Ætti ekki að verða vatnsskortur lengur.
Eftir nokkra rigningardaga nú í júlímánuði er vatn farið að síast neðri jarðveginn og í gegnum malarefni sem hreinsar vatnið áður enn það fer í safntunnur sem fer síðan í birgðatank. Í Litlu-Ávík var alveg vatnslaust frá 5 júní og fram til 8 júlí eða í rúman mánuð,eftir það hefur verið hægt að nota svolítið neysluvatn en ekki er það nóg til þvotta enn. Á Gjögri hefur einnig verið vatnslaust eða mjög lítið vatn í sumarhúsum þar. Það er alveg furðulegt að sjá hvað jörðin hefur verið orðin þurr eftir rigningu nú um helgina sjást ekki pollar nema á vegum og það kemur ekkert í lækjarfarvegi ennþá,jörðin drekkur allt í sig. Eldri menn muna ekki eftir svona þurrkum svo lengi,
Meira
Meira