykjaneshyrnu.Myndin tekin á Reykjanesi.
  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.
  • Búið að tvöfalda og leggja rafmagnsrör og dósir í veggi.04-04-2009.
  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
  • Það stærsta og besta af viðnum verður tekinn.
Vefumsjón