Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. mars 2012

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum.

Umsóknarfrestur um verkefnastyrki er til og með 10. apríl 2012.
Umsóknarfrestur um verkefnastyrki er til og með 10. apríl 2012.
Menningarráð Vestfjarða auglýsir nú eftir umsóknum um styrki í tveimur flokkum á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Fjórðungssamband Vestfirðinga vegna ársins 2012. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Vestfjörðum og eru umsóknir og verkefni hverju sinni borin saman á samkeppnisgrundvelli.
STOFN- OG REKSTRARSTYRKIR.
Nú auglýsir Menningarráð Vestfjarða í fyrsta skipti eftir umsóknum um stofn- og rekstrarstyrki. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur vandlega á vef Menningarráðs Vestfjarða,en til ráðstöfunar í stofn- og rekstrarstyrki eru samtals 11,4 milljónir að þessu sinni. Umsækjendur þurfa að skila ítarlegum upplýsingum um starfsemi sína, þar á meðal síðasta ársreikningi. Menningarráð Vestfjarða hefur ákveðið að við úthlutun stofn- og rekstrarstyrkja 2012 verði horft sérstaklega til umsækjenda sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:1)Stuðla að því að efla menningarstarfsemi á sviði lista, safna- og menningararfs.2)Stuðla að nýsköpun í menningarstarfsemi.3)Styðja við menningarstarfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á svæðinu. Umsóknarfrestur um stofn-og rekstrarstyrki er til og með 30. mars 2012.
VERKEFNASTYRKIR.
Jafnframt er auglýst eftir umsóknum um verkefnastyrki, en vakin er athygli á að á árinu 2012 verður aðeins auglýst eftir verkefnastyrkjum í þetta eina skipti.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. mars 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 27. febrúar til 05. mars 2012.

Fjögur umfrðaróhöpp tilkynnt í liðinni viku.
Fjögur umfrðaróhöpp tilkynnt í liðinni viku.
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Þrjú óhöpp urðu miðvikudaginn 29. feb,. Útafakstur á Djúpvegi við Arnarnes, bifreið ekki ökuhæf og ekki slys á fólki. Þá var tilkynnt um óhapp á Djúpvegi í Skötufirði, þar lenti bifreið út fyrir veg, einhverja skemmdir um að ræða, en ekki slys á fólki. Þá þann sama dag valt fiskflutningabíll við innaksturinn að bænum á Patreksfirði, gatnamót Barðastrandarvegar og Bíldudalsvegar. Þar var um minniháttar skemmdir að ræða.

Fimmtudaginn 1. mars var tilkynnt um eld í línubátnum Kóp þar sem hann lá við bryggju í Tálknafirði. Slökkvilið Vesturbyggðar og Tálknafjarðar var send á vettvang. Nokkuð greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, sem hafði kviknað í einangrum í lest skipsins, þegar verið var að logsjóða. Það gerði slökkviliðsmönnum nokkuð erfitt fyrir við slökkvistarfið að reykurinn sem myndaðist að völdum brunans í einangruninni er talinn eytraður. Ekki var um miklar skemmdir að ræða í skipinu.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. mars 2012

Borgarísjaki út af Horni.

Myndin er af vef Veðurstofu Íslands.
Myndin er af vef Veðurstofu Íslands.

Borgarísjaki hefur verið undanfarið í grennd við Horn, og var um  kvöldið þriðja mars (kl 19.00) á stað 66°15,8N 022°14,2W, sást þá vel í ratsjá. Þetta kemur fram á hafísvef Veðurstofu Íslands samkvæmt tilkynningu frá skipi laugardaginn 3 mars.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. mars 2012

Yfirlit yfir veðrið í Febrúar 2012.

Örkin í suðri,snjóalög 10-02-2012.
Örkin í suðri,snjóalög 10-02-2012.
1 af 2
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur þar sem skiptust á hafáttir og eða suðlægar vindáttir oft hvassar. Svell á túnum minkuðu mikið í mánuðinum,en nokkuð hlítt var frá byrjun mánaðar og fram í miðjan mánuð,en eftir það skiptust á hiti og frost. Þann 6.um kvöldið gerði Sunnan storm og fóru kviður í 30m/s,eða ofsaveður og stóð veðrið fram yfir miðnættið. Einnig kvöldið eftir þann 7, gerði enn verra veður af Suðri í fyrstu og síðan SSV,og var vindur í jafnavind 26 m/s en kviður fóru þá í 41 m/s,og stóð þetta veður svipað fram á nótt en dróg mikið úr vindi með morgninum. Vindur fór því langt yfir 12 vindstig eða fárviðri í kviðum sem er gamalt mæligildi. Þann 13 var SV hvassviðri eða stormur og kviður allt uppi 31 m/s,einnig var oft mjög kviðótt í SV áttinni sem stóð frá 10 til 16. Mánuðurinn var frekar snjóléttur. Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. mars 2012

Opnað í Árneshrepp.

Frá snjómokstri inn með Reykjarfirði.
Frá snjómokstri inn með Reykjarfirði.

Vegagerðin á Hólmavík er að láta moka norður í Árneshrepp,mokað er beggja megin frá. „Að sögn Sverris Guðbrandssonar vegaverkstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík er þetta aukamokstur sem Vegagerðin ber allan kosnað af,og er framkvæmd vegna þess hversu snjólítið er." Ekki er vitað hvort verður mokað einu sinni í viku fram til 20 mars,en þá á snjómokstur að hefjast aftur samkvæmt þessari G-reglu. Nú er spáð einhverri hláku um helgina og verður vegurinn því mjög háll,svellbunkar eru víða á leiðinni norður.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. febrúar 2012

Vilja að Strandveiðar verði frjálsar.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.
Á aðalfundi Landssambands smábátaeiganda í október sl. var kosinn nefnd um frjálsar handfæraveiðar. Nefndin hefur fundað og skilaði frá sér áliti til stjórnar LS sem stjórnin samþykkti án teljandi athugasemda. LS hefur sent sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þær breytingar sem félagið vill að verði gerðar á núgildandi reglum um strandveiðar og grundvallaðar eru á framangreindri samþykkt.Strandveiðikerfi til framtíðar. Á fundum sínum fjallaði nefndin einnig um framtíð strandveiða. Ákveðið var að skora á stjórnvöld að gefa veiðarnar frjálsar með þeim takmörkunum sem nú eru. Í nefnd LS um frjálsar handfæraveiðar kaus aðalfundur eftirtalda:
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 25. febrúar 2012

Saga Erpsstaða.

Rjómabúið Erpsstöðum.
Rjómabúið Erpsstöðum.
Vefnum Litlahjalla barst nú í vikunni sem er að líða ósk um birtingu á auglýsingu frá Rjómabúinu Erpsstöðum í Dölum sem og vefurinn varð við strax. Til gamans er birt hér af heimasíðu Rjómabúsins frá landnámi þar:
Erpsstaðir eru ein af landnámsjörðum Auðar Djúpauðgu, sem nam land í Dölum vestur. Þegar Auður hafði komið sér fyrir í Hvammi gaf hún nokkrum þræla sinna frelsi og að launum fyrir vel unnin störf fengu þeir starfslokasamning, í formi jarðnæðis. Margir bæjir í Dölum bera nöfn þessara þræla, og þá einkum í Suðurdölum. Má þar nefna Sökkólf, sem fékk Sökkólfsdal allan, Vífil sem fékk Vífilsdal, Hörð, sem fékk Hörðudal, Hunda sem hlaut Hundadal og Erp Meldunsson, þeim þræl sínum er hún unni mest gaf hún Sauðafellsslönd öll, milli Reykjadalsár og Tunguár. Erpur byggði bæ sinn undir hlíðum Sauðafellsins og nefndi hann Erpsstaði. Til gamans má geta þess að Erpur þessi var af konungaættum og var faðir hans Meldun, jarl á Írlandi þegar Erpi var rænt og hann seldur til Íslands. Orðið eða nafnið Erpur, þýðir jarpur. Búskapur hefur verið stundaður óslitið á Erpsstöðum frá því um 880, að því að best er vitað. Sauðafellið hefur í gegnum aldirnar verið ábúendum sínum hliðhollt. Uppi í litla hvamminum, þar sem Erpur byggði sinn bæ og gamla bæjarstæðið er, er mjög mikil veðursæld, hlýtt og jörð mjög frjósöm.Margar sagnir eru til af dæmum um veðursældina. T.d.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. febrúar 2012

Ályktun stjórnar FV um samgönguáætlun 2011-2022.

Frá vegagerð í Árneshreppi.
Frá vegagerð í Árneshreppi.

"Ályktun stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, varðandi þingsályktun um samgönguáætlun 2011-2022, samþykkt á fundi stjórnar 20. febrúar 2012.

Fjórðungssamband Vestfirðinga lýsir ánægju með þær yfirlýsingar ráðamanna að ástand samgöngumála í fjórðungnum kalli á verulegar úrbætur umfram aðra landshluta. Vestfirðir eru nú eini landshlutinn sem ekki hefur fengið nútímalegar vegabætur á milli helstu þéttbýlisstaða eða til að tengja öll byggðarlög aðalþjóðvegakerfi landsins. Ný samgönguáætlun, sem ástæða er til að fagna að loks hafi verið lögð fram, verður að taka mið af þessari staðreynd, ef stjórnvöld vilja uppfylla markmið um greiðar samgöngur og jafnræði þegna landsins. Með því að verkefnin á Vestfjörðum verði sett í forgang í samgönguáætlun má best tryggja að orðum um forgang Vestfjarða í samgöngumálum fylgi efndir.

 

Af þessari ástæðu hvetur Fjórðungssamband Vestfirðinga þingmenn til að, annarsvegar að standa fast að áætlunum um að klára vegagerð um Austur-Barðastrandarsýslu, og hinsvegar að flýta mikilvægum framkvæmdum í samgöngumálum Vestfjarða, til að tengja saman þéttbýlisstaði og byggðir. Þar er mikilvægast að tengja Ísafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu og að tengja Árneshrepp við þjóðvegakerfi Strandasýslu. Dýrafjarðargöng og vegur


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 19. febrúar 2012

Saumaklúbbur var í gærkvöldi.

Konurnar litu aðeins upp frá saumaskap til myndatöku.
Konurnar litu aðeins upp frá saumaskap til myndatöku.
1 af 2
Í gærkvöld var saumaklúbbur á Krossnesi hjá Oddnýju Þórðardóttur og Úlfari Eyjólfssyni. Þetta var annar klúbbur vetrarins enn fyrsti klúbburinn í vetur var fyrir hálfum mánuði. Saumaklúbbarnir í Árneshreppi eru sérstakir að því leyti að karlmönnum er boðin þátttaka einnig,og spila annað hvort bridds eða vist,eða jafnvel tekin skák ef þannig stendur á fjölda við spilin. Þá eru konur við sauma eða aðra handavinnu. Þessir klúbbar eru búnir að tíðkast til margra áratuga og á meðan fleira fólk var í sveitinni voru klúbbarnir tvískiptir,það er klúbbar voru haldnir bæði í norðurhluta hreppsins og austari hlutanum þá ver skipt við Melabæina. Oftast koma allir sem geta og eiga heimangegnt,ungir sem aldnir. Klúbbarnir hefjast yfirleitt í janúar og standa fram á vor,og eru yfirleitt haldnir á tveggja vikna fresti,en annars fer það líka eftir veðri og
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. febrúar 2012

Farþega og vöruflutningar á Gjögur árið 2011.

Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
Nú hefur vefnum borist upplýsingar um farþegafjölda og vöru- og póstflutninga á Gjögurflugvöll fyrir árið 2011 frá Isavia.Enn er fækkun á farþegum á milli áranna 2011 og 2010 eða 34 færri,enn umtalsverð fækkun var á farþegum á milli áranna 2010 og 2009 eða 170 farþega,og minnkun er á vöruflutningi til Gjögurs sem er langt á fjórða tonn. Farþegafjöldi á Gjögurflugvöll árið 2011 voru 235 á móti 269 árið áður,eða 12,6 % færri,þarna er átt við bæði komu og brottfararfarþega. Vöru og póstflutningar voru fyrir árið 2011.18.532 kg,enn árið 2010. 22.376 kg. Lendingar á Gjögurflugvöll fyrir síðastliðið ár voru 172 enn í fyrra 186 lendingar. Ekkert sjúkraflug var á Gjögur á liðnu ári. Það verður að koma fram og hafa í huga að ekki var flogið til Gjögurs nema einu sinni í viku í fjóra mánuði síðastliðið sumar,eða í júní júlí ágúst og september,og
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Bara moldarhaugur þar sem húsið var.19-06-2008.
  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Búið að klæða á milli bílskúrs og aðaldyra,03-12-2008.
  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
  • Unnið í þaki 24-11-08.
Vefumsjón