Stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur safna meðmælendum í dag.
Meira
Páskabingó verður haldið í félagsheimilinu Trékyllisvík laugardaginn 7. apríl kl: 13:30. Flottir vinningar eru í boði og allir eru velkomnir. Allur ágóði rennur í ferðasjóð nemenda í Finnbogastaðaskóla. Verðið er 700 kr. spjaldið. Stjórnandi verður Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir,hin brosmilda Edda í Kaupfélaginu.
Fréttatilkynning frá Þóru Arnórsdóttur um forsetaframboð.
Undanfarnar vikur og mánuði hef ég fundið fyrir hvatningu víða að frá fólki með
ólíkan bakgrunn og reynslu um að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands. Ég hef
farið yfir þessi mál með fjölskyldu minni og vinum og hefur stuðningur þeirra verið mér
ómetanlegur.
Hlutverk forseta Íslands er fyrst og fremst að vera málsvari þjóðarinnar heima og
heiman og halda á lofti merki lands og þjóðar af festu og hógværð. Við gerum ríka
kröfu til forseta um að hann nái að sameina þjóðina, forseti á að stuðla að sátt í
samfélaginu. Þetta hlutverk er ekki síst mikilvægt nú þegar traust á mörgum stofnunum
samfélagsins hefur beðið hnekki.
Forsetinn á að leiða saman ólíka hópa og skoðanir og hjálpa þannig til við uppbyggingu
samfélagsins með virðingu fyrir jafnrétti, frelsi og mannúð. Virðingarleysi og sundrung
mega aldrei festast í sessi á Íslandi. Slík gildi grafa undan því samfélagi sem við öll
viljum búa í.
Ákveðið hefur verið að næsta flug á Gjögur verði á miðvikudaginn 4 apríl,í stað fimmtudagsins 5 apríl skírdag en það er réttur áætlunardagur. Talsvert af vörum liggur fyrir sunnan og reynt verður að koma öllu í flugið á morgun miðvikudag ef veður leifir og flugfært verður. Farþegum er bent á að hafa samband við afgreiðslu Ernis á Gjögurflugvelli eða í Reykjavík. Flug var í gær mánudag í fallegu og blíðskaparveðri.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Suðvestanáttir eða suðlægar vindáttir voru ríkjandi í mánuðinum að mestu fram til 14. Frá 15 og framá 18 voru Norðlægar vindáttir. 19 til 21 voru breytilegar vindáttir eða suðlægar. Þann 22 snérist til Suðaustlægra eða suðlægra vindátta með hlýindum sem má segja að hafi staðið út mánuðinn,en suðvestlægar vindáttir voru mest ríkjandi í mánuðinum. Mánuðurinn verður að teljast nokkuð hlýr,og mun hlýrri en mars mánuður 2011. Samt voru nokkur snjóalög frá miðjum mánuði og fram til 23. Auð jörð á láglendi var talin síðustu fjóra daga mánaðarins.
Suðvestan hvassviðri eða stormur var frá kvöldinu 10 og fram til 11,með kviðum í 40 m/s. Einnig gerði S og síðan SV storm og rok frá seinniparts dags þann 26. og fram á 27. með kviðum sem fóru í 41 m/s. Ekki er vitað um neitt alvarlegt tjón í þessum veðrum. Talsvert snjóflóð féll úr Urðarfjalli í svonefndum Urðum efst í Stórukleifabrekku laust eftir hádegi þann 19. Snjóflóðið var um 2,50 m að hæð og 10 til 11 metra breitt. Algengt er að snjóflóð falli þarna en þetta var með stærra móti. Einnig var talsvert um snjóflóð á Kjörvogshlíðinni inn með Reykjarfirðinum.
Stærsta ráðstefnuhótel landsins, Grand Hótel Reykjavík hefur hlotið vottun Norræna umhverfismerkisins samkvæmt viðmiðunarreglum fyrir hótel. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar, afhenti Ólafi Torfasyni stjórnarformanni hótelsins, leyfið föstudaginn 30. mars á ársfundi Umhverfisstofnunar sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík. "Í dag getum við boðið með stolti upp á umhverfisvæna hótel- og ráðstefnuþjónustu", segir Ólafur. "Við viljum vera öðrum fyrirmynd í starfi okkar að umhverfismálum og munum vinna að því eins og kostur er í framtíðinni. "Í umhverfisstefnu hótelsins segir að unnið sé markvisst að því að draga úr orku- og vatnsnotkun. Ávallt sé leitast við að kaupa umhverfisvottaðar vörur og þjónustu þegar það er mögulegt og bjóða upp á lífrænt ræktaðar vörur, m.a. lífrænt vottaðan morgunverð. Allt sorp er flokkað og sent til endurvinnslu, og ekki er boðið upp á einnota- eða sérpakkaðarvörur sé þess kostur og sparlega er farið með efni. Flokkun á úrgangi er gerð aðgengilega fyrir gesti og starfsmenn.
Jafnframt segir Ólafur að í Svansvottuninni sé fræðslustarfið mikilvægt og við leggjum okkur fram við að fræða og miðla um umhverfismál og efla almenna umhverfisvitund sem og að fylgjast með nýjungum í umhverfismálum.