Skákmótinu frestað.
Keyra dísilvélar vegna fjarskipta.
Meira
Rafmagn komið á til Trékyllisvíkur.
Rafmagn farið af Árneshreppi.
Eva Sigurbjörnsdóttir á málþing um sveitarstjórnarmál.
Á málþinginu verður meðal annars skýrt frá könnun meðal sveitarstjórnarmanna og alþingismanna um afstöðu þeirra til lýðræðismála, sameiningarmála og samvinnu sveitarfélaga. Þá verða flutt erindi um stöðu og stefnu varðandi eflingu sveitarstjórnarstigsins. Málþingið verður haldið í húsnæði Háskólans á Akureyri föstudaginn 10. febrúar, hefst klukkan 11 og stendur til 15.
Meðal þátttakenda er Eva Sigurbjörnsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi í Árneshreppi en hún fjallar um stöðu,horfur og áskoranir á sveitarstjórnarstiginu. Eva hefur setið í nefnd um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem innanríkisráðherra,Ögmundur Jónasson,skipaði í september,en meðal atriða sem nefndin hefur fjallað um er sóknaráætlunin 2020 með áherslu á áætlanir landshlutaMeira
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 16. til 23.jan.2012.
Meira
Skákmót í Finnbogastaðaskóla.
Meira
Snerpa kaupir hýsingarrekstur Netheima.
Í dag gekk Snerpa frá kaupum á hýsingarreksti Netheima. Rekstur Netheima var endurskipulagður fyrir nokkru síðan og hefur hýsingarþjónustan í millitíðinni verið í umsjón Særafs sem tók við flestum þeim verkefnum sem Netheimar sinntu áður.
Einn af þeim þáttum í rekstri Netheima, þ.e. hýsingarreksturinn, var ljóst að var til sölu við þessar breytingar og eftir nánari skoðun varð úr að Snerpa keypti þennan hluta rekstursins. Í því felst að Snerpa kaupir m.a. af Netheimum allan vélbúnað sem notaður var til þjónustunnar og munu viðskiptavinir Netheima að þessu leyti því framvegis verða í viðskiptum við Snerpu.
Salan á sér nokkurn aðdraganda og var viðskiptavinum kynnt væntanleg breyting á frumstigi samningaviðræðna og áhersla lögð á að rask af breytingunum yrði sem minnst. Ýmsir nýir möguleikar opnast þó við yfirfærslu þjónustunnar og verða þær betur kynnntar viðkomandi viðskiptavinum í framhaldinu.
Meira