Slys varð í rækjuvinnslunni á Hólmavík.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Föstudaginn 23. des.,var ekið aftan á bifreið í Hafnarstræti á Ísafirði,ekki var um mikla skemmdir að ræða í því tilfelli,sama dag var ekið utan í bifreið á bifreiðastæðinu við Bónus. Í því tilfelli var um talsvert tjón að ræða.
Færð í umdæminu í vikunni sem var að líða var frekar slæm,þæfingsfærð víða innanbæjar í þéttbýliskjörnum í umdæminu og áttu vegfarendur í nokkrum vandræðum,þeir voru aðstoðaðir eins og hægt var. Þá voru björgunarsveitir kallaðar tvisvar út til aðstoðar ökumönnum sem höfðu lent í vandræðum á Holtavörðuheiðinni.
Tvö vinnuslys urðu í umdæminu í liðinni viku,það fyrra í rækjuvinnslu á Hólmavík,þar klemmdist starfsmaður illa á fingrum og fór á heilsugæsluna á Hólmavík til aðhlynningar. Síðara slysið varð fimmtudaginn 22. des.,um borð í bát við höfnina á Reykhólum,þar slasaðist maður illa á hendi við vinnu sína,var að vinna með slípirokk. Viðkomandi aðili var fluttur frá Reykhólum með þyrlu LHG,á Landsspítalann.
Meira