Nýi vertinn lokaðist inni.
Meira
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill vekja athygli á að Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvörun vegna storms sem gengur yfir landið í kvöld og nótt og fylgja honum mjög snarpar vindhviður.
Nú fer veður versnandi og má búast við að vindhraði verði víða 18-23 m/s undir kvöld en allt að 25 m/s norðvestantil á landinu og á miðhálendinu. Vindhviður við fjöll geta farið yfir 40 m/s, einkum um landið norðan- og austanvert.
Með þessu veðri hlýnar tímabundið en fer að kólna aftur seint í kvöld og nótt. Í fyrramálið minnkar vindur smám saman en áfram verður hvasst norðvestantil og austantil á Suðausturlandi á morgun.
Á vef Veðurstofunnar er hægt að nálgast nýjustu veðurspá á hverjum tíma: http://www.vedur.is/
Færð er víða
Eins og kynnt hefur verið mun Menningarráð Vestfjarða nú í fyrsta skipti úthluta stofn- og rekstrarstyrkjum á þessu ári og er umsóknarfrestur um þá til 30. mars. Einnig hafa verið auglýst eftir umsóknum um hefðbundna verkefnastyrki og er frestur til að sækja um þá til 10. apríl. Aðeins verður auglýst einu sinni eftir verkefnastyrkjum á árinu 2012. Af þessu tilefni mun Menningarráð Vestfjarða standa fyrir kynningu á styrkjum ráðsins og stuttu námskeiði um umsóknagerð víða um Vestfirði á næstu dögum. Búið er að ákveða tímasetningar á kynningum á sunnanverðum Vestfjörðum og Ströndum á næstu dögum og verða þau sem hér segir:
Malarkaffi, Drangsnesi á morgun 11. mars kl. 17:00
Reykhólaskóla, Reykhólum - 12. mars kl. 17:00
Sjóræningjahúsinu, Patreksfirði - 14. mars kl. 17:00
Grunnskólanum Tálknafirði - 14. mars kl. 20:00
Skrímslasetrinu Bíldudal - 15. mars kl. 17:00
Rósubúð, Höfðagötu 9, Hólmavík - 16. mars kl. 17:00
Allir eru velkomnir á námskeiðin, ekki þarf að skrá sig sérstaklega og þátttaka er þeim sem mæta að kostnaðarlausu.
Í þeirri glæpahrinu sem gengið hefur yfir þjóðina á undanförnum árum og ekki sér fyrir endann á, hefur Vestfirska forlagið ákveðið að gamni sínu að kalla á furstann til að smúla dekkið.
Ævintýri Basils og þeirra illvirkja og glæpakvenda sem hann var sífellt að koma í hendur réttvísinnar eru ekki eins heilsuspillandi og sá ófögnuður sem sífellt er boðið upp á í kvikmyndum, sjónvarpi og bókum nú til dags. Þetta var bara einhvern veginn allt öðruvísi glæpahyski, bófar og ræningjar. Í ævintýrum Basil fursta koma oftast fyrir í hverju hefti bæði reglulega fagrar glæpadrósir og glæpakvendi og það eru sko engar dúkkulísur! Sonja, Soffía, lafði Ethel og Sæta Emmy, svo nokkrar séu nefndar, voru engin lömb að leika við. Þess á milli eru svo ungar, saklausar og fallegar stúlkur, reglulega geðugar og viðfelldnar í umgengni, sem þeir Basil fursti og Sam Foxtrot bjarga oft úr ótrúlegustu hremmingum.
Segja má að ævintýri konungs leynilögreglumanna séu sigur hins góða yfir hinu illa og má vel dreifa slíku efni sem mótvægisaðgerð. Þó þetta séu engar verðlaunabókmenntir, þá má segja að textinn sé furðu góður þó snöggsoðinn sé og sumsstaðar bregður jafnvel fyrir máltöfrum. Og merkilegt má það kalla að söguhetjurnar þérast upp í hástert, jafnvel fram á síðustu stund. Dæmi: "Salisbury", var sagt með ákveðinni röddu. "Ég handtek yður í nafni laganna."
Flugfélagið Ernir hafa aflýst flugi til Gjögurs vegna ísingar í lofti. Athugað verður með flug til Gjögurs á morgun og jafnvel fyrir hádegi. Veðurspá frá Veðurstofu Íslands er svo sem ekkert of góð fyrir daginn á morgun,því spáð er suðvestan 10 til 18 m/s og éljum með frosti frá 0 til 5 stigum.
Bæjarins besta.
Vegagerðin mun annast og greiða fyrir nauðsynlegan snjómokstur í Árneshreppi, að lágmarki tvo daga í viku, ef þingsályktunartillaga sem tólf þingmenn hafa lagt fram á Alþingi verður samþykkt. Árneshreppur er eina sveitarfélagið á landinu sem þarf að lúta svokallaðri G-reglu Vegagerðarinnar, að því er segir í tilkynningu frá Framsóknarflokknum en aðalflutningsmaður tillögunnar er Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Frá 2009 hafa íbúar í Árneshreppi á Ströndum búið við skert öryggi yfir vetrartímann. Snjómokstur á þessu svæði felst nú í því að það er mokað tvo daga haust og vor en einungis ef það er snjólétt, en Vegagerðinni er heimilt að moka aðeins einu sinni í viku fram til 5.janúar. Frá 5. janúar til 20. mars er Strandvegurinn því einungis mokaður einu sinni í viku og ekki nema brýna þörf beri til eða mjög snjólétt sé, þar sem sveitarfélagið hefur ekki fjármagn í meiri mokstur," segir í tilkynningunni.
Nánar hér á bb.is
Nokkrar breytingar eru frá fyrirkomulagi veiðanna í fyrra. Það helsta er að forsenda þess að viðkomandi bátur fái heimild til strandveiða er að eigandi sé lögskráður á bátinn. Í reglugerðinni er eftirfarandi útfærsla á eignarhaldsákvæðinu: „Einungis er heimilt að veita hverri útgerð, eiganda, einstaklingi eða lögaðila, leyfi til strandveiða fyrir eitt fiskiskip.
Eigandi fiskiskips skal vera lögskráður á skipið. Þegar fiskiskip er í eigu lögaðila er fullnægjandi ef einn eiganda lögaðilans er lögskráður á skipið. Í umsóknÁrleg árshátíð Félags Árneshreppsbúa fer fram í Ýmishúsinu við Skógarhlíð laugardaginn 17. mars. Forsala miða verður í Ýmishúsinu á næsta laugardag, 10. mars, á milli 14 og 16. Þar verður einnig hægt að taka frá borð.
Miðaverð í mat og á dansleik er 8.000 kr.
Matseðill kvöldsins:
Forréttur: Rjómalöguð villisveppasúpa
Aðalréttir: Ofnbakað lambalæri að hætti hússins og gljáð kalkúnabringa.
Meðlæti: Kartöflugratín, smjörsteikt rótargrænmeti, blandað salat með ávöxtum, auk bernaissósu og rauðvínssósu.
Eftir mat verður boðið upp á kaffi og konfekt.
Á árshátíðinni verður Guðbrandur Torfason veislustjóri og Lára Sveinsdóttir, söng- og leikkona verður með söngatriði með lögum Jude Garland. Einnig verður borðsöngur og hið sívinsæla happdrætti.
Hljómsveit kvöldsins