Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. nóvember 2011 Prenta

Samþykkt að sameina stofnanir.

Auka Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið föstudaginn  25. nóvember, samþykkti tillögu um sameiningu starfsemi stofnana stoðkerfis atvinnu og byggðar á Vestfjörðum.
Auka Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið föstudaginn 25. nóvember, samþykkti tillögu um sameiningu starfsemi stofnana stoðkerfis atvinnu og byggðar á Vestfjörðum.
Auka Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið föstudaginn  25. nóvember, samþykkti tillögu um sameiningu starfsemi stofnana stoðkerfis atvinnu og byggðar á Vestfjörðum. Um er að ræða stofnanir sem sveitarfélög á Vestfjörðum koma að með beinni eignaraðild eða samstarfssamningum og greiða árleg framlög til. Sameiningin tekur til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Markaðsstofu Vestfjarða og Menningarráðs Vestfjarða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga, að því gefnu að aðalfundir þessara stofnanna samþykki sameininguna.

Markmiðið með sameiningunni er að efla starfsemina og samvinnu þeirra öflugu starfsmanna sem nú starfa hjá ólíkum stofnunum. Þannig verður til öflugri stofnun sem betur getur sinnt núverandi verkefnum auk þess að vera betur í stakk búin til að taka að sér stærri verkefni. Sú þjónusta sem veitt hefur verið einstaklingum og fyrirtækjum verður áfram í boði, en markmiðiðer að bæta og efla þá þjónustu.

Lögð hefur verið mikil áhersla á að viðhalda mannauði þessara stofnana við sameiningu og ekki síður að nýta þekkingu starfsmanna í því breytingaferli sem nú er hafið.Stefnt er að óbreyttu starfsmannhaldi sem einnig tryggir þjónustu við viðskiptamenn og aðra starfsemi stoðkerfisins í framtíðinni.

Starfshópur hefur unnið að undirbúningi málsins frá Fjórðungsþingi í byrjun september og skilaði tillögum inn á auka Fjórðungsþing. Í þeirri tillögu sem samþykkt var á þinginu er gert ráð fyrir innleiðingarferli, fyrsta skref þess er sameining Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða við Fjórðungssamband Vestfirðinga, frá og með 1. janúar 2012. Jafnframt verður aukið  samstarf við Markaðsstofu Vestfjarða og Menningarráð Vestfjarða,sem svo sameinast nýrri stofnun í síðasta lagi í janúar 2013.

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga leggur áherslu á mikilvægi þess að breytingar á stoðkerfi hafi jákvæð áhrif á núverandi stuðning og samstarf  við einstaklinga, fyrirtæki og samtök fyrirtækja á Vestfjörðum svo sem í ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Stjórnin horfir til að breytingar þessar verði til að efla þessa þætti enda eru þeir grundvöllur fyrir árangur við þróun atvinnu og byggða á Vestfjörðum.

Formaður stjórnar Albertína Fr. Elíasdóttir, veitir nánari upplýsingar í síma 8484256.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Skip á Norðurfirði.30-04-2006.
  • Jón Guðbjörn les af hitamælum.
  • Báturinn Agnes fer ekki lengra inn og sleppir flotanum.
  • Veghefill við mokstur 07-04-2009.
Vefumsjón