Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. janúar 2012

Skákmót í Finnbogastaðaskóla.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.
Skákdagurinn 26. Janúar er haldinn til heiðurs Friðriki Ólafssyni,fyrsta stórmeistara Íslands,en Friðrik á afmæli þennan dag. Að frumkvæði Hrafns Jökulssonar verður teflt um allt landið og miðin,ungir sem aldnir,konur og karlar. Nemendur og starsfólk Finnbogastaðaskóla láta ekki sitt eftir liggja og blása til fjölteflis í skólanum klukkan 13:00 þann dag. Nóg er til af skákklukkum í skólanum,en þeir sem eiga taflsett mega gjarnan taka þau með
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. janúar 2012

Snerpa kaupir hýsingarrekstur Netheima.

Höfuðstöðvar Snerpu.Mynd BB.is
Höfuðstöðvar Snerpu.Mynd BB.is

Í dag gekk Snerpa frá kaupum á hýsingarreksti Netheima. Rekstur Netheima var endurskipulagður fyrir nokkru síðan og hefur hýsingarþjónustan í millitíðinni verið í umsjón Særafs sem tók við flestum þeim verkefnum sem Netheimar sinntu áður.

Einn af þeim þáttum í rekstri Netheima, þ.e. hýsingarreksturinn, var ljóst að var til sölu við þessar breytingar og eftir nánari skoðun varð úr að Snerpa keypti þennan hluta rekstursins. Í því felst að Snerpa kaupir m.a. af Netheimum allan vélbúnað sem notaður var til þjónustunnar og munu viðskiptavinir Netheima að þessu leyti því framvegis verða í viðskiptum við Snerpu.

Salan á sér nokkurn aðdraganda og var viðskiptavinum kynnt væntanleg breyting á frumstigi samningaviðræðna og áhersla lögð á að rask af breytingunum yrði sem minnst. Ýmsir nýir möguleikar opnast þó við yfirfærslu þjónustunnar og verða þær betur kynnntar viðkomandi viðskiptavinum í framhaldinu.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. janúar 2012

Þrjú um baráttusætið Strandamaður ársins 2011.

Hótel Djúpavík.Eva hótelstýra er tilnefnd.
Hótel Djúpavík.Eva hótelstýra er tilnefnd.
Nú er fyrri umferð í kosningu á Strandamanni ársins 2011 lokið og voru fjölmargir nefndir til sögunnar sem stóðu sig afbragðs vel á árinu með einum eða öðrum hætti. Þrír Strandamenn urðu efstir meðal jafningja í fyrri umferðinni og að venju er kosið á milli þeirra í síðari umferð. Að þessu sinni stendur slagurinn um titilinn og heiðurinn sem honum fylgir á milli Arnars S. Jónssonar tómstundafulltrúa Strandabyggðar, Evu Sigurbjörnsdóttur hótelstjóra á Hótel Djúpavík og Jóns H. Halldórssonar landpósts á Hólmavík. Nánar um kosningu á manni ársins hér á Strandir.is
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. janúar 2012

Hafís á Húnaflóa.

Kort af vef Veðurstofu Íslands.
Kort af vef Veðurstofu Íslands.

Skip tilkynnir hafís á Húnaflóa:
Hafís á Húnaflóa, staður 66.08,°7n 021.11°v. Sér íshrafl bæði til norðurs og suðurs frá þessum stað, stakir litlir jakar, hættulegir minni bátum. Virðist reka til SA. Hnit á stökum hafis er  66:08.7N, 021:11.0W. Það er stutt í að hafísinn fari að sjást frá Árneshreppi þegar skyggni verður gott. Innskot fréttamanns Litlahjalla. Frá þessu er sagt á hafísvef Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. janúar 2012

Flugi aflýst.

Flugstöðin Gjögri.
Flugstöðin Gjögri.
Flugi hefur nú verið aflýst á Gjögur vegna veðurs. Talsverð snjókoma er með köflum en það er mjög lágskýjað og dimmviðri,vindur er líka af Norðvestri 9 til 12 m/s ,og stendur þá þvert á flugbrautina á Gjögri.  Athugað verður með flug í fyrramálið.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. janúar 2012

Nýmyndun á hafís og kaldur sjór.

Mikil nýmyndun er á hafís.
Mikil nýmyndun er á hafís.
1 af 2

Á ratsjármynd frá kl. 22:32  í gærkvöldi sýnir hellings nýmyndun hafíss fyrir norðan. Ratsjármyndin nær ekki langt í vestur en sýnir svæðið út af Húnaflóa nokkuð vel. Það er einhver hafís í þessu en sennilega mjög gisinn.  Á MODIS mynd frá því fyrr í gær eða  kl:13:04 ,á henni sést kaldi sjórinn sem sveigir fyrir Hornstrandir. Þetta kemur fram á nýjustu athugun frá  Ingibjörgu Jónsdóttur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. janúar 2012

Íshrafl ANA af Hornbjargi.

Íshraflið getur verið hættulegt skipaumferð.
Íshraflið getur verið hættulegt skipaumferð.
Samkvæmt upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands eru tæpar 28 sjómílur í nýmyndaðan flekk NNV af Kögri og tæpar 24 sjómílur í hrafl ANA af Hornbjargi. Talsvert lengra er í meginísinn.

Ísinn er orðinn tættur og mjög gisinn fyrir norðan Vestfirðina en samt hættulegur skipaumferð. Það er talið alveg ljóst að ísinn nær eitthvað lengra í austur en myndin sýnir. Myndin er frá því kl:23:09 í gærkvöldi.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 15. janúar 2012

Hafísinn hefur fjarlægst.

Ratsjármynd frá í gærkvöld.
Ratsjármynd frá í gærkvöld.
Samkvæmt ratsjármynd frá ESA frá kl. 22:42 í gærkvöldi er mjög gisinn hafís tæpar 26 sjómílur NNV frá Kögri og 38 sjómílur NA frá Hornbjargi. Sjá meðfylgjandi mynd frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem Ingibjörg Jónsdóttir teiknað inn ísjaðarinn. Einhverjir jakar geta verið nær landi. Um kvöldið þann 11 janúar var ísinn næst landi 10 sjómílur Norður af Kögri. Og hefur ísinn því greinilega fjarlægst nokkuð eins og er.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. janúar 2012

Pálína Jenný Þórólfsdóttir verður jarðsett frá Árneskirkju í dag.

Pálína Jenný Þórólfsdóttir.
Pálína Jenný Þórólfsdóttir.
1 af 2
Í dag 14 janúar 2012 kl:14:00 verður jarðsett frá Árneskirkju Pálína J Þórólfsdóttir frá Finnbogastöðum í Trékyllisvík Árneshreppi. Pálína Jenný Þórólfsdóttir var fædd í Litlu-Ávík 17 febrúar árið 1921 og lést á Dvalar-og Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 6 janúar 2012. Móðir Pálínu Jóhanna Guðbjörg Jónsdóttir fædd 2 mars 1899 dáin 5.október 1928,og var því aðeins 29 ára að aldri þegar hún lést frá sex ungum börnum sínum. Pálína var því aðeins sjö ára þegar móðir hennar féll frá. Faðir Pálínu var Þórólfur Jónsson fæddur 11 september 1890 og dáinn 21 apríl 1964. Maður Pálínu var Þorsteinn Guðmundsson fæddur 21 mars 1905 og dáinn 13 janúar 1983. Þau bjuggu allann sinn búskap á Finnbogastöðum í Árneshreppi.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. janúar 2012

Enn í dag var Árneshreppur í brennidepli í síðdegisútvarpi.

Reykjaneshyrna séð frá Norðurfirði.
Reykjaneshyrna séð frá Norðurfirði.
 RÚV rás 2 síðdegisútvarp. 

Enn í dag var Árneshreppur í brennidepli í síðdegisútvarpi RÚV þar sem var rætt vítt og breitt um samgöngumál hreppsins og víðar,einnig var viðtal við Ögmund Jónasson ráðherra samgöngumála og fleiri. Þetta mun vera þriðji dagurinn í röð sem síðdegisútvarp rásar 2 fjallar um samgöngur í Árneshrepp.!

Vegagerðin ryður veginn norður í Árneshrepp í dag vegna jarðarfarar, en prestur og organisti hefðu að óbreyttu mögulega ekki komist til athafnarinnar á morgun.

Vegagerðin ryður venjulega ekki þennan veg um háveturinn, frá 6.janúar til 20. mars. Síðdegisútvarpið hefur fjallað ítarlega um einangrun Árneshrepps að undanförnu.

Hreppurinn fellur undir svokallaða G-reglu um snjómokstur og er eina sveitarfélagið sem gerir það. Íbúarnir í Árneshreppi, um 50 talsins, þurfa að sækja helstu þjónustu til Hólmavíkur, eins og til dæmis læknisþjónustu. Undanfarna daga hefur í Síðdegisútvarpinu verið rætt við fulltrúa Vegagerðarinnar, oddvita Árneshrepps og Ásbjörn Óttarsson, fyrsta þingmann kjördæmisins. Hann segir að það verði að færa sveitarfélagið ofar í samgönguáætlun, því eins og er verður vegurinn ekki lagfærður fyrr en 2020. Síðdegisútvarpið
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
  • Árnesstapar-Reyjkjaneshyrna í bakýn. 20-01-2017.
  • Sperrur hífðar 29-10-08.
  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
  • Hafísjaki 6 KM vestur af Sæluskeri. 27-08-2018
Vefumsjón