Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 8. janúar 2012

Jón og séra Jón í kvöld á RÚV.

Jón Ísleifsson.
Jón Ísleifsson.
Jón og séra Jón er heimildamynd eftir Steinþór Birgisson. Er á dagskrá RÚV sjónvarpi í kvöld kl:21:05. Í dagskrá segir svo:
Séra Jón Ísleifsson hefur verið sóknarprestur í Árnesi á Ströndum í 12 ár. Hann lifir lífinu á sinn eigin sérstæða máta og af honum eru margar sögur bæði sannar og ósannar. Í kjölfar langvinnra deilna innan safnaðarins er svo komið að mikill meirihluti sóknarbarna hefur skrifað undir vantraust á séra Jón og lýst því yfir að þau vilji ekki að hann starfi lengur sem sóknarprestur í Árnesprestakalli. Er séra Jón óhæfur prestur? Eða eru aðrir kraftar að verki? Hvað sem því líður er séra Jón maður á tímamótum. Myndin hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgar 2011. Framleiðandi er Víðsýn.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. janúar 2012

G-reglan er Grýla Árneshreppsbúa.

Frá snjómokstri í Árneshreppi.
Frá snjómokstri í Árneshreppi.
Í augum margra Árneshreppsbúa er 6.janúar ein óvinsælasta dagsetningin. Ástæðan er sú að nú er komið að þeim hluta ársins að þangað verður ekki rutt fyrr en vora tekur samkvæmt almanakinu nánar tiltekið 20. mars eða í 75 daga samfleytt. Þessu veldur að Árneshreppur fellur undir G-reglu um snjómokstur og er eina sjálfstæða sveitarfélag landsins sem þarf að lúta þeirri reglu en aðeins er um eina akleið að velja þegar kemur að því að komast til og frá hreppnum. Undanfarin ár hefur ítrekað verið þrýst á að þessi leið verði færð á sama þjónustustig og önnur sveitarfélög en ekki hefur orðið af því enn að  Árneshreppsbúar
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. janúar 2012

Síðasti snjómoksturinn norður.

Nú er snjótönnin komin í lag á hjólaskóflu hreppsins.
Nú er snjótönnin komin í lag á hjólaskóflu hreppsins.

Vegagerðin ruddi  veginn norður í Árneshrepp í gær. Og verður þetta síðasti moksturinn norður í Árneshrepp þar sem allur kosnaður er Vegagerðarinnar. En svonefnd helmingamokstursregla er í gildi en samkvæmt henni getur t.d sveitarfélagið pantað mokstur gegn því að borga helming kosnaðar við moksturinn. Síðan hefst reglulegur mokstur aftur um 20.mars. Um leið var notað tækifærið að koma snjóplógi (tönn) á hjólaskóflu hreppsins norður,en hann var í viðgerð í Borgarnesi. Snjóplógurinn bilaði á milli jóla og nýárs og þurfti að notast við skófluna til að moka með hjólaskóflunni hér innansveitar undanfarna mokstra,en skóflan er mjó og vont að moka útaf vegum með henni.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. janúar 2012

Hækkun á raforkudreifingu OV.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Verðskrá Orkubús Vestfjarða fyrir raforkudreifingu var hækkuð um 6% nú um áramótin, tengigjöld rafmagns voru einnig hækkuð um 6%. Hækkunin er tilkomin vegna almennra verðlagshækkana.

Þá var verðskrá OV fyrir hitaveitur og tengigjöld hitaveitu einnig hækkuð um 6% nú um áramótin af sömu orsökum. Til viðbótar þessari 6% hækkun á verðskrá hitaveitna hækkar hver kwh frá kynntum hitaveitum um 30 aura er sú hækkun bein afleiðing af 30% hækkun Landsvirkjunar á raforku til þeirra.

Orkustofnun, sem fer með eftirlitshlutverk með tekjumörkum flutnings- og dreifiveitna, hefur yfirfarið hækkunina og staðfest að hún sé innan tekjuheimilda sem Orkubú Vestfjarða hefur skv. raforkulögum. Þá hefur iðnaðarráðuneytið staðfest hækkun á verðskrá OV fyrir hitaveitur og auglýst hana í stjórnartíðindum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. janúar 2012

Úrkomumet árið 2011.

Mikil úrkoma mældist á árinu 2011.Við úrkomumælir 15-8-2011.
Mikil úrkoma mældist á árinu 2011.Við úrkomumælir 15-8-2011.
Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík hefur aldrei mælst eins mikil og á nýliðnu ári (2011),eða 1153,8 mm. Úrkoman hefur aldrei náð því að fara yfir þúsund millimetra fyrr á einu ári. Næst þessu meti kom árið 2009 með 994,6 mm,og árið 2006 með 993,2 mm. Enn minnsta úrkoma á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var árið 2010 með 633,5 mm. Og var það í eina skiptið sem úrkoma er undir sjöhundruð millimetrum á ársgrundvelli. Fjóra mánuði í röð fór úrkoman 2011 yfir hundrað millimetra og tvívegis rétt undir 200 mm. Munurinn á úrkomu ársins 2010 og 2011 er 520,3 mm.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. janúar 2012

Aukning á sjúkraflutningum hjá HVE.

Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur.Mynd Ingimundur Pálsson.
Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur.Mynd Ingimundur Pálsson.
Alls voru sjúkrabifreiðar hjá HVE á Vesturlandi kallaðar út 1636 sinnum á árinu 2011 á móti 1447 árið 2010. Aukningin var 13.1%.
Mest varð aukning útkalla í Búðardal 30.3% en þar fóru útköllin í 99
Á Akranesi voru sjúkrabifreiðar kallaðar út 767 á árinu 2011 en það er um 19.3% aukning á milli ára.

Á heilbrigðisstofnun Hólmavíkur var aukningin á milli ára 6,8%,en útköll þar voru árið 2011 47 á móti 44 árið 2010.
Átta starfsstöðvar sjúkraflutninga eru hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranes, Borgarnes, Búðardalur, Grundarfjörður, Hólmavík, Hvammstangi, Ólafsvík og Stykkishólmur. Hér má sjá nánar um sjúkraflutninga hjá HVE.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. janúar 2012

Strandamaður ársins 2011 valinn.

Arinbjörn Bernharðsson var valinn Strandamaður ársins í fyrra,hann byggði þessi smáhýsi.
Arinbjörn Bernharðsson var valinn Strandamaður ársins í fyrra,hann byggði þessi smáhýsi.
Vefurinn strandir.is hefur nú ákveðið að standa fyrir kosningu á Strandamanni ársins áttunda árið í röð. Tilgangurinn með því er að vekja fólk til umhugsunar um allt það sem vel er gert í samfélaginu og þá sem standa sig með prýði.Hægt verður að senda inn tilnefningar fram að miðnætti sunnudaginn 8. janúar,til að velja Strandamann ársins 2011.Allir Strandamenn nær og fjær eru hvattir til að taka þátt, en í síðari umferð verður valið á milli þeirra þriggja sem flestar tilnefningar fá.
Hér má velja Strandamann ársins 2011.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. janúar 2012

Yfirlit yfir veðrið í Desember 2011.

Gjögur.22-12-2011.
Gjögur.22-12-2011.
Veðrið í Desember 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafáttir voru mest ríkjandi frá byrjun mánaðar með talsverðu frosti fram til sjötta,en síðan voru umhleypingar suðlægar áttir eða hafáttir,oftast með talsverðu frosti. Spilliblota gerði í mánuðinum 11. til 14. og gerði þá mikla hálku.

Mjög hált var á vegum í mánuðinum. Talsverður snjór var komin á jörð seinnihluta mánaðar,og er mikill hluti þessa snjós sem hefur skafið niðri byggð í SV skafrenningi. Mánuðurinn var mjög kaldur í heild. Mjög mikil haglél voru í um rúman hálftíma um miðjan dag með miklum kviðum í ANA átt,fimmtudaginn 8. desember,sem yfirleitt er lítið  um á þessum slóðum,höglin hafa verið í um 6 mm til 1 cm í þvermál.

 

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. janúar 2012

Áramótaveðurspáin klikkaði.Snjókoma strax um miðnætti.

Frá miklu dimmviðri og snjókomu.Myndasafn.
Frá miklu dimmviðri og snjókomu.Myndasafn.
Áramótaveðrið fór nú ekki alveg eftir veðurspá,veður hékk hér úrkomulaust fram eftir degií gær,en mjög var orðið úrkomusamt um hádegið að sjá og lágskýjað mjög. Um nónleitið byrjaði að slydda með köflum í hægri suðlægri vindátt í um eins til tveggja stiga hita og litlu úrkomumagni. En um miðnætti er komin ANA um 10 til 11 m/s í jafnavind,með snjókomu með hita um 0 stig. En rétt um það leyti sem Áramótaskaupið endaði í Ríkissjónvarpinu sást með köflum að Melum og að Krossnesi sem er í um 4,5 km fjarðlægð í beinni sjónlínu frá Litlu-Ávík,ekki sást til Norðurfjarðar frá því um nónleitið,en það er 6 til 7 km sjónlína eftir því hvort það sést í kaupfélagshúsin eða inn í botn fjarðarins. Bræðurnir í Litlu-Ávík skutu samt upp í þessu dimmviðri og auknum vindi. Enn þar sem þéttbýlla er í sveitinni eins og í Trékyllisvík
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. janúar 2012

Gleðilegt nýtt ár.

Megi nýja árið 2012 færa okkur öllum farsæld og velfarnaðar í lífi og starfi.
Megi nýja árið 2012 færa okkur öllum farsæld og velfarnaðar í lífi og starfi.

Góðir lesendur nær og fjær,vefsíðan Litlihjalli sendir hinar bestu áramótakveðjur til lesenda sinna með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Megi nýja árið færa okkur öllum gleði og góða tíma. Góður Guð veri með okkur öllum og leiði okkur farsællega gegnum nýja árið 2012.


Þetta Ár er frá oss farið,

fæst ei aftur liðin tíð.

Hvernig höfum vér því varið ?

Vægi' oss Drottins náðin blíð.

Ævin líður árum með,

ei vér getum fyrir séð,

hvort vér önnur árslok sjáum.

Að oss því í tíma gáum.
(Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi.)

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Konur í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Bakdyr SA hlið.18-12-2008.
  • Hrafn stíngur í jarðvegin.22-08-08.
  • Spýtan og súlan eftir.
  • Söngur.
  • Klæðning komin á NV hlið.12-011-08.
Vefumsjón