TF-SIF var í ískönnunarflugi í gær.
Hér má sjá skoða nokkur hnit. Á hafísvef Veðurstofu Íslands. Einnig er hér með ratsjármynd þar sem Ingibjörg Jónsdóttir hjá Jarðvísindstofnun Háskóla Íslands,hefur teiknað inn ísinn og sendi vefnum.
Vegagerðin ruddi veginn norður í Árneshrepp í gær. Og verður þetta síðasti moksturinn norður í Árneshrepp þar sem allur kosnaður er Vegagerðarinnar. En svonefnd helmingamokstursregla er í gildi en samkvæmt henni getur t.d sveitarfélagið pantað mokstur gegn því að borga helming kosnaðar við moksturinn. Síðan hefst reglulegur mokstur aftur um 20.mars. Um leið var notað tækifærið að koma snjóplógi (tönn) á hjólaskóflu hreppsins norður,en hann var í viðgerð í Borgarnesi. Snjóplógurinn bilaði á milli jóla og nýárs og þurfti að notast við skófluna til að moka með hjólaskóflunni hér innansveitar undanfarna mokstra,en skóflan er mjó og vont að moka útaf vegum með henni.
Þá var verðskrá OV fyrir hitaveitur og tengigjöld hitaveitu einnig hækkuð um 6% nú um áramótin af sömu orsökum. Til viðbótar þessari 6% hækkun á verðskrá hitaveitna hækkar hver kwh frá kynntum hitaveitum um 30 aura er sú hækkun bein afleiðing af 30% hækkun Landsvirkjunar á raforku til þeirra.
Orkustofnun, sem fer með eftirlitshlutverk með tekjumörkum flutnings- og dreifiveitna, hefur yfirfarið hækkunina og staðfest að hún sé innan tekjuheimilda sem Orkubú Vestfjarða hefur skv. raforkulögum. Þá hefur iðnaðarráðuneytið staðfest hækkun á verðskrá OV fyrir hitaveitur og auglýst hana í stjórnartíðindum.