Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 18.til 25. júní.
Meira
Skákhátíð á Ströndum 2012 verður haldin nú um helgina og er efnt til fjölteflis á Hólmavík og skákmóta í Djúpavík, Trékyllisvík og Norðurfirði. Von er á stórmeistörunum Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni og Þresti Þórhallssyni, auk skákáhugamanna víða að. Þá munu mörg af efnilegustu skákbörnum landsins taka þátt í hátíðinni, sem er öllum opin. Fjöldi viðurkenninga og verðlauna eru í boði, m.a. munir eftir tvo af kunnustu handverksmönnum Strandasýslu, flugfarseðlar, sersmíðaðir silfurhringir, silki frá Samarkand, bækur og peningaverðlaun. Hátíðin hefst með fjöltefli á Hólmavík klukkan 16 á föstudaginn, þegar Róbert Lagerman, heiðursgestur hátíðarinnar, teflir fjöltefli. Róbert sem verður fimmtugur nú í sumar er sá skákmeistari sem tekið hefur þátt í flestum skákviðburðum á Ströndum sl. ár. Á föstudagskvöld klukkan 20 verður tvískákarmót í Hótel Djúpavík og á laugardag klukkan 13 hefst afmælis mót Róberts Lagerman í samkomuhúsinu í Trékyllisvík. Heildarverðlaun á mótinu verða rúmlega 100 þúsund krónur, en að auki gefa fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar verðlaun. Á sunnudag kl. 13 verður svo hraðskákmót í Kaffi Norðurfirði, sem markar lok Skákhátíðar á Ströndum 2012.
Til mikils er að vinna á hátíðinni. Sigurvegarar í Trékyllisvík og Norðurfirði fá muni eftir Guðjón Kristinsson frá Dröngum og Valgeir Benediktsson í Árnesi. Þá mun sigurvegarinn á Afmælis móti Róberts fá sér smíðaðan silfurhring, smíðaðan af Úlfari Daníelssyni gullsmið. Á hringinn er greypt með rúnaletri kjörorð skákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda. Útlit er fyrir góða þátttöku í hátíðinni, sem hefur unnið sér sess sem einhver skemmtilegasti skákviðburður ársins. Ýmsir