Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. maí 2012 Prenta

Vorhret á sunnudaginn og síðan kalt í veðri út vikuna.

Frá vorhreti í fyrra 22 maí.Séð til Norðurfjarðar.
Frá vorhreti í fyrra 22 maí.Séð til Norðurfjarðar.

Horfur fyrir Strandir og Norðurland  vestra.Tilkynning frá vakthafandi veðurfræðing á Veðurstofu Íslands.

Það er vaxandi lægð fyrir vestan Ísland og þokast hún í austur.  Á laugardag verður mild vorrigning í sunnan 5-10 m/s og hægari síðdegis og hiti 5 til 10 stig. Snemma á sunnudagsmorgunn er spáð að lægðarmiðjan verði komin á Suðausturmið og færist hún áfram í austur og dýpkar. Á eftir henni færist vindstrengur, um 15-23 m/s, austur yfir land. Hann kemur fyrst inn á Vestfirði snemma morguns en síðdegis verður vindur á Vestfjörðum og Norðurlandi svona 10-18 m/s. Þetta er heldur minni vindur heldur en var í spánum fyrr í vikunni en þetta er samt hvassviðri eða stormur, fyrst með kalsaslyddu og síðan snjókomu. Síðdegis má búast við frosti, 0 til 6 gráðum. Á mánudag er spáð norðan 10-18 með snjókomu eða éljagangi og frosti víðast hvar. Minnkandi norðanátt og éljagangur á þriðjudag. Norðan 3-10 á miðvikudag og fimmtudag og úrkomulaust að kalla og áfram frost víðast hvar. Ekki er útlit fyrir hlýnandi veður fyrr en á laugardag en þá á hann að halla sér í suðvestanátt.

Athugasemdir

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Sælusker(Selsker)-06-07-2004.
  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
  • Borgarísjaki sést frá Litlu-Ávík. 26-09-2017.
  • Eyri við Íngólfsfjörð-24-07-2004.
Vefumsjón