Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. nóvember 2011

Yfirlit yfir veðrið í Október 2011.

Oft var mikill sjór í mánuðinum.
Oft var mikill sjór í mánuðinum.

Veðrið í Október 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.Mánuðurinn byrjaði þann fyrsta með Suðvestan roki sem gekk niður aðfaranótt 2. Síðan var mjög umhleypingasamt yfirleitt.Þann 16 og 17 gerði NA og N áhlaup rigningu og síðan slyddu,það veður var gengið niður þann 18. Síðan voru suðlægar vindáttir 18 til 21. Síðan voru hafáttir út mánuðinn,og endaði mánuðurinn með NA hvassviðri. Mánuðurinn var umhleypingasamur í heild og mjög úrkomusamur.Vindur náði meir en 12 vindstigum eða 39 m/s þann 1. í kviðum.Alhvít jörð á láglendi var fyrst talin þann 7.

 

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. nóvember 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 24. til 31. okt. 2011.

Í liðinni viku voru fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í liðinni viku voru fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í liðinni viku voru fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum. Þriðjudaginn 25. okt., var ekið á kyrrstæða bifreiða á Ísafirði, um minni háttar óhapp  að ræða þar. Miðvikudaginn 26. okt., var ekið á gangandi vegfaranda við Sparisjóðinn í Bolungarvík, viðkomandi var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar og reyndist viðkomandi sem betur fer lítið  slasaður. Þann sama dag var óhapp á Innstrandarvegi, þar varð óhapp með þeim hætti að flutningabifreið var ekið norður Innstrandarveg, þegar kind  hljóp skyndilega í veg fyrir bílinn, ökumaður hemlaði og við það kastaðist farmurinn fram og í gengum flutningakassann og á ökumannshúsið með þeim afleiðingum að það kastaðist fram.  Ökumaður slapp án meiðsla. Björgunarsveit var fengin til aðstoðar við að safna saman farminum, sem var rækja. Bifreiðin var flutt af vettvangi með viðeigandi tækjum.  Laugardaginn 29. okt. varð óhapp á veginum um Þröskulda, þar lenti bíll utan í öðrum bíl sem var fastur á veginum, vegna snjóa, mjög slæmt skyggi var þegar óhappið átti sér stað. Ekki miklar skemmdir um að ræða þar.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. október 2011

Fóru til Grímseyjar.

Nemendur Grímseyjar og Árneshrepps.Mynd Finnbogastaðaskóli.
Nemendur Grímseyjar og Árneshrepps.Mynd Finnbogastaðaskóli.

Fyrr í þessum mánuði fóru nemendur og starfsfólk Finnbogastaðaskóla í ferðalag til Grímseyjar.Fyrst var farið til Reykjavíkur á bíl,síðan var farið með Flugfélagi Íslands til Akureyrar,þar var talsvert stopp og þar var hin fagra höfuðborg Norðurlands skoðuð.Síðan var farið með flugi til Grímseyjar þar sem nemendur og starfsfólk hittu skólabörnin í Grímsey,og um kvöldið var farið á tónleika með Eyjólfi Kristjánssyni.Daginn eftir fóru öll börnin í skólann í Grímsey með nemendum þar.
Þar var börnunum skipt í tvo hópa,ströndunga og eyjaskeggja.Þar átti hver hópur að segja frá heimabyggðum sínum.

Á þriðja degi var hin fagra eyja í norðrinu skoðuð bæði á sjó og landi með leiðsögn.Allir fengu skjal um að hafa farið norður fyrir heimskautsbaug.Nemendur og starfsfólk Finnbogastaðaskóla vilja koma kæru þakklæti fyrir frábærar móttökur til allra í Grímsey.

Vefur Finnbogastaðaskóla.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. október 2011

Styrkur vegna markaðssetningar fyrir afþreyingarfyrirtæki.

Umsóknarfrestur er til 27.nóvember 2011.
Umsóknarfrestur er til 27.nóvember 2011.

Vaxtarsamningur Vestfjarða og
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða auglýsa eftir umsóknum um styrk vegna markaðssetningar fyrir afþreyingarfyrirtæki í ferðaþjónustu á Vestfjörðum.Afþreyingafyrirtækið verður að bjóða upp á þjónustu á Vestfjörðum sem höfðar til innlendra og erlendra ferðamanna, með áherslu á erlenda ferðamenn. Þjónustan sem í boði er verður að hafa sérstöðu á landsvísu og ýta undir sérstöðu svæðisins. Markmiðið er að fjölga erlendum ferðamönnum á svæðinu og lögð er áhersla á að ná til nýrra markhópa.Styrkurinn á að nýtast til markaðssetningar sem talið er að henti best fyrir viðkomandi afþreyingu.Valin verða tvö fyrirtæki til þátttöku og hlýtur hvert fyrirtæki 2.500.000 króna í markaðsfé auk flugmiða frá Icelandair.Umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu Atvest / umsóknir og nánari upplýsingar gefur Ásgerður Þorleifsdóttir verkefnastjóri Atvest í síma 450-3053 eða með vefpósti asgerdur@atvest.is Umsóknarfrestur er til 27.nóvember 2011.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. október 2011

Gáfu tannlæknastól.

Tannlæknastóllinn.Mynd Ragnheiður H Halldórsdóttir.
Tannlæknastóllinn.Mynd Ragnheiður H Halldórsdóttir.

Lionsklúbburinn á Hólmavík hefur komið veglega að starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Hólmavík með gjöfum og hefur það ætið komið sér vel.Nýjasta framlagið var við kaup á tannlæknastól sem tekinn var í notkun í sumar.Hluti af fjáröflun Lionsfélaga er innkoma á árlegu sjávarréttakvöldi sem klúbburinn hefur staðið  fyrir og verður haldið næst 5, nóvember næstkomandi. Einnig  komu að gjöfinni Hólmadrangur og Kvenfélagið Glæður á Hólmavík sem gáfu fé til kaupanna.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. október 2011

Sigríður Inga áfram dýralæknir.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir.Mynd bb.is
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir.Mynd bb.is

Gengið hefur verið frá samningi við Sigríði Ingu Sigurjónsdóttur, dýralæknir á Ísafirði, um áframhaldandi þjónustu við dýraeigendur á Vestfjörðum. Að sögn Sigríðar Ingu felast þónokkrar breytingar í samningnum fyrir dýralæknana sjálfa. „Nú erum við verktakar en ekki lengur opinberir starfsmenn og það er heilmikil breyting fyrir okkur. Dýraeigendur eiga þó lítið eftir að finna fyrir þessum breytingum," segir hún. Þjónustusvæði dýralækna á Vestfjörðum verða tvö með nýja kerfinu. Annað svæðið kallast þjónustusvæði 2 og nær um Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Árneshrepp, Kaldrananeshrepp og Bæjarhrepp, en hitt kallast þjónustu svæði 3 og nær um Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp, Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavíkurhrepp og mun Sigríður Inga þjónusta það svæði.Þetta kemur fram á bb.is
Nánar hér.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. október 2011

Borgarahreyfingin í Sparisjóð Strandamanna.

Borgarahreyfingin er komin með viðskiptin í Sparisjóð Strandamanna.
Borgarahreyfingin er komin með viðskiptin í Sparisjóð Strandamanna.

Borgarahreyfingin (BH) hefur nú fært öll bankaviðskipti sín úr Arion-banka yfir í Sparisjóð Strandamanna.

Segir í tilkynningu að það sé bæði gert til að mótmæla framkomu og ofríki Arion og annarra af stærstu viðskiptabönkum landsin og vegna þess að BH telur Arion banka hafa brotið gróflega af sér gagnvart BH sem viðskiptavin, með því að úthluta (nú fyrrum) starfsmanni prókúru á reikning án þess að fyrir hendi væri samþykkt stjórnar, svo skaði hlaust af, segir í tilkynningu.Nánar á www.mbl.is

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. október 2011

Þingmenn og sveitarstjórnarfólk á Vestfjörðum funda á Hólmavík.

Fundurinn er á Café Riis á Hólmavík.
Fundurinn er á Café Riis á Hólmavík.
Fjórðungssamband Vestfirðinga stendur fyrir fundi þingmanna Norðurvesturkjördæmis og sveitarstjórnarfólks á Vestfjörðum á Café Riis á Hólmavík í dag, fimmtudaginn 27. október. Á dagskrá verður m.a. umfjöllun um stöðu atvinnulífs og byggðar, nýjar og sértækar aðferðir sem gagnast landssvæði í stöðugum samdrætti, samgöngu- og heilbrigðismál, sóknaráætlun landshluta, frumvarp til fjárlaga 2012 og nýtingaráætlun strandsvæða.
Þingmenn Norðuvesturkjördæmis eru níu og sitja þeir eftirfarandi nefndir:

Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. október 2011

Síðasta áætlunarferðin hjá Strandafrakt.

Bíll frá Strandafrakt.
Bíll frá Strandafrakt.

Í gær var síðasta áætlunarferð Strandafraktar á flutningabíl norður í Árneshrepp.Strandafrakt heldur uppi vöruflutningum frá júní byrjun og út október.Ferðirnar hafa verið farnar á miðvikudögum norður til Norðurfjarðar frá Hólmavík,en úr Reykjavík á þriðjudögum til Hólmavíkur.Ferðir Strandfraktar hefjast á vorin fyrsta miðvikudag í byrjun júní og hætta síðasta miðvikudag í október.Þótt þetta sé síðasta áætlunarferðin kemur Strandafrakt  að venju í desember að sækja ull til bænda og koma aukaferð ef einhver sérstakur flutningur er.

Nú í næsta mánuði koma allar vörur í Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Norðurfirði  með flugi á Gjögur,og póstur að venju.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. október 2011

250 milljóna króna niðurskurður.

Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík.
Mikill niðurskurður fjárveitinga blasir við á HVE. Heilbrigðisstofnun Vesturlands.skv. boðuðu fjárlagafrumvarpi og vegna umtalsverðs rekstrarhalla á þessu ári. Aðgerðaráætlun framkvæmdastjórnar liggur í meginatriðum fyrir. Fjárlagafrumvarp ársins 2012 gerir ráð fyrir um 95 m.kr. niðurskurði samanborið við fjárlög árið 2011. Þá mun rekstur þessa árs að öllu óbreyttu skila neikvæðri afkomu sem getur numið um 80 m.kr. sem taka þarf tillit til við gerð rekstraráætlunar. Því þarf að gera ráð fyrir umtalsverðum rekstrarhalla til viðbótar á næsta ári miðað við svipaða starfsemi. Að öllu óbreyttu er ljóst að stofnunin mun því þurfa að stefna að niðurskurði sem nemur allt að 250 millj. króna, eða um 8,5% af rekstri. Viðræður standa yfir við ráðuneyti um ásættanlega leið svo koma megi til móts við niðurskurðarkröfur stjórnvalda hvað varðar rekstur stofnunarinnar á næsta ári. Heilbrigðisstofnun Vesturlands nær yfir Akranes, Borgarnes, Búðardal, Grundarfjörð, Hólmavík, Hvammstanga, Ólafsvík og Stykkishólm, með höfuðstöðvar á Akranesi.Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HVE.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Hurð á geymslu NA,18-11-08.
  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
  • Kristmundur og Kristján horfa glaðbeittir í myndavélina.12-12-2008.
  • Veghefill við mokstur 07-04-2009.
Vefumsjón