Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. september 2012 Prenta

Uppskeruhátið ferðaþjónustunnar verður í Bolungarvík.

Ferðaþjónustuaðilar á góðri stund.
Ferðaþjónustuaðilar á góðri stund.

Um næstu helgi,laugardaginn 29. september ætlar ferðaþjónustan á Vestfjörðum að gera sér glaðan dag og halda uppskeruhátíð á veitingastaðnum vaXon.is í Bolungarvík. Það eru allir sem starfa í ferðaþjónustu eða hafa áhuga á greininni velkomnir að taka þátt í húllumhæinu. Ferðaþjónustufyrirtæki eru hvött til að bjóða starfsfólki sínu með á hátíðina, því eins og við öll vitum þá er fátt mikilvægara en að fólk sem starfar í greininni þekki til hvors annars á því víðfeðma svæði sem Vestfirðir eru. Uppskeruhátíðin mun fara fram í Bolungarvík að þessu sinni og ljúka með mikilli veislu eins og áður sagði á veitingastaðnum vaXon.is um kvöldið þar sem einnig er gert ráð fyrir að fólk gisti. Skráning fer fram hjá Hauki Vagnssyni á vaXon.is  á netfanginu haukur@vaxon.is  eða í síma 862-2221.

Hvatningarverðlaun 2012:

Í tengslum við uppskeruhátíðina hefur verið ákveðið að veita árlega sérstök hvatningarverðlaun til einstaklings eða fyrirtækis í greininni sem starfar í fjórðungnum og álitið að skarað hafi fram úr á árinu 2012 varðandi nýsköpun, þjónustu eða umhverfisstefnu. Óskað verður eftir tilnefningum frá greininni sjálfri. Í tilnefningunni þarf að koma fram nafn sendanda, hver er tilnefndur og litlum rökstuðningi sem þarf að fylla minnst tvær til þrjár setningar. Tilnefningarnar skal senda á netfang Ferðamálasamtaka Vestfjarða, vestfirdir@gmail.com merkt "Tilnefning". Dagskrá um uppskeruhátíðina má sjá á vef samtakanna hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Úr sal.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Flotbryggjan í smábatahöfninni á Norðurfirði-18-08-2004.
  • Kristján Kristjánsson tengir í töflu.12-12-2008.
Vefumsjón