Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. október 2011

Sigríður Inga áfram dýralæknir.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir.Mynd bb.is
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir.Mynd bb.is

Gengið hefur verið frá samningi við Sigríði Ingu Sigurjónsdóttur, dýralæknir á Ísafirði, um áframhaldandi þjónustu við dýraeigendur á Vestfjörðum. Að sögn Sigríðar Ingu felast þónokkrar breytingar í samningnum fyrir dýralæknana sjálfa. „Nú erum við verktakar en ekki lengur opinberir starfsmenn og það er heilmikil breyting fyrir okkur. Dýraeigendur eiga þó lítið eftir að finna fyrir þessum breytingum," segir hún. Þjónustusvæði dýralækna á Vestfjörðum verða tvö með nýja kerfinu. Annað svæðið kallast þjónustusvæði 2 og nær um Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Árneshrepp, Kaldrananeshrepp og Bæjarhrepp, en hitt kallast þjónustu svæði 3 og nær um Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp, Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavíkurhrepp og mun Sigríður Inga þjónusta það svæði.Þetta kemur fram á bb.is
Nánar hér.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. október 2011

Borgarahreyfingin í Sparisjóð Strandamanna.

Borgarahreyfingin er komin með viðskiptin í Sparisjóð Strandamanna.
Borgarahreyfingin er komin með viðskiptin í Sparisjóð Strandamanna.

Borgarahreyfingin (BH) hefur nú fært öll bankaviðskipti sín úr Arion-banka yfir í Sparisjóð Strandamanna.

Segir í tilkynningu að það sé bæði gert til að mótmæla framkomu og ofríki Arion og annarra af stærstu viðskiptabönkum landsin og vegna þess að BH telur Arion banka hafa brotið gróflega af sér gagnvart BH sem viðskiptavin, með því að úthluta (nú fyrrum) starfsmanni prókúru á reikning án þess að fyrir hendi væri samþykkt stjórnar, svo skaði hlaust af, segir í tilkynningu.Nánar á www.mbl.is

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. október 2011

Þingmenn og sveitarstjórnarfólk á Vestfjörðum funda á Hólmavík.

Fundurinn er á Café Riis á Hólmavík.
Fundurinn er á Café Riis á Hólmavík.
Fjórðungssamband Vestfirðinga stendur fyrir fundi þingmanna Norðurvesturkjördæmis og sveitarstjórnarfólks á Vestfjörðum á Café Riis á Hólmavík í dag, fimmtudaginn 27. október. Á dagskrá verður m.a. umfjöllun um stöðu atvinnulífs og byggðar, nýjar og sértækar aðferðir sem gagnast landssvæði í stöðugum samdrætti, samgöngu- og heilbrigðismál, sóknaráætlun landshluta, frumvarp til fjárlaga 2012 og nýtingaráætlun strandsvæða.
Þingmenn Norðuvesturkjördæmis eru níu og sitja þeir eftirfarandi nefndir:

Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. október 2011

Síðasta áætlunarferðin hjá Strandafrakt.

Bíll frá Strandafrakt.
Bíll frá Strandafrakt.

Í gær var síðasta áætlunarferð Strandafraktar á flutningabíl norður í Árneshrepp.Strandafrakt heldur uppi vöruflutningum frá júní byrjun og út október.Ferðirnar hafa verið farnar á miðvikudögum norður til Norðurfjarðar frá Hólmavík,en úr Reykjavík á þriðjudögum til Hólmavíkur.Ferðir Strandfraktar hefjast á vorin fyrsta miðvikudag í byrjun júní og hætta síðasta miðvikudag í október.Þótt þetta sé síðasta áætlunarferðin kemur Strandafrakt  að venju í desember að sækja ull til bænda og koma aukaferð ef einhver sérstakur flutningur er.

Nú í næsta mánuði koma allar vörur í Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Norðurfirði  með flugi á Gjögur,og póstur að venju.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. október 2011

250 milljóna króna niðurskurður.

Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík.
Mikill niðurskurður fjárveitinga blasir við á HVE. Heilbrigðisstofnun Vesturlands.skv. boðuðu fjárlagafrumvarpi og vegna umtalsverðs rekstrarhalla á þessu ári. Aðgerðaráætlun framkvæmdastjórnar liggur í meginatriðum fyrir. Fjárlagafrumvarp ársins 2012 gerir ráð fyrir um 95 m.kr. niðurskurði samanborið við fjárlög árið 2011. Þá mun rekstur þessa árs að öllu óbreyttu skila neikvæðri afkomu sem getur numið um 80 m.kr. sem taka þarf tillit til við gerð rekstraráætlunar. Því þarf að gera ráð fyrir umtalsverðum rekstrarhalla til viðbótar á næsta ári miðað við svipaða starfsemi. Að öllu óbreyttu er ljóst að stofnunin mun því þurfa að stefna að niðurskurði sem nemur allt að 250 millj. króna, eða um 8,5% af rekstri. Viðræður standa yfir við ráðuneyti um ásættanlega leið svo koma megi til móts við niðurskurðarkröfur stjórnvalda hvað varðar rekstur stofnunarinnar á næsta ári. Heilbrigðisstofnun Vesturlands nær yfir Akranes, Borgarnes, Búðardal, Grundarfjörð, Hólmavík, Hvammstanga, Ólafsvík og Stykkishólm, með höfuðstöðvar á Akranesi.Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HVE.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. október 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 17. til 24. okt. 2011.

Mýs ollu sennilega skammhlaupi í rafkerfi traktors.
Mýs ollu sennilega skammhlaupi í rafkerfi traktors.
Umferð í liðinni viku gekk nokkuð vel fyrir sig. þó voru tvö umferðaróhöpp tilkynn til lögreglu, annað þann 18. okt., þá var ekið aftan á bifreið á Hafnarstræti við hringtorgið á Ísafirði og hitt óhappið varð í Vestfjarðargöngunum 20. okt., um minniháttar óhapp var þar um að ræða.

Einn ökumaður var kærður fyrir ölvun við akstur.

Einn ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur  á Vestfjarðarvegi í Tungudal.  Aðfaranótt s.l. mánudags þurfti að kalla út björgunarsveitina Lónfell á Barðaströnd til aðstoðar ökumanni á Klettshálsi, sem þar var í vandræðum vegna ófærðar.

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. október 2011

Ferðalok segir Reimar.

Sædís ÍS-67 í Reykjarfirði á Ströndum.
Sædís ÍS-67 í Reykjarfirði á Ströndum.
1 af 2

Ferðalok er titill sem Reimar Vilmundarson notar á vefsíðu Freydísar síðu um strandferðir Sædísar,vegna ákvörðunar sinnar um að vera ekki með farþegaflutninga á Sædísi ís 67 næsta sumar.Til skoðunar er að bjóða upp á flutning á vörum (trússi) ef eftir verður óskað.
14 ár eru liðin frá því að Reimar fór fyrstu ferðir með farþega í atvinnuskyni, síðan þá eru ferðirnar orðnar margar bæði frá Bolungarvík sem og Norðurfirði. Í þessum ferðum hefur hann kynnst miklum fjölda af skemmtilegu fólki innlendu sem erlendu og átt gott samstarf við marga.Vill Reimar hér með koma á framfæri þökkum til þeirra sem og samstarfsmanna og aðila sem hafa verið honum samferða í gegnum árin.

Einnig sagði Reimar í viðtali við fréttamann Litlahjalla að hann myndi ekki verða með ferðir á Hornstrandir frá Bolungarvík eins og hann var að hugsa um í sumar þegar hann ákvað að þetta yrði síðasta sumarið sem hann sigldi frá Norðurfirði með ferðafólk á Strandir,nú væru þessum þætti lokið af hans hálfu!

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. október 2011

Norðurljós með tónleika í Árbæjarkirkju.

Kvennakórinn Norðurljós.
Kvennakórinn Norðurljós.

Kvennakórinn Norðurljós frá Hólmavík heldur tónleika í Árbæjarkirkju í Reykjavík á morgun laugardag 22. október. Hefjast tónleikarnir kl. 14.00 og er miðaverð 2000 krónur og posi á staðnum. Létt efnisskrá og gleði við völd. Stjórnandi kvennakórsins Norðurljósa er Sigríður Óladóttir og undirleikarar Viðar Guðmundsson og Gunnlaugur Bjarnason. Strandamenn syðra eru hvattir til að fjölmenna á skemmtilega tónleika.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. október 2011

Nýtt lógó Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.

Nýtt kennimerki félagsþjónustu Stranda og Reykhóla.
Nýtt kennimerki félagsþjónustu Stranda og Reykhóla.
Nýlega var haldin samkeppni um kennimerki „lógó" félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps og voru þó nokkuð margar tillögur sendar inn. Valið var erfitt þar sem allar tillögurnar voru vandaðar, hugmyndaríkar og skemmtilegar. Hins vegar þarf alltaf að velja eina og bar Friðlaugur Jónsson sigur úr býtum. Tillaga hans var með skírskotun í galdratákn og byggðasögu svæðisins með nútímalegri nálgun. Upphafsstafir Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla (FSR) er í kennimerkinu auk þess sem 4 hlutar mynda þau fjögur sveitarfélög sem standa að félagsþjónustunni en það eru Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur og Strandabyggð. Græni hlutinn táknar notendur félagsþjónustunnar.

 

Friðlaugur er fæddur og uppalinn á Ísafirði en býr í Reykjavík í dag. Hann útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistakólanum á Akureyri árið 2008. Hann hefur unnið á hinum ýmsu auglýsingastofum og grafísku vinnustofum auk þess sem hann sá um umbrot og útgáfu sjónvarpsvísisins Almanaks við annan mann um tveggja ára skeið. Í dag starfar hann hjá tölvuleikjafyrirtækinu Fancy Pants Global í Kópavogi sem sérhæfir sig í leikjum og forritum fyrir snjallsíma og töflur. Skemmst er frá því að segja að hann sigraði einnig merkjasamkeppni sem haldin var í vor á vegum Snjóflóðaseturs Veðurstofu Íslands fyrir SNAPS verkefnið. Heimasíða höfundar er: www.frilli7.com


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. október 2011

Vestfirskir listamenn&lífskúnsterar.

Ágúst G Atlason.Mynd Magnús Andersen.
Ágúst G Atlason.Mynd Magnús Andersen.
Vestfirskir listamenn&lífskúnstnerar er heimildaverkefni. Verkefnið byggist upp á ljósmyndum og mjög stuttum texta um listamenn og lífskúnstnera. Ljósmyndin verður tekin í vinnustofu eða vinnu umhverfi, svokölluð umhverfisportrett. Verkefninu er ætlað að halda utan um brot úr vestfirskri menningu eins og hún er 2011-2012. Það sem viðkomandi þarf að hafa gert til að falla undir þennan titil sem á verkefninu er, er að hafa gert list eða menningarverkefnum skil og vera sýnilegur á einhvern hátt, eins og t.d sýningar á verkum sýnum eða sýnilega aðkomu að góðum verkefnum. Eiginlega fellur öll menningartengd ferðaþjónusta undir þessa skilgreiningu. Þegar hafa Spessi(Sigurþór Hallbjörnsson) ljósmyndari, Elfar Logi Hannesson leikari, Marsibil Kristjánsdóttir og Matthildur Helgadóttir listakonur og Sigurður Atlason lífskúnstner samþykkt að taka þátt í verkefninu. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Vestfjarða.

 Áætlað er að 30 viðfangsefni verði í verkinu.  Listamönnum&lífskúnstnerum verður bæði boðin þátttaka og einnig er hægt að benda á sjálfan sig ef viðkomandi finnst hann hafa það til bruns að bera sem þarf til að vera með í verkefni sem slíku. Tilnefningar af öðrum eru líka mjög vel þegnar. Verkefnið mun fá eigin vefsíðu og ljósmyndasýningu sem mun verða hengd upp í helstu bæjarkjörnum Vestfjarða, svokölluð farandsýning. Ef vel heppnast til, og allt gengur upp verður verkefnið sett í bók.


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Næstum búið að klæða þakið.12-11-08.
  • Munaðarnes-Drangaskörð í baksýn-2003.
  • Hús Kristmundar á Gjögri-05-07-2004.
  • Kristján Albertsson bóndi Melum II.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
Vefumsjón