Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. nóvember 2011

Búið er að ráða á Kaffi Norðurfjörð.

Kaffi Norðurfjörður.
Kaffi Norðurfjörður.

Nú er hreppsnefnd Árneshrepps búin að taka afstöðu til ráðningar á Kaffi Norðurfjörð. Ákveðið var að ráða Svein Sveinsson,mann sem búinn er að vinna í veitinga og þjónustugeiranum alla starfsævina. Um er að ræða út leigu á rekstri hússins.

Sjö umsækjendur sóttu um starfið allt mjög hæft fólk. En Einar Óskar Sigurðsson sem hefur rekið kaffihúsið í þrjú síðastliðin ár með miklum myndarbrag,ákvað að þetta yrði síðasta sumarið hans á Kaffi Norðurfirði. Ekki er ákveðið hvenær hinn nýji vert byrjar í vor en venjulega er opnað fljótlega í júní.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. nóvember 2011

Ný bók eftir Guðlaug Gíslason frá Steinstúni komin út.

Kápa bókarinnar-Þórður Þ.Grunnvíkingur-Rímnaskáld.Eftir Guðlaug Gíslason frá Steinstúni.
Kápa bókarinnar-Þórður Þ.Grunnvíkingur-Rímnaskáld.Eftir Guðlaug Gíslason frá Steinstúni.
1 af 2

Út er komin bókin Þórður Þ. Grunnvíkingur Rímnaskáld ævisaga,efir Guðlaug Gíslason frá Steinstúni í Árneshreppi sem Vestfirska forlagið gefur út. En Vestfirskaforlagið gefur út alls átján bækur fyrir þessi jól. Um bókina segir á baksíðu:

Magnús Hj. Magnússon,skáldið á Þröm,frændi Þórðar Þ. Grunnvíkings og hans besti vinur,skrifaði að honum látnum 1913:

Þórður Þórðarson Grunnvíkingur var fæddur gáfumaður,hneigður fyrir fróðleik ýmiskonar,og einkum fornfræði er snerti land vort og þjóð. Hann var skáldmæltur og orti margt og sérlega bragfróður,svo eigi var fyrir alla að mæta honum,ef hann fór í þá sálma. Hann var all ungur er töluvert orð fór af honum sem miklum gáfumanni,en misskilinn var hann mjög,einkum á yngri árum,þó einstaka menn létu hann njóta sannmælis. Hann var djarfur í lund og lét margt flakka í vísum sínum sem of nærri þóttu fara. Það þoldi heimurinn ekki. Hitt könnuðust flestir við að hann var maður fróður um margt,enda réttnefndur fræðimaður. Þórður sálugi Þórðarson átti lengi við örðug kjör að búa. En í öllu hans stríði átti hann því mikla láni að fagna,að eiga góða konu,konu er var honum skjól og skjöldur í bardaganum,hvernig sem á stóð.

Margar myndir prýða bókina viða af Vestfjörðum og Ströndum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. nóvember 2011

Ljóðin heim til hreppsbúa.

Þarna lesa nemendur ljóð fyrir Bjarnheiði á Melum.Mynd Finnbogastaðaskóli.
Þarna lesa nemendur ljóð fyrir Bjarnheiði á Melum.Mynd Finnbogastaðaskóli.

Í gær var Dagur íslenskrar tungu. Af því tilefni færðu nemendur í Finnbogastaðaskóla íbúum ljóð og upplestur heim á bæ. Fólk var við ýmsa iðju þegar þau bar að garði t.d. að rýja fé, búa til tólg, og við vinnu á bryggjunni í Norðurfirði. Allir kunnu vel að meta upplesturinn og ljóðin og þetta var mjög ánægjuleg leið til að minna fólk á þennan merkilega dag.

Vef Finnbogastaðaskóla má sjá hér.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. nóvember 2011

Aukaþing Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Aukaþingið verður 25.nóvember.
Aukaþingið verður 25.nóvember.
Þann 25. nóvember n.k. verður haldið aukaþing Fjórðungssambands Vestfirðinga í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, um stoðkerfi atvinnu og byggða, þingið hefst kl. 11:15. Þingið er haldið samkvæmt samþykktum Fjórðungssambands Vestfirðinga.

 

Efni þingsins byggir á samþykkt, 56. Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið var 2. og 3. september s.l. í Bolungarvík, þess efnis að skipaður yrði starfshópur sem myndi skoða sameiningu Fjórðungssambands Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Vaxtarsamnings Vestfjarða, Menningarráðs Vestfjarða og Markaðsstofu Vestfjarða. Var það verkefni starfshópsins að útfæra sameiningu með það að markamiði að skapa stærri og öflugri einingu. Nú hefur umræddur starfshópur lagt fram tillögur sínar og hafa þær verði sendar út til kynningar til sveitarstjórna og annarra hagsmunaðila.  


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. nóvember 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 7. til 14. nóv. 2011.

Þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í vikunni sem var að líða voru þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.

Mánudaginn 7. nóv. varð umferðaróhapp á Skutulsfjarðarbraut þar varð óhapp með þeim hætti að bifreið var sveigt af Skutulsfjarðarbraut í átt að íþróttahúsinu, með þeim afleiðingum að önnur bifreið ók aftan á bílinn. Ökumaður annars bílsins var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar, kenndi sér eymsla.  

Föstudaginn 11. nóv. varð umferðaróhapp á Vestfjarðavegi / Flateyrarvegi, ekki slys á fólki og minniháttar skemmdir.  

Sunnudaginn 13. nóv. varð óhapp á Djúpvegi við Árholt, með þeim hætti að bifreið var ekið í veg fyrir bíl sem ók eftir Djúpvegi, sá bíll hemlaði snögglega og við það ók annar bíll aftan á bílinn og síðan kom þriðji bíllinn og ók aftan á þann sem lenti á fyrsta bílnum. Ekki urðu slys á fólki og ekki miklar skemmdir á ökutækjum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. nóvember 2011

Truflanir í nótt á símasambandi.

Fjarskiptastöðin Ávík við Reykjaneshyrnu.
Fjarskiptastöðin Ávík við Reykjaneshyrnu.

Tilkynning frá Símanum:

Vegna endurnýjunar á örbylgjubúnaði á Hnjúkum við Blönduós má búast við rofi og truflunum á fastlínu- og farsímaþjónustu í nótt milli klukkan eitt og sex.

Þetta á við um Svínadal, Langadal, Svartárdal, Blöndudal og Vestur Hóp í Húnavatnssýslu sem og Ávík á Ströndum.

Síminn biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. nóvember 2011

Líkar þetta og deila.

Litla-Ávík og Stróra-Ávík.Mynd Jóhann K.
Litla-Ávík og Stróra-Ávík.Mynd Jóhann K.

Nú er búið að setja inn á vefinn Litlahjalla fyrir þá sem eru á Facebook og viðkomandi líkar við frétt á vefnum (líkar þetta) og þeir sem vilja deila frétt, (deila á Facebook),reyndar hefur það verið hægt í talsverðan tíma. Lesendur smella á viðkomandi frétt og þá er þetta neðst við viðkomandi frétt líkar þetta og deila á Facebokk.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. nóvember 2011

Þér er boðið í brúðkaup.

Grand Hótel Reykjavík.
Grand Hótel Reykjavík.
Brúðkaupssýning Grand Hótels Reykjavíkur og Garðheima verðu haldin sunnudaginn 13. nóvember á milli kl. 13 og 17. Sýningin er haldin á Grand Hótel Reykjavík í Sigtúni 38.

Á  brúðkaupssýningunni verður m.a. brúðakjólasýning, sýning á brúðarsvítum Grand Hótels og kynntar verða vörur og þjónusta tengdum brúðkaupum og brúðkaupsveislum. Gestum gefst einnig kostur á að skoða og smakka á brúðarkökum og veitingum fyrir brúðkaup. Auk þess verða fjölmörg tónlistaratriði.

 

Á sýningunni eru ung brúðhjón sem ætla að láta pússa sig saman í Miðgarði á Grand Hótel Reykjavík og einnig munu þau halda brúðkaupsveisluna þar. Allir þeir sem mæta á brúðkaupssýningu er sérstaklega boðið í athöfnina og einnig veisluna á eftir. Athöfnn fer fram kl. 14:30.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. nóvember 2011

Flogið í dag á áætlun.

TF-ORD.
TF-ORD.

Flugfélagið Ernir flugu á áætlun í dag,en brottför frá Reykjavík er kl 13:00.Nú er flugvélin sem er af gerðinni Cessna 406 Caravan II sem ber einkennisstafina TF-ORD,sem flýgur vanalega til Gjögurs komin í gagnið aftur.Aðeins eitt flug var til Gjögurs í þessari viku,en síðast var flogið þangað á föstudaginn 4 nóvember þá með leiguflugi í áætlunina.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. nóvember 2011

Rofum stjórnað með GSM.

Verið að setja hinn nýja spenniskúr upp.
Verið að setja hinn nýja spenniskúr upp.

Eins og kom fram hér á vefnum í gær voru Orkubúsmenn á Hólmavík að skipta um spennistöðvarhús við Bæ í Trékyllisvík.Settir voru nítísku rofar sem hægt er að stjórna með GSM.

Að sögn Þorsteins Sigfússonar svæðisstjóra hjá Orkubúinu á Hólmavík á nú að vera hægt að stjórna þessu í tölvu frá Hólmavík og Ísafirði. Þetta er einmitt hægt með GSM sambandi. Það er eins með þetta, að varaafl fyrir GSM má þá heldur ekki klikka. Með þessum rofum og liðum sem í þeim er verður hægt að stilla þá þannig að þeir leysi út, eftir því hvort bilun er á Gjögursvæðinu eða norðan við stöðina. Þessari stöð er líka hægt að stjórna inni í húsinu sem ekki var hægt áður. Það eru rafgeymar fyrir stýringuna hjá okkur segir Þorsteinn. Þorsteinn segist einnig vona að þetta reynist allt vel, og verði til mikillar bóta fyrir alla notendur í Árneshreppi.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Unnið í þaki 24-11-08.
  • Kistuvogur þar sem galdrabrennur fóru fram.28-06-2003.
  • Hrafn og Úlfar glaðbeittir á svip.08-11-08.
  • Við Fell 15-03-2005.
  • Hús Kristmundar á Gjögri-05-07-2004.
Vefumsjón