Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. nóvember 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 31. okt. til 7. nov. 2011.

Bifreið hafnaði á húsi á Hólmavík.
Bifreið hafnaði á húsi á Hólmavík.

Í liðinni viku voru þrír ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstu í umdæminu. Einn ökumaður var stöðvaður í nágrenni við Hólmavík, einn á Djúpvegi við Bolungarvík og einn í Bolungarvíkurgöngunum.

Fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni.Mánudaginn 31.okt. varð bílvelta á Vestfjarðarvegi í Dýrafirði, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt, talsvert tjón á ökutæki, ekki slys á fólki.

Þriðjudaginn 1. nóv. urðu þrjú óhöpp, tvö á Ísafirði og eitt á Hólmavík, á Ísafirði varð umferðaróhapp á Norðurvegi / Austurvegi, þar lentu tvær bifreiðar saman, talsvert tjón á ökutækjum, ekki slys á fólki.  Þá var bakkað á bifreið við N-1 á Ísafirði, sama dag varð óhapp á Hólmavík í svo kallaðri Leikskólabrekku, þar hafnaði bifreið á húsi, ekki mikið tjón.

Sunnudaginn 6. nóv. varð útafakstur á Bíldudalsvegi/ Hálfdán, þar hafnaði bifreið út fyrir veg, ekki slys á fólki.

Þrír brunar komu upp í vikunni. Þriðjudaginn 1. nóv. kom upp eldur að Bugatúni í Tálknafirði, þar var talsverður eldur í stofu. Slökkviliði Vesturbyggðar og Tálknafjarðar gekk greiðlega að slökkva eldinn.  Talsverðar skemmdur urðu. Líklegt að eldur hafi kviknað út frá rafmagni.

Þriðjudaginn 2. nóv. var tilkynnt um eld í vélbát sem lá við bryggju á Flateyri, þar var eldur í stýrishúsi bátsins. Greiðlega gekk að slökkva, talsverður skemmdur af völdum hita og reyks. Líkur á að kviknað hafi í út frá rafmagnsofni. Sama dag kom upp eldur í reykhúsi við bæinn Kross á Barðaströnd, heimamenn slökktu eldinn og litlar skemmdir þar.

Talsverð umferð var af rjúpnaskyttum í umdæminu um liðna helgi og eitthvað um að menn hafi verið að fara um landareignir í leyfisleysi og vill lögregla benda rjúpnaskyttum á að kynna sér hvar þeir geta stundað skotveiði áður en farið er af stað til veiða.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Náð í einn flotann.
  • Grásteinn(Grænlandssteinn) í landi Stóru-Ávíkur 05-02-2005.
  • Litla-Ávík 31-10-2007.
  • Úr sal.Gestir
  • Spýtan og súlan eftir.
  • Kristján Guðmundsson grefur fyrir kapli og ljósastaur.13-11-08.
Vefumsjón