Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. desember 2011

Jólatónleikar Lögreglukórsins.

Lögreglukór Reykjavíkur.
Lögreglukór Reykjavíkur.

Fréttatilkynning.
Jólatónleikar Lögreglukórs Reykjavíkur verða haldnir í Langholtskirkju fimmtudagskvöldið 15. desember klukkan 20. Einsöngvari verður Kristín R. Sigurðardóttir sópransöngkona, undirleik annast Kári Þormar en stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson. Miðaverð er 1.500 kr. en miðar eru seldir við innganginn.Tilvalið fyrir Strandafólk á höfuðborgarsvæðinu að mæta á þessa jólatónleika.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. desember 2011

Hafísinn ekki til vandræða.

Ískort frá í gærkvöld.
Ískort frá í gærkvöld.

Það eru sviptingar í ísþekjunni þessa dagana ,segir Ingibjörg Jónsdóttir hjá Jarðvísindastofnun Háskólans. Samkvæmt ENVISAT ratsjármynd var hafísinn næst landi tæpar 80 sjómílur  Norðvestur af Straumnesi í gærkvöldi kl. 22:57.

Belgingur spáir NA lægum áttum fram að helgi á þessum slóðum þannig að ísinn ætti ekki að verða til vandræða á næstunni.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. desember 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 5. til 12. des.2011.

Tilkynning barst um dauðan hund við höfnina á Þingeyri.
Tilkynning barst um dauðan hund við höfnina á Þingeyri.
Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur í Bolungarvíkurgöngunum í liðinni viku og var mældur á 95 km/klst.,þar sem leyfilegur hámarkshraði er 70 km/klst.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í vikunni, þann 7. des., varð árekstur á Vestfjarðarvegi við gatnamót Flateyrarvegar, þar skullu saman tvær bifreiðar, talsvert tjón á ökutækjum, en ekki slys á fólki, sama dag var ekið utan í hross á Engidalsvegi í Skutulsfirði, hrossið slapp án teljandi meiðsla, en einhverjar skemmdir á bifreiðinni.

Fimmtudaginn 8. des., barst lögreglu tilkynning um dauðan hund við höfnina á Þingeyri.  Málið er í rannsókn lögreglu.

Skemmtanahald um liðna helgi fór vel fram í umdæminu og án teljandi afskipta lögreglu.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. desember 2011

Veðurspáleikur.

Skráið ykkur á veðurspáleikinn á vedur.is
Skráið ykkur á veðurspáleikinn á vedur.is
Í tilefni af 90 ára afmæli Veðurstofu Íslands 2010 var hannaður leikur þar sem almenningi gefst kostur á að spá veðrinu tvo daga fram í tímann. Hann var fyrst leikinn í desember sama ár og mæltist vel fyrir. Stefnt er að því leika veðurspáleikinn ársfjórðungslega. Er allt áhugafólk um veðurspár hvatt til að taka þátt í leiknum.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. desember 2011

Póstferð í hagléljum.

Mynd úr myndasafni.Snjókoma.
Mynd úr myndasafni.Snjókoma.
Jón G Guðjónsson póstur hefur aldrei lent í öðrum eins hagléljum í póstferðum sínum eins og í gær.Jón sótti póst norður til Norðurfjarðar og fór með út á flugvöllinn á Gjögri um 13:25 í gær og beið þar eftir áætlunarvélinni til að taka póst sem kom að sunnan í hægri austlægri vindátt,en flugvélin kom um tvö leitið,síðan var farið til baka norður með póstinn og Edda og Jón sorteruðu póstinn að venju og þegar  pósturinn var borinn úti í bíl var komið mikið él. Síðan hélt Jón til að dreifa póstinum á bæina,en voru él,en það var ekki fyrr enn komið var í Trékyllisvík að haglél dundu svo yfir bílinn og út Hraun og alla leið til Gjögurhálsa sem haglélin voru svo mikil og dimm,að eins og skotárás væri á bílinn,í verstu hryðjunum sem voru um þrjár, Jón stóð fastur á bremsunum í dimmustu éljunum,og gleymdi myndavélinni sem var í farþegasætinu fram í,til að taka mynd af höglunum sem gætu hafa verið 6 mm til 1 cm í þvermál, gegnum gluggann á bílnum.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. desember 2011

Strandafrakt í ullarferð.

Bíll frá Strandafrakt tekur ull á Finnbogastöðum.
Bíll frá Strandafrakt tekur ull á Finnbogastöðum.
1 af 2
Í gær kom bíll frá Strandafrakt að sækja seinni ferðina af ull til bænda,en fyrri ferðina kom Strandafrakt föstudaginn annan desember. Ullin fer í Ullarþvottstöð Ístex á Blönduósi. Eins og fram hefur komið hér á vefnum hækkaði verð til bænda fyrir ullina um rúmlega 5%. Strandafrakt sér um að sækja ull víðar í sýslunni til bænda og flytja á Blönduós.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. desember 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 28. nóv. til 5.des. 2011.

6 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.
6 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.
6 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.

Þriðjudaginn 29. nóv., varð minniháttar óhapp við Seljalandsveg á Ísafirði, ekki miklar skemmdir á ökutækjum.  Miðvikudaginn 30 .nóv., varð minniháttar óhapp á Hólmavík, þar var bakkað utan í bifreið, ekki miklar skemmdir á ökutækjum. Sama dag varð bílvelta á Gemlufallsheiðinni, ekki slys á fólki, en einhverjar skemmdir á ökutæki.  Fimmtudaginn 1. des., varð útafakstur á Djúpvegi við Óshlíðargöng, einhverjar skemmdir á ökutæki, en ekki slys á fólki.  Sunnudaginn 4. des., urðu tvö óhöpp við Hólmavík, það fyrra varð á Djúpvegi skammt sunnan við Hólmavík, þar hafnaði bifreið á hvolfi út fyrir veg, ökumaður og tveir farþegar hans voru fluttir á Heilsugæslustöðina á Hólmavík til skoðunar, meiðsli reyndust sem betur fer minni háttar. Bifreiðin óökuhæf.  Seinna óhappið þann dag varð  á brúnni við Broddadalsá, þar hafnaði bifreið á brúarstólpa, bifreiðin óökuhæf, ökumaður og farþegi sluppu án meiðsla.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. desember 2011

Aðventuhátíð Átthagafélagsins.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.
1 af 2
Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna verður haldin sunnudaginn 11.desember í Bústaðakirkju og hefst kl. 16.30. Stjórnandi er Arnhildur Valgarðsdóttir. Einsöngur er í höndum Heiðu Árnadóttur. Hljóðfæraleikarar eru Ásta Haraldsdóttir, píanó og  Ágústa Dómhildur á fiðlu. Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar flytur hugvekju. Miðaverðið er aðeins 3.000 kr. fyrir fullorðna, frítt fyrir 14 ára og yngri. Kaffihlaðborð er innifalið.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. desember 2011

Snjómokstur innansveitar.

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.
Verið er að moka snjó af vegum hér innansveitar í Árneshreppi. Mesti snjórinn er í svonefndum Urðum sem er á milli Mela og Norðurfjarðar. Talsvert snjóaði seinni parts laugardags og fram á kvöld,annars hafa verið él og eru. Frostið er á milli fjögur og sex stig.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 4. desember 2011

Bæjarhreppur og Húnaþing vestra sameinast.

Borðeyri. Mynd borðeyri.is
Borðeyri. Mynd borðeyri.is

Kosningar fóru fram í gær laugardag um sameiningu þessara byggðarlaga. Kjörstaðir voru á Borðeyri og á Hvammstanga. Í Bæjarhreppi kusu alls 61,já sögðu 39 eða 63,9 % ,nei sögðu 22 eða 36,1 %. Auðir seðlar og ógildir voru 0.

Í Húnaþingi vestra kusu 323 já sögðu 271 eða 83,9 %, nei sögðu 50 eða 15,4 %. Auðir og ógildir seðlar voru 2 eða 0,7 %.

Frá þessu er greint á vefnum hunathing.is

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Munaðarnes 15-03-2005.
  • Húsið fellt 19-06-2008.
  • Saumaklúbbur á Melum 04-01-2008.
  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
  • Ólafur Thorarensen-Gunnsteinn Gíslason-Njáll Gunnarsson og Guðlaugur Ágústsson.
Vefumsjón