Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. janúar 2012

Aukning á sjúkraflutningum hjá HVE.

Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur.Mynd Ingimundur Pálsson.
Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur.Mynd Ingimundur Pálsson.
Alls voru sjúkrabifreiðar hjá HVE á Vesturlandi kallaðar út 1636 sinnum á árinu 2011 á móti 1447 árið 2010. Aukningin var 13.1%.
Mest varð aukning útkalla í Búðardal 30.3% en þar fóru útköllin í 99
Á Akranesi voru sjúkrabifreiðar kallaðar út 767 á árinu 2011 en það er um 19.3% aukning á milli ára.

Á heilbrigðisstofnun Hólmavíkur var aukningin á milli ára 6,8%,en útköll þar voru árið 2011 47 á móti 44 árið 2010.
Átta starfsstöðvar sjúkraflutninga eru hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranes, Borgarnes, Búðardalur, Grundarfjörður, Hólmavík, Hvammstangi, Ólafsvík og Stykkishólmur. Hér má sjá nánar um sjúkraflutninga hjá HVE.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. janúar 2012

Strandamaður ársins 2011 valinn.

Arinbjörn Bernharðsson var valinn Strandamaður ársins í fyrra,hann byggði þessi smáhýsi.
Arinbjörn Bernharðsson var valinn Strandamaður ársins í fyrra,hann byggði þessi smáhýsi.
Vefurinn strandir.is hefur nú ákveðið að standa fyrir kosningu á Strandamanni ársins áttunda árið í röð. Tilgangurinn með því er að vekja fólk til umhugsunar um allt það sem vel er gert í samfélaginu og þá sem standa sig með prýði.Hægt verður að senda inn tilnefningar fram að miðnætti sunnudaginn 8. janúar,til að velja Strandamann ársins 2011.Allir Strandamenn nær og fjær eru hvattir til að taka þátt, en í síðari umferð verður valið á milli þeirra þriggja sem flestar tilnefningar fá.
Hér má velja Strandamann ársins 2011.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. janúar 2012

Yfirlit yfir veðrið í Desember 2011.

Gjögur.22-12-2011.
Gjögur.22-12-2011.
Veðrið í Desember 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafáttir voru mest ríkjandi frá byrjun mánaðar með talsverðu frosti fram til sjötta,en síðan voru umhleypingar suðlægar áttir eða hafáttir,oftast með talsverðu frosti. Spilliblota gerði í mánuðinum 11. til 14. og gerði þá mikla hálku.

Mjög hált var á vegum í mánuðinum. Talsverður snjór var komin á jörð seinnihluta mánaðar,og er mikill hluti þessa snjós sem hefur skafið niðri byggð í SV skafrenningi. Mánuðurinn var mjög kaldur í heild. Mjög mikil haglél voru í um rúman hálftíma um miðjan dag með miklum kviðum í ANA átt,fimmtudaginn 8. desember,sem yfirleitt er lítið  um á þessum slóðum,höglin hafa verið í um 6 mm til 1 cm í þvermál.

 

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. janúar 2012

Áramótaveðurspáin klikkaði.Snjókoma strax um miðnætti.

Frá miklu dimmviðri og snjókomu.Myndasafn.
Frá miklu dimmviðri og snjókomu.Myndasafn.
Áramótaveðrið fór nú ekki alveg eftir veðurspá,veður hékk hér úrkomulaust fram eftir degií gær,en mjög var orðið úrkomusamt um hádegið að sjá og lágskýjað mjög. Um nónleitið byrjaði að slydda með köflum í hægri suðlægri vindátt í um eins til tveggja stiga hita og litlu úrkomumagni. En um miðnætti er komin ANA um 10 til 11 m/s í jafnavind,með snjókomu með hita um 0 stig. En rétt um það leyti sem Áramótaskaupið endaði í Ríkissjónvarpinu sást með köflum að Melum og að Krossnesi sem er í um 4,5 km fjarðlægð í beinni sjónlínu frá Litlu-Ávík,ekki sást til Norðurfjarðar frá því um nónleitið,en það er 6 til 7 km sjónlína eftir því hvort það sést í kaupfélagshúsin eða inn í botn fjarðarins. Bræðurnir í Litlu-Ávík skutu samt upp í þessu dimmviðri og auknum vindi. Enn þar sem þéttbýlla er í sveitinni eins og í Trékyllisvík
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. janúar 2012

Gleðilegt nýtt ár.

Megi nýja árið 2012 færa okkur öllum farsæld og velfarnaðar í lífi og starfi.
Megi nýja árið 2012 færa okkur öllum farsæld og velfarnaðar í lífi og starfi.

Góðir lesendur nær og fjær,vefsíðan Litlihjalli sendir hinar bestu áramótakveðjur til lesenda sinna með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Megi nýja árið færa okkur öllum gleði og góða tíma. Góður Guð veri með okkur öllum og leiði okkur farsællega gegnum nýja árið 2012.


Þetta Ár er frá oss farið,

fæst ei aftur liðin tíð.

Hvernig höfum vér því varið ?

Vægi' oss Drottins náðin blíð.

Ævin líður árum með,

ei vér getum fyrir séð,

hvort vér önnur árslok sjáum.

Að oss því í tíma gáum.
(Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi.)

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. desember 2011

Áramótaveðurspá og flugeldar.

Litla-Ávík 27-12-2011. Ætti að viðra vel í kvöld til að skjóta upp flugeldum.
Litla-Ávík 27-12-2011. Ætti að viðra vel í kvöld til að skjóta upp flugeldum.
Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun: Suðlæg átt, 5-10 og úrkomulítið. Norðaustan 5-10 og dálítil snjókoma eða él í nótt og á morgun Hiti um og yfir frostmark, en frystir seinnipartinn. Veðurhorfur á landinu næstu daga. Á mánudag og þriðjudag: Norðlæg átt, yfirleitt 5-10 en hvassari um tíma NV-lands Snjókoma eða él, en úrkomulítið S-lands. Frost 2 til 12 stig. Á miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og él viða N-til, en víða bjartviðri syðra. Áfram kalt í veðri. Flugeldarnir skiluðu sér í gær og Slysavarnarfélagið Strandasól í Árneshreppi
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. desember 2011

Erfitt að koma áramótaflugeldunum norður í Árneshrepp.

Talsverður snjór er nú í Árneshreppi.
Talsverður snjór er nú í Árneshreppi.

Á vef Morgunblaðsins í dag er viðtal við Oddnýju Þórðardóttur oddvita Árneshrepps og Jón Hörð Éliasson rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík.
Vegurinn norður í Árneshrepp á Ströndum er lokaður vegna snjóa en hann var opnaður á þriðjudaginn var. Áramótaraketturnar eru komnar að hafti við Veiðileysuháls og á að reyna að sækja þær í dag.

Mokað var á þriðjudaginn var og fóru snjómoksturstæki Vegagerðarinnar þá í gegnum 11 snjóflóð og var það stærsta um 2,5 metra djúpt og 50 metra breitt. Stefnt er að því að moka einu sinni fljótlega eftir áramótin ef ekki bætir mikið í snjóinn.

Reynt að sækja raketturnar í dag

Oddný Þórðardóttir, oddviti Árneshrepps, sagði að samkvæmt snjómokstursreglu væri mokað til áramóta og svo hæfist reglulegur mokstur aftur 20. mars. Mokað hefur verið tvisvar í viku meðan snjór hefur ekki verið of mikill.
Fréttin í heild á mbl

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. desember 2011

Mikil seinkun á flugi til Gjögurs í gær vegna óhapps.

Mynd frá Gjögurflugvelli þegar sprakk á nefhjóli flugvélar Flugfélags Ernis 04-02-2008.
Mynd frá Gjögurflugvelli þegar sprakk á nefhjóli flugvélar Flugfélags Ernis 04-02-2008.
Það varð mikil seinkun á áætlunarfluginu til Gjögurs í gær vegna óhapps flugvélar Flugfélags  Ernis þegar sprakk á nefhjóli flugvélar þeirra við lendingu á Reykjavíkurflugvelli.Það var dekk á nefhjóli sem sprakk, við fyrstu snertingu við brautina, að sögn; Ásgeirs Þorsteinssonar, sölu- og markaðsstjóra hjá Ernum  í viðtali við vef Morgunblaðssins ,það hafði þó að hans sögn ekki áhrif á lendinguna, að því leyti að flugvélinni hlekktist ekki á heldur hélt hún stefnu sinni. Þetta hefur hann eftir flugmanninum, sem hann hafði rætt við þegar mbl.is náði tali af honum. Eins sagði Ásgeir að veðuraðstæður og aðstæður á flugbrautinni í Reykjavík góðar þegar atvikið átti sér stað.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. desember 2011

Gott kvöld frumsýnt.

Úr leikritinu.Mynd Jón Jónsson.
Úr leikritinu.Mynd Jón Jónsson.
Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir í kvöld leikritið Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur. Um er að ræða barnaleikrit með söngfum fyrir fólk á öllum aldri. Leikstjóri er Kristín Sigurrós Einarsdóttir. Önnur sýning verður 30. desember, þriðja sýning 4. janúar og fjórða sýning 6. janúar og hefjast þær allar kl. 20:00. Leikritið er sýnt í félagsheimilinu á Hólmavík. Sagan segir frá strák sem er aleinn heima með bangsa sér til halds og trausts þegar pabbinn skreppur í burtu. Allskyns kynjaverur kíkja í heimsókn og það verður líf og fjör. Leikritið tekur þrjú korter í flutningi. Miðapantanir eru í síma 847-4415.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. desember 2011

Gamla íslenska tímatalið endurvakið á Grand Hótel Reykjavík.

Dagatalið er skreytt með myndbrotum úr stærsta glerlistaverki landsins eftir Leif Breiðfjörð.
Dagatalið er skreytt með myndbrotum úr stærsta glerlistaverki landsins eftir Leif Breiðfjörð.
1 af 3
Gamla íslenska tímatalið hefur verið endurvakið og er nú komið á prent í formi dagatals. Dagatalið er gefið út af Grand Hótel Reykjavík. „Útgáfan á þessu dagatali er í anda þess þema sem er í gangi á hótelinu og tengist norrænu goðafræðinni,"  segir Þórdís Hrönn Pálsdóttir sölustjóri Grand Hótels Reykjavíkur. „Á hótelinu höldum við í gömlu hefðirnar og alls staðar á hótelinu má finna nöfn sem tengjast þessum tíma.  Til dæmis Miðgarður sem hýsir aðalmóttöku hótelsins var notað um hina byggðu jörð í norrænni goðafræði. Glerlistaverkið eftir Leif Breiðfjörð í móttökunni byggir á kvæðinu Völuspá.  Einnig tengjast nöfnin á ráðstefnu- og fundasölunum gamla tímanum."
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur í Bæ þann 09-01-2009.
  • Ólafur Thorarensen og Njáll Gunnarsson.
  • Hrafn stíngur í jarðvegin.22-08-08.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
Vefumsjón