Yfirlit yfir veðrið í Febrúar 2012.
Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur þar sem skiptust á hafáttir og eða suðlægar vindáttir oft hvassar. Svell á túnum minkuðu mikið í mánuðinum,en nokkuð hlítt var frá byrjun mánaðar og fram í miðjan mánuð,en eftir það skiptust á hiti og frost. Þann 6.um kvöldið gerði Sunnan storm og fóru kviður í 30m/s,eða ofsaveður og stóð veðrið fram yfir miðnættið. Einnig kvöldið eftir þann 7, gerði enn verra veður af Suðri í fyrstu og síðan SSV,og var vindur í jafnavind 26 m/s en kviður fóru þá í 41 m/s,og stóð þetta veður svipað fram á nótt en dróg mikið úr vindi með morgninum. Vindur fór því langt yfir 12 vindstig eða fárviðri í kviðum sem er gamalt mæligildi. Þann 13 var SV hvassviðri eða stormur og kviður allt uppi 31 m/s,einnig var oft mjög kviðótt í SV áttinni sem stóð frá 10 til 16. Mánuðurinn var frekar snjóléttur. Yfirlit dagar eða vikur:
Meira
Opnað í Árneshrepp.
Vegagerðin á Hólmavík er að láta moka norður í Árneshrepp,mokað er beggja megin frá. „Að sögn Sverris Guðbrandssonar vegaverkstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík er þetta aukamokstur sem Vegagerðin ber allan kosnað af,og er framkvæmd vegna þess hversu snjólítið er." Ekki er vitað hvort verður mokað einu sinni í viku fram til 20 mars,en þá á snjómokstur að hefjast aftur samkvæmt þessari G-reglu. Nú er spáð einhverri hláku um helgina og verður vegurinn því mjög háll,svellbunkar eru víða á leiðinni norður.
Vilja að Strandveiðar verði frjálsar.
Meira
Saga Erpsstaða.
Erpsstaðir eru ein af landnámsjörðum Auðar Djúpauðgu, sem nam land í Dölum vestur. Þegar Auður hafði komið sér fyrir í Hvammi gaf hún nokkrum þræla sinna frelsi og að launum fyrir vel unnin störf fengu þeir starfslokasamning, í formi jarðnæðis. Margir bæjir í Dölum bera nöfn þessara þræla, og þá einkum í Suðurdölum. Má þar nefna Sökkólf, sem fékk Sökkólfsdal allan, Vífil sem fékk Vífilsdal, Hörð, sem fékk Hörðudal, Hunda sem hlaut Hundadal og Erp Meldunsson, þeim þræl sínum er hún unni mest gaf hún Sauðafellsslönd öll, milli Reykjadalsár og Tunguár. Erpur byggði bæ sinn undir hlíðum Sauðafellsins og nefndi hann Erpsstaði. Til gamans má geta þess að Erpur þessi var af konungaættum og var faðir hans Meldun, jarl á Írlandi þegar Erpi var rænt og hann seldur til Íslands. Orðið eða nafnið Erpur, þýðir jarpur. Búskapur hefur verið stundaður óslitið á Erpsstöðum frá því um 880, að því að best er vitað. Sauðafellið hefur í gegnum aldirnar verið ábúendum sínum hliðhollt. Uppi í litla hvamminum, þar sem Erpur byggði sinn bæ og gamla bæjarstæðið er, er mjög mikil veðursæld, hlýtt og jörð mjög frjósöm.Margar sagnir eru til af dæmum um veðursældina. T.d.
Meira
Ályktun stjórnar FV um samgönguáætlun 2011-2022.
"Ályktun stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, varðandi þingsályktun um samgönguáætlun 2011-2022, samþykkt á fundi stjórnar 20. febrúar 2012.
Fjórðungssamband Vestfirðinga lýsir ánægju með þær yfirlýsingar ráðamanna að ástand samgöngumála í fjórðungnum kalli á verulegar úrbætur umfram aðra landshluta. Vestfirðir eru nú eini landshlutinn sem ekki hefur fengið nútímalegar vegabætur á milli helstu þéttbýlisstaða eða til að tengja öll byggðarlög aðalþjóðvegakerfi landsins. Ný samgönguáætlun, sem ástæða er til að fagna að loks hafi verið lögð fram, verður að taka mið af þessari staðreynd, ef stjórnvöld vilja uppfylla markmið um greiðar samgöngur og jafnræði þegna landsins. Með því að verkefnin á Vestfjörðum verði sett í forgang í samgönguáætlun má best tryggja að orðum um forgang Vestfjarða í samgöngumálum fylgi efndir.
Af þessari ástæðu hvetur Fjórðungssamband Vestfirðinga þingmenn til að, annarsvegar að standa fast að áætlunum um að klára vegagerð um Austur-Barðastrandarsýslu, og hinsvegar að flýta mikilvægum framkvæmdum í samgöngumálum Vestfjarða, til að tengja saman þéttbýlisstaði og byggðir. Þar er mikilvægast að tengja Ísafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu og að tengja Árneshrepp við þjóðvegakerfi Strandasýslu. Dýrafjarðargöng og vegur
Meira
Saumaklúbbur var í gærkvöldi.
Meira
Farþega og vöruflutningar á Gjögur árið 2011.
Meira
Hætt við að hafís nálgist.
Einnig er sagt á vef Veðurstofunnar að Suðvestlægar áttir verði ríkjandi næstu daga, þ.a. því hætt við að hafís muni nálgast landið.Ísfréttir hafa borist til Veðurstofu undanfarna daga frá skipum. Hafísvefur Veðurstofu.