Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. apríl 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 23.til 30.apríl.

Bíll valt á Innstrandarvegi í Kollafirði, laugardaginn 28. apríl.
Bíll valt á Innstrandarvegi í Kollafirði, laugardaginn 28. apríl.
Í liðinni viku voru 6 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni við Ísafjörð og sá sem hraðast ók var mældur á 124 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 8o km/klst. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni, það fyrra var óhapp í Bolungarvík,föstudaginn 27. apríl þar hafnaði vélhjól framan á bifreið, einhverjar skemmdir á ökutækjum, en ekki slys á fólki. Síðara óhappið varð á Innstrandarvegi í Kollafirði, laugardaginn 28. apríl. Þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt,ekki slys á fólki. Einn ökumaður var stöðvaður á Hólmavík grunaður um fíkniefnaakstur. Tekin voru númer af nokkrum bifreiðin í umdæminu þar sem vanrækt hafði verið að færa þær bæði til aðalskoðunar og endurskoðunar.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. apríl 2012

Söngleikur á Drangsnesi.

Frá ævingu á Óliver.
Frá ævingu á Óliver.
Vegna fjölda áskorana verður aukasýning á söngleiknum Óliver á Drangsnesi núna á morgun, laugardag 28. apríl. Um er að ræða lítt stytta útgáfu af þessum fræga söngleik í þýðingu Flosa Ólafssonar sem nemendur Grunnskólans á Drangsnesi sýndu á árshátíð skólans fyrir páska. Allir nemendur skólans taka þátt í sýningunni sem er hressileg skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Nú í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu Charles Dickens en söngleikurinn Óliver er gerður er eftir Oliver Twist, einni þekktustu sögu hans. Sýningin verður í Félagsheimilinu Baldri og hefst klukkan 17:00.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. apríl 2012

Þóra Arnórs með mest fylgi.

Þóra Arnórsdóttir kynnir framboð sitt.
Þóra Arnórsdóttir kynnir framboð sitt.
Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ á fylgi forsetaframbjóðendanna sem gerð var dagana 24. - 26. apríl fengi Þóra Arnórsdóttir mest fylgi, 49%. Ólafur Ragnar Grímsson mælist með 34,8% og Ari Trausti Guðmundsson 11,5%. Aðrir frambjóðendur mælast með minna fylgi. Könnunin var send á netpanel Félagsvísindastofnunar, sem byggir á tilviljunarúrtökum úr Þjóðskrá. Gögnin voru að auki vigtuð með tilliti til aldurs, kyns og búsetu svo þau endurspegli þjóðina, samkvæmt fréttatilkynningu frá Félagsvísindastofnun. Sami hópur var spurður um afstöðu sína til frambjóðenda þann 17. apríl síðastliðinn en þá hafði Ari Trausti Guðmundsson ekki gefið kost á sér. Hann virðist sækja fylgi sitt einkum til óákveðinna en 46% þeirra sem nú segjast ætla að kjósa hann ætluðu áður að skila auðu, voru óákveðnir eða vildu ekki svara. 0,8% sögðust ætla að kjósa Ástþór Magnússon, 0,3% ætla að kjósa Hannes Bjarnason, 3% hyggjast kjósa Herdísi Þorgeirsdóttur og 0,6% Jón Lárusson. Þriðjungur stuðningsmanna Ara Trausta ætluðu að kjósa Þóru Arnórsdóttur þegar spurt var 17. apríl og 11% ætluðu að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. apríl 2012

Grásleppunni keyrt á Drangsnes.

Grásleppunni er keyrt á Drangsnes.
Grásleppunni er keyrt á Drangsnes.
1 af 2
Nú er skylda hjá öllum bátum sem stunda grásleppuveiðar að koma með allt að landi jafnt grásleppuna sjálfa sem og hrognin sem eru verðmætust og sem eiginlega eingöngu voru hirt hér áður fyrr. Allri grásleppu (hveljunni) er keyrt til Drangsnes þar sem Fiskvinnslan Drangur EHF kaupir grásleppuna af sjómönnum. Grásleppan er flutt í fiski körum á litlum sendibíl eftir þörfum til Drangsnes,Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði sér um þessa flutninga.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. apríl 2012

Agnes M verður biskup fyrst kvenna.

sr. Agnes M Sigurðardóttir.Mynd bb.is
sr. Agnes M Sigurðardóttir.Mynd bb.is
Sögulegir hlutir gerðust í dag þegar sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík og prófastur Vestfjarðaprófastsdæmis, var kjörin biskup Íslands. Agnes tekur við embætti biskups í lok júní af Karli Sigurbjörnssyni, en hún verður fyrst kvenna til að gegna embætti biskups á Íslandi. Karl mun setja Agnesi í embætti 24. júní en hún tekur formlega við störfum 1. júlí. Úrslitin voru tilkynnt í Dómkirkjunni í dag, þar sem talning atkvæða úr síðari umferð kosninganna fór fram. sr. Agnes er fædd á Ísafirði 19 október 1954. Í tilkynningu frá sr. Agnesi á vef þjóðkirkjunnar segir: Nú þegar úrslit liggja fyrir í biskupskjörinu er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti til þeirra er hvöttu mig til að gefa kost á mér til embættis Biskups Íslands. Eins er ég þakklát öllum þeim er hafa gengið með mér veginn undanfarnar vikur, stutt mig, hjálpað mér og unnið með mér. Bið ég Guð að launa það allt og blessa þau öll. Sú vegferð sem við höfum verið á undanfarnar vikur hefur verið okkur sem störfum í Kirkjunni til uppörvunar og gagns. Mitt fyrsta verk verður að hlusta, heyra raddir fólks sem starfar á mismunandi sviðum Kirkjunnar, sýna umhyggju og mynda samstöðu um að fagnaðarerindið nái eyrum fólks.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. apríl 2012

Vorhátíð Finnbogastaðaskóla á morgun.

Vorhátíðin hefst klukkan 18:00 fimmtudaginn 26 apríl.
Vorhátíðin hefst klukkan 18:00 fimmtudaginn 26 apríl.
Hin árlega Vorhátíð Finnbogastaðaskóla verður haldinn hátíðleg í Félagsheimilinu í Trékyllisvík á morgun fimmtudaginn 26 apríl og hefst hátíðin klukkan 18:00. Hátíðin átti að vera á sumardaginn fyrsta samkvæmt venju en varð að fresta henni vegna veikinda og flensufaraldurs sem herjað hefur á hreppsbúa. Nemendur og starfsfólk skólans bjóða uppá góða skemmtun að vanda,auk skemmtiatriða verður boðið uppá mat og drykk á góðu verði. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. apríl 2012

Léleg veiði og gæftaleysi.

Minni grásleppuveiði en í fyrra.
Minni grásleppuveiði en í fyrra.
Frekar léleg grásleppuveiði hefur verið hjá bátum sem róa frá Norðurfirði. „Að sögn Kristjáns Andra Guðjónssonar á bátnum Sörla ÍS-66,er þetta allavega helmingi minni veiði en á sama tíma og í fyrra,og gæftaleysið mikið". Sífelldar brælur hafa verið síðan bátar lögðu netin seinnihluta apríl fyrst stífar suðvestanáttir í byrjun maí og norðaustan hvassviðri um páskana með hauga sjó,þá komu nokkrir sæmilegir dagar
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. apríl 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 16.til 23.apríl 2012.

Tvö minniháttar umferðaróhöpp urðu í liðinni viku í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.
Tvö minniháttar umferðaróhöpp urðu í liðinni viku í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.
Tvö minniháttar umferðaróhöpp urðu í liðinni viku í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Miðvikudaginn 18. apríl var tilkynnt um tvo minniháttar óhöpp, annað á bifriðarplani við Samkaup á Ísafirði, þar var bakkað utan í bifreið og hitt óhappið varð á Djúpvegi (Steingrímsfjarðarheiði),þar hafnaði bifreið utan vegnar og valt. Í báðum þessum tilfellum var ekki um slys á fólki að ræða og minniháttar skemmdir. Fimm ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni í og við Ísafjarðarbæ, sá sem hraðast ók var mældur á 127 km/klst., á Hnífsdalsvegi þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Vart þarf að geta þess að þessi hraði á Hnífsdalsvegi er langt fyrir ofan allt velsæmi og vill lögreglan hvetja menn til að virða hraðatakmörkin og taka tillit til annarra vegfaranda.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. apríl 2012

Ingibjörg hættir.

Ingibjörg Valgeirsdóttir.
Ingibjörg Valgeirsdóttir.

Ég hef tekið þá afar erfiðu ákvörðun að segja upp starfi mínu sem sveitarstjóri Strandabyggðar frá og með 1. september 2012 vegna fjölskylduástæðna;segir Ingibjörg Valgeirsdóttir á vefsíðu sveitarfélags Strandabyggðar þann 19. Apríl. Ingibjörg hefur verið sveitarstjóri Strandabyggðar frá því eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar 2010,og var þá valin úr fjölda umsækjanda þegar auglýst var eftir sveitarstjóra. Það eru spennandi tímar framundan í okkar öfluga samfélagi - eins og alltaf! Segir Ingibjörg á vef Strandabyggðar.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. apríl 2012

Heyrðu mig nú – Vestfirskur tónlistarþáttur.

Frá tökum á Heyrðu mig nú. Mynd: facebook.com/listavelin.
Frá tökum á Heyrðu mig nú. Mynd: facebook.com/listavelin.
Samkomulag hefur náðst með sýningar á vesfirsku tónlistarþáttunum Heyrðu mig nú. Listavélin sem framleiðir þættina hefur samið við vestfirska vefinn vestur.is um að hýsa þættina. Þættirnir hafa verið í vinnslu síðan í febrúar 2011 með hléum. Í Heyrðu mig nú er fjallað um vestfirska tónlist, og er farið víða um Vestfirði og tónlistarsagan fönguð. Helstu styrktaraðilar þáttanna eru: Menningarráð Vestfjarða, Ísafjarðarbær, Hamraborg, Húsasmiðjan og Eymundsson.
Fyrsti þátturinn mun fara í loftið á vestur.is, föstudaginn 27. apríl nk. Í fyrsta þætti mun jazzarinn, listmálarinn og hárskerinn Villi Valli koma í spjall, ásamt því að hljómsveitin Klysja verður tekin tali
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • SA hlið komin klæðning.12-11-08.
  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
  • Frá brunanum.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • 24-11-08.
Vefumsjón