Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. apríl 2012

Grásleppunni keyrt á Drangsnes.

Grásleppunni er keyrt á Drangsnes.
Grásleppunni er keyrt á Drangsnes.
1 af 2
Nú er skylda hjá öllum bátum sem stunda grásleppuveiðar að koma með allt að landi jafnt grásleppuna sjálfa sem og hrognin sem eru verðmætust og sem eiginlega eingöngu voru hirt hér áður fyrr. Allri grásleppu (hveljunni) er keyrt til Drangsnes þar sem Fiskvinnslan Drangur EHF kaupir grásleppuna af sjómönnum. Grásleppan er flutt í fiski körum á litlum sendibíl eftir þörfum til Drangsnes,Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði sér um þessa flutninga.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. apríl 2012

Agnes M verður biskup fyrst kvenna.

sr. Agnes M Sigurðardóttir.Mynd bb.is
sr. Agnes M Sigurðardóttir.Mynd bb.is
Sögulegir hlutir gerðust í dag þegar sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík og prófastur Vestfjarðaprófastsdæmis, var kjörin biskup Íslands. Agnes tekur við embætti biskups í lok júní af Karli Sigurbjörnssyni, en hún verður fyrst kvenna til að gegna embætti biskups á Íslandi. Karl mun setja Agnesi í embætti 24. júní en hún tekur formlega við störfum 1. júlí. Úrslitin voru tilkynnt í Dómkirkjunni í dag, þar sem talning atkvæða úr síðari umferð kosninganna fór fram. sr. Agnes er fædd á Ísafirði 19 október 1954. Í tilkynningu frá sr. Agnesi á vef þjóðkirkjunnar segir: Nú þegar úrslit liggja fyrir í biskupskjörinu er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti til þeirra er hvöttu mig til að gefa kost á mér til embættis Biskups Íslands. Eins er ég þakklát öllum þeim er hafa gengið með mér veginn undanfarnar vikur, stutt mig, hjálpað mér og unnið með mér. Bið ég Guð að launa það allt og blessa þau öll. Sú vegferð sem við höfum verið á undanfarnar vikur hefur verið okkur sem störfum í Kirkjunni til uppörvunar og gagns. Mitt fyrsta verk verður að hlusta, heyra raddir fólks sem starfar á mismunandi sviðum Kirkjunnar, sýna umhyggju og mynda samstöðu um að fagnaðarerindið nái eyrum fólks.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. apríl 2012

Vorhátíð Finnbogastaðaskóla á morgun.

Vorhátíðin hefst klukkan 18:00 fimmtudaginn 26 apríl.
Vorhátíðin hefst klukkan 18:00 fimmtudaginn 26 apríl.
Hin árlega Vorhátíð Finnbogastaðaskóla verður haldinn hátíðleg í Félagsheimilinu í Trékyllisvík á morgun fimmtudaginn 26 apríl og hefst hátíðin klukkan 18:00. Hátíðin átti að vera á sumardaginn fyrsta samkvæmt venju en varð að fresta henni vegna veikinda og flensufaraldurs sem herjað hefur á hreppsbúa. Nemendur og starfsfólk skólans bjóða uppá góða skemmtun að vanda,auk skemmtiatriða verður boðið uppá mat og drykk á góðu verði. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. apríl 2012

Léleg veiði og gæftaleysi.

Minni grásleppuveiði en í fyrra.
Minni grásleppuveiði en í fyrra.
Frekar léleg grásleppuveiði hefur verið hjá bátum sem róa frá Norðurfirði. „Að sögn Kristjáns Andra Guðjónssonar á bátnum Sörla ÍS-66,er þetta allavega helmingi minni veiði en á sama tíma og í fyrra,og gæftaleysið mikið". Sífelldar brælur hafa verið síðan bátar lögðu netin seinnihluta apríl fyrst stífar suðvestanáttir í byrjun maí og norðaustan hvassviðri um páskana með hauga sjó,þá komu nokkrir sæmilegir dagar
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. apríl 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 16.til 23.apríl 2012.

Tvö minniháttar umferðaróhöpp urðu í liðinni viku í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.
Tvö minniháttar umferðaróhöpp urðu í liðinni viku í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.
Tvö minniháttar umferðaróhöpp urðu í liðinni viku í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Miðvikudaginn 18. apríl var tilkynnt um tvo minniháttar óhöpp, annað á bifriðarplani við Samkaup á Ísafirði, þar var bakkað utan í bifreið og hitt óhappið varð á Djúpvegi (Steingrímsfjarðarheiði),þar hafnaði bifreið utan vegnar og valt. Í báðum þessum tilfellum var ekki um slys á fólki að ræða og minniháttar skemmdir. Fimm ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni í og við Ísafjarðarbæ, sá sem hraðast ók var mældur á 127 km/klst., á Hnífsdalsvegi þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Vart þarf að geta þess að þessi hraði á Hnífsdalsvegi er langt fyrir ofan allt velsæmi og vill lögreglan hvetja menn til að virða hraðatakmörkin og taka tillit til annarra vegfaranda.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. apríl 2012

Ingibjörg hættir.

Ingibjörg Valgeirsdóttir.
Ingibjörg Valgeirsdóttir.

Ég hef tekið þá afar erfiðu ákvörðun að segja upp starfi mínu sem sveitarstjóri Strandabyggðar frá og með 1. september 2012 vegna fjölskylduástæðna;segir Ingibjörg Valgeirsdóttir á vefsíðu sveitarfélags Strandabyggðar þann 19. Apríl. Ingibjörg hefur verið sveitarstjóri Strandabyggðar frá því eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar 2010,og var þá valin úr fjölda umsækjanda þegar auglýst var eftir sveitarstjóra. Það eru spennandi tímar framundan í okkar öfluga samfélagi - eins og alltaf! Segir Ingibjörg á vef Strandabyggðar.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. apríl 2012

Heyrðu mig nú – Vestfirskur tónlistarþáttur.

Frá tökum á Heyrðu mig nú. Mynd: facebook.com/listavelin.
Frá tökum á Heyrðu mig nú. Mynd: facebook.com/listavelin.
Samkomulag hefur náðst með sýningar á vesfirsku tónlistarþáttunum Heyrðu mig nú. Listavélin sem framleiðir þættina hefur samið við vestfirska vefinn vestur.is um að hýsa þættina. Þættirnir hafa verið í vinnslu síðan í febrúar 2011 með hléum. Í Heyrðu mig nú er fjallað um vestfirska tónlist, og er farið víða um Vestfirði og tónlistarsagan fönguð. Helstu styrktaraðilar þáttanna eru: Menningarráð Vestfjarða, Ísafjarðarbær, Hamraborg, Húsasmiðjan og Eymundsson.
Fyrsti þátturinn mun fara í loftið á vestur.is, föstudaginn 27. apríl nk. Í fyrsta þætti mun jazzarinn, listmálarinn og hárskerinn Villi Valli koma í spjall, ásamt því að hljómsveitin Klysja verður tekin tali
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. apríl 2012

Ævisaga Þorsteins Þorleifssonar klénsmiðs í Kjörvogi.

Hallgrímur Gíslason höfundur.
Hallgrímur Gíslason höfundur.
Hallgrímur Gíslason er nú á lokasprettinum við að skrifa ævisögu Þorsteins Þorleifssonar á Kjörvogi, eins og hann reyndar sagðist ætla að gera þegar hann kynnti „Viðvaning" eftir Þorstein við opnun sýningarinnar um hann í handverkshúsinu Kört í Árnesi 26.júní 2010.  Þorsteinn Þorleifsson á Kjörvogi (1824-1882) var þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Hann lærði járnsmíði í Reykjavík og í Kaupmannahöfn og þótti listagóður smiður. Auk smíðanna stundaði hann sjómennsku, búskap, lækningar og tók á móti börnum. Síðustu 20 ár ævi sinnar bjó hann á Kjörvogi í Árneshreppi. Fyrir tveimur árum kom út ritið Viðvaningur eftir Þorstein á Kjörvogi. Útgefandi var dóttursonarsonur hans, Hallgrímur Gíslason frá Gröf í Bitrufirði. Hallgrímur er nú að ljúka við að rita ævisögu Þorsteins og er búinn að fá útgefanda að verkinu.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. apríl 2012

Aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða 2012 ályktaði um samgöngumál ofl .

Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkustofnun og sitjandi fyrir miðju er fundarstjórinn Salvar Baldursson í Vigur.
Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkustofnun og sitjandi fyrir miðju er fundarstjórinn Salvar Baldursson í Vigur.
1 af 2
Aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða 2012 var haldinn í Heydal s.l. fimmtudag. Fundurinn var ágætlega sóttur og málefnalegur. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru samþykktar þar nokkrar ályktanir. Má þar fyrst nefna stuðningsályktun við tillögu Búnaðarþings 2012 um endurskipulagningu leiðbeiningaþjónustunnar. Einnig ályktanir um samgöngubætur innan Vestfjarða með gerð Dýrafjarðargangna og endurbótum á vegi yfir Dynjandisheiði, þá áskorun til stjórnvalda um jöfnun flutningskostnaðar á raforku á landsvísu ásamt bótum á dreifikerfi með tilliti til gæða rafmagns og afhendingaröryggis og áherslu á hraðari uppbyggingu þriggja fasa rafmagns. Þá lýsti fundurinn yfir stuðningi við tillögu til þingsályktunar um framtíðarskipan refaveiða s.b. þingskjal 891/574 mál (140. Löggjafarþings / 2011-2012)  með það að leiðarljósi að refastofninum verði haldið niðri um land allt svo ekki komi til stórslyss í lífríki landsins. Fundurinn beindi því til stjórnar að koma á fót „Bændadegi" og efna til „Hvatningarverðlauna" á starfssvæðinu sem nær frá Gilsfjarðarbotni vestur um og inn í Ísafjarðarbotn í Djúpi.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. apríl 2012

Vorhátíð Finnbogastaðaskóla frestað.

Vorhátíðinni er frestað til 26.apríl.
Vorhátíðinni er frestað til 26.apríl.
Vegna veikinda verður Vorhátíð Finnbogastaðaskóla frestað um viku eða þar til á fimmtudaginn 26.apríl. Mikil flensa herjar nú á Árneshreppsbúa og eru margir búnir að vera veikir frá því um og fyrir páska,ungir sem aldnir. Hátíðin hefts því á sama tíma eftir viku klukkan 18:00,í Félagsheimilinu Trékyllisvík. Nemendur og starfsfólk skólans bjóða uppá góða skemmtun að vanda,auk skemmtiatriða verður boðið uppá mat og drykk á góðu verði. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Snjómokstur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Skemmtiatriði.Söngur.
  • Múlakot í Krossneslandi.
Vefumsjón