Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. apríl 2012

Ævisaga Þorsteins Þorleifssonar klénsmiðs í Kjörvogi.

Hallgrímur Gíslason höfundur.
Hallgrímur Gíslason höfundur.
Hallgrímur Gíslason er nú á lokasprettinum við að skrifa ævisögu Þorsteins Þorleifssonar á Kjörvogi, eins og hann reyndar sagðist ætla að gera þegar hann kynnti „Viðvaning" eftir Þorstein við opnun sýningarinnar um hann í handverkshúsinu Kört í Árnesi 26.júní 2010.  Þorsteinn Þorleifsson á Kjörvogi (1824-1882) var þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Hann lærði járnsmíði í Reykjavík og í Kaupmannahöfn og þótti listagóður smiður. Auk smíðanna stundaði hann sjómennsku, búskap, lækningar og tók á móti börnum. Síðustu 20 ár ævi sinnar bjó hann á Kjörvogi í Árneshreppi. Fyrir tveimur árum kom út ritið Viðvaningur eftir Þorstein á Kjörvogi. Útgefandi var dóttursonarsonur hans, Hallgrímur Gíslason frá Gröf í Bitrufirði. Hallgrímur er nú að ljúka við að rita ævisögu Þorsteins og er búinn að fá útgefanda að verkinu.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. apríl 2012

Aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða 2012 ályktaði um samgöngumál ofl .

Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkustofnun og sitjandi fyrir miðju er fundarstjórinn Salvar Baldursson í Vigur.
Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkustofnun og sitjandi fyrir miðju er fundarstjórinn Salvar Baldursson í Vigur.
1 af 2
Aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða 2012 var haldinn í Heydal s.l. fimmtudag. Fundurinn var ágætlega sóttur og málefnalegur. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru samþykktar þar nokkrar ályktanir. Má þar fyrst nefna stuðningsályktun við tillögu Búnaðarþings 2012 um endurskipulagningu leiðbeiningaþjónustunnar. Einnig ályktanir um samgöngubætur innan Vestfjarða með gerð Dýrafjarðargangna og endurbótum á vegi yfir Dynjandisheiði, þá áskorun til stjórnvalda um jöfnun flutningskostnaðar á raforku á landsvísu ásamt bótum á dreifikerfi með tilliti til gæða rafmagns og afhendingaröryggis og áherslu á hraðari uppbyggingu þriggja fasa rafmagns. Þá lýsti fundurinn yfir stuðningi við tillögu til þingsályktunar um framtíðarskipan refaveiða s.b. þingskjal 891/574 mál (140. Löggjafarþings / 2011-2012)  með það að leiðarljósi að refastofninum verði haldið niðri um land allt svo ekki komi til stórslyss í lífríki landsins. Fundurinn beindi því til stjórnar að koma á fót „Bændadegi" og efna til „Hvatningarverðlauna" á starfssvæðinu sem nær frá Gilsfjarðarbotni vestur um og inn í Ísafjarðarbotn í Djúpi.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. apríl 2012

Vorhátíð Finnbogastaðaskóla frestað.

Vorhátíðinni er frestað til 26.apríl.
Vorhátíðinni er frestað til 26.apríl.
Vegna veikinda verður Vorhátíð Finnbogastaðaskóla frestað um viku eða þar til á fimmtudaginn 26.apríl. Mikil flensa herjar nú á Árneshreppsbúa og eru margir búnir að vera veikir frá því um og fyrir páska,ungir sem aldnir. Hátíðin hefts því á sama tíma eftir viku klukkan 18:00,í Félagsheimilinu Trékyllisvík. Nemendur og starfsfólk skólans bjóða uppá góða skemmtun að vanda,auk skemmtiatriða verður boðið uppá mat og drykk á góðu verði. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. apríl 2012

Vorhátíð Finnbogastaðaskóla.

Vorhátíðin er á sumardaginn fyrsta.
Vorhátíðin er á sumardaginn fyrsta.
Hin árlega Vorhátíð Finnbogastaðaskóla verður haldinn hátíðleg í Félagsheimilinu í Trékyllisvík á sumardaginn fyrsta,fimmtudaginn 19.apríl og hefst hátíðin klukkan 18:00. Nemendur og starfsfólk skólans bjóða uppá góða skemmtun að vanda,auk skemmtiatriða verður boðið uppá mat og drykk á góðu verði. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. apríl 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 2.til 9.apríl.

Nokkur erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í liðinni viku.
Nokkur erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í liðinni viku.
Nokkur erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í tengslum við hátíðan Aldrei fór ég suður um liðna helgi. Margir gestir komu á hátíðina og einnig komu margir á skíði. Umferðin vestur gekk vel og án óhappa, þó var bensínfóturinn nokkuð þungur hjá sumum og voru 31 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, bæði á leið suður og vestur. Akstursskilyrði í gær annan í páskum voru mjög slæm og færð ekki góð og urðu 5 umferðaróhöpp á Djúpvegi,talsverðar skemmdir urðu á ökutækum, en ekki slys á fólki. Margir sem á ferðinni voru, voru illa búnir til aksturs í vetrarfærð, búnir að skipta yfir á sumardekkin,þurfti því að aðstoða marga vegfarendur á leiðinni um Ísafjarðardjúp, Steinarímsfjarðarheiði og um Þröskulda, kallaðar voru út björgunarsveitir frá Hólmavík og Reykhólum til aðstoðar ásamt lögreglu.Um helgina komu upp 6 fíkniefnamál þar af tengdust 3 hátíðinni Aldrei fór ég suður. Um lítið magn fíkniefna var að ræða í þessum málum.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. apríl 2012

Vegur hreinsaður.

Kort Vegagerðar.
Kort Vegagerðar.

Vegagerðin er að moka veginn norður frá Bjarnarfirði og norður í Árneshrepp. Vegurinn lokaðist eða allavega var orðinn mjög þungfær á páskadagskvöld. Margt fólk kom á bílum norður í Árneshrepp um og fyrir páska eins og venjulega. Margir fóru aftur á páskadag því spáð var hreti sem og varð. Enn þeir sem eru enn í hreppnum ættu að komast í dag. Hvasst er en af NA og gengur á með éljum,kólnandi veðri er spáð.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. apríl 2012

Rafmagn komið á.

Orkubú Vestfjarða Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða Hólmavík.

Nú er rafmagn komið á aftur í Árneshreppi,það kom á aftur fyrir rúmum hálftíma. Orkubúsmenn á Hólmavík segja að samsláttur hafi orðið á Selströnd sem olli því að línan norður sló út,og þetta gæti ske aftur í miklum vindstrengjum,einnig eru truflanir á línum í Djúpinu eins og Orkubúsmaður orðaði það. Þannig að það gæti slegið út aftur í stuttan tíma en vonandi ekki lengi í einu.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. apríl 2012

Rafmagnslaust.

Orkubú Vestfjarða Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða Hólmavík.

Rafmagnstruflanir hafa verið í morgun í Árneshreppi og nú uppúr hálf níu hefur verið rafmagnslaust. Veður er NNA 20 til 26 m/s og snjókoma með hita frá einu stigi niðri 0 stig. Einhver útleiðsla virðist því vera línum,gæti verið útaf sjávarseltu. Búið er að koma rafmagni á Drangsnes enn rafmagn tollir ekki inni norður í Árneshrepp,en ekki virðist vera slitið því rafmagn komst á í um tvær til þrjár mínútur.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 8. apríl 2012

Hafísinn 25 sjómílur NNV af Straumnesi.

Ískort frá því í gærkvöld.JHÍ.
Ískort frá því í gærkvöld.JHÍ.

Í gærkvöldi var ísinn næst landi tæpar 25 sjómílur NNV af Straumnesi samkvæmt samantekt Ingibjargar Jónsdóttur dósent í landfræði hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Ekki er ólíklegt að íshrafl hafi verið eitthvað nær landi.

Samkvæmt  veðurspám verða NA áttir ríkjandi næstu daga þannig að hann ætti ekki að verða til vandræða,og ætti því frekar að fjarlægast aftur.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 7. apríl 2012

Hafa safnað nauðsynlegum lágmarksfjölda.

Þóra Arnórsdóttir ásamt manni sínum Svavari Halldórssyni.
Þóra Arnórsdóttir ásamt manni sínum Svavari Halldórssyni.
Ríflega þrjú hundruð stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur um allt land, hófu í morgun söfnun meðmælenda með framboði hennar í forsetakosningunum í sumar. Söfnunin gekk mjög vel og voru viðbrögð framar vonum.  Ríflegur lágmarksfjöldi úr öllum fjórðungum hefur nú þegar ritað meðmæli sín á þar til gerð eyðublöð og er heildarfjöldinn ríflega tvö þúsund undirskriftir sem er rúmlega fimm hundruð undirskriftir umfram lögbundið lágmark. Mest skal safna þrjú þúsund undirskriftum og munu stuðningsmenn Þóru taka áfram á móti þeim sem vilja mæla með framboði hennar yfir páskahelgina. Þá verður meðmælunum safnað saman, þau yfirfarin og flokkuð nákvæmlega og óskað eftir vottorðum yfirkjörstjórna. Um leið og þau eru fengin verður meðmælunum skilað til innanríkisráðuneytisins, ásamt samþykki Þóru Arnórsdóttur forsetaefnis.
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Þá fer langa súlan út.
  • Mikið dregið í einu,þarf að skipta þessu í þrjár ferðir.
  • Borgarísjaki út af Ávíkinni 07-04-2004
  • Gengið forna götu yfir í Húsárdal.
  • Ólafur Thorarensen og Njáll Gunnarsson.
Vefumsjón