Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. janúar 2012

Kemst presturinn í jarðarförina?

Síðdegisútvarpið tekur Árneshrepp uppá arma sína.
Síðdegisútvarpið tekur Árneshrepp uppá arma sína.
RÚV.is
Síðdegisútvarpið á Ríkisútvarpinu var með viðtal við oddvita Árneshrepps og upplýsingarfulltrúa Vegagerðarinnar í gær. Í augum margra Árneshreppsbúa er 6. janúar ein óvinsælasta dagsetning ársins. Ástæðan er sú að nú er komið að þeim hluta ársins að vegurinn þangað verður ekki ruddur fyrr en vora tekur samkvæmt almanakinu. Nánar tiltekið 20. mars eða í 75 daga samfleytt.

Ástæðan er sú að Árneshreppur fellur undir svokallaða G-reglu um snjómokstur og er eina sjálfstæða sveitarfélag landsins sem þarf að lúta þeirri reglu. Þetta er afleitt, segja heimamenn, enda er aðeins ein akleið til og frá hreppnum. Í Árneshreppi búa 50 manns og vegurinn þangað er gamall sveitavegur sem er úr sér genginn allan ársins hring enda lagður á árunum í kringum 1960-70. Í Síðdegisútvarpinu var rætt um þetta við Oddnýju Þórðardóttur, oddvita í Árneshreppi og G. Pétur


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. janúar 2012

TF-SIF var í ískönnunarflugi í gær.

Ratsjármynd frá í gær.
Ratsjármynd frá í gær.
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær 11 janúar í eftirlitsflug um Austfjarðamið, Norður og Vestur með Norðurlandi, fyrir Vestfirði og suður að Reykjanesi. M.a. var mæld staðsetning hafíss á Vestfjarðamiðum og hófst ískönnun kl. 15:20 N- af Horni. Greindi eftirlitsbúnaður talsverða nýmyndun haffíss N- og NV- af Straumnesi. Næst landi var nýmyndunin um 11,5 sml. NNV- af Kögri. Ísinn var þunnur og virtist vera sem stöku jakar væru 10-15 sml. innan við meginröndina.
Hér má sjá skoða nokkur hnit. Á hafísvef Veðurstofu Íslands. Einnig er hér með ratsjármynd þar sem Ingibjörg Jónsdóttir hjá Jarðvísindstofnun Háskóla Íslands,hefur teiknað inn ísinn og sendi vefnum.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. janúar 2012

Þorrablót Átthagafélagins.

Þorrablót Átthagafélags Strandamanna verður haldið laugardagskvöldið 14 janúar 2012.
Þorrablót Átthagafélags Strandamanna verður haldið laugardagskvöldið 14 janúar 2012.
1 af 2
Þorrablót Átthagafélags Strandamanna verður haldið laugardagskvöldið 14 janúar 2012 í Versölum Hallveigastíg 1. Reykjavík. Húsið opnar stundvíslega kl 19:00,og borðhald hefst kl 20:00. Matseðill:Allur almennur þorramatur,bæði súrt og ósúrt. Hákarl og harðfiskur,hangiket og pottréttur,eitthvað við allra hæfi.Veislustjórn og skemmtiatriði verður í höndum félaganna,Davíðs Ólafssonar og Stefáns Stefánssonar við undirleik Helga Hannessonar.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. janúar 2012

Mokað Norðurfjörður-Djúpavík.

Frá snjómokstri inn með Reykjarfirði.
Frá snjómokstri inn með Reykjarfirði.
Byrjað var snemma í morgun að moka frá Trékyllisvík til Norðurfjörðar og til baka til Gjögurs og inn með Reykjarfirðinum og til Djúpavíkur. Sumstaðar hefur skafið talsvert í þar sem snjór náði að tolla þar sem myndast skjól í veðurofsanum í gær. Gífurleg hálka er á vegum mjög þykk svell víða,reynt er að moka vel uppí efri kantinn í gamla snjóinn til að hafa hjólfar því ekki er eins sleipt þar í snjónum,en annað hjólið er alltaf á svelli. Ekkert verður flogið í dag á Gjögur en flogið verður á morgun sem er áætlunardagur.
 
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. janúar 2012

Vígdís Gríms kennari við Finnbogastaðaskóla.

Vígdís Grímsdóttir rithöfundur.
Vígdís Grímsdóttir rithöfundur.
Eftir áramót kom Vígdís Grímsdóttir rithöfundur sem nýr kennari við Finnbogastaðaskóla hér í Árneshreppi,en hún er kennaramenntuð. Fyrrverandi kennari Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir fór í fæðingarorlof eftir að skólinn fór í jólafrí. Vígdís er öllum vel kunnug hér í sveit enda varið miklum hluta á ári í Árneshreppi síðastliðin þrjú ár. Vígdís skrifaði mikinn hluta nýju bókarinnar Trúir þú á töfra,sem kom út fyrir síðustu jól,hér í hreppnum,hefur þá haldið til í íbúð þar sem Kaffi Norðurfjörður er. Vígdís segist verða út þetta skólaár.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. janúar 2012

Flugi aflýst á Gjögur.

Flugstöðin Gjögri.
Flugstöðin Gjögri.
Flugfélagið Ernir hafa aflýst flugi til Gjögurs í dag,það er mjög hvasst af suðvestri 18 til 26 m/s og gengur á með mjög dimmum éljum. Ekki lítur út með flug á morgun,samkvæmt veðurspá sem hljóðar upp á suðvestan storm eða jafnvel rok í nótt og hvassviðri fram eftir degi.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 8. janúar 2012

Jón og séra Jón í kvöld á RÚV.

Jón Ísleifsson.
Jón Ísleifsson.
Jón og séra Jón er heimildamynd eftir Steinþór Birgisson. Er á dagskrá RÚV sjónvarpi í kvöld kl:21:05. Í dagskrá segir svo:
Séra Jón Ísleifsson hefur verið sóknarprestur í Árnesi á Ströndum í 12 ár. Hann lifir lífinu á sinn eigin sérstæða máta og af honum eru margar sögur bæði sannar og ósannar. Í kjölfar langvinnra deilna innan safnaðarins er svo komið að mikill meirihluti sóknarbarna hefur skrifað undir vantraust á séra Jón og lýst því yfir að þau vilji ekki að hann starfi lengur sem sóknarprestur í Árnesprestakalli. Er séra Jón óhæfur prestur? Eða eru aðrir kraftar að verki? Hvað sem því líður er séra Jón maður á tímamótum. Myndin hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgar 2011. Framleiðandi er Víðsýn.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. janúar 2012

G-reglan er Grýla Árneshreppsbúa.

Frá snjómokstri í Árneshreppi.
Frá snjómokstri í Árneshreppi.
Í augum margra Árneshreppsbúa er 6.janúar ein óvinsælasta dagsetningin. Ástæðan er sú að nú er komið að þeim hluta ársins að þangað verður ekki rutt fyrr en vora tekur samkvæmt almanakinu nánar tiltekið 20. mars eða í 75 daga samfleytt. Þessu veldur að Árneshreppur fellur undir G-reglu um snjómokstur og er eina sjálfstæða sveitarfélag landsins sem þarf að lúta þeirri reglu en aðeins er um eina akleið að velja þegar kemur að því að komast til og frá hreppnum. Undanfarin ár hefur ítrekað verið þrýst á að þessi leið verði færð á sama þjónustustig og önnur sveitarfélög en ekki hefur orðið af því enn að  Árneshreppsbúar
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. janúar 2012

Síðasti snjómoksturinn norður.

Nú er snjótönnin komin í lag á hjólaskóflu hreppsins.
Nú er snjótönnin komin í lag á hjólaskóflu hreppsins.

Vegagerðin ruddi  veginn norður í Árneshrepp í gær. Og verður þetta síðasti moksturinn norður í Árneshrepp þar sem allur kosnaður er Vegagerðarinnar. En svonefnd helmingamokstursregla er í gildi en samkvæmt henni getur t.d sveitarfélagið pantað mokstur gegn því að borga helming kosnaðar við moksturinn. Síðan hefst reglulegur mokstur aftur um 20.mars. Um leið var notað tækifærið að koma snjóplógi (tönn) á hjólaskóflu hreppsins norður,en hann var í viðgerð í Borgarnesi. Snjóplógurinn bilaði á milli jóla og nýárs og þurfti að notast við skófluna til að moka með hjólaskóflunni hér innansveitar undanfarna mokstra,en skóflan er mjó og vont að moka útaf vegum með henni.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. janúar 2012

Hækkun á raforkudreifingu OV.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Verðskrá Orkubús Vestfjarða fyrir raforkudreifingu var hækkuð um 6% nú um áramótin, tengigjöld rafmagns voru einnig hækkuð um 6%. Hækkunin er tilkomin vegna almennra verðlagshækkana.

Þá var verðskrá OV fyrir hitaveitur og tengigjöld hitaveitu einnig hækkuð um 6% nú um áramótin af sömu orsökum. Til viðbótar þessari 6% hækkun á verðskrá hitaveitna hækkar hver kwh frá kynntum hitaveitum um 30 aura er sú hækkun bein afleiðing af 30% hækkun Landsvirkjunar á raforku til þeirra.

Orkustofnun, sem fer með eftirlitshlutverk með tekjumörkum flutnings- og dreifiveitna, hefur yfirfarið hækkunina og staðfest að hún sé innan tekjuheimilda sem Orkubú Vestfjarða hefur skv. raforkulögum. Þá hefur iðnaðarráðuneytið staðfest hækkun á verðskrá OV fyrir hitaveitur og auglýst hana í stjórnartíðindum.


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Forstofuhurð SV,18-11-08.
  • Sælusker(Selsker)-06-07-2004.
  • Hótel Djúpavík-16-08-2006.
  • Hrafn -og systkinin Guðbjörg og Guðmundur.22-08-08.
  • Daníél Sigurðsson-Elsa Gísladóttir og Snati.12-06-2008.
Vefumsjón