Mælar yfirfarnir.
Þriðjudaginn 22 maí kom Árni Sigurðsson veðurfræðingur frá Veðurstofu Íslands í mælaeftirlit og aðra skoðun á tækjum á veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Eftirlit átti að vera í fyrra en það datt út vegna sparnaðarástands hjá Veðurstofunni,enn eftirlit á að vera að lágmarki á þriggja ára fresti. Skipt var um vindhraðamælir og allir hitamælar prufaðir við mismunandi hitastig,allir mælar reyndust réttir,einnig var allt málað sem mála þurfti. Einnig var skipt um legu í vindhraða og vindstefnumæli á sjálfvirku stöðinni á Gjögurflugvelli. Á suðurleið mun Árni koma við á Bassastöðum og í Steinadal,en þar eru úrkomustöðvar. Áður var búið að koma við á Hlaðhamri en þar er nú eingöngu úrkomustöð en var veðurfarsstöð þar til fyrir stuttu,það er að vindstefna og vindhraði og hiti voru gefin upp en eingöngu skrifað í sérstaka bók sem send er einu sinni í mánuði á Veðurstofu Íslands.