Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. janúar 2012
Prenta
Rafmagn farið af Árneshreppi.
Rafmagn fór af Árneshreppi og Drangsnesi uppúr 14:30. Verið er að athuga með að tengja aðra leið í botni Steingrímsfjarðar norður,en rafmagn fór í gegnum sæstreng yfir fjörðinn áður þegar rafmagn fór af. Það er ekki slitið norður því blikk hefur sést við prufu á línu. Orkubúsmenn á Hólmavík segja þetta vera útleiðslu því hitastigið er á leiðinlegu róli,um 0 stigið,og snjór hleðst á spenna og einnig er mikil sjávarselta sem fer á spenna. Þetta getur tekið dálítinn tíma að koma rafmagninu aftur á ef línan tollir svo inni. Svarta bilur er og sést ekki á milli húsa í Árneshreppi.