Frá tökum á Heyrðu mig nú. Mynd: facebook.com/listavelin.
Samkomulag hefur náðst með sýningar á vesfirsku tónlistarþáttunum Heyrðu mig nú. Listavélin sem framleiðir þættina hefur samið við vestfirska vefinn vestur.is um að hýsa þættina. Þættirnir hafa verið í vinnslu síðan í febrúar 2011 með hléum. Í Heyrðu mig nú er fjallað um vestfirska tónlist, og er farið víða um Vestfirði og tónlistarsagan fönguð. Helstu styrktaraðilar þáttanna eru: Menningarráð Vestfjarða, Ísafjarðarbær, Hamraborg, Húsasmiðjan og Eymundsson.
Fyrsti þátturinn mun fara í loftið á vestur.is, föstudaginn 27. apríl nk. Í fyrsta þætti mun jazzarinn, listmálarinn og hárskerinn Villi Valli koma í spjall, ásamt því að hljómsveitin Klysja verður tekin tali
Meira