Fækkaði um einn hjá HVE á Hólmavík.
Starfsmönnum á starfseiningum HVE hefur fækkað um 66 frá árslokum 2009 þegar tekið er tillit til ráðstafana sem þegar hafa verið ákveðnar á þessu ári. Heildar samdráttur fjárveitinga nemur um 500 milljónum króna þetta tímabil. Samdráttur fjárveitinga hefur verið óverulegur á heilsugæslusviði HVE og leggst því fyrst og fremst á sjúkra- og öldrunarsvið og nemur í raun um 25% á núvirði. Flestum starfsmönnum fækkar á Akranesi eða 42 talsins, 13 starfsmönnum í Stykkishólmi, 11 á Hvammstanga og 1 á Hólmavík.
Á Akranesi og Hvammstanga er breytingin einkum fólgin í fækkun almennra starfsmanna og sjúkraliða en í Stykkishólmi í umsýslustörfum, t.d. á skrifstofu, ritaraþjónustu, afgreiðslu. Heilbrigðisstofnanir á Vesturlandi sameinuðust 1. janúar 2010. Segir í fréttatilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands.