Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. mars 2012

Góð sala á Árshátíð félags Árneshreppsbúa.

Árshátíðin er á laugardaginn 17 mars.
Árshátíðin er á laugardaginn 17 mars.
1 af 2
Árshátíð félags Árneshreppsbúa fer fram í Ýmishúsinu við Skógarhlíð á næsta laugardag, 17. mars. Ljóst er að á annað hundrað manns verða í mat en forsala aðgöngumiða gekk vel á síðasta laugardag. Salurinn er stór og góður svo enn er hægt að bæta við nokkrum gestum í mat. Þeir sem hafa áhuga á að bætast í hressan hóp og njóta framúrskarandi matar  þurfa að gera upp hug sinn fyrir fimmtudagskvöldið, 15. mars. Best er að snúa sér til Böðvars Guðmundssonar í síma 899 4024,  Unnar Pálínu Guðmundsdóttur, 849 9552 eða Guðrúnar Gunnsteinsdóttur, 694 9700. Á laugardaginn opnar húsið klukkan 19 og verður boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði auk happdrættis meðan matur verður snæddur. Hljómsveitin Blek og byttur, sem slóg í gegn á síðustu árshátíð og aftur á balli í Trékyllisvík í sumar sem leið, leikur fyrir dansi. Þeir sem ekki sjá sér fært að koma í matinn eru hvattir til að koma á dansleikinn sem hefst fljótlega að loknum mat. Það er alltaf stuð og stemning á dansleikjum Árneshreppsbúa. Enginn verður svikinn af því að koma á ballið og hitta frændfólk og vini og stíga um leið dans með Bleki og byttum. Miðaverð á dansleikinn er 2.500 kr og að sjálfsögðu verður posi á staðnum
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. mars 2012

Reglugerð um grásleppuveiði.

Gásleppuveiðisvæði við Ísland.Mynd smábátar.is
Gásleppuveiðisvæði við Ísland.Mynd smábátar.is
Þjónusta Fiskistofu við grásleppuveiðar er til fyrirmyndar. Nýverið tók stofan saman helstu breytingar sem gerðar hafa verið á reglugerð um hrognkelsaveiðar milli ára. Meðal þeirra eru: Að hrognkelsaafli skuli vera meirihluti afla í einstökum löndunum, miðað við þorskígildi. Verði hrognkelsaafli ítrekað minni hluti afla er Fiskistofu heimilt að svipta skip leyfi til hrognkelsaveiðar: Að óheimilt er að hefja veiðar með yfirtöku hrognkelsaneta í sjó. Merking veiðarfæra skal að fullu frágengin í landi áður en veiðar með hrognkelsanetum hefjast: Að grásleppunet skulu dregin eigi síðar en 6 sólarhringum eftir að þau eru lögð í sjó.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. mars 2012

Nýi vertinn lokaðist inni.

Sveinn Sveinsson og Margrét Nielsen.
Sveinn Sveinsson og Margrét Nielsen.
Nýi vertinn Sveinn Sveinsson sem tekur við Kaffi Norðurfirði í vor og Margrét S Nielsen kona hans ásamt Ólafi Ingólfsson frá Eyri í Ingólfsfirði komu hingað á miðvikudag í síðustu viku og ætluðu að vera í ca 3 daga í Norðurfirði að skoða aðstæður vegna Kaffi Norðurfjarðar. Ferðin norður gekk vel en olíu bíll tafði þau þar sem hann sat fastur í svonefndum Kúvíkurdal skömmu áður en þau komu til  Djúpavíkur. Nú er kominn mánudagur  og eru þau því lokuð hér inni í Árneshreppi enn."En segir að fari vel um þau á Gistiheimilinu á Bergistanga, hjá þeim Gunnsteini og Margréti og ekki yfir neinu að kvarta. Þau eru búin að panta miða á árshátíðina hjá Félagi Árneshreppsbúa á laugardag og vonast til að geta komist suður í tíma til að geta mætt þar.; Þau ættu að komast suður aftur seinnipartinn í dag því
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. mars 2012

Fækkaði um einn hjá HVE á Hólmavík.

Heilsugæsla Hólmavík.Mynd Ingimundur Pálsson.
Heilsugæsla Hólmavík.Mynd Ingimundur Pálsson.
Starfsmönnum á starfseiningum HVE hefur fækkað um 66 frá árslokum 2009 þegar tekið er tillit til ráðstafana sem þegar hafa verið ákveðnar á þessu ári. Heildar samdráttur fjárveitinga nemur um 500 milljónum króna þetta tímabil. Samdráttur fjárveitinga hefur verið óverulegur á heilsugæslusviði HVE og leggst því fyrst og fremst á sjúkra- og öldrunarsvið og nemur í raun um 25% á núvirði. Flestum starfsmönnum fækkar á Akranesi eða 42 talsins, 13 starfsmönnum í Stykkishólmi, 11 á Hvammstanga og 1 á Hólmavík.
Á  Akranesi og Hvammstanga
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. mars 2012

Slæmt veður í kvöld og nótt.

Miklar kviður geta verið í suðvestan hvassviðrinu í Árneshreppi sem gengur nú yfir,kviður allt yfir 40 m/s.
Miklar kviður geta verið í suðvestan hvassviðrinu í Árneshreppi sem gengur nú yfir,kviður allt yfir 40 m/s.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill vekja athygli á að Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvörun vegna storms sem gengur yfir landið í kvöld og nótt og fylgja honum mjög snarpar vindhviður.

Nú fer veður versnandi og má búast við að vindhraði verði víða 18-23 m/s undir kvöld en allt að 25 m/s norðvestantil á landinu og á miðhálendinu. Vindhviður við fjöll geta farið yfir 40 m/s, einkum um landið norðan- og austanvert.

Með þessu veðri hlýnar tímabundið en fer að kólna aftur seint í kvöld og nótt. Í fyrramálið minnkar vindur smám saman en áfram verður hvasst norðvestantil og austantil á Suðausturlandi á morgun.

Á vef Veðurstofunnar er hægt að nálgast nýjustu veðurspá á hverjum tíma: http://www.vedur.is/

Færð er víða


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. mars 2012

Kynning á styrkjum Menningarráðs.

Allir eru velkomnir á námskeiðin.
Allir eru velkomnir á námskeiðin.

Eins og kynnt hefur verið mun Menningarráð Vestfjarða nú í fyrsta skipti úthluta stofn- og rekstrarstyrkjum á þessu ári og er umsóknarfrestur um þá til 30. mars. Einnig hafa verið auglýst eftir umsóknum um hefðbundna verkefnastyrki og er frestur til að sækja um þá til 10. apríl. Aðeins verður auglýst einu sinni eftir verkefnastyrkjum á árinu 2012. Af þessu tilefni mun Menningarráð Vestfjarða standa fyrir kynningu á styrkjum ráðsins og stuttu námskeiði um umsóknagerð víða um Vestfirði á næstu dögum. Búið er að ákveða tímasetningar á kynningum á sunnanverðum Vestfjörðum og Ströndum á næstu dögum og verða þau sem hér segir:

Malarkaffi, Drangsnesi  á morgun 11. mars kl. 17:00
Reykhólaskóla, Reykhólum - 12. mars kl. 17:00
Sjóræningjahúsinu, Patreksfirði - 14. mars kl. 17:00
Grunnskólanum Tálknafirði - 14. mars kl. 20:00
Skrímslasetrinu Bíldudal - 15. mars kl. 17:00
Rósubúð, Höfðagötu 9, Hólmavík - 16. mars kl. 17:00
Allir eru velkomnir á námskeiðin, ekki þarf að skrá sig sérstaklega og þátttaka er þeim sem mæta að kostnaðarlausu.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. mars 2012

Vestfirska forlagið kynnir Basil fursta.

F.v. Guðmundur J. Sigurðsson og Rögnvaldur Bjarnason halda á Eitruðum demöntum Basils fursta.Ljósm.Björn Ingi Bjarnason.
F.v. Guðmundur J. Sigurðsson og Rögnvaldur Bjarnason halda á Eitruðum demöntum Basils fursta.Ljósm.Björn Ingi Bjarnason.
1 af 2
Fréttatilkynning frá Vestfirska forlaginu:
Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi 1939-1941 í þremur þykkum bókum. Síðan komu þau út í fjölmörgum heftum, en hvert þeirra er sjálfstæð saga. Ævintýri þessi gerast víða um heim, til dæmis í Englandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Indlandi. Höfundur Basil fursta er ókunnur. Útgefandi var Sögusafn heimilanna en þeirri útgáfu stýrði upphaflega Árni Ólafsson.

Í þeirri glæpahrinu sem gengið hefur yfir þjóðina á undanförnum árum og ekki sér fyrir endann á,  hefur Vestfirska forlagið ákveðið að gamni sínu að kalla á furstann til að smúla dekkið.

Ævintýri Basils og þeirra illvirkja og glæpakvenda sem hann var sífellt að koma í hendur réttvísinnar eru ekki eins heilsuspillandi og sá ófögnuður sem sífellt er boðið upp á í kvikmyndum, sjónvarpi og bókum nú til dags. Þetta var bara einhvern veginn allt öðruvísi glæpahyski, bófar og ræningjar. Í ævintýrum Basil fursta koma oftast fyrir í hverju hefti bæði reglulega fagrar glæpadrósir og glæpakvendi og það eru sko engar dúkkulísur! Sonja, Soffía, lafði Ethel og Sæta Emmy, svo nokkrar séu nefndar, voru engin lömb að leika við. Þess á milli eru svo ungar, saklausar og fallegar stúlkur, reglulega geðugar og viðfelldnar í umgengni, sem þeir Basil fursti og Sam Foxtrot bjarga oft úr ótrúlegustu hremmingum.

Segja má að ævintýri konungs leynilögreglumanna séu sigur hins góða yfir hinu illa og má vel dreifa slíku efni sem mótvægisaðgerð. Þó þetta séu engar verðlaunabókmenntir, þá má segja að textinn sé furðu góður þó snöggsoðinn sé og sumsstaðar bregður jafnvel fyrir máltöfrum. Og merkilegt má það kalla að söguhetjurnar þérast upp í hástert, jafnvel fram á síðustu stund. Dæmi: "Salisbury", var sagt með ákveðinni röddu. "Ég handtek yður í nafni laganna."


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. mars 2012

TF-SIF í ískönnun við Vestfirði.

Stærri ísjakinn.Mynd Landhelgisgæslan.
Stærri ísjakinn.Mynd Landhelgisgæslan.
1 af 2
TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlits- og æfingaflug sem m.a. var nýtt til ískönnunar við Vestfirði. Þegar svæðið undan Horni var rannsakað með eftirlitsbúnaði flugvélarinnar kom í ljós að á svæðinu eru tveir borgarísjakar,sá minni ca 80x80m að flatarmáli og ca 40m á hæð en sá stærri 235x100m og u.þ.b. 60m á hæð. Þá var eitthvað um íshröngl í grennd við jakana en einnig að sjá dýpra á Hornbankanum. Hafísröndin var næst landi um 70sml NNV af Straumnesi. Er þetta borgarísjaki sem tilkynnt var um fyrir nokkrum dögum og virðist sem hann hafi brotnað í tvennt og rekið austar á svæðinu.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. mars 2012

Flugi aflýst.

Flugstöðin Gjögri.
Flugstöðin Gjögri.

Flugfélagið Ernir hafa aflýst flugi til Gjögurs vegna ísingar í lofti. Athugað verður með flug til Gjögurs á morgun og jafnvel fyrir hádegi. Veðurspá frá Veðurstofu Íslands er svo sem ekkert of góð fyrir daginn á morgun,því spáð er suðvestan 10 til 18 m/s og éljum með frosti frá 0 til 5 stigum.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. mars 2012

Vilja tryggja snjómokstur í Árneshrepp.

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.

Bæjarins besta.
Vegagerðin mun annast og greiða fyrir nauðsynlegan snjómokstur í Árneshreppi, að lágmarki tvo daga í viku, ef þingsályktunartillaga sem tólf þingmenn hafa lagt fram á Alþingi verður samþykkt. Árneshreppur er eina sveitarfélagið á landinu sem þarf að lúta svokallaðri G-reglu Vegagerðarinnar, að því er segir í tilkynningu frá Framsóknarflokknum en aðalflutningsmaður tillögunnar er Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Frá 2009 hafa íbúar í Árneshreppi á Ströndum búið við skert öryggi yfir vetrartímann. Snjómokstur á þessu svæði felst nú í því að það er mokað tvo daga haust og vor en einungis ef það er snjólétt, en Vegagerðinni er heimilt að moka aðeins einu sinni í viku fram til 5.janúar. Frá 5. janúar til 20. mars er Strandvegurinn því einungis mokaður einu sinni í viku og ekki nema brýna þörf beri til eða mjög snjólétt sé, þar sem sveitarfélagið hefur ekki fjármagn í meiri mokstur," segir í tilkynningunni.
Nánar hér á bb.is

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Afmælisbarnið og gestir.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Oddný Oddviti heldur ræðu.
  • Ásbjörn grefur 22-08-08.
  • Súlan sem er 18,5 m löng komin á flot.
Vefumsjón