Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. nóvember 2011

Truflanir í nótt á símasambandi.

Fjarskiptastöðin Ávík við Reykjaneshyrnu.
Fjarskiptastöðin Ávík við Reykjaneshyrnu.

Tilkynning frá Símanum:

Vegna endurnýjunar á örbylgjubúnaði á Hnjúkum við Blönduós má búast við rofi og truflunum á fastlínu- og farsímaþjónustu í nótt milli klukkan eitt og sex.

Þetta á við um Svínadal, Langadal, Svartárdal, Blöndudal og Vestur Hóp í Húnavatnssýslu sem og Ávík á Ströndum.

Síminn biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. nóvember 2011

Líkar þetta og deila.

Litla-Ávík og Stróra-Ávík.Mynd Jóhann K.
Litla-Ávík og Stróra-Ávík.Mynd Jóhann K.

Nú er búið að setja inn á vefinn Litlahjalla fyrir þá sem eru á Facebook og viðkomandi líkar við frétt á vefnum (líkar þetta) og þeir sem vilja deila frétt, (deila á Facebook),reyndar hefur það verið hægt í talsverðan tíma. Lesendur smella á viðkomandi frétt og þá er þetta neðst við viðkomandi frétt líkar þetta og deila á Facebokk.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. nóvember 2011

Þér er boðið í brúðkaup.

Grand Hótel Reykjavík.
Grand Hótel Reykjavík.
Brúðkaupssýning Grand Hótels Reykjavíkur og Garðheima verðu haldin sunnudaginn 13. nóvember á milli kl. 13 og 17. Sýningin er haldin á Grand Hótel Reykjavík í Sigtúni 38.

Á  brúðkaupssýningunni verður m.a. brúðakjólasýning, sýning á brúðarsvítum Grand Hótels og kynntar verða vörur og þjónusta tengdum brúðkaupum og brúðkaupsveislum. Gestum gefst einnig kostur á að skoða og smakka á brúðarkökum og veitingum fyrir brúðkaup. Auk þess verða fjölmörg tónlistaratriði.

 

Á sýningunni eru ung brúðhjón sem ætla að láta pússa sig saman í Miðgarði á Grand Hótel Reykjavík og einnig munu þau halda brúðkaupsveisluna þar. Allir þeir sem mæta á brúðkaupssýningu er sérstaklega boðið í athöfnina og einnig veisluna á eftir. Athöfnn fer fram kl. 14:30.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. nóvember 2011

Flogið í dag á áætlun.

TF-ORD.
TF-ORD.

Flugfélagið Ernir flugu á áætlun í dag,en brottför frá Reykjavík er kl 13:00.Nú er flugvélin sem er af gerðinni Cessna 406 Caravan II sem ber einkennisstafina TF-ORD,sem flýgur vanalega til Gjögurs komin í gagnið aftur.Aðeins eitt flug var til Gjögurs í þessari viku,en síðast var flogið þangað á föstudaginn 4 nóvember þá með leiguflugi í áætlunina.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. nóvember 2011

Rofum stjórnað með GSM.

Verið að setja hinn nýja spenniskúr upp.
Verið að setja hinn nýja spenniskúr upp.

Eins og kom fram hér á vefnum í gær voru Orkubúsmenn á Hólmavík að skipta um spennistöðvarhús við Bæ í Trékyllisvík.Settir voru nítísku rofar sem hægt er að stjórna með GSM.

Að sögn Þorsteins Sigfússonar svæðisstjóra hjá Orkubúinu á Hólmavík á nú að vera hægt að stjórna þessu í tölvu frá Hólmavík og Ísafirði. Þetta er einmitt hægt með GSM sambandi. Það er eins með þetta, að varaafl fyrir GSM má þá heldur ekki klikka. Með þessum rofum og liðum sem í þeim er verður hægt að stilla þá þannig að þeir leysi út, eftir því hvort bilun er á Gjögursvæðinu eða norðan við stöðina. Þessari stöð er líka hægt að stjórna inni í húsinu sem ekki var hægt áður. Það eru rafgeymar fyrir stýringuna hjá okkur segir Þorsteinn. Þorsteinn segist einnig vona að þetta reynist allt vel, og verði til mikillar bóta fyrir alla notendur í Árneshreppi.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. nóvember 2011

Jafnréttismál á Ströndum og Reykhólahreppi.

Regnbogi við Krossnes.
Regnbogi við Krossnes.

Sveitarfélögin Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur hafa ákveðið að jafnréttismál falli undir Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps. Sveitarfélagið Strandabyggð sendi tillögu að jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélagið til umsagnar til Jafnréttisstofu sem hefur skilað athugasemdum. Sú vinna verður lögð til grundvallar í sameiginlegri jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélögin fjögur auk þess sem nefndin mun vinna aðgerðaráætlun sem fellur inn í áætlunina. Þetta kemur fram á vef Strandabyggðar.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. nóvember 2011

Rafmagn tekið af.

Skipt verður um spenniskúr við Bæ í Trékyllisvík.
Skipt verður um spenniskúr við Bæ í Trékyllisvík.

 

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík tekur rafmagn af Árneshreppi  um 13:30 í dag í um þrjá tíma.

Unnið er við að endurnýja spennistöð við Bæ í Trékyllisvík. Það er ekki hægt að gefa upp nákvæman tíma hvað rafmagnslaust verður lengi,en þessi tími er áætlaður.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. nóvember 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 31. okt. til 7. nov. 2011.

Bifreið hafnaði á húsi á Hólmavík.
Bifreið hafnaði á húsi á Hólmavík.
Í liðinni viku voru þrír ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstu í umdæminu. Einn ökumaður var stöðvaður í nágrenni við Hólmavík, einn á Djúpvegi við Bolungarvík og einn í Bolungarvíkurgöngunum.

Fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni.Mánudaginn 31.okt. varð bílvelta á Vestfjarðarvegi í Dýrafirði, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt, talsvert tjón á ökutæki, ekki slys á fólki.

Þriðjudaginn 1. nóv. urðu þrjú óhöpp, tvö á Ísafirði og eitt á Hólmavík, á Ísafirði varð umferðaróhapp á Norðurvegi / Austurvegi, þar lentu tvær bifreiðar saman, talsvert tjón á ökutækjum, ekki slys á fólki.  Þá var bakkað á bifreið við N-1 á Ísafirði, sama dag varð óhapp á Hólmavík í svo kallaðri Leikskólabrekku, þar hafnaði bifreið á húsi, ekki mikið tjón.

Sunnudaginn 6. nóv. varð útafakstur á Bíldudalsvegi/ Hálfdán, þar hafnaði bifreið út fyrir veg, ekki slys á fólki.

Þrír brunar komu upp í vikunni. Þriðjudaginn 1. nóv. kom upp eldur að Bugatúni í Tálknafirði, þar var talsverður eldur í stofu. Slökkviliði Vesturbyggðar og Tálknafjarðar gekk greiðlega að slökkva eldinn.  Talsverðar skemmdur urðu. Líklegt að eldur hafi kviknað út frá rafmagni.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. nóvember 2011

Flugi aflýst.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Ernir hafa nú aflýst flugi til Gjögurs,segjast bara hafa litlu flugvélina sem getur bara flogið í sjónflugi og ekki er sjónflugsfært á flugleiðinni og vaxandi vindaspá.Nú er sagt að stærri vélin,sem kemur yfirleitt til Gjögurs komist í gagnið seinna í vikunni,en þetta eru þeir hjá Örnum búnir að segja æði lengi,hvað mark er átakandi veit enginn.Báðar Cessna vélarnar sem eru 8 og 9 farþega sem koma á Gjögur eru bilaðar og önnur hefur verið það mjög lengi,eftir heimildum Litlahjalla.Fólki hér í Árneshreppi finnst skrítið að flugfélag sem er í fullum rekstri skuli ekki hafa aðra stærri vélina lagi.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. nóvember 2011

Er þetta dauðadómurinn?

Gunnar G. Magnússon.
Gunnar G. Magnússon.
Það er alveg rétt sem Daníel Jakobsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir í sjónvarpsviðtali við RÚV. „Það er engin byggðarstefna í landinu" og lýsir það sér vel í frétt BB þann 31. október sl. þar sem fréttamaður BB tekur stutt viðtal við forstjóra Landsnets. Þar lýsir forstjórinn langtíma hugsun Landsnets eins og hann segir sjálfur:

„Þetta er partur af langtíma hugsun hjá okkur. Við þurfum líka að byggja nýja spennustöð í Bolungarvík innan nokkurra ára þar sem núverandi spennustöð er á snjóflóðasvæði. Það gæti því verið skynsamlegt að byggja díselrafstöð og spennustöð á sama stað," segir Þórður. Þær díselrafstöðvar sem eru á Vestfjörðum er flestar komnar til ára sinna. „Hvað Landsnet varðar þá þarf að gerast annað af tvennu: Að byggja línu inn á svæðið eða fara út í önnur verkefni eins og að byggja díselrafstöð, sem er mun hagkvæmari kostur. Að byggja nýja línu er mjög dýrt þannig að það er ekki raunverulegur kostur þegar aðrir kostir eru í boði," segir Þórður.

Hér er verið að læða inn lausn á laumulega hátt, hér er ekki verið að bera saman epli og epli, langt því frá. Hér er aðeins verið að skoða hvað megi komast af með til að halda ljósum og hita á Vestfjörðum á meðan við flytjumst á mölina og bera það saman við línubyggingu sem við getum byggt upp samfélagið hér til framtíðar.

Ef á að bera saman varafl skal bera saman varaafl. Ef að það á að bera saman leiðir til uppbyggingar skal bera saman leiðir til uppbyggingar, en ekki blanda þessu tvennu saman. Það er augljóst að það eru engin plön um byggja upp til framtíðar á Vestfjörðum að hálfu Landsnets, enda skiljanlegt þegar skoðuð eru raforkulög og tilgangur fyrirtækisins.

Við skulum hafa það í huga að Landsnet rekur engin byggðarsjónarmið og tekur ekki tillit til neins nema að fylgja þeim lögum sem því er sett. Eins og lagaumhverfið (raforkulögin) er snýr að Landsneti í dag, verða að öllu óbreyttu engar nýjar línur lagðar til Vestfjarða né Hvalárvirkjun tengd inná raforkukerfi Vestfjarða. Svo að það sé mögulegt verður að breyta raforkulögum.

Hér er verið að læða inn lausn á raforkumálum Vestfirðinga sem er alls ekki fullnægjandi fyrir fjórðunginn. Það er fyrir löngu komin tími til að þing og sveitarstjórnarmenn okkar fari að vakna til lífsins. Það er ekki nóg að senda eina og eina ályktun frá sér ef henni er ekki fylgt eftir af krafti samanber þingsályktunar tillögu um niðurfellingu tengigjalds Hvalárvirkjunar . Boltinn er hjá ykkur þing og sveitarstjórnarmenn, ábyrgðin er ykkar eða kemur ykkur velferð Vestfjarða ekkert við?
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Börn Maddýar með skemtiatriði.
  • Þórólfur Guðfinnsson.
  • Margrét Jónsdóttir.
  • Kristín í eldhúsinu.
  • Lokað þak inni.12-11-08.
Vefumsjón