Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. nóvember 2011
Prenta
Búið er að ráða á Kaffi Norðurfjörð.
Nú er hreppsnefnd Árneshrepps búin að taka afstöðu til ráðningar á Kaffi Norðurfjörð. Ákveðið var að ráða Svein Sveinsson,mann sem búinn er að vinna í veitinga og þjónustugeiranum alla starfsævina. Um er að ræða út leigu á rekstri hússins.
Sjö umsækjendur sóttu um starfið allt mjög hæft fólk. En Einar Óskar Sigurðsson sem hefur rekið kaffihúsið í þrjú síðastliðin ár með miklum myndarbrag,ákvað að þetta yrði síðasta sumarið hans á Kaffi Norðurfirði. Ekki er ákveðið hvenær hinn nýji vert byrjar í vor en venjulega er opnað fljótlega í júní.