6 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.
6 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.
Þriðjudaginn 29. nóv., varð minniháttar óhapp við Seljalandsveg á Ísafirði, ekki miklar skemmdir á ökutækjum. Miðvikudaginn 30 .nóv., varð minniháttar óhapp á Hólmavík, þar var bakkað utan í bifreið, ekki miklar skemmdir á ökutækjum. Sama dag varð bílvelta á Gemlufallsheiðinni, ekki slys á fólki, en einhverjar skemmdir á ökutæki. Fimmtudaginn 1. des., varð útafakstur á Djúpvegi við Óshlíðargöng, einhverjar skemmdir á ökutæki, en ekki slys á fólki. Sunnudaginn 4. des., urðu tvö óhöpp við Hólmavík, það fyrra varð á Djúpvegi skammt sunnan við Hólmavík, þar hafnaði bifreið á hvolfi út fyrir veg, ökumaður og tveir farþegar hans voru fluttir á Heilsugæslustöðina á Hólmavík til skoðunar, meiðsli reyndust sem betur fer minni háttar. Bifreiðin óökuhæf. Seinna óhappið þann dag varð á brúnni við Broddadalsá, þar hafnaði bifreið á brúarstólpa, bifreiðin óökuhæf, ökumaður og farþegi sluppu án meiðsla.
Meira