Bréf til Samgöngunefndar Alþingis.
Heilsársvegur í Árneshrepp á Ströndum – ákvörðun sem þarf að taka og hefja verkið árið 2012.
Í dag býr sveitarfélagið við þær aðstæður að eiga að vera eyja þrjá mánuði á ári, þar sem við búum við G-reglu í snjómokstri. Hluti íbúa sveitarfélagsins býr við algjöra innilokun þessa þrjá mánuði á ári. Hreppsnefnd hefur ítrekað beðið um að hreppurinn verði færður upp í F -reglu, sem ekki er talið hægt, þar sem vegurinn sé ekki þjónustufær. Á einfaldri íslensku , það þarf að byggja veginn upp til að hægt sé að þjónusta hann. Því ætti að vera forgangsverkefni að byrja á að byggja upp erfiða kafla af veginum á fyrirhuguðu framtíðarvegstæði, en núverandi vegur var ruddur með jarðýtu á árunum 1960-1965.
Nú er okkur alltaf núið því um nasir að við séum svo fá. En eins og einn góður maður sagði ,,vegurinn er ekki bara fyrir íbúa Árneshrepps heldur alla landsmenn og erlenda gesti líka".
Í sveitarfélaginu Árneshreppi eru um 40 sumarhús í eigu einkaaðila,Meira
Bændur óttast kal í túnum í vor.
Meira
Verið að opna í Árneshrepp.
Námskeið í fjarfundi frá Endurmenntun HÍ.
Endurmenntun hefur auglýst 12 námskeið í fjarfundi nú á vormisseri og kennir þar ýmissa grasa. Námskeiðin má finna á vef Fræðslumiðstöðvarinnar undir flokknum Endur- og símenntun. Hægt er að sækja námskeiðin á þeim stöðum þar sem Fræðslumiðstöðin er með fjarfundabúnað.
Fræðslumiðstöðin tekur við skráningum á námskeiðin, annað hvort í gegnum vefinn eða í síma 456 5025. RéttMeira
Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2012.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með Norðlægum vindáttum eða Austlægum fram til 8. Síðan Suðlægar vindáttir fram til 17.
Smá blota gerði dagana 6. 7 og 8,og seig snjór þá talsvert og allt hljóp í svell sérstaklega á vegum og þar sem þunnt snjóalag var.
Talsverðan blota gerði einnig frá 13 til 17.Snjó tók mikið upp enn mikil svellalög urðu á vegum,og eins urðu tún mjög svelluð.
Enn og aftur gerði blota frá kvöldinu 28 og fram á kvöld 29. Snjó tók talsvert upp enn en eru mikil svellalög á túnum en minnkuðu mikið á vegum. Síðan voru suðlægar vindáttir síðustu tvo daga mánaðarins með hita yfirleitt yfir frostmarki.
Hvassviðri og stormur var af Suðvestri 9. og 10.með kviðum uppí ofsaveður. Þann 25 skall á Norðan 20 til 26 m/s með stórhríð með hitastigi í fyrstu fyrir ofan frostmarki,þannig að snjókoman var blaut en síðan kólnaði,og var ísing um tíma. Rafmagnslaust varð í Árneshreppi á annan sólarhring,þegar staur brotnaði við bæinn Mela og rafmagnslínur slitnuðu á Gjögurlínu. Þannig að janúar mánuður var mjög umhleypingarsamur í heild sinni.
Yfirlit dagar eða vikur:
Meira
Sveitarfélagið skal njóta lágmarks mannréttinda.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að endurskoða G-regluna varðandi snjómokstur í Árneshreppi. Eftir umræðu um snjómokstur í hreppnum sagði ráðherra að honum fyndist sjálfsagt að verða við óskum um endurskoðun eða yfirferð á þessum reglum til að sjá hvort ástæða sé til að breyta þeim að einhverju leyti, almennt eða með tilliti til einstakra sveitarfélaga. Kom þetta fram í fyrirspurnartíma þar sem ráðherra svaraði fyrirspurn Einars Kristins Guðfinnssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, um snjómokstursreglur í Árneshreppi. Nánar hér á bb.is
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 23. til 30. janúar 2012.
Meira
Eva í Djúpavík Strandamaður ársins 2011.
Eva tók tíðindunum af kosningunni ljómandi vel, þegar ritstjóri strandir.is hafði samband við hana til að færa henni tíðindin og vildi koma á framfæri bestu kveðjum til Jóns Halldórssonar og Arnars Jónssonar sem voru keppinautar hennar í síðari umferð kosningarinnar. Nánar á www.strandir.is