Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. nóvember 2011

Loks flogið í dag.

Flugvél frá Mýflugi kom áætlunarferðina í dag.
Flugvél frá Mýflugi kom áætlunarferðina í dag.

Það tókst loks að fljúga til Gjögurs í dag þegar létti til þokunni nokkru eftir hádegið. Flugfélagið Ernir fengu leiguflugvél frá Mýflugi á Akureyri til að fara áætlunarferðina. Flugvélin fór frá Akureyri til Reykjavíkur fyrst og tók þar póst og vörur og síðan til Gjögurs,kom þangað rúmlega fimm tók síðan póst og frakt á Gjögri og fór síðan austur til Akureyrar þar sem póstur og frakt fer suður með Flugleiðum. Ekki var vanþörf á að fá vörurnar í útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði því þar var mjólk þrotin og farið að bera á öðrum vöruskorti.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. nóvember 2011

Opnað í Árneshrepp.

Kort Vegagerðar í morgun.
Kort Vegagerðar í morgun.

Nú er verið að moka veginn norður í Árneshrepp samkvæmt vef Vegagerðarinnar.Þetta er rétt yfirferðin enda var þungfært í gær og var hægt að komast á stórum og vel búnum jeppum.Vegurinn var hreinsaður innansveitar í gær mest grjót í Urðunum,veginum til Norðurfjarðar,og í Árneskróknum grjót og þari og rusl eftir sjógarðinn undanfarið.

Ekki lítur vel út með flug svona í morgunsárið,þokusúld er og mjög lágskýjað.Sjá einnig frétt MBL.is í morgun-Stutt í vöruskort á Ströndum.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. nóvember 2011

Ekkert flug í dag.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.

Ekki gat Flugfélagið Ernir flogið á Gjögur í dag.Fyrst í morgun var bullandi slydda og síðan rigning og þegar vind lægði datt niður skýjahæð og skyggni lítið í þokulofti.Enn átti að nota litla vél,stærri vélin er ekki enn komin úr viðgerð.Það skal tekið fram að ekki hefði heldur verið fært flugvél í blindflugi heldur. Eins og fram hefur komið hér á vefnum hefur ekkert verið flogið síðan 24 október.Athugað verður með flug á morgun.Þetta er ófremdarástand að Flugfélagið Ernir skuli ekki vera með alvöru vél í þessari áætlun.Svo gengur ekki Gjögur fyrir daginn eftir ef ekki er hægt að fljúga á áætlunardegi,heldur ganga aðrir staðir fyrir sem hafa samgöngur bæði í lofti og á landi.Ætli önnur sveitarfélög láti bjóða sér svona samgöngur?

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. nóvember 2011

Ekkert flogið síðan 24.Okt.

TF-ORB getur aðeins flogið í sjónflugi.
TF-ORB getur aðeins flogið í sjónflugi.

Það hefur gengið erfiðlega með samgöngur í lofti á Gjögur undanfarna eina og hálfa viku.Áætlunardagur var á fimmtudaginn 27 og nú á mánudaginn 31,enn bæði þessi flug féllu niður.Flugfélagið Ernir höfðu aðeins litla rellu til að koma sem aðeins getur flogið í sjónflugi.Stærri vélin hjá Ernum sem kemur yfirleitt á Gjögur hefur verið í vélaskiptum og átti hún að vera komin í notkun um liðna helgi.Þann 31 á mánudaginn var,var ekki hægt að fljúga vegna veðurs,þá átti litla vélin að koma.Og en er veður þannig að ekki lítur út með flug fyrr en í fyrsta lagi á morgun enn þá er áætlunardagur eða á föstudag.Ef ekki verður flugfært þá hafa þrír áætlunardagar fallið niður í röð.Vörur og póstur hleðst upp fyrir sunnan.Vegurinn norður í Árneshrepp er ófær.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. nóvember 2011

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa.

Séð yfir Trékyllisvík og Norðurfjörð af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann K.
Séð yfir Trékyllisvík og Norðurfjörð af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann K.

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík verður haldinn sunnudaginn 6. nóvember 2011 í Akoges salnum, Lágmúla 4, Reykjavík. Fundurinn hefst kl.14.00. Dagskráin er þessi: Venjuleg aðalfundarstörf,Önnur mál. Eftir fundastörf verður sagt frá hugsanlegum möguleikum á Ófeigsfjarðarvirkjun. Að loknum aðalfundi  verða glæsilegar kaffiveitingar þar sem Ásdís Hjálmtýsdóttir hefur séð um bakstur og var mjög glæsilegt í fyrra. Einnig verður myndasýning frá gönguferð úr Ingólfsfirði og norður í Reykjarfjörð nyrðri,þar mun Páll Lýðsson frá Reykjarfirði segja frá myndunum en hann þekkir þarna hverja þúfu.

Í stjórn og varastjórn félagsins eru þessi : Kristmundur Kristmundsson,frá Gjögri, Hrönn Valdimarsdóttir,frá Kambi, Sigríður Halla Lýðsdóttir,frá Djúpavík, Ívar Benediktsson,frá Gjögri, Böðvar Guðmundsson,frá Ófeigsfirði, Guðrún Gunnsteinsdóttir,frá Bergistanga, Guðbrandur Torfason, frá Finnbogastöðum,og Birna Hjaltadóttir,frá Bæ.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. nóvember 2011

Yfirlit yfir veðrið í Október 2011.

Oft var mikill sjór í mánuðinum.
Oft var mikill sjór í mánuðinum.

Veðrið í Október 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.Mánuðurinn byrjaði þann fyrsta með Suðvestan roki sem gekk niður aðfaranótt 2. Síðan var mjög umhleypingasamt yfirleitt.Þann 16 og 17 gerði NA og N áhlaup rigningu og síðan slyddu,það veður var gengið niður þann 18. Síðan voru suðlægar vindáttir 18 til 21. Síðan voru hafáttir út mánuðinn,og endaði mánuðurinn með NA hvassviðri. Mánuðurinn var umhleypingasamur í heild og mjög úrkomusamur.Vindur náði meir en 12 vindstigum eða 39 m/s þann 1. í kviðum.Alhvít jörð á láglendi var fyrst talin þann 7.

 

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. nóvember 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 24. til 31. okt. 2011.

Í liðinni viku voru fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í liðinni viku voru fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í liðinni viku voru fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum. Þriðjudaginn 25. okt., var ekið á kyrrstæða bifreiða á Ísafirði, um minni háttar óhapp  að ræða þar. Miðvikudaginn 26. okt., var ekið á gangandi vegfaranda við Sparisjóðinn í Bolungarvík, viðkomandi var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar og reyndist viðkomandi sem betur fer lítið  slasaður. Þann sama dag var óhapp á Innstrandarvegi, þar varð óhapp með þeim hætti að flutningabifreið var ekið norður Innstrandarveg, þegar kind  hljóp skyndilega í veg fyrir bílinn, ökumaður hemlaði og við það kastaðist farmurinn fram og í gengum flutningakassann og á ökumannshúsið með þeim afleiðingum að það kastaðist fram.  Ökumaður slapp án meiðsla. Björgunarsveit var fengin til aðstoðar við að safna saman farminum, sem var rækja. Bifreiðin var flutt af vettvangi með viðeigandi tækjum.  Laugardaginn 29. okt. varð óhapp á veginum um Þröskulda, þar lenti bíll utan í öðrum bíl sem var fastur á veginum, vegna snjóa, mjög slæmt skyggi var þegar óhappið átti sér stað. Ekki miklar skemmdir um að ræða þar.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. október 2011

Fóru til Grímseyjar.

Nemendur Grímseyjar og Árneshrepps.Mynd Finnbogastaðaskóli.
Nemendur Grímseyjar og Árneshrepps.Mynd Finnbogastaðaskóli.

Fyrr í þessum mánuði fóru nemendur og starfsfólk Finnbogastaðaskóla í ferðalag til Grímseyjar.Fyrst var farið til Reykjavíkur á bíl,síðan var farið með Flugfélagi Íslands til Akureyrar,þar var talsvert stopp og þar var hin fagra höfuðborg Norðurlands skoðuð.Síðan var farið með flugi til Grímseyjar þar sem nemendur og starfsfólk hittu skólabörnin í Grímsey,og um kvöldið var farið á tónleika með Eyjólfi Kristjánssyni.Daginn eftir fóru öll börnin í skólann í Grímsey með nemendum þar.
Þar var börnunum skipt í tvo hópa,ströndunga og eyjaskeggja.Þar átti hver hópur að segja frá heimabyggðum sínum.

Á þriðja degi var hin fagra eyja í norðrinu skoðuð bæði á sjó og landi með leiðsögn.Allir fengu skjal um að hafa farið norður fyrir heimskautsbaug.Nemendur og starfsfólk Finnbogastaðaskóla vilja koma kæru þakklæti fyrir frábærar móttökur til allra í Grímsey.

Vefur Finnbogastaðaskóla.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. október 2011

Styrkur vegna markaðssetningar fyrir afþreyingarfyrirtæki.

Umsóknarfrestur er til 27.nóvember 2011.
Umsóknarfrestur er til 27.nóvember 2011.

Vaxtarsamningur Vestfjarða og
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða auglýsa eftir umsóknum um styrk vegna markaðssetningar fyrir afþreyingarfyrirtæki í ferðaþjónustu á Vestfjörðum.Afþreyingafyrirtækið verður að bjóða upp á þjónustu á Vestfjörðum sem höfðar til innlendra og erlendra ferðamanna, með áherslu á erlenda ferðamenn. Þjónustan sem í boði er verður að hafa sérstöðu á landsvísu og ýta undir sérstöðu svæðisins. Markmiðið er að fjölga erlendum ferðamönnum á svæðinu og lögð er áhersla á að ná til nýrra markhópa.Styrkurinn á að nýtast til markaðssetningar sem talið er að henti best fyrir viðkomandi afþreyingu.Valin verða tvö fyrirtæki til þátttöku og hlýtur hvert fyrirtæki 2.500.000 króna í markaðsfé auk flugmiða frá Icelandair.Umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu Atvest / umsóknir og nánari upplýsingar gefur Ásgerður Þorleifsdóttir verkefnastjóri Atvest í síma 450-3053 eða með vefpósti asgerdur@atvest.is Umsóknarfrestur er til 27.nóvember 2011.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. október 2011

Gáfu tannlæknastól.

Tannlæknastóllinn.Mynd Ragnheiður H Halldórsdóttir.
Tannlæknastóllinn.Mynd Ragnheiður H Halldórsdóttir.

Lionsklúbburinn á Hólmavík hefur komið veglega að starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Hólmavík með gjöfum og hefur það ætið komið sér vel.Nýjasta framlagið var við kaup á tannlæknastól sem tekinn var í notkun í sumar.Hluti af fjáröflun Lionsfélaga er innkoma á árlegu sjávarréttakvöldi sem klúbburinn hefur staðið  fyrir og verður haldið næst 5, nóvember næstkomandi. Einnig  komu að gjöfinni Hólmadrangur og Kvenfélagið Glæður á Hólmavík sem gáfu fé til kaupanna.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki Vestur af Sæluskeri. 27-08-2018.
  • Séð að Melum af Hlíðarhúsunum 10-03-2008.
  • Hafís við Litlu-Ávík 14-03-2005.
  • Sperrur hífðar 29-10-08.
Vefumsjón