Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. apríl 2012

Þóra Arnórsdóttir í forsetaframboð.

Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi.
Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi.
1 af 2

Fréttatilkynning frá Þóru Arnórsdóttur um forsetaframboð.
Undanfarnar vikur og mánuði hef ég fundið fyrir hvatningu víða að frá fólki með

ólíkan bakgrunn og reynslu um að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands. Ég hef

farið yfir þessi mál með fjölskyldu minni og vinum og hefur stuðningur þeirra verið mér

ómetanlegur.

Hlutverk forseta Íslands er fyrst og fremst að vera málsvari þjóðarinnar heima og

heiman og halda á lofti merki lands og þjóðar af festu og hógværð. Við gerum ríka

kröfu til forseta um að hann nái að sameina þjóðina, forseti á að stuðla að sátt í

samfélaginu. Þetta hlutverk er ekki síst mikilvægt nú þegar traust á mörgum stofnunum

samfélagsins hefur beðið hnekki.

Forsetinn á að leiða saman ólíka hópa og skoðanir og hjálpa þannig til við uppbyggingu

samfélagsins með virðingu fyrir jafnrétti, frelsi og mannúð. Virðingarleysi og sundrung

mega aldrei festast í sessi á Íslandi. Slík gildi grafa undan því samfélagi sem við öll

viljum búa í.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. apríl 2012

Messa í Árneskirkju.

Árneskirkja.
Árneskirkja.

Á morgun skírdag fimmta apríl verður guðsþjónusta í Árneskirkju klukkan fjórtánhundruð (kl:14:00) séra Sigríður Óladóttir sóknarprestur prédikar,vonast sóknarprestur eftir því að sjá sem flesta.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. apríl 2012

Næsta flug á morgun.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.

Ákveðið hefur verið að næsta flug á Gjögur verði á miðvikudaginn 4 apríl,í stað fimmtudagsins 5 apríl skírdag en það er réttur áætlunardagur. Talsvert af vörum liggur fyrir sunnan og reynt verður að koma öllu í flugið á morgun miðvikudag ef veður leifir og flugfært verður. Farþegum er bent á að hafa samband við afgreiðslu Ernis á Gjögurflugvelli eða í Reykjavík. Flug var í gær mánudag í fallegu og blíðskaparveðri.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. apríl 2012

Yfirlit yfir veðrið í Mars 2012.

Nokkur snjóalög voru um miðjan mánuð og til 23.Mynd tekin 18-03-2012.
Nokkur snjóalög voru um miðjan mánuð og til 23.Mynd tekin 18-03-2012.
1 af 3
Veðrið í Mars 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðvestanáttir eða suðlægar vindáttir voru ríkjandi í mánuðinum að mestu fram til 14. Frá 15 og framá 18 voru Norðlægar vindáttir. 19 til 21 voru breytilegar vindáttir eða suðlægar. Þann 22 snérist til Suðaustlægra eða suðlægra vindátta með hlýindum sem má segja að hafi staðið út mánuðinn,en suðvestlægar vindáttir voru mest ríkjandi í mánuðinum. Mánuðurinn verður að teljast nokkuð hlýr,og mun hlýrri en mars mánuður 2011. Samt voru nokkur snjóalög frá miðjum mánuði og fram til 23. Auð jörð á láglendi var talin síðustu fjóra daga mánaðarins.

Suðvestan hvassviðri eða stormur var frá kvöldinu 10 og fram til 11,með kviðum í 40 m/s. Einnig gerði S og síðan SV storm og rok frá seinniparts dags þann 26. og fram á 27. með kviðum sem fóru í 41 m/s. Ekki er vitað um neitt alvarlegt tjón í þessum veðrum. Talsvert snjóflóð féll úr Urðarfjalli í svonefndum Urðum efst í Stórukleifabrekku laust eftir hádegi þann 19. Snjóflóðið var um 2,50 m að hæð og 10 til 11 metra breitt. Algengt er að snjóflóð falli þarna en þetta var með stærra móti. Einnig var talsvert um snjóflóð á Kjörvogshlíðinni  inn með Reykjarfirðinum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. mars 2012

Grand Hótel Reykjavík, fær Svansvottun.

Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar, afhenti Ólafi Torfasyni stjórnarformanni hótelsins, leyfið.
Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar, afhenti Ólafi Torfasyni stjórnarformanni hótelsins, leyfið.
1 af 2
 Fréttatilkynning:

Stærsta ráðstefnuhótel landsins, Grand Hótel Reykjavík hefur hlotið vottun Norræna umhverfismerkisins samkvæmt viðmiðunarreglum fyrir hótel. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar, afhenti Ólafi Torfasyni stjórnarformanni hótelsins, leyfið föstudaginn 30. mars á ársfundi Umhverfisstofnunar sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík. "Í dag getum við boðið með stolti upp á umhverfisvæna hótel- og ráðstefnuþjónustu", segir Ólafur. "Við viljum vera öðrum fyrirmynd í starfi okkar að umhverfismálum og munum vinna að því eins og kostur er í framtíðinni. "Í umhverfisstefnu hótelsins segir að unnið sé markvisst að því  að draga úr orku- og vatnsnotkun. Ávallt sé leitast við að kaupa umhverfisvottaðar vörur og þjónustu þegar það er mögulegt og bjóða upp á lífrænt ræktaðar vörur, m.a. lífrænt vottaðan morgunverð. Allt sorp er flokkað og sent til endurvinnslu, og ekki er boðið upp á einnota- eða sérpakkaðarvörur sé þess kostur og sparlega er farið með efni. Flokkun á úrgangi er gerð aðgengilega fyrir gesti og starfsmenn.

Jafnframt segir Ólafur að í Svansvottuninni sé fræðslustarfið mikilvægt og við leggjum okkur fram við að fræða og miðla um umhverfismál og efla almenna umhverfisvitund sem og að fylgjast með nýjungum í umhverfismálum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. mars 2012

Endurbætur á fjarskiptabúnaði Vaktstöðvar siglinga.

Kort er sýnir útbreiðslu VHF eftir breytingarnar ásamt sendi  og móttökustöðum.
Kort er sýnir útbreiðslu VHF eftir breytingarnar ásamt sendi og móttökustöðum.
Nýlokið er verulegum endurbótum á fjarskiptabúnaði Vaktstöðvar siglinga í Skógarhlíð. Framleiðandi fjarskiptabúnaðarins, austuríska fyrirtækið Frequentis, uppfærði hugbúnað kerfisins og bætti verulega notkunarmöguleika þess. Miðlægur búnaður var stækkaður til að hægt væri að bæta inn þremur nýjum sendi- og móttökustöðum á metrabylgju ( VHF DSC), en þessir staðir eru Bæir á Snæfjallaströnd, Húsavíkurfjall og Gunnólfsvíkurfjall. Fjarskiptaviðmót í Vaktstöð siglinga var einnig einfaldað og gert notendavænna. Eftirfarandi bætur á kerfinu komu inn við þessar breytingar: Vaktstöðin getur tengt saman Tetra fjarskipti og VHF fjarskipti við björgunarstörf þannig að hægt er að hafa samband við skip á VHF í gegnum ákveðinn talhóp í Tetra stöð. Hægt er að velja saman á milli- eða stuttbylgju (MF / HF) sjö móttökustaði og átta sendistaði að vild eftir aðstæðum. Þessi sveigjanleiki getur nýst vel ef skilyrði eru slæm.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. mars 2012

Tveir styrkir í Árneshrepp frá Húsafriðunarnefnd.

Frá Djúpavík.
Frá Djúpavík.
Húsfriðunarnefnd hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2012 úr Húsafriðunarsjóði. Alls bárust 321 umsókn um styrki til endurbóta og viðhalds á varðveisluverðum húsum vítt og breytt um landið og gerð húsakannana og rannsókna. Af þeim voru 91 ný og 26 umsóknir til Fjárlaganefndar Alþingis. Alls voru veittir 172 styrkir fyrir samtals kr. 95.450.000, en af þeim komu kr. 26.800.000 beint úr Fjárlaganefnd. Tveir styrkir fóru í Árneshrepp það voru Síldarverksmiðjan Djúpavík sem byggð var 1935 sem fékk 700 þúsund.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. mars 2012

Byggðakvóti 2011/2012.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.
Fiskistofa hefur nú auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin sveitarfélög: Kaldrananeshrepp (Drangsnes). Akureyri (Grímsey). Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 297/2012 í Stjórnartíðindum:Sveitarfélagið Vogar,Vesturbyggð (Brjánslækur og Bíldudalur, Árneshreppur, Strandabyggð (Hólmavík), Blönduósbær (Blönduós), Sveitarfélagið Skagaströnd, Fjallabyggð (Siglufjörður og Ólafsfjörður), Akureyri (Hrísey), Grýtubakkahreppur (Grenivík), Vopnafjarðarhreppur (Vopnafjörður).
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. mars 2012

Bátar leggja grásleppunet.

Stekkur ST-70 lagði netin í dag.
Stekkur ST-70 lagði netin í dag.
1 af 2
Tveir bátar sem róa frá Norðurfirði eru nú farnir að leggja grásleppunet. Kristján Andri Guðjónsson á bátnum Sörla ÍS-66 lagði strax þann 20. Stekkur ST-70 lagði í dag og er Ísleifur Karlsson með hann og með honum er Atli Hávarðsson. Jón Eiríksson á bátnum Snorra ST-24 fer að leggja en hann gerir út frá Gjögri og ætlar að verka allt sjálfur.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. mars 2012

Fært í Árneshrepp.

Snjóflóð í Urðunum.
Snjóflóð í Urðunum.
1 af 3
Vegagerðin hefur verið að opna veginn norður í Árneshrepp í morgun og í dag,nokkur snjór er víðast hvar og blautur og þungur í mokstri. Byrjað var að moka bæði sunnanmegin frá og norðanmegin,en snjómokstursmenn urðu að hætta mokstri vegna snjóflóða og snjóflóðahættu beggja vegna. Samkvæmt G-reglu er heimilt að moka tvisvar í viku,haust og vor á meðan snjólétt er. Vortímabil telst frá 20.mars. Snjóflóð féll í Urðunum efst í Stórukleifabrekku,veginum til Norðurfjarðar,laust efir hádegið í gær og búið er að hreinsa það. Stærðin á flóðinu
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Mynd frá Skúla Alexandersyni: sem hann sendi vefnum af hafísþökum á Reykjarfirði 1965.
  • Stóra-Ávík-23-07-2008.
  • Byrjað að draga spýtur upp úr fjörunni.
  • Kjörvogur 19-08-2004.
  • Ís í Trékyllisvík Árnesfjall og sést til Mela.
Vefumsjón