Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. nóvember 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 7. til 14. nóv. 2011.

Þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.

Í vikunni sem var að líða voru þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.

Mánudaginn 7. nóv. varð umferðaróhapp á Skutulsfjarðarbraut þar varð óhapp með þeim hætti að bifreið var sveigt af Skutulsfjarðarbraut í átt að íþróttahúsinu, með þeim afleiðingum að önnur bifreið ók aftan á bílinn. Ökumaður annars bílsins var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar, kenndi sér eymsla.  

Föstudaginn 11. nóv. varð umferðaróhapp á Vestfjarðavegi / Flateyrarvegi, ekki slys á fólki og minniháttar skemmdir.  

Sunnudaginn 13. nóv. varð óhapp á Djúpvegi við Árholt, með þeim hætti að bifreið var ekið í veg fyrir bíl sem ók eftir Djúpvegi, sá bíll hemlaði snögglega og við það ók annar bíll aftan á bílinn og síðan kom þriðji bíllinn og ók aftan á þann sem lenti á fyrsta bílnum. Ekki urðu slys á fólki og ekki miklar skemmdir á ökutækjum.

Einn ökumaður var stöðvaður á Ísafirði um helgina grunaður um ölvun við akstur.

Að öðru leiti gekk umferð í umdæminu vel og vegir víðast hvar færir.

Skemmtanahald gekk vel og án teljandi afskipta lögreglu. Segir í tilkynningu frá lögreglu Vestfjarða.

Athugasemdir

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
  • Bryggjan á Gjögri.
  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
  • Oddný Oddviti heldur ræðu.
  • Gunnsteinn og Hilmar.
Vefumsjón