Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 11. febrúar 2012
Prenta
Kór Átthagafélags Strandamanna syngur í Dómkirkjunni.
Á morgun sunnudaginn 12. febrúar er messa kl. 11:00 í Dómkirkjunni Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Barn verður borið til skírnar. Kór átthagafélags Strandamanna kemur í heimsókn og syngur í messunni undir stjórn Arngerðar Valgarðsdóttur. Organisti er Kári Þormar. Að lokinni messu syngur kórinn nokkur lög fyrir kirkjugesti en síðan verður haldið í safnaðarheimilið í Vonarstræti og er þar boðið upp á kaffi og meðlæti. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. Segir í tilkynningu frá Dómkirkjunni.