Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum.
STOFN- OG REKSTRARSTYRKIR.
Nú auglýsir Menningarráð Vestfjarða í fyrsta skipti eftir umsóknum um stofn- og rekstrarstyrki. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur vandlega á vef Menningarráðs Vestfjarða,en til ráðstöfunar í stofn- og rekstrarstyrki eru samtals 11,4 milljónir að þessu sinni. Umsækjendur þurfa að skila ítarlegum upplýsingum um starfsemi sína, þar á meðal síðasta ársreikningi. Menningarráð Vestfjarða hefur ákveðið að við úthlutun stofn- og rekstrarstyrkja 2012 verði horft sérstaklega til umsækjenda sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:1)Stuðla að því að efla menningarstarfsemi á sviði lista, safna- og menningararfs.2)Stuðla að nýsköpun í menningarstarfsemi.3)Styðja við menningarstarfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á svæðinu. Umsóknarfrestur um stofn-og rekstrarstyrki er til og með 30. mars 2012.
VERKEFNASTYRKIR.
Jafnframt er auglýst eftir umsóknum um verkefnastyrki, en vakin er athygli á að á árinu 2012 verður aðeins auglýst eftir verkefnastyrkjum í þetta eina skipti.
Meira