Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. mars 2012

Byggðakvóti 2011/2012.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.
Fiskistofa hefur nú auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin sveitarfélög: Kaldrananeshrepp (Drangsnes). Akureyri (Grímsey). Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 297/2012 í Stjórnartíðindum:Sveitarfélagið Vogar,Vesturbyggð (Brjánslækur og Bíldudalur, Árneshreppur, Strandabyggð (Hólmavík), Blönduósbær (Blönduós), Sveitarfélagið Skagaströnd, Fjallabyggð (Siglufjörður og Ólafsfjörður), Akureyri (Hrísey), Grýtubakkahreppur (Grenivík), Vopnafjarðarhreppur (Vopnafjörður).
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. mars 2012

Bátar leggja grásleppunet.

Stekkur ST-70 lagði netin í dag.
Stekkur ST-70 lagði netin í dag.
1 af 2
Tveir bátar sem róa frá Norðurfirði eru nú farnir að leggja grásleppunet. Kristján Andri Guðjónsson á bátnum Sörla ÍS-66 lagði strax þann 20. Stekkur ST-70 lagði í dag og er Ísleifur Karlsson með hann og með honum er Atli Hávarðsson. Jón Eiríksson á bátnum Snorra ST-24 fer að leggja en hann gerir út frá Gjögri og ætlar að verka allt sjálfur.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. mars 2012

Fært í Árneshrepp.

Snjóflóð í Urðunum.
Snjóflóð í Urðunum.
1 af 3
Vegagerðin hefur verið að opna veginn norður í Árneshrepp í morgun og í dag,nokkur snjór er víðast hvar og blautur og þungur í mokstri. Byrjað var að moka bæði sunnanmegin frá og norðanmegin,en snjómokstursmenn urðu að hætta mokstri vegna snjóflóða og snjóflóðahættu beggja vegna. Samkvæmt G-reglu er heimilt að moka tvisvar í viku,haust og vor á meðan snjólétt er. Vortímabil telst frá 20.mars. Snjóflóð féll í Urðunum efst í Stórukleifabrekku,veginum til Norðurfjarðar,laust efir hádegið í gær og búið er að hreinsa það. Stærðin á flóðinu
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. mars 2012

Hætt við snjómokstur vegna snjóflóða.

Vegurinn í Urðunum í vetur.
Vegurinn í Urðunum í vetur.
Vegurinn hér í Árneshreppi var mokaður í morgun frá Norðurfirði til Gjögurs. Talsvert hefur snjóaði í gærkvöldi og fram á morgun,en þá fór að rigna ofaní allt saman. Talsvert snjóflóð féll í Urðunum rétt efst í Stórukleifabrekkunni nokkru eftir eitt í dag,það sást úr Kaupfélaginu þegar það féll og spýttist yfir veginn og framaf sjávarmegin. Pósturinn var alveg nýlega búin að fara þarna um eftir að hann sótti Póstinn til Norðurfjarðar og fara með í flug,einnig voru tveir farþegar með honum. Ekki verður reynt að opna þarna aftur fyrr enn í fyrsta lagi í kvöld eða í fyrramálið segir Jón Hörður Elísson hjá Vegagerðinni á Hólmavík,þegar mesta hættan er liðin hjá þegar kólnar í kvöld. Einnig
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. mars 2012

Svanirnir syngja.

Tveir Svanir í Ávíkinni innan við Hjallskerin.
Tveir Svanir í Ávíkinni innan við Hjallskerin.

Í byrjun mánaðar sáust Svanir fyrst hér í Árneshreppi,það þykir alltaf nokkur vorboði þótt hávetur sé enn.Vorjafndægur er næstkomandi þriðjudag þann 20. Og Einmánuður byrjar. Svanirnir sáust fyrst í Ávíkinni við Litlu-Ávík þann 6 mars og voru að synda innan við svonefnt Hjallsker þar sem var sléttur sjór. Þeyr fara dálitið um eins og í Trékyllisvík og víðar.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 16. mars 2012

Jón Kr. mætir á „miðnætursviðið“ á Árshátíð félags Árneshreppsbúa.

Jón Kr. Ólafsson, stórsöngvari frá Bíldudal.
Jón Kr. Ólafsson, stórsöngvari frá Bíldudal.
1 af 2
Jón Kr. Ólafsson, stórsöngvari frá Bíldudal, mætir á „miðnætursviðið" á árshátíð félags Árneshreppsbúa, sem fram fer í Ýmishúsinu við Skógarhlíð, annað kvöld, laugardaginn 17. mars. Hann ætlar að syngja nokkur lög af sinni alkunnu snilld. Hljómsveitin Blek og byttur mun sjá um undirleik hjá Jóni Kr en sveitin sú leikur fyrir dansi á árshátíðinni. Jón Kr. ætlaði að skemmta á árshátíðinni í fyrra en forfallaðist á síðustu stundu og þótti það leitt. Þegar Jón Kr  frétti af árshátíðinni þetta árið vildi hann endilega bæta fyrir fjarveru sína á síðasta ári og skemmta að þessu sinni. Boð Jóns Kr. var umsvifalaust þegið með þökkum og er stjórn Félags Árneshreppsbúa stolt yfir að geta bætt  topp skemmtiatriði inn á dagskrá árshátíðarinnar á ellefu stundu. Aftur er minnt á ballið á árshátíðinni sem hefst fljótlega eftir gestir hafa lokið við að matast.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 16. mars 2012

Snjómokstur og flug.

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.

Talsverður snjómokstur var í morgun frá Norðurfirði og út í Hyrnu,minna síðan til Gjögurs,og einnig var talsverður mokstur á Gjögurflugvelli. Það snjóaði mikið í norðaustanáttinni í gær. Flug á Gjögur var um hádegið,en ekki var hægt að fljúga þangað í gær vegna veðurs eins og fram kom hér á vefnum í gær.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. mars 2012

Umfjöllun um öryggi á internetinu.

Í vikunni hefur verið mikil og þörf umfjöllun um netöryggi á Íslandi í þættinum Kastljós á RÚV.
Í vikunni hefur verið mikil og þörf umfjöllun um netöryggi á Íslandi í þættinum Kastljós á RÚV.
Fréttatilkynning frá Póst-og Fjarskiptastofnun.
Í vikunni hefur verið mikil og þörf umfjöllun um netöryggi á Íslandi í þættinum Kastljós á RÚV. Þar kom ítrekað fram sú staðreynd að því miður hefur umræða og vitund um öryggismál á internetinu verið allt of lítil í samfélaginu, miðað við hversu mikilvægur þáttur netnotkun er í daglegu lífi almennings, viðskiptum og stjórnsýslu. Með mikilli aukningu snjallsímaeignar Íslendinga auk fjölgunar fartölva og spjaldtölva hafa bæði samskipti og umferð gagna á Netinu aukist gríðarlega. Það er því mjög brýnt að vitund og þekking á grundvallaratriðum netöryggis aukist samhliða notkuninni. Póst- og fjarskiptastofnun hefur um árabil haldið úti vefnum www.netöryggi.is þar sem almenningur getur leitað upplýsinga og leiðbeininga um hvernig hægt er að efla öryggi í netnotkun. Á vefnum eru einnig upplýsingar fyrir lítil fyrirtæki sem ekki hafa bolmagn til að vera með tölvu- og netsérfræðinga innanborðs. Stofnunin hvetur þá sem telja sig þurfa fræðslu og upplýsingar til að leita þeirra á vefnum www.netöryggi.is. Notkun á þráðlausum netum og mikilvægi sterkra lykilorða:
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. mars 2012

Flugi aflýst á Gjögur.

Flugstöðin Gjögri.
Flugstöðin Gjögri.

Flugfélagið Ernir hafa nú aflýst flugi til Gjögurs vegna dimmviðris og snjókomu. Bullandi snjókoma hefur verið frá því í nótt og hefur verið það sem af er degi,vindur er af norðaustri 10 m/s og frost er um eitt stig. Athugað verður með flug á morgun.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. mars 2012

Góð sala á Árshátíð félags Árneshreppsbúa.

Árshátíðin er á laugardaginn 17 mars.
Árshátíðin er á laugardaginn 17 mars.
1 af 2
Árshátíð félags Árneshreppsbúa fer fram í Ýmishúsinu við Skógarhlíð á næsta laugardag, 17. mars. Ljóst er að á annað hundrað manns verða í mat en forsala aðgöngumiða gekk vel á síðasta laugardag. Salurinn er stór og góður svo enn er hægt að bæta við nokkrum gestum í mat. Þeir sem hafa áhuga á að bætast í hressan hóp og njóta framúrskarandi matar  þurfa að gera upp hug sinn fyrir fimmtudagskvöldið, 15. mars. Best er að snúa sér til Böðvars Guðmundssonar í síma 899 4024,  Unnar Pálínu Guðmundsdóttur, 849 9552 eða Guðrúnar Gunnsteinsdóttur, 694 9700. Á laugardaginn opnar húsið klukkan 19 og verður boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði auk happdrættis meðan matur verður snæddur. Hljómsveitin Blek og byttur, sem slóg í gegn á síðustu árshátíð og aftur á balli í Trékyllisvík í sumar sem leið, leikur fyrir dansi. Þeir sem ekki sjá sér fært að koma í matinn eru hvattir til að koma á dansleikinn sem hefst fljótlega að loknum mat. Það er alltaf stuð og stemning á dansleikjum Árneshreppsbúa. Enginn verður svikinn af því að koma á ballið og hitta frændfólk og vini og stíga um leið dans með Bleki og byttum. Miðaverð á dansleikinn er 2.500 kr og að sjálfsögðu verður posi á staðnum
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Sveindís Guðfinnsdóttir Flugvallarvörður.
  • Bara moldarhaugur þar sem húsið var.19-06-2008.
  • Ein húseining hífð.27-10-08.
  • Saumaklúbbur á Melum 04-01-2008.
  • Hafís í Trékyllisvík og séð til Norðurfjarðar.
  • Norðaustuhlið komin.28-10-08.
Vefumsjón