Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. janúar 2012

Flugi aflýst vegna veðurs.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir hafa aflýst flugi til Gjögurs í dag vegna veðurs. Það er nú farið að draga mikið úr vindi og úrkomu,en er mjög lágskýjað,síðan er vindur af norðri og jafnvel af norðvestri og það er ekki góð vindstefna á flugbrautina. Flug á Gjögur verður athugað á morgun.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. janúar 2012

Skákmótinu frestað.

Skákmótinu er frestað til 1 febrúar.
Skákmótinu er frestað til 1 febrúar.
Skákmótinu sem átti að vera í Finnbogastaðaskóla er frestað til miðvikudagsins 1 febrúar vegna veðurs. Skákmótið átti að vera tileinkað Friðriki Ólafssyni skákmeistara en hann á einmitt afmæli í dag.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. janúar 2012

Keyra dísilvélar vegna fjarskipta.

Ljósavél í veðurathugunarhúsinu.
Ljósavél í veðurathugunarhúsinu.
Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík hefur keyrt dísilvél frá því í dag bæði til ljósa og ekki síður vegna fjarskiptastöðvar Símans til að halda nægri spennu  á stöðinni,aldrei er hringt eins mikið og þegar rafmagnsleysi er,og netsambandið tekur líka orku,Sigursteinn er með spýtna ketil til upphitunar hús síns þegar svona ástand skapast. Eins er keyrð ljósvél á Krossnesi vegna fjarskiptastöðvarinnar fyrir sjónvarp sem þar er,þannig að þeir sem hafa varaafl geta horft á sjónvarp. Einnig keyrir Jón G Guðjónsson veðurathugunarmaður vél til að geta fylgst
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. janúar 2012

Rafmagn komið á til Trékyllisvíkur.

Spennistöðin í Trékyllisvík. Rafmagn er aðeins í þrem húsum.
Spennistöðin í Trékyllisvík. Rafmagn er aðeins í þrem húsum.
Rafmagn komst á yfir Trékyllisheiði og til Djúpavíkur og í spennistöðina í Trékyllisvík,ekket rafmagn er frá spennistöðinni norður til Norðurfjarðar og ekki til Gjögurs. Því er aðeins rafmagn í Djúpavík og á bænum Bæ og Finnbogastaðaskóla. Vitað er um brotinn staur við bæinn Mela. Ekki er reiknað með að komist neitt rafmagn á þessa bæi í kvöld. Vitlaust veður er,norðan 21 m/s og snjókoma.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. janúar 2012

Rafmagn farið af Árneshreppi.

Frá því þegar skipt var um spennistöð í Trékyllisvík í haust.
Frá því þegar skipt var um spennistöð í Trékyllisvík í haust.
Rafmagn fór af Árneshreppi og Drangsnesi uppúr 14:30. Verið er að athuga með að tengja aðra leið í botni Steingrímsfjarðar norður,en rafmagn fór í gegnum sæstreng yfir fjörðinn áður þegar rafmagn fór af. Það er ekki slitið norður því blikk hefur sést við prufu á línu. Orkubúsmenn á Hólmavík segja þetta vera útleiðslu því hitastigið er á leiðinlegu róli,um 0 stigið,og snjór hleðst á spenna og einnig er mikil sjávarselta sem fer á spenna. Þetta getur tekið dálítinn tíma að koma rafmagninu aftur á ef línan tollir svo inni. Svarta bilur er og sést ekki á milli húsa í Árneshreppi.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. janúar 2012

Eva Sigurbjörnsdóttir á málþing um sveitarstjórnarmál.

Eva Sigurbjörnsdóttir hreppsnefndarfulltrúi í Árneshreppi.
Eva Sigurbjörnsdóttir hreppsnefndarfulltrúi í Árneshreppi.
Málþing um sveitarstjórnarmál verður haldið á Akureyri föstudaginn 10. febrúar næstkomandi á vegum nefndar innanríkisráðherra um eflingu sveitarstjórnarstigsins en í henni eiga einnig sæti fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Á málþinginu verður meðal annars skýrt frá könnun meðal sveitarstjórnarmanna og alþingismanna um afstöðu þeirra til lýðræðismála, sameiningarmála og samvinnu sveitarfélaga. Þá verða flutt erindi um stöðu og stefnu varðandi eflingu sveitarstjórnarstigsins. Málþingið verður haldið í húsnæði Háskólans á Akureyri föstudaginn 10. febrúar, hefst klukkan 11 og stendur til 15.

Meðal þátttakenda er Eva Sigurbjörnsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi í Árneshreppi en hún fjallar um stöðu,horfur og áskoranir á sveitarstjórnarstiginu. Eva hefur setið í nefnd um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem innanríkisráðherra,Ögmundur Jónasson,skipaði í september,en meðal atriða sem nefndin hefur fjallað um er sóknaráætlunin 2020 með áherslu á áætlanir landshluta
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. janúar 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 16. til 23.jan.2012.

Ekið var á hross á veginum við Skeljavík á Ströndum í vikunni.
Ekið var á hross á veginum við Skeljavík á Ströndum í vikunni.
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Á mánudagskvöldið kom tilkynning til lögreglu um að dráttarbíll frá Skeljungi með eftirvagni fullum að bensíni,hafi farið á útaf í Hestfirði í Ísafjarðardjúpi. Strax voru gerðar viðeigandi ráðstafanir þar sem mikil eldhætta var talin vera á staðnum og  slökkvilið Ísafjarðarbæjar fór á vettvang. Veginum um Ísafjarðdjúp var strax lokað.  Það var síðan undir morgun að slökkviliðinu tókst að tryggja vettvang,aftengja rafgeyma dráttarbílsins til minka hugsanlega eldhættu,og í framhaldi af því hafist handa um að dæla bensíninu úr vagninum.  Gekk það nokkuð greiðlega og um kl.10:00 á þriðjudagsmorgun var því að mestu lokið og í framhaldi var vegurinn opnaður aftur. Talsvert mikið magn af bensíni fór niður og var dælubíll notaður til að ná sem mestu upp,en talsvert magn var í vatnsrásinni þar sem bíllinn valt. Nokkuð greiðlega gekk að ná dráttarbílnum og vagninum upp og í framhaldi voru tækin flutt til Ísafjarðar.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. janúar 2012

Skákmót í Finnbogastaðaskóla.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.
Skákdagurinn 26. Janúar er haldinn til heiðurs Friðriki Ólafssyni,fyrsta stórmeistara Íslands,en Friðrik á afmæli þennan dag. Að frumkvæði Hrafns Jökulssonar verður teflt um allt landið og miðin,ungir sem aldnir,konur og karlar. Nemendur og starsfólk Finnbogastaðaskóla láta ekki sitt eftir liggja og blása til fjölteflis í skólanum klukkan 13:00 þann dag. Nóg er til af skákklukkum í skólanum,en þeir sem eiga taflsett mega gjarnan taka þau með
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. janúar 2012

Snerpa kaupir hýsingarrekstur Netheima.

Höfuðstöðvar Snerpu.Mynd BB.is
Höfuðstöðvar Snerpu.Mynd BB.is

Í dag gekk Snerpa frá kaupum á hýsingarreksti Netheima. Rekstur Netheima var endurskipulagður fyrir nokkru síðan og hefur hýsingarþjónustan í millitíðinni verið í umsjón Særafs sem tók við flestum þeim verkefnum sem Netheimar sinntu áður.

Einn af þeim þáttum í rekstri Netheima, þ.e. hýsingarreksturinn, var ljóst að var til sölu við þessar breytingar og eftir nánari skoðun varð úr að Snerpa keypti þennan hluta rekstursins. Í því felst að Snerpa kaupir m.a. af Netheimum allan vélbúnað sem notaður var til þjónustunnar og munu viðskiptavinir Netheima að þessu leyti því framvegis verða í viðskiptum við Snerpu.

Salan á sér nokkurn aðdraganda og var viðskiptavinum kynnt væntanleg breyting á frumstigi samningaviðræðna og áhersla lögð á að rask af breytingunum yrði sem minnst. Ýmsir nýir möguleikar opnast þó við yfirfærslu þjónustunnar og verða þær betur kynnntar viðkomandi viðskiptavinum í framhaldinu.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. janúar 2012

Þrjú um baráttusætið Strandamaður ársins 2011.

Hótel Djúpavík.Eva hótelstýra er tilnefnd.
Hótel Djúpavík.Eva hótelstýra er tilnefnd.
Nú er fyrri umferð í kosningu á Strandamanni ársins 2011 lokið og voru fjölmargir nefndir til sögunnar sem stóðu sig afbragðs vel á árinu með einum eða öðrum hætti. Þrír Strandamenn urðu efstir meðal jafningja í fyrri umferðinni og að venju er kosið á milli þeirra í síðari umferð. Að þessu sinni stendur slagurinn um titilinn og heiðurinn sem honum fylgir á milli Arnars S. Jónssonar tómstundafulltrúa Strandabyggðar, Evu Sigurbjörnsdóttur hótelstjóra á Hótel Djúpavík og Jóns H. Halldórssonar landpósts á Hólmavík. Nánar um kosningu á manni ársins hér á Strandir.is

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Á Fellsbrún á leið á Kálfatind.
  • Gengið forna götu yfir í Húsárdal.
  • Bryggjan á Gjögri.
  • Björn og Helga starta upp fjöldasöng.
  • Saumaklúbbur á Melum 04-01-2008.
Vefumsjón