Vorhátíð Finnbogastaðaskóla.
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 2.til 9.apríl.
Meira
Vegur hreinsaður.
Vegagerðin er að moka veginn norður frá Bjarnarfirði og norður í Árneshrepp. Vegurinn lokaðist eða allavega var orðinn mjög þungfær á páskadagskvöld. Margt fólk kom á bílum norður í Árneshrepp um og fyrir páska eins og venjulega. Margir fóru aftur á páskadag því spáð var hreti sem og varð. Enn þeir sem eru enn í hreppnum ættu að komast í dag. Hvasst er en af NA og gengur á með éljum,kólnandi veðri er spáð.
Rafmagn komið á.
Nú er rafmagn komið á aftur í Árneshreppi,það kom á aftur fyrir rúmum hálftíma. Orkubúsmenn á Hólmavík segja að samsláttur hafi orðið á Selströnd sem olli því að línan norður sló út,og þetta gæti ske aftur í miklum vindstrengjum,einnig eru truflanir á línum í Djúpinu eins og Orkubúsmaður orðaði það. Þannig að það gæti slegið út aftur í stuttan tíma en vonandi ekki lengi í einu.
Rafmagnslaust.
Rafmagnstruflanir hafa verið í morgun í Árneshreppi og nú uppúr hálf níu hefur verið rafmagnslaust. Veður er NNA 20 til 26 m/s og snjókoma með hita frá einu stigi niðri 0 stig. Einhver útleiðsla virðist því vera línum,gæti verið útaf sjávarseltu. Búið er að koma rafmagni á Drangsnes enn rafmagn tollir ekki inni norður í Árneshrepp,en ekki virðist vera slitið því rafmagn komst á í um tvær til þrjár mínútur.
Hafísinn 25 sjómílur NNV af Straumnesi.
Í gærkvöldi var ísinn næst landi tæpar 25 sjómílur NNV af Straumnesi samkvæmt samantekt Ingibjargar Jónsdóttur dósent í landfræði hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Ekki er ólíklegt að íshrafl hafi verið eitthvað nær landi.
Samkvæmt veðurspám verða NA áttir ríkjandi næstu daga þannig að hann ætti ekki að verða til vandræða,og ætti því frekar að fjarlægast aftur.
Hafa safnað nauðsynlegum lágmarksfjölda.
Meira
Stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur safna meðmælendum í dag.
Meira
Páskabingó á laugardag.
Páskabingó verður haldið í félagsheimilinu Trékyllisvík laugardaginn 7. apríl kl: 13:30. Flottir vinningar eru í boði og allir eru velkomnir. Allur ágóði rennur í ferðasjóð nemenda í Finnbogastaðaskóla. Verðið er 700 kr. spjaldið. Stjórnandi verður Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir,hin brosmilda Edda í Kaupfélaginu.