Hraun á Skaga hætt sem mönnuð veðurathugunarstöð.
Meira
Íbúar í Árneshreppi hafa verið afar óhressir með vetrarþjónustu Vegagerðarinnar í sveitarfélaginu. Samkvæmt svokallaðri G-reglu Vegagerðarinnar um snjómokstur er vegurinn í Árneshrepp, úr Bjarnarfirði, ekki ruddur frá 6. janúar til 20. mars. Sveitarfélagið getur þó óskað eftir mokstri á þessum tíma en þarf þá sjálft að greiða helming kostnaðar.
Undantekning var hins vegar gerð á þessu í síðustu viku en þá var mokað í Kjörvog og hefur fréttastofa RÚV fengið það staðfest að moksturinn var á kostnað Vegagerðarinnar, en þó ekki nema í Djúpavík. Árneshreppur ber hins vegar helming kostnaðar við moksturinn frá Djúpavík í Kjörvog.
Moksturinn í Djúpavík fór fram degi áður en Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra í Djúpavík þurfti að mæta á fund á vegum Innanríkisráðuneytisins en hún á sæti í nefnd um eflingu sveitarstjórnarstigsins.
Í dag býr sveitarfélagið við þær aðstæður að eiga að vera eyja þrjá mánuði á ári, þar sem við búum við G-reglu í snjómokstri. Hluti íbúa sveitarfélagsins býr við algjöra innilokun þessa þrjá mánuði á ári. Hreppsnefnd hefur ítrekað beðið um að hreppurinn verði færður upp í F -reglu, sem ekki er talið hægt, þar sem vegurinn sé ekki þjónustufær. Á einfaldri íslensku , það þarf að byggja veginn upp til að hægt sé að þjónusta hann. Því ætti að vera forgangsverkefni að byrja á að byggja upp erfiða kafla af veginum á fyrirhuguðu framtíðarvegstæði, en núverandi vegur var ruddur með jarðýtu á árunum 1960-1965.
Nú er okkur alltaf núið því um nasir að við séum svo fá. En eins og einn góður maður sagði ,,vegurinn er ekki bara fyrir íbúa Árneshrepps heldur alla landsmenn og erlenda gesti líka".
Í sveitarfélaginu Árneshreppi eru um 40 sumarhús í eigu einkaaðila,