Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. maí 2012
Prenta
Verið að flytja áburðinn.
Þá er Kaupfélag Steingrímsfarðar farið að láta flytja áburðinn norður í Árneshrepp til bænda þar. Áburðurinn er fluttur með dráttarbíl með aftanívagn og kemst áburðurinn í þrem til fjórum ferðum. Vegagerðin er búin að aflétta þungatakmörkunum á veg 643 Strandaveg norður í Árneshrepp fyrir nokkru. Áburðinum er keyrt nokkru fyrr núna en í fyrra enn þá var verið að keyra áburðinum um og fyrir miðjan maí,en í ár kom fyrsti bíll með áburðarferð 30.apríl.