Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. september 2012 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 17. til 24. sept. 2012.

Um liðna helgi var talsveður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum.
Um liðna helgi var talsveður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum.

Um liðna helgi var talsveður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum vegna skemmtanahalds og þurfti að hafa afskipti af fólki vegna ölvunar. Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglu. 7 ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu í vikunni og sá sem hraðast ók,var mældur á 118 km/klst, þar sem leyfilegur hámarshraði er 90 km/klst. Þrjú umferðarhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni, mánudaginn 17. varð minniháttar óhapp á Ísafirði, ekki slys á fólki. Fimmtudaginn 20 valt malarflutningabíll í Vatnsfirði,í Ísafjarðardjúpi, ökumaður og farþegi hans voru fluttir með þyrlu LHG af vettvangi á slysadeild Landsspítala Háskólasjúkrahúss til skoðunar. Aðfaranótt laugardagsins 22. var bílvelta á Tálknafjarðarvegi, ökumaður og farþegi sluppu án meiðsla. Í tveimur af þessum óhöppum var um talsvert eignartjón að ræða. Þrír ökumenn voru kærðir fyrir meinta ölvun við akstur í vikunni.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Bær í Trékyllisvík-19-08-2004.
  • Súngið af mikilli raust.
  • Ágúst Guðjónsson sér um blöndunina..06-09-08.
  • Skipið Suðri í hafís á austurleið.
Vefumsjón