Bæjarhreppur og Húnaþing vestra sameinast.
Kosningar fóru fram í gær laugardag um sameiningu þessara byggðarlaga. Kjörstaðir voru á Borðeyri og á Hvammstanga. Í Bæjarhreppi kusu alls 61,já sögðu 39 eða 63,9 % ,nei sögðu 22 eða 36,1 %. Auðir seðlar og ógildir voru 0.
Í Húnaþingi vestra kusu 323 já sögðu 271 eða 83,9 %, nei sögðu 50 eða 15,4 %. Auðir og ógildir seðlar voru 2 eða 0,7 %.
Frá þessu er greint á vefnum hunathing.is
Yfirlit yfir veðrið í Nóvember.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Mánuðurinn byrjaði með Norðaustan og Norðan hvelli fram til þriðja,með snjókomu eða éljum og síðan rigningu. Síðan voru mest suðlægar vindáttir fram til 22,og með nokkrum hlýindum miðað við árstíma. Síðan voru breytilegar vindáttir oftast hægur vindur en með nokkru frosti. Þann 28 snerist til Norðaustanáttar og síðan í Norðan hvassviðri og storm með snjókomu og frosti. Mánuðurinn endaði síðan austan hægviðri með frosti. Stormur var af suðri um kvöldið þann 7.og fram á morgun þann 8.Vindur náði þá meir en 12 vindstigum eða 40 m/s í kviðum. Úrkoman í mánuðinum var talsverð.
Yfirlit dagar eða vikur:
Meira
Mokstur- Flug.
Verið er að opna veginn norður í Árneshrepp samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Nú er komið hið besta veður,NA stinningsgola og smá él og frost er um fimm stig. Nú lítur vel út með flug til Gjögurs,en áætluð brottför úr Reykjavík er klukkan eitt,ekki var hægt að fljúga í gær og á mánudag vegna veðurs. Einnig er áætlunarflugdagur á morgun fimmtudag.
Samþykkt að sameina stofnanir.
Markmiðið með sameiningunni er að efla starfsemina og samvinnu þeirra öflugu starfsmanna sem nú starfa hjá ólíkum stofnunum. Þannig verður til öflugri stofnun sem betur getur sinnt núverandi verkefnum auk þess að vera betur í stakk búin til að taka að sér stærri verkefni. Sú þjónusta sem veitt hefur verið einstaklingum og fyrirtækjum verður áfram í boði, en markmiðið er að bæta og efla þá þjónustu.
Lögð hefur verið mikil áhersla á að viðhalda mannauði þessara stofnana við sameiningu og ekki síður að nýta þekkingu starfsmanna í því breytingaferli sem nú er hafið.Stefnt er að óbreyttu starfsmannhaldi sem einnig tryggir þjónustu við viðskiptamenn og aðra starfsemi stoðkerfisins í framtíðinni.
Starfshópur hefur unnið að undirbúningi málsins frá Fjórðungsþingi í byrjun september og skilaði tillögum inn á auka Fjórðungsþing. Í þeirri tillögu sem samþykkt var á þinginu er gert ráð fyrir innleiðingarferli, fyrsta skref þess er sameining Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða við Fjórðungssamband Vestfirðinga, frá og með 1. janúar 2012. Jafnframt verður aukið samstarf við Markaðsstofu Vestfjarða og Menningarráð Vestfjarða,sem svo sameinast nýrri stofnun í síðasta lagi í janúar 2013.
Meira
Tónlistarhátíðin Við Djúpið fær hæsta styrkinn.
Í Menningarráði Vestfjarða sitja Leifur Ragnar Jónsson formaður, Gerður Eðvarsdóttir varaformaður, Arnar S. Jónsson, Jóna Benediktsdóttir og Katrín Gunnarsdóttir. Menningarráðið sér alfarið um að fjalla um og afgreiða umsóknir.
Meira
Flugi aflýst vegna veðurs.
Breyta þarf aðalskipulagi vegna Hvalárvirkjunar.
Auglýsa þarf á ný tillögu að aðalskipulagi Árneshrepps 2010-2030 vegna breytinga sem gerðar hafa verið á tillögunni vegna legu háspennulínu frá væntanlegri Hvalárvirkjun. Miðað er við að línan fari um Húsadal, yfir Tagl ofan við born Reykjarfjarðar og suður Trékyllisheiði til Steingrímsfjarðar. Framangreint kemur fram í erindi sem oddviti Árneshrepps sendi sveitarstjórn Strandabyggðar. Þar segir að engar athugasemdir hafi verið gerðar við skipulagið og eru sveitarstjórnirnar tvær reiðubúnar að gera breytingar á aðalskipulagi, ef og þegar til þessara framkvæmda kemur.Þetta kom fram í frétt á bb.is
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar einhuga í stuðningi við Hvalárvirkjun.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á ríkisstjórn Íslands að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum með því að tryggja að það afl sem Hvalárvirkjun kemur til með að framleiða verði til hagsbóta fyrir samfélag og atvinnulíf á Vestfjörðum." Ályktun þessi var samþykt samhljóða á bæjarstjórnarfundi í gær. Arna Lára Jónsdóttir mælti fyrir ályktuninni sem allir bæjarfulltrúar fluttu sameiginlega. Í ályktuninni er bent á að til að Hvalárvirkjun nýtist samfélagi og atvinnulífi við Ísafjarðardjúp verði að fella niður tengigjald virkjunarinnar. Þá segir í ályktun bæjarstjórnar:
Þetta kemur fram á vefnum Skutli.is-Nánar hér.
Fé tekið inn seinna en í fyrra.
Bændur hafa nú verið að taka fé inn á hús til að rýja og um leið er féið komið á fulla gjöf. Bændur voru búnir að hísa og klippa ásetningslömb og hrúta nokkuð fyrr.
Fé er nú tekið seinna inn en venjulega vegna góðrar tíðar að undanförnu. Öll ull fer til Ístex og nú um síðustu mánaðamót hækkaði ullarverð um 5,1% frá fyrra ári. En gengið var frá samningi þess efnis á milli Ístex og Landssamtaka sauðfjárbænda og Bændasamtakanna,og gildir verðið frá og með 1. nóvember í ár og til októberloka 2012.