Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. desember 2011

Yfirlit yfir veðrið í Nóvember.

Talsvert frost var síðustu daga mánaðar.
Talsvert frost var síðustu daga mánaðar.
Veðrið í Nóvember 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Mánuðurinn byrjaði með Norðaustan og Norðan hvelli fram til þriðja,með snjókomu eða éljum og síðan rigningu. Síðan voru mest suðlægar vindáttir fram til 22,og með nokkrum hlýindum miðað við árstíma. Síðan voru breytilegar vindáttir oftast hægur vindur en með nokkru frosti. Þann 28 snerist til Norðaustanáttar og síðan í Norðan hvassviðri og storm með snjókomu og frosti. Mánuðurinn endaði síðan austan hægviðri með frosti. Stormur var af suðri um kvöldið þann 7.og fram á morgun þann 8.Vindur náði þá meir en 12 vindstigum eða 40 m/s í kviðum. Úrkoman í mánuðinum var talsverð.

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. nóvember 2011

Mokstur- Flug.

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.

Verið er að opna veginn norður í Árneshrepp samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Nú er komið hið besta veður,NA stinningsgola og smá él og frost er um fimm stig. Nú lítur vel út með flug til Gjögurs,en áætluð brottför úr Reykjavík er klukkan eitt,ekki var hægt að fljúga í gær og á mánudag vegna veðurs. Einnig er áætlunarflugdagur á morgun fimmtudag.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. nóvember 2011

Samþykkt að sameina stofnanir.

Auka Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið föstudaginn  25. nóvember, samþykkti tillögu um sameiningu starfsemi stofnana stoðkerfis atvinnu og byggðar á Vestfjörðum.
Auka Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið föstudaginn 25. nóvember, samþykkti tillögu um sameiningu starfsemi stofnana stoðkerfis atvinnu og byggðar á Vestfjörðum.
Auka Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið föstudaginn  25. nóvember, samþykkti tillögu um sameiningu starfsemi stofnana stoðkerfis atvinnu og byggðar á Vestfjörðum. Um er að ræða stofnanir sem sveitarfélög á Vestfjörðum koma að með beinni eignaraðild eða samstarfssamningum og greiða árleg framlög til. Sameiningin tekur til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Markaðsstofu Vestfjarða og Menningarráðs Vestfjarða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga, að því gefnu að aðalfundir þessara stofnanna samþykki sameininguna.

Markmiðið með sameiningunni er að efla starfsemina og samvinnu þeirra öflugu starfsmanna sem nú starfa hjá ólíkum stofnunum. Þannig verður til öflugri stofnun sem betur getur sinnt núverandi verkefnum auk þess að vera betur í stakk búin til að taka að sér stærri verkefni. Sú þjónusta sem veitt hefur verið einstaklingum og fyrirtækjum verður áfram í boði, en markmiðið er að bæta og efla þá þjónustu.

Lögð hefur verið mikil áhersla á að viðhalda mannauði þessara stofnana við sameiningu og ekki síður að nýta þekkingu starfsmanna í því breytingaferli sem nú er hafið.Stefnt er að óbreyttu starfsmannhaldi sem einnig tryggir þjónustu við viðskiptamenn og aðra starfsemi stoðkerfisins í framtíðinni.

Starfshópur hefur unnið að undirbúningi málsins frá Fjórðungsþingi í byrjun september og skilaði tillögum inn á auka Fjórðungsþing. Í þeirri tillögu sem samþykkt var á þinginu er gert ráð fyrir innleiðingarferli, fyrsta skref þess er sameining Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða við Fjórðungssamband Vestfirðinga, frá og með 1. janúar 2012. Jafnframt verður aukið  samstarf við Markaðsstofu Vestfjarða og Menningarráð Vestfjarða,sem svo sameinast nýrri stofnun í síðasta lagi í janúar 2013.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 28. nóvember 2011

Tónlistarhátíðin Við Djúpið fær hæsta styrkinn.

Að þessu sinni eru veitt framlög til 37 verkefna, samtals að upphæð 12.350.000.-
Að þessu sinni eru veitt framlög til 37 verkefna, samtals að upphæð 12.350.000.-
Menningarráð Vestfjarða hefur lokið vinnu við að fara yfir styrkumsóknir vegna seinni úthlutunar ráðsins árið 2011 og ákvörðun um framlög til einstakra menningarverkefna liggur fyrir. Úthlutanir ráðsins byggjast á úthlutunarreglum sem samþykktar eru hverju sinni. Ánægjulegt að sjá hversu mörg verkefni sem fá styrki nú snúast að hluta eða öllu leyti um vinnu við listsköpun með börnum og ungmennum. Menningarstarfsemi með þessum aldurshópi var einmitt einn af þeim áhersluþáttum sem horft var sérstaklega til að þessu sinni. Að þessu sinni eru veitt framlög til 37 verkefna, samtals að upphæð 12.350.000.- Styrkirnir eru á bilinu 100 þúsund til 1,2 milljónir, en það var tónlistarhátíðin Við Djúpið sem fékk hæsta styrkinn að þessu sinni. Alls bárust 85 umsóknir og eins og venjulega var í þeim hópi mikill fjöldi góðra umsókna og spennandi verkefna. Menningarráð hefði gjarnan viljað veita fleiri styrki og hærri, en því miður eru fjármunir takmarkaðir. Því þarf að hafna ýmsum áhugaverðum verkefnum og svo fá margir styrkþegar nokkru lægri upphæðir en þeir óskuðu eftir. Samtals hefur Menningarráð Vestfjarða gefið vilyrði fyrir 27 milljónum í styrki til menningarverkefna á Vestfjörðum á árinu 2011. Menningarráðið þakkar kærlega fyrir allar umsóknir sem bárust og óskar umsækjendum velfanaðar í verkefnum sínum. Næst verður auglýst eftir umsóknum snemma á nýju ári.

 

Í Menningarráði Vestfjarða sitja Leifur Ragnar Jónsson formaður, Gerður Eðvarsdóttir varaformaður, Arnar S. Jónsson, Jóna Benediktsdóttir og Katrín Gunnarsdóttir. Menningarráðið sér alfarið um að fjalla um og afgreiða umsóknir.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 28. nóvember 2011

Flugi aflýst vegna veðurs.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugi hefur nú verið aflýst á Gjögur vegna veðurs,snjókoma er og allhvass vindur er af NA og gengur síðan í hvassviðri í dag og storm í kvöld. Ekki lítur heldur vel út með flug á morgun samkvæmt veðurspá. Flugfélagið Ernir athuga með flug til Gjögurs á morgun eftir hádegið.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 28. nóvember 2011

Breyta þarf aðalskipulagi vegna Hvalárvirkjunar.

Vatnamælingahús við Hvalá.Mynd Vesturverk.
Vatnamælingahús við Hvalá.Mynd Vesturverk.

Auglýsa þarf á ný tillögu að aðalskipulagi Árneshrepps 2010-2030 vegna breytinga sem gerðar hafa verið á tillögunni vegna legu háspennulínu frá væntanlegri Hvalárvirkjun. Miðað er við að línan fari um Húsadal, yfir Tagl ofan við born Reykjarfjarðar og suður Trékyllisheiði til Steingrímsfjarðar. Framangreint kemur fram í erindi sem oddviti Árneshrepps sendi sveitarstjórn Strandabyggðar. Þar segir að engar athugasemdir hafi verið gerðar við skipulagið og eru sveitarstjórnirnar tvær reiðubúnar að gera breytingar á aðalskipulagi, ef og þegar til þessara framkvæmda kemur.Þetta kom fram í frétt á bb.is

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 26. nóvember 2011

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar einhuga í stuðningi við Hvalárvirkjun.

Hvalá í Ófeigsfirði.Mynd: © Mats.
Hvalá í Ófeigsfirði.Mynd: © Mats.

,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á ríkisstjórn Íslands að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum með því að tryggja að það afl sem Hvalárvirkjun kemur til með að framleiða verði til hagsbóta fyrir samfélag og atvinnulíf á Vestfjörðum." Ályktun þessi var samþykt samhljóða á bæjarstjórnarfundi í gær. Arna Lára Jónsdóttir mælti fyrir ályktuninni sem allir bæjarfulltrúar fluttu sameiginlega. Í ályktuninni er bent á að til að Hvalárvirkjun nýtist samfélagi og atvinnulífi við Ísafjarðardjúp verði að fella niður tengigjald virkjunarinnar. Þá segir í ályktun bæjarstjórnar:
Þetta kemur fram á vefnum Skutli.is-Nánar hér.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. nóvember 2011

Fé tekið inn seinna en í fyrra.

Sigursteinn Sveinbjörnsson við rúning.Úr myndasafni.
Sigursteinn Sveinbjörnsson við rúning.Úr myndasafni.

Bændur hafa nú verið að taka fé inn á hús til að rýja og um leið er féið komið á fulla gjöf. Bændur voru búnir að hísa og klippa ásetningslömb og hrúta nokkuð fyrr.

Fé er nú tekið seinna inn en venjulega vegna góðrar tíðar að undanförnu. Öll ull fer til Ístex og nú um síðustu mánaðamót hækkaði ullarverð um 5,1% frá fyrra ári. En gengið var frá samningi þess efnis á milli Ístex og Landssamtaka sauðfjárbænda og Bændasamtakanna,og gildir verðið frá og með 1. nóvember í ár og til októberloka 2012.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. nóvember 2011

Búið er að ráða á Kaffi Norðurfjörð.

Kaffi Norðurfjörður.
Kaffi Norðurfjörður.

Nú er hreppsnefnd Árneshrepps búin að taka afstöðu til ráðningar á Kaffi Norðurfjörð. Ákveðið var að ráða Svein Sveinsson,mann sem búinn er að vinna í veitinga og þjónustugeiranum alla starfsævina. Um er að ræða út leigu á rekstri hússins.

Sjö umsækjendur sóttu um starfið allt mjög hæft fólk. En Einar Óskar Sigurðsson sem hefur rekið kaffihúsið í þrjú síðastliðin ár með miklum myndarbrag,ákvað að þetta yrði síðasta sumarið hans á Kaffi Norðurfirði. Ekki er ákveðið hvenær hinn nýji vert byrjar í vor en venjulega er opnað fljótlega í júní.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. nóvember 2011

Ný bók eftir Guðlaug Gíslason frá Steinstúni komin út.

Kápa bókarinnar-Þórður Þ.Grunnvíkingur-Rímnaskáld.Eftir Guðlaug Gíslason frá Steinstúni.
Kápa bókarinnar-Þórður Þ.Grunnvíkingur-Rímnaskáld.Eftir Guðlaug Gíslason frá Steinstúni.
1 af 2

Út er komin bókin Þórður Þ. Grunnvíkingur Rímnaskáld ævisaga,efir Guðlaug Gíslason frá Steinstúni í Árneshreppi sem Vestfirska forlagið gefur út. En Vestfirskaforlagið gefur út alls átján bækur fyrir þessi jól. Um bókina segir á baksíðu:

Magnús Hj. Magnússon,skáldið á Þröm,frændi Þórðar Þ. Grunnvíkings og hans besti vinur,skrifaði að honum látnum 1913:

Þórður Þórðarson Grunnvíkingur var fæddur gáfumaður,hneigður fyrir fróðleik ýmiskonar,og einkum fornfræði er snerti land vort og þjóð. Hann var skáldmæltur og orti margt og sérlega bragfróður,svo eigi var fyrir alla að mæta honum,ef hann fór í þá sálma. Hann var all ungur er töluvert orð fór af honum sem miklum gáfumanni,en misskilinn var hann mjög,einkum á yngri árum,þó einstaka menn létu hann njóta sannmælis. Hann var djarfur í lund og lét margt flakka í vísum sínum sem of nærri þóttu fara. Það þoldi heimurinn ekki. Hitt könnuðust flestir við að hann var maður fróður um margt,enda réttnefndur fræðimaður. Þórður sálugi Þórðarson átti lengi við örðug kjör að búa. En í öllu hans stríði átti hann því mikla láni að fagna,að eiga góða konu,konu er var honum skjól og skjöldur í bardaganum,hvernig sem á stóð.

Margar myndir prýða bókina viða af Vestfjörðum og Ströndum.


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Spýtan og súlan eftir.
  • Pétur og Össur.
  • Borgarísjaki V við Reykjaneshyrnu 26-08-2018.
  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
  • Daníél Sigurðsson-Elsa Gísladóttir og Snati.12-06-2008.
  • Kort Árneshreppur.
Vefumsjón