Úrkomumet árið 2011.
Meira
Á heilbrigðisstofnun Hólmavíkur var aukningin á milli ára 6,8%,en útköll þar voru árið 2011 47 á móti 44 árið 2010.
Átta starfsstöðvar sjúkraflutninga eru hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranes, Borgarnes, Búðardalur, Grundarfjörður, Hólmavík, Hvammstangi, Ólafsvík og Stykkishólmur. Hér má sjá nánar um sjúkraflutninga hjá HVE.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Hafáttir voru mest ríkjandi frá byrjun mánaðar með talsverðu frosti fram til sjötta,en síðan voru umhleypingar suðlægar áttir eða hafáttir,oftast með talsverðu frosti. Spilliblota gerði í mánuðinum 11. til 14. og gerði þá mikla hálku.
Mjög hált var á vegum í mánuðinum. Talsverður snjór var komin á jörð seinnihluta mánaðar,og er mikill hluti þessa snjós sem hefur skafið niðri byggð í SV skafrenningi. Mánuðurinn var mjög kaldur í heild. Mjög mikil haglél voru í um rúman hálftíma um miðjan dag með miklum kviðum í ANA átt,fimmtudaginn 8. desember,sem yfirleitt er lítið um á þessum slóðum,höglin hafa verið í um 6 mm til 1 cm í þvermál.
Yfirlit dagar eða vikur:
Góðir lesendur nær og fjær,vefsíðan Litlihjalli sendir hinar bestu áramótakveðjur til lesenda sinna með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Megi nýja árið færa okkur öllum gleði og góða tíma. Góður Guð veri með okkur öllum og leiði okkur farsællega gegnum nýja árið 2012.
Þetta Ár er frá oss farið,
fæst ei aftur liðin tíð.
Hvernig höfum vér því varið ?
Vægi' oss Drottins náðin blíð.
Ævin líður árum með,
ei vér getum fyrir séð,
hvort vér önnur árslok sjáum.
Að oss því í tíma gáum.
(Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi.)
Á vef Morgunblaðsins í dag er viðtal við Oddnýju Þórðardóttur oddvita Árneshrepps og Jón Hörð Éliasson rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík.
Vegurinn norður í Árneshrepp á Ströndum er lokaður vegna snjóa en hann var opnaður á þriðjudaginn var. Áramótaraketturnar eru komnar að hafti við Veiðileysuháls og á að reyna að sækja þær í dag.
Mokað var á þriðjudaginn var og fóru snjómoksturstæki Vegagerðarinnar þá í gegnum 11 snjóflóð og var það stærsta um 2,5 metra djúpt og 50 metra breitt. Stefnt er að því að moka einu sinni fljótlega eftir áramótin ef ekki bætir mikið í snjóinn.
Reynt að sækja raketturnar í dag
Oddný Þórðardóttir, oddviti Árneshrepps, sagði að samkvæmt snjómokstursreglu væri mokað til áramóta og svo hæfist reglulegur mokstur aftur 20. mars. Mokað hefur verið tvisvar í viku meðan snjór hefur ekki verið of mikill.
Fréttin í heild á mbl