Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. júlí 2012

Ætti ekki að verða vatnsskortur lengur.

Ávíkuráarfoss hefur varla sést í sumar.
Ávíkuráarfoss hefur varla sést í sumar.
Eftir nokkra rigningardaga nú í júlímánuði er vatn farið að síast neðri jarðveginn og í gegnum malarefni sem hreinsar vatnið áður enn það fer í safntunnur sem fer síðan í birgðatank. Í Litlu-Ávík var alveg vatnslaust frá 5 júní og fram til 8 júlí eða í rúman mánuð,eftir það hefur verið hægt að nota svolítið neysluvatn en ekki er það nóg til þvotta enn. Á Gjögri hefur einnig verið vatnslaust eða mjög lítið vatn í sumarhúsum þar. Það er alveg furðulegt að sjá hvað jörðin hefur verið orðin þurr eftir rigningu nú um helgina sjást ekki pollar nema á vegum og það kemur ekkert í lækjarfarvegi ennþá,jörðin drekkur allt í sig. Eldri menn muna ekki eftir svona þurrkum svo lengi,
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. júlí 2012

Hafís sást úr eftirlitsflugi í firradag.

Hafís fyrir norðan Horn.Mynd Björn Brekkan Björnsson.
Hafís fyrir norðan Horn.Mynd Björn Brekkan Björnsson.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN fór í eftirlitsflug þann 10 júlí, þar sem flogið var frá Reykjavík um Hrútafjörð, Húnaflóa, Skagafjörð, Kögur og þaðan á Ísafjörð. Mikil umferð var á sjó en um hádegi voru rúmlega sexhundruð skip og bátar í fjareftirliti Landhelgisgæslunnar. Þyrluáhöfn sá ísrönd á leið út úr Húnaflóa og ákvað að athuga nánar staðsetningu hennar. Kom í ljós að hún var um 30 sml N af Hornbjargi, á stað 66°57,2'N - 022°24,8'V. Var ísröndin frekar þunn og gisin. Ekki sáust stórir jakar á þessum slóðum. Ísbreiðan
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. júlí 2012

Hafís 30 sjómílur frá Kögri.

Hafískort Veðurstofu Íslands frá 9 júlí.
Hafískort Veðurstofu Íslands frá 9 júlí.
Hafís hefur færst nær landinu undanfarna viku og var jaðar ísspangar 9 júlí um 30 sjómílur NV af Kögri.
Kortið er byggt á gervitunglamyndum frá AVHRR og MODIS, einnig var stuðst við ískort Dönsku Veðurstofunnar. Norðlæg átt var í fyrradag og í gær 5-13 m/s en gert er ráð fyrir hafáttum eða breytilegum í dag og fram eftir vikunni.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. júlí 2012

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 2. til 9. júlí 2012.

Fimm ær og lömb lágu í valnum þessa vikuna. Seint verður nægilega brýnt fyrir ökumönnum að gæta að því að lausaganga búfjár er leyfð á Vestfjörðum.
Fimm ær og lömb lágu í valnum þessa vikuna. Seint verður nægilega brýnt fyrir ökumönnum að gæta að því að lausaganga búfjár er leyfð á Vestfjörðum.
Fimm ær og lömb lágu í valnum þessa vikuna. Seint verður nægilega brýnt fyrir ökumönnum að gæta að því að lausaganga búfjár er leyfð á Vestfjörðum. Fimm umferðaóhöpp voru í vikunni, en aðeins í einu tilfelli var um smávægilegt slys að ræða. Tvær bílveltur þar af á sunnaverðum Vestfjörðum, í Vattarfirði og á Örlygshafnarvegi. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í Álftafirði. Lögreglumenn hafa verið við eftirlit í þorpinu í Súðavík síðustu viku og litið til með umferðarhraða. Eru það tilmæli lögreglu að ökumenn gæti sérlega vel að ökuhraða um bærinn og gæti þess að íbúðarhúsin standa rétt við þjóðveginn og mikil slysahætta þar af þeim sökum. Í síðustu viku var auglýst hér á þessum stað eftir ökutæki sem stolið hafði verið. Þjófurinn náðist svo og bíllinn sem hann tók, en hann hafði skilið bílinn eftir á Kambsnesi í Álftafirði. Einn ökumaður var tekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. júlí 2012

Skilti um atvinnusögu Eyrar afhjúpað.

Guðrún A Gunnarsdóttir segir atvinnusögu Eyrar í Ingólfsfirði.
Guðrún A Gunnarsdóttir segir atvinnusögu Eyrar í Ingólfsfirði.
1 af 3
Á laugardaginn 7. júlí var afhjúpað skilti um atvinnusögu Eyrar í Ingólfsfirði. Dagskráin byrjaði á því að Guðrún Anna Gunnarsdóttir fór yfir atvinnusögu Eyrar í stórum dráttum í,síðan var skiltið afhjúpað. Að því loknu var öllum boðið í kaffi og meðlæti í Ólafsbragga. Þetta er tilvalið fyrir ferðafólk og aðra að sjá atvinnusögu Eyrar í myndum með texta,og geta áttað sig á hvar hús voru staðsett sem nú eru horfin af svæðinu,og einnig að sjá hvað núverandi hús heita og hvaða hlutverki þau gegndu. Margt var um manninn við afhjúpun skiltisins á laugardaginn jafnt Árneshreppsbúar sem og aðrir,og heyra mátti á fólki að þetta þætti mjög gott framtak af Eyrarfólkinu. Um
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. júlí 2012

Heyskapur byrjaður á Melum.

Frá heyskap á Melum í gærkvöldi.Reykjaneshyrna og Mýrarhnjúkur í baksýn.
Frá heyskap á Melum í gærkvöldi.Reykjaneshyrna og Mýrarhnjúkur í baksýn.
Björn Torfason bóndi á Melum í Árneshreppi sló um þrjá hektara á miðvikudaginn var og einnig smá tún sem var sendið og brunnið til að ná sinunni af,á þessi tún verður borið á aftur. Björn segist vonast til að geta haldið áfram að slá eitthvað í viðbót þegar líður á næstu viku,að minnsta kosti ef veðurspáin fer eftir með úrkomu um helgina þá lagast tún nokkuð fljótt sem eru ekki brunnin. Sæmilegt var á þessu túni sem nefnist Vatnshryggur og liggur niður með Melaánni. Ekki
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. júlí 2012

Ættarmót á Eyri.

Eyri við Ingólfsfjörð.
Eyri við Ingólfsfjörð.
Næstkomandi Laugardag 7. júlí verður ættarmót afkomanda Guðjóns Guðmundssonar fyrrum hreppsstjóra og Guðjónu Sigríðar Halldórsdóttur fyrrum húsmóður og fyrrverandi bænda á Eyri í Ingólfsfirði. Við það tilefni verður afhjúpað skilti á Eyri kl. 15:00 þar sem atvinnusaga Eyrar er sýnd í máli og myndum. Aðstandendur ættarmótsins vonast til að sjá sem flesta Árneshreppsbúa
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. júlí 2012

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 25. júní til 2. júlí 2012.

Talsverður erill var á Hólmavík í tengslum við Hamingjudagana.
Talsverður erill var á Hólmavík í tengslum við Hamingjudagana.
Byrjum á búfénu. Í vikunni var ekið 5 lömb og tvær ær alls 7 dýr. En það eru engir gerendur sem hafa haft samband við lögreglu vegna þessara óhappa. Átta ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, tveir fyrir að vera ekki með bílbelti spennt, þrír fyrir grun um að vera undir áhrifum fíkniefna og einn grunaður um ölvunarakstur og að hafa velt bifreið sinni. 5 umferðaróhöpp urðu í vikunni, þar af þrjár bílveltur. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum. Einn maður var handtekinn, á sunnudagsmorgninum, grunaður um dreifingu og sölu fíkniefna. Gerð var húsleit heima hjá honum þar sem fíkniefni og umbúðir fundust ásamt tækjum og tólum er tilheyra sölumennskunni. Talsverður erill var á Hólmavík í tengslum við „Hamingjudagana". Engin slys urðu þó, en lögregla þurfti að hafa afskipti af fóli á staðnum sem ekki kunni að skemmta sér í friði við náungann.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. júlí 2012

Nýr sveitarstjóri í Strandabyggð.

Andrea K. Jónsdóttir nýráðinn sveitarstjóri í Strandabyggð ásamt Ingibjörgu Valgeirsdóttir fráfarandi sveitarstjóra.Myndin er af vef Strandabyggðar.
Andrea K. Jónsdóttir nýráðinn sveitarstjóri í Strandabyggð ásamt Ingibjörgu Valgeirsdóttir fráfarandi sveitarstjóra.Myndin er af vef Strandabyggðar.
Andrea K. Jónsdóttir hefur verið ráðinn sem nýr sveitarstjóri í Strandabyggð. Andrea er útskrifuð úr meistaranámi í verkefnastjórnun með MPM gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún lauk BSc prófi í rekstrarfræðum frá Háskólanum á Bifröst og hafði áður lokið námi í frumgreinum og diplóma í rekstrarfræðum frá sama skóla. Þá er Andrea búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Andrea hefur víðtæka starfsreynslu. Hún er stjórnarformaður Kortaþjónustunnar hf. og gegndi ýmsum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum hjá Intrum á árunum 1998 - 2009. Andrea kemur til starfa 7. ágúst n.k. en núverandi sveitarstjóri, Ingibjörg Valgeirsdóttir, lætur
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. júlí 2012

Yfirlit yfir veðrið í júní 2012.

Oft var fallegt veður í júní.Séð til Norðurfjarðar Drangajökull í baksýn.
Oft var fallegt veður í júní.Séð til Norðurfjarðar Drangajökull í baksýn.
1 af 2
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með góðu veðri með hlýindum fyrstu fjóra daga mánaðar,síðan kólnaði snökt þann fimmta,með lítilsháttar úrkomu,og frekar svalt veður var fram til 20. Þá hlýnaði nokkuð og sæmilega hlítt út mánuðinn. Hafáttir voru að mestu ríkjandi allan júnímánuð. Mjög þurrt var í mánuðinum og tún hafa sprottið lítið sem ekkert og jafnvel eru sendin tún brunnin. Talsvert neysluvatnsleysi var í júnímánuði í Árneshreppi og hefur þurft að spara vatnsnotkun víða,enn alveg vatnslaust hefur verið í Litlu-Ávík frá 5. Júní. Úrkomudagar voru aðeins 9 og þar af varð vart úrkomu í þrjá daga,enn úrkoman mældist ekki,hina dagana sex mældist úrkoman. Yfirlit dagar eða vikur:


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Áfram er steypt.06-09-08.
  • Sælusker(Selsker)-06-07-2004.
  • Fell-06-07-2004.
  • Gunnarshús á Eyri-24-07-2004.
Vefumsjón