Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 7. til 14. nóv. 2011.
Mánudaginn 7. nóv. varð umferðaróhapp á Skutulsfjarðarbraut þar varð óhapp með þeim hætti að bifreið var sveigt af Skutulsfjarðarbraut í átt að íþróttahúsinu, með þeim afleiðingum að önnur bifreið ók aftan á bílinn. Ökumaður annars bílsins var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar, kenndi sér eymsla.
Föstudaginn 11. nóv. varð umferðaróhapp á Vestfjarðavegi / Flateyrarvegi, ekki slys á fólki og minniháttar skemmdir.
Sunnudaginn 13. nóv. varð óhapp á Djúpvegi við Árholt, með þeim hætti að bifreið var ekið í veg fyrir bíl sem ók eftir Djúpvegi, sá bíll hemlaði snögglega og við það ók annar bíll aftan á bílinn og síðan kom þriðji bíllinn og ók aftan á þann sem lenti á fyrsta bílnum. Ekki urðu slys á fólki og ekki miklar skemmdir á ökutækjum.
Meira