Gamla íslenska tímatalið endurvakið á Grand Hótel Reykjavík.
Meira
Veðurstofa Íslands gerði hafískort út frá nýjum gervitunglagögnum (SAR radarmynd frá í gær kl. 12:08 27. des 2011).
Í suðvestanáttinni síðasta sólarhring hefur ísinn þokast nær landi og næst landi er nú ísspöng sem mældist vera 34 sjómílur frá Deild.
Nú snýst vindur á Grænlandssundi til austlægrar áttar sem verður ríkjandi út vikuna og ætti hafísinn þá ekki að nálgast neitt að ráði. Segir á hafísvef Veðurstofu Íslands.
Færð í umdæminu í vikunni sem var að líða var frekar slæm,þæfingsfærð víða innanbæjar í þéttbýliskjörnum í umdæminu og áttu vegfarendur í nokkrum vandræðum,þeir voru aðstoðaðir eins og hægt var. Þá voru björgunarsveitir kallaðar tvisvar út til aðstoðar ökumönnum sem höfðu lent í vandræðum á Holtavörðuheiðinni.
Tvö vinnuslys urðu í umdæminu í liðinni viku,það fyrra í rækjuvinnslu á Hólmavík,þar klemmdist starfsmaður illa á fingrum og fór á heilsugæsluna á Hólmavík til aðhlynningar. Síðara slysið varð fimmtudaginn 22. des.,um borð í bát við höfnina á Reykhólum,þar slasaðist maður illa á hendi við vinnu sína,var að vinna með slípirokk. Viðkomandi aðili var fluttur frá Reykhólum með þyrlu LHG,á Landsspítalann.
Jólakveðja frá Litlahjalla netfréttamiðli í Árneshreppi í Strandasýslu.
Eins og venjulega verða jólaguðsþjónustur um jólin í Hólmavíkurprestakalli,en þetta er mikið svæði að fara yfir og þarf lítið að bera útaf ef veður eru mislind til að sóknarprestur komist til að þjóna hinum ýmsu kirkjum sóknarinnar.; Einu sinni sagði sóknarpresturinn séra Sigríður Óladóttir í viðtali við fréttavef,að hún þyrfti helst þyrlu til að geta sinnt þessari erfiðu og viðfeðmu sókn. En fyrirhugaðar jólaguðsþjónustur sem séra Sigríður Óladóttir hefur sent vefnum verða eftirfarandi í Hólmavíkurprestakalli:
Vakin er athygli á tilkynningu frá Veðurstofu Íslands vegna slæmrar veðurspár fyrir allt land á aðfangadag jóla.
Lægð er spáð upp að landinu í nótt. Hún dýpkar hratt og veldur sunnan hvassviðri og rigningu sunnantil snemma morguns en slyddu eða snjókomu til fjalla.
Á Vestfjörðum er spáð norðan hvassviðri og snjókomu fram yfir hádegi.
Lægðin gengur norðaustur yfir land og síðdegis er spáð norðvestan stormi með snjókomu á austurhluta landsins. Vindhraði gæti þar farið upp í 23-28 m/s og hviður yfir 40 m/s um og eftir kl. 18.
Landsmönnum er bent á að athuga vel bæði færð, veður og veðurspá áður en þeir leggja í ferðalög á milli landshluta því færð spillist mjög fljótt í veðri sem þessu.
Nú ættu allir Árneshreppsbúar að vera búnir að fá sinn jólapóst,en allmikill jólapóstur kom í gær að venju.
Jón G Guðjónsson tók nokkrar myndir í póstferð sinni í gær í góðu veðri en skýjuðu og vindi af vestri með kuli og vægu frosti