Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. október 2011

Stormur-Rok.

Stórsjór.
Stórsjór.

Vitlaust veður hefur verið frá í gærkvöldi. Í gærkvöld var komið hvassviðri af Norðri og í morgun var komin stormur,en nú um hádegið var komið rok af Norðri eða 25 m/s í jafnavind og uppí 29 m/s hiti er um og yfir tvö stig niðurá láglendi og slydda en ekki mikil úrkoma enn sem komið er, eftir spá fer hitastig lækkandi og þá verður snjókoma og frystir á morgun og mun draga úr veðurhæð í kvöld og nótt. Eftir vef Vegagerðarinnar er vegurinn talinn ófær norður í Árneshrepp. Ekki lítur neitt út með flug í dag. Þannig að hreppsbúar eru einangraðir frá umheiminum hvorki fært á landi,láði hné lofti. Hreppsbúar hafa þó símasamband og netsamband.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. október 2011

Tölvunámskeið í Árneshreppi.

Tölvunámskeið um næstu helgi.
Tölvunámskeið um næstu helgi.

Almennt tölvunámskeið verður haldið í Finnbogastaðaskóla um næstu helgi ef næg þátttaka verður.Kennt verður á eftirfarandi tímum:Föstudagur 21. október kl 16 til 19:Laugardagur 22.október kl 9-12 og 14-18:Sunnudagur 23. október kl 9-12.Kennari verður Jón Arnar Gestsson.Hann mun fjalla um Word, internetið, tölvupóst og myndvinnslu á internetinu. Námskeiðið er 18 kennslustundir og kostar kr 23.800.- (innheimt með greiðsluseðli eftir námskeiðið). Skráningar hjá Stínu á Hólmavík í síma 8673164 eða á netfanginu stina@holmavik.is.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. október 2011

Sundmót á Reykhólum næsta þriðjudag.

Grettislaug.Mynd Reykhólar.is
Grettislaug.Mynd Reykhólar.is

Sameiginlegt sundmót UDN og HSS verður haldið í Grettislaug á Reykhólum þriðjudaginn 18. október nk. Mótið hefst kl. 17:00 og eru allir boðnir hjartanlega velkomnir. Þeta er tilvalið tækifæri fyrir krakkana okkar (og alla þá fullorðnu líka) til að sýna hvað í þeim býr, en sundkennsla hefur verið í gangi í nokkrum grunnskólanna á starfssvæði HSS undanfarnar vikur. Menn ættu því að vera í góðu formi.
Umf. Afturelding í Reykhólahreppi verður með pylsur og svala til sölu og því er um að gera að smella sér yfir nýja veginn okkar, keppa í sundi og eiga góðan dag.
Skráning fer fram í síma 6903825 (Herdís).Vinsamlegast skráið ykkur tímanlega.
Greinarnar á mótinu eru eftirfarandi: 8 ára og yngri - 25 m bringusund og 25 skriðsund 9-10 ára - 25 m bringusund, 25 m baksund og 25 m skriðsund 11- 12 ára - 50 m bringusund, 25 m baksund, 50 m skriðsund og 25 m flugsund 13-14 ára - 50 m bringusund, 50 m baksund, 100 m bringusund, 50 m skriðsund og 25 m flugsund 15-16 ára - 50 m bringusund, 50 m baksund, 200 m bringusund, 50 m skriðsund og 25 m flugsund 17 ára og eldri - 50 m bringusund, 50 m baksund, 200 m bringusund og 50 m skriðsund 100 m fjórsund (4x25m) flugsund, baksund, bringusund og skriðsund 4x50 m boðsund

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. október 2011

Árlegur samráðsfundur snjóathugunarmanna.

Snjóflóð úr Staðarhólshnjúki.Siglufirði.Mynd af vef Veðurstofu Íslands.
Snjóflóð úr Staðarhólshnjúki.Siglufirði.Mynd af vef Veðurstofu Íslands.

Í gær 13. október og í dag 14. október stendur yfir árlegur samráðsfundur snjóathugunarmanna og snjóflóðavaktar á Veðurstofunni í Reykjavík.

Á vegum Veðurstofunnar og sveitarfélaga eru starfandi tuttugu snjóathugunarmenn víða um land og við upphaf snjóflóðavaktar, ár hvert, hittast þeir ásamt öðru ofanflóðastarfsfólki Veðurstofunnar á fundi þar sem rætt er um mál sem tengjast vöktun á snjóflóðum og skriðuföllum. Þar fá athugunarmenn einnig þjálfun og fræðslu.

Eitt opið erindi var á fundinum kl. 15:00 í gær, fimmtudaginn 13. október, í aðalstöðvum Veðurstofunnar við Bústaðaveg. Þá mun Oddur Pétursson á Ísafirði halda erindi um starf snjóathugunarmanna, fyrr og nú, en nafn hans er samofið snjóflóðamálum á Íslandi í áratugi.

Föstudaginn 14. október fer meðal annars fram kynning á starfsemi Veðurstofunnar fyrir snjóathugunarmenn.

Nánar hér á vef Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. október 2011

Sigurður Pétursson sagnfræðingur í Vísindaporti.

Forsíða bókar Sigurðar P.Mynd Skutull.is
Forsíða bókar Sigurðar P.Mynd Skutull.is

Í Vísindaporti föstudaginn 14. október mun Sigurður Pétursson kynna nýútkomna bók sína Vindur í seglum: Fyrsta bindi sögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum og nær bókin yfir tímabilið 1890 - 1930. Vindur í seglum segir frá fyrstu verkalýðsfélögum sem stofnuð voru á Vestfjörðum, viðbrögðum atvinnurekenda, kröfum verkafólks, hatrömmum pólitískum átökum, fyrstu rauðu bæjarstjórninni á Íslandi, verkfallsbaráttu og kosningasvindli. Vísindaportið sem er öllum opið er haldið í kaffistofu Háskólasetursins og hefst klukkan 12:10.Nánar á Skutull.is hér.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. október 2011

Aflíst flugi á Gjögur.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Ernir aflýstu flugi til Gjögurs í dag um hádegið vegna ísingar í lofti og óróa,vindur var komin af SSV  um hádegið um 11 til 17 m/s,einnig aflýstu Ernir flugi til Bíldudals af sömu ástæðu. Athugað verður með flug á morgun á báða staðina. Þetta átti að vera annað fimmtudagsflugið til Gjögurs á þessu hausti,en eins og komið hefur fram hér á vefnum var ekkert fimmtudagsflug í sumar.Vegur er greiðfær í Árneshrepp enda er sumarhiti 10 til 13 stig.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. október 2011

350 milljónir til vegaframkvæmda.

Frá vegagerð í Árneshreppi.
Frá vegagerð í Árneshreppi.

Bæjarins Besta.
Gert er ráð fyrir 350 milljóna króna hækkun á fjárheimild Vegagerðarinnar til nýrra framkvæmda á Vestfjörðum í frumvarpi til fjáraukalaga, til viðbótar við þau verkefni sem búið er að gera ráð fyrir í samgönguáætlun í landshlutanum. Miðað er við að verkefnin verði valin samkvæmt faglegu mati Vegagerðarinnar og með hliðsjón af því hver verkefnanna eru best til þess fallin að auka atvinnu, bæta öryggi vegfarenda og bæta ástand vegamála á Vestfjörðum almennt. Tillagan er hluti af aðgerðum sem ríkisstjórnin samþykkti þann 5. apríl 2011 til að efla atvinnu og byggð á Vestfjörðum.
Innskot fréttamanns Litlahjalla:Vonandi kemur eitthvað af þessum 350 milljónum í þessa óvegi í Árneshreppi sem er einn af mestu ferðamannastöðum Vestfjarða.
Þetta kemur fram á www.bb.is

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. október 2011

200 myndir af flugslysaæfingunni.

Frá æfingunni á Gjögurflugvelli.
Frá æfingunni á Gjögurflugvelli.

Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hefur sett inn tvöhundruð myndir af flugslysaæfingunni á Gjögurflugvelli um liðna helgi,á facebook síðu sína.Rögnvaldur Ólafsson frá Almannavarnadeild tók mjög mikið af myndum af æfingunni báða dagana.Þetta eru myndir frá öllum stigum æfinganna.Hér má fara beint inná facebook síðuna hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og skoða myndirnar.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. október 2011

Framkvæmdir við Hólmavíkurhöfn.

Frá Hólmavíkurhöfn.Mynd vefur Strandabyggðar.
Frá Hólmavíkurhöfn.Mynd vefur Strandabyggðar.

Framkvæmdir við Hólmavíkurhöfn ganga vel. Veðrið það sem af er hausti hefur verið framkvæmdunum hliðhollt eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var í september, og hver dagur dýrmætur. Það er fyrirtækið Ísar ehf. sem sér um að endurnýja stálþil við hafskipabryggjuna og eru áætluð verklok í mars 2012. Í framhaldi af því verður þekjan endurnýjuð.
Þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins Strandabyggðar.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. október 2011

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar.

Víkingaskipið Vésteinn á Þingeyri.
Víkingaskipið Vésteinn á Þingeyri.

Um næstu helgi laugardaginn 15.október ætlar ferðaþjónustan á Vestfjörðum að gera sér glaðan dag og halda uppskeruhátíð. Það eru allir sem starfa í ferðaþjónustu eða hafa áhuga á greininni velkomnir að taka þátt í húllumhæinu. Ferðaþjónustufyrirtæki eru hvött til að bjóða starfsfólki sínu með á hátíðina, því eins og við öll vitum þá er fátt mikilvægara en að fólk sem starfar í greininni þekkir til hvors annars á því víðfeðmna svæði sem Vestfirðir eru. Uppskeruhátíðin mun fara fram í Dýrafirði að þessu sinni og ljúka með mikilli veislu á Hótel Núpi um kvöldið þar sem einnig er gert ráð fyrir að fólk gisti. Skráning fer fram hjá Vesturferðum á netfanginu siggi@vesturferdir.is eða í síma 8561777.Nánar á vef Ferðamálasamtaka Vestfjarða.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Bakdyr SA hlið.18-12-2008.
  • Sundlaugin Krossnesi-04-10-2006.
  • Jóhann Björn-Sólveig (Bía) og Ragna.
  • Finnbogastaðaskóli.23-01-2012.
  • Kristmundur og Kristján horfa glaðbeittir í myndavélina.12-12-2008.
  • Stakur borgarísjaki 3. KM NA af Reykjaneshyrnu. 02-01-2018.
Vefumsjón