Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. nóvember 2011
Prenta
Ljóðin heim til hreppsbúa.
Í gær var Dagur íslenskrar tungu. Af því tilefni færðu nemendur í Finnbogastaðaskóla íbúum ljóð og upplestur heim á bæ. Fólk var við ýmsa iðju þegar þau bar að garði t.d. að rýja fé, búa til tólg, og við vinnu á bryggjunni í Norðurfirði. Allir kunnu vel að meta upplesturinn og ljóðin og þetta var mjög ánægjuleg leið til að minna fólk á þennan merkilega dag.
Vef Finnbogastaðaskóla má sjá hér.