Heydalur hlýtur hvatningarverðlaun Ferðaþjónustu bænda.
Meira
Leiðinda veður var í gær og í dag,blaut snjókoma frá því í morgun og snjórinn festist við hús og mannvirki,enda hitinn frá einu stigi neðri frostmark. Enda er nokkuð jólalegt um að lítast,ef veðurhæðin væri ekki svona mikil frá 17 til 22 m/s af NA,en var norðlægari í morgun. Ekkert hefur verið mokað norður í Árneshrepp síðan á föstudag í liðinni viku og hefur vegurinn verið þungfær og síðan ófær síðan um helgi. Meðfylgjandi mynd var tekin í hádeginu þegar rofaði aðeins til,og núna á meðan þetta er skrifað styttir enn frekar upp,hvað sem það verður lengi.
Fréttatilkynning.
Jólatónleikar Lögreglukórs Reykjavíkur verða haldnir í Langholtskirkju fimmtudagskvöldið 15. desember klukkan 20. Einsöngvari verður Kristín R. Sigurðardóttir sópransöngkona, undirleik annast Kári Þormar en stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson. Miðaverð er 1.500 kr. en miðar eru seldir við innganginn.Tilvalið fyrir Strandafólk á höfuðborgarsvæðinu að mæta á þessa jólatónleika.
Það eru sviptingar í ísþekjunni þessa dagana ,segir Ingibjörg Jónsdóttir hjá Jarðvísindastofnun Háskólans. Samkvæmt ENVISAT ratsjármynd var hafísinn næst landi tæpar 80 sjómílur Norðvestur af Straumnesi í gærkvöldi kl. 22:57.
Belgingur spáir NA lægum áttum fram að helgi á þessum slóðum þannig að ísinn ætti ekki að verða til vandræða á næstunni.
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í vikunni, þann 7. des., varð árekstur á Vestfjarðarvegi við gatnamót Flateyrarvegar, þar skullu saman tvær bifreiðar, talsvert tjón á ökutækjum, en ekki slys á fólki, sama dag var ekið utan í hross á Engidalsvegi í Skutulsfirði, hrossið slapp án teljandi meiðsla, en einhverjar skemmdir á bifreiðinni.
Fimmtudaginn 8. des., barst lögreglu tilkynning um dauðan hund við höfnina á Þingeyri. Málið er í rannsókn lögreglu.
Skemmtanahald um liðna helgi fór vel fram í umdæminu og án teljandi afskipta lögreglu.
Þriðjudaginn 29. nóv., varð minniháttar óhapp við Seljalandsveg á Ísafirði, ekki miklar skemmdir á ökutækjum. Miðvikudaginn 30 .nóv., varð minniháttar óhapp á Hólmavík, þar var bakkað utan í bifreið, ekki miklar skemmdir á ökutækjum. Sama dag varð bílvelta á Gemlufallsheiðinni, ekki slys á fólki, en einhverjar skemmdir á ökutæki. Fimmtudaginn 1. des., varð útafakstur á Djúpvegi við Óshlíðargöng, einhverjar skemmdir á ökutæki, en ekki slys á fólki. Sunnudaginn 4. des., urðu tvö óhöpp við Hólmavík, það fyrra varð á Djúpvegi skammt sunnan við Hólmavík, þar hafnaði bifreið á hvolfi út fyrir veg, ökumaður og tveir farþegar hans voru fluttir á Heilsugæslustöðina á Hólmavík til skoðunar, meiðsli reyndust sem betur fer minni háttar. Bifreiðin óökuhæf. Seinna óhappið þann dag varð á brúnni við Broddadalsá, þar hafnaði bifreið á brúarstólpa, bifreiðin óökuhæf, ökumaður og farþegi sluppu án meiðsla.