Eigandi báts verður að róa.
Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar 2012.
Nokkrar breytingar eru frá fyrirkomulagi veiðanna í fyrra. Það helsta er að forsenda þess að viðkomandi bátur fái heimild til strandveiða er að eigandi sé lögskráður á bátinn. Í reglugerðinni er eftirfarandi útfærsla á eignarhaldsákvæðinu: „Einungis er heimilt að veita hverri útgerð, eiganda, einstaklingi eða lögaðila, leyfi til strandveiða fyrir eitt fiskiskip.
Eigandi fiskiskips skal vera lögskráður á skipið. Þegar fiskiskip er í eigu lögaðila er fullnægjandi ef einn eiganda lögaðilans er lögskráður á skipið. Í umsókn um leyfi til strandveiða skulu koma fram upplýsingar um eignarhald á lögaðilanum og þann eða þá sem koma til með að vera lögskráðir á fiskiskip." Reglugerð um strandveiðar!