Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. október 2011

Tíu þjónar og einn í sal.

Leikhópurinn.
Leikhópurinn.

Leikfélag Patreksfjarðar frumsýnir leikritið Tíu þjónar og einn í sal  28. október 2011 kl. 20.00 í Félagsheimili Patreksfjarðar.

Önnur sýning  29. október kl. 20.00 og fleiri sýningar verða auglýstar ef eftirspurn verður fyrir hendi.

Leikhúsgestir fá þriggja rétta máltíð sem hinn frábæri Sælkerahópur á Patreksfirði mun sjá um að elda. Leikarar sjá um þjónustu. Ýmsar uppákomur og atriði verða á meðan á máltíð stendur þar sem þjónustufólk sýnir á sér ýmsar hliðar sem fólk á kannski ekki að venjast svona yfir höfuð þegar það fer út að borða. Barinn verður opinn.

Höfundar:  Ingrid Jónsdóttir og leikhópurinn.
Leikarar: Bjarnveig Guðbjartsdóttir,  Eiríkur Þórðarson, Fríða Sæmundsdóttir, Gestur Rafnsson, Hrannar Gestsson, Jóhanna Gísladóttir, María Ragnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Skjöldur Pálmason, Stefanía Árnadóttir og Valgeir Ægir Ingólfsson.
Leikstjórn: Ingrid Jónsdóttir. Forsala aðgöngumiða í síma 866-6822.

Athugið að það er MJÖG ÁRÍÐANDI að panta miða fyrir 25. október, helst fyrr.Takmarkaður sætafjöldi.

Verð: 5.500 Athugið að miða þarf að borga og sækja fimmtudaginn 27. október í Félagsheimili Patreksfjarðar frá kl. 19.00 - 20.00.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. október 2011

Samtök um hreindýr á Vestfirði.

Vilja hreindýr á Vestfirði.
Vilja hreindýr á Vestfirði.

Fréttatilkynning:

Laugardaginn 3 desember verða stofnuð samtök áhugafólks  um „Hreindýr á Vestfirði" .Tilgangur samtakanna er að beita sér fyrir því að gerðar verði rannsóknir á heilbrigði hreindýranna, það er að segja hvort hætta sé á að þau geti smitað sauðfé af búfjársjúkdómum. Einnig að gerð verði rannsókn á gróðurfari á Vestfjörðum í þeim tilgangi að athuga hvort nægjanlegt æti sé fyrir dýrin. Félagsmenn geta þeir orðið sem eiga lögheimili á Vestfjörðum, eiga þar fasteignir eða jarðir.Þeir sem vilja gerast félagsmenn í samtökunum skrái sig sem allra fyrst á  hreindyr@skotvis.is.   Á stofnfundi samtakanna verður kosin stjórn þeirra, skipað í starfshópa og lög samtakanna rædd og síðan borin upp til samþykktar. Fundarstaður hefur en ekki verið ákveðinn en líkur eru þó á að fundurinn verði haldinn á Hólmavík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. október 2011

Fyrirlestur um náttúru Vestfjarða.

Refur í Hlöðuvík Hornstrandir.Mynd Vesturferðir,is
Refur í Hlöðuvík Hornstrandir.Mynd Vesturferðir,is

Fyrsti fyrirlesturinn í röð fyrirlestra um náttúru Vestfjarða verður sendur út í fjarfundi á morgun, fimmtudaginn 20. október kl 17-18. Fjallað verður um Atferli dýra og það er Þorleifur Eiríksson dýrafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða sem flytur þennan fyrsta fyrirlestur. Verður hann aðgengilegur í fjarfundi bæði í Þróunarsetrinu á Hólmavík og Reykhólaskóla. Náttúrustofa Vestfjarða, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum og Fræðslumiðstöð Vestfjarða gangast fyrir þessari röð alþýðlegra fyrirlestra um náttúrufræðileg efni. Fyrirlestrarnir verða bæði um þær rannsóknir sem nú eru stundaðar á Vestfjörðum og almennt um náttúrufræðileg efni. Fyrirlestrarnir verða sendir út í fjarfundabúnaði þannig að þeir sem hafa aðgang að slíkum búnaði geta nýtt sér þá. Fyrirlestrarnir verða að jafnaði þriðja fimmtudag í mánuði kl. 17:00-18:00.
Skráning er á slóðinni http://www.frmst.is/index.php/namskeid/texti/natturan_atferli_dra/

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. október 2011

Flogið í dag.

Flugvél Ernis TF-ORD á Gjögurflugvelli.
Flugvél Ernis TF-ORD á Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Ernir flugu á Gjögur í dag,en ekki var hægt að fljúga í gær vegna óveðurs.Í dag eftir hádegið var komið hið besta veður með Suðvestan golu og hita um frostmark og mest háský á lofti.

Vegagerðin á Hólmavík hreinsaði veginn frá Bjarnarfirði og norður í Árneshrepp í morgun og er vegurinn greiðfær en hálkublettir á stöku stað.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. október 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 10. til 17. okt. 2011.

Fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar í liðinni viku.
Fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar í liðinni viku.
Í liðinni viku voru fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum. Fimmtudaginn 12. okt. urðu tvö óhöpp, það fyrra varð á Flateyrarvegi, þar hafnaði bifreið út fyrir veg, ekki slys á fólki og ekki miklar skemmdir á bílnum. Þann sama dag var ekið á tengikassa frá Orkubúinu á Hólmavík og daginn eftir var aftur ekið á tengikassa, í báðum þessum tilfellum urðu skemmdir á viðkomandi tengikössum.  Þá varð minniháttar óhapp á Ísafirði þann 14. okt, þar var bakkað á bifreið.

Færð á vegum síðustu daga hefur ekki verið góð og fjallsvegir illfærir, um liðna helgi varð Hrafnseyrarheiði ófær vegna snjóflóða og þurftu björgunarsveitarmenn frá Þingeyri að fara vegfarendum á Hrafnseyrarheiði til aðstoðar. Þá þurftu björgunarsveitarmenn frá Barðaströnd að fara vegfarendum, sem voru í vandræðum á Klettshálsi, til aðstoðar og komu fólkinu til byggða.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. október 2011

Stormur-Rok.

Stórsjór.
Stórsjór.

Vitlaust veður hefur verið frá í gærkvöldi. Í gærkvöld var komið hvassviðri af Norðri og í morgun var komin stormur,en nú um hádegið var komið rok af Norðri eða 25 m/s í jafnavind og uppí 29 m/s hiti er um og yfir tvö stig niðurá láglendi og slydda en ekki mikil úrkoma enn sem komið er, eftir spá fer hitastig lækkandi og þá verður snjókoma og frystir á morgun og mun draga úr veðurhæð í kvöld og nótt. Eftir vef Vegagerðarinnar er vegurinn talinn ófær norður í Árneshrepp. Ekki lítur neitt út með flug í dag. Þannig að hreppsbúar eru einangraðir frá umheiminum hvorki fært á landi,láði hné lofti. Hreppsbúar hafa þó símasamband og netsamband.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. október 2011

Tölvunámskeið í Árneshreppi.

Tölvunámskeið um næstu helgi.
Tölvunámskeið um næstu helgi.

Almennt tölvunámskeið verður haldið í Finnbogastaðaskóla um næstu helgi ef næg þátttaka verður.Kennt verður á eftirfarandi tímum:Föstudagur 21. október kl 16 til 19:Laugardagur 22.október kl 9-12 og 14-18:Sunnudagur 23. október kl 9-12.Kennari verður Jón Arnar Gestsson.Hann mun fjalla um Word, internetið, tölvupóst og myndvinnslu á internetinu. Námskeiðið er 18 kennslustundir og kostar kr 23.800.- (innheimt með greiðsluseðli eftir námskeiðið). Skráningar hjá Stínu á Hólmavík í síma 8673164 eða á netfanginu stina@holmavik.is.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. október 2011

Sundmót á Reykhólum næsta þriðjudag.

Grettislaug.Mynd Reykhólar.is
Grettislaug.Mynd Reykhólar.is

Sameiginlegt sundmót UDN og HSS verður haldið í Grettislaug á Reykhólum þriðjudaginn 18. október nk. Mótið hefst kl. 17:00 og eru allir boðnir hjartanlega velkomnir. Þeta er tilvalið tækifæri fyrir krakkana okkar (og alla þá fullorðnu líka) til að sýna hvað í þeim býr, en sundkennsla hefur verið í gangi í nokkrum grunnskólanna á starfssvæði HSS undanfarnar vikur. Menn ættu því að vera í góðu formi.
Umf. Afturelding í Reykhólahreppi verður með pylsur og svala til sölu og því er um að gera að smella sér yfir nýja veginn okkar, keppa í sundi og eiga góðan dag.
Skráning fer fram í síma 6903825 (Herdís).Vinsamlegast skráið ykkur tímanlega.
Greinarnar á mótinu eru eftirfarandi: 8 ára og yngri - 25 m bringusund og 25 skriðsund 9-10 ára - 25 m bringusund, 25 m baksund og 25 m skriðsund 11- 12 ára - 50 m bringusund, 25 m baksund, 50 m skriðsund og 25 m flugsund 13-14 ára - 50 m bringusund, 50 m baksund, 100 m bringusund, 50 m skriðsund og 25 m flugsund 15-16 ára - 50 m bringusund, 50 m baksund, 200 m bringusund, 50 m skriðsund og 25 m flugsund 17 ára og eldri - 50 m bringusund, 50 m baksund, 200 m bringusund og 50 m skriðsund 100 m fjórsund (4x25m) flugsund, baksund, bringusund og skriðsund 4x50 m boðsund

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. október 2011

Árlegur samráðsfundur snjóathugunarmanna.

Snjóflóð úr Staðarhólshnjúki.Siglufirði.Mynd af vef Veðurstofu Íslands.
Snjóflóð úr Staðarhólshnjúki.Siglufirði.Mynd af vef Veðurstofu Íslands.

Í gær 13. október og í dag 14. október stendur yfir árlegur samráðsfundur snjóathugunarmanna og snjóflóðavaktar á Veðurstofunni í Reykjavík.

Á vegum Veðurstofunnar og sveitarfélaga eru starfandi tuttugu snjóathugunarmenn víða um land og við upphaf snjóflóðavaktar, ár hvert, hittast þeir ásamt öðru ofanflóðastarfsfólki Veðurstofunnar á fundi þar sem rætt er um mál sem tengjast vöktun á snjóflóðum og skriðuföllum. Þar fá athugunarmenn einnig þjálfun og fræðslu.

Eitt opið erindi var á fundinum kl. 15:00 í gær, fimmtudaginn 13. október, í aðalstöðvum Veðurstofunnar við Bústaðaveg. Þá mun Oddur Pétursson á Ísafirði halda erindi um starf snjóathugunarmanna, fyrr og nú, en nafn hans er samofið snjóflóðamálum á Íslandi í áratugi.

Föstudaginn 14. október fer meðal annars fram kynning á starfsemi Veðurstofunnar fyrir snjóathugunarmenn.

Nánar hér á vef Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. október 2011

Sigurður Pétursson sagnfræðingur í Vísindaporti.

Forsíða bókar Sigurðar P.Mynd Skutull.is
Forsíða bókar Sigurðar P.Mynd Skutull.is

Í Vísindaporti föstudaginn 14. október mun Sigurður Pétursson kynna nýútkomna bók sína Vindur í seglum: Fyrsta bindi sögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum og nær bókin yfir tímabilið 1890 - 1930. Vindur í seglum segir frá fyrstu verkalýðsfélögum sem stofnuð voru á Vestfjörðum, viðbrögðum atvinnurekenda, kröfum verkafólks, hatrömmum pólitískum átökum, fyrstu rauðu bæjarstjórninni á Íslandi, verkfallsbaráttu og kosningasvindli. Vísindaportið sem er öllum opið er haldið í kaffistofu Háskólasetursins og hefst klukkan 12:10.Nánar á Skutull.is hér.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Jakar útaf Litlu-Ávík togari á leið vestur.
  • Gunnsteinn og Hilmar.
  • Allar stærri sperrur komnar á sinn stað.29-10-08.
  • Sett í steypubílinn.06-09-08.
Vefumsjón