Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. október 2011

Opnað í Árneshrepp.

Frá snjómokstri í Árneshreppi.
Frá snjómokstri í Árneshreppi.
1 af 2

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er Vegagerðin á Hólmavík að opna veginn norður í Árneshrepp þannig að flutningabíllinn kemst norður með vörur í útibú Kaupfélags Steingrímsfarðar og til annarra.Einnig ættu þeyr sem eru á útkallalista almennavarna vegna flugslysaæfingarinnar á Gjögurflugvelli,sem hefst á morgun að komast norður.Nú er Norðanáttin að ganga niður og nú í morgun gengur á með slydduéljum niður við sjó en sjálfsagt snjóél þegar hærra dregur.Veður er kólnandi í bili en síðan hlýnar aftur á laugardag.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. október 2011

Ófært í Árneshrepp.

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.
Ófært er norður í Árneshrepp.
;Að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík verður ekki opnað í dag en á morgun verður opnað ef veður leyfir, annars er komin sú regla eins og undanfarna vetur að opnað verður á þriðjudögum og föstudögum segir Jón Hörður!  Það er eins gott að opnað verði á morgun því talsverð umferð verður norður á morgun. Flutningabíll Strandafraktar komst ekki norður í dag en kemur á morgun ef fært verður, eins er með bíl frá Sorpsamlagi Strandasýslu sem ætlaði norður í dag.

Einnig ætlar að koma talsvert af fólki frá Isavía.ohf  vegna flugslysaæfingarinnar á Gjögurflugvelli sem hefst á föstdaginn, einnig mun koma nýr (notaður) slökkvibíll frá Akureyri á Gjögurflugvöll, en það á að skipta um slökkvibíl á vellinum. Þannig að það verður talsverð umferð ef að líkum lætur um helgina. Annars er veðurspáin þessi fyrir Strandir og Norðurland vestra:NA 10-20 síðdegis, hvassast á Ströndum, en hægari til landsins. Rigning eða súld. Dregur mjög úr vindi og úrkomu í fyrramálið. Hiti 1 til 5 stig.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. október 2011

Ný hafnarreglugerð fyrir Hólmavíkurhöfn.

Hólmavíkurhöfn.Mynd Jón Halldórsson.
Hólmavíkurhöfn.Mynd Jón Halldórsson.
1 af 2
Á vef Siglingastofnunar Íslands kemur fram að ný hafnarreglugerð hefur tekið gildi fyrir Hólmavíkurhöfn,en hún kemur í stað eldri hafnarreglugerðar fyrir Hólmavíkurhöfn, frá 1975. Það er oft fróðlegt að skoða þessar hafnarreglugerðir. Það má sjá hina nýju hafnarreglugerð fyrir Hólmavíkurhöfn hér,og hérna má sjá eldri hafnarreglugerð fyrir Hólmavíkurhöfn. Og svo er hér með hafnarreglugerð og gjaldskrá fyrir Norðurfjarðarhöfn frá 1968. Vefurinn Litlihjalli skrifaði um Norðurfjarðahöfn 31. mars nú í vetur sem leið, en þá frétt má sjá hér.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. október 2011

Fyrsti snjómoksturinn.

Kort Vegagerðin.
Kort Vegagerðin.

Nú er vetrarveður í Árneshreppi og er slydda á láglendi en sem komið er,enn snjókoma þegar hærra dregur.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er verið að moka veginn norður í Árneshrepp,og mun þetta vera fyrsti snjómoksturinn á þessu hausti,en fyrsti vetrardagur er samkvæmt almanakinu laugardaginn 22.október.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. október 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 26. sept til 3. okt 2011.

Aðfaranótt laugardagsins var tilkynnt til lögreglu um mann í sjónum við Hólmavík.
Aðfaranótt laugardagsins var tilkynnt til lögreglu um mann í sjónum við Hólmavík.
Þessi vika var í rólegri kantinum hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Aðalverkefnin voru á föstudeginum, þegar líða tók á kvöldið og veðrið versnaði. Eitthvað var um að lausir munir væru að fjúka , en björgunarsveitarmenn sáu um að koma hlutum í skjól og hindra frekara fok. Grjót hrundi á vegina við Þingeyri, í Trostansfirði og á Súðavíkurhlíð. Engan sakaði í þessum skriðum.

Klukkan 01:59 aðfaranótt laugardagsins var tilkynnt til lögreglu um mann í sjónum við Hólmavík. Var maðurinn á sundi og stefndi frá landi. Björgunarsveit var kölluð til með viðeigandi búnað. Náðu björgunarsveitarmenn manninum, sem var ekkert á því að koma í land. Var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar, en líkamshiti hans var farinn að dala talsvert. Ekki gat maðurinn gert neina grein fyrir háttarlagi sínu.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. október 2011

Forvarnardagur á Ströndum.

Logi Geirsson.
Logi Geirsson.

Í tilefni af Forvarnardeginum miðvikudaginn 5. október býður tómstundafulltrúi Strandabyggðar og Félagsmiðstöðin Ozon á Hólmavík í samvinnu við Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp, HSS, Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík og Grunnskólann á Hólmavík upp á fyrirlesturinn "Það fæðist enginn atvinnumaður". Fyrirlesturinn hefst kl.

20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík og er öllum opinn - íbúum í Árneshreppi er sérstaklega velkomið á viðburðinn.

Það er handboltahetjann Logi Geirsson sem mætir á Strandirnar til að halda fyrirlesturinn. Loga þarf vart að kynna; hann vann til fjölda verðlauna á ferli sínum með félagsliðum, auk bronsverðlauna með landsliðinu á EM 2010 að ógleymdum silfurverðlaunum á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Logi fæddist ekki atvinnumaður frekar en nokkur annar og þurfti að leggja hart að sér til að ná þeim árangri sem hann hefur náð. Hann telur að allir geti orðið atvinnumenn, allir geta risið upp og farið fram úr eigin væntingum - allir geta náð árangri. Logi mun tala sérstaklega til ungs fólks um markmiðasetningu, þjálfun, hugarfarsþáttinn og fleira sem huga þarf að ætli menn að ná langt.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. október 2011

Yfirlit yfir veðrið í September 2011.

Krossnesfjall.Fyrsti snjór haustsins í fjöllum var 7 september.
Krossnesfjall.Fyrsti snjór haustsins í fjöllum var 7 september.

Veðrið í September 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með breytilegum vindáttum og hægum vindi og hlýju veðri síðan fór kólnandi með hafáttum og úrkomusömu veðri fram til 14.Síðan loks suðlægar vindáttir með hlýrra veðri aftur fram til 19.Eftir það kólnaði aftur með hafáttum.Þann 30 gerði Sunnan hvassviðri eða storm með mjög miklum kviðum,og var mjög hlýtt í veðri seinnipartinn.

Vindur náði 37 m/s í kviðum þann 30.eða 12 gömlum vindstigum.

Gífurleg úrkoma var aðfaranótt sunnudagsins 4 september eða 70,1 mm eftir 15 tíma mælingu.

Mjög úrkomusamt var í mánuðinum í heild.

Fyrsti snjór í fjöllum varð þann 7.

Fyrsta næturfrost mældist að morgni þann 10.

Fé kom vænt af fjalli og er fallþungi dilka allgóður.
Sjá nánar á yfirlit yfir veðrið.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. september 2011

Styttist í flugslysaæfinguna á Gjögurflugvelli.

Frá flugslysaæfingu á Gjögurflugvelli 2007.
Frá flugslysaæfingu á Gjögurflugvelli 2007.
1 af 3
Helgina 7.-8. október næstkomandi fer fram flugslysaæfing á Gjögurflugvelli  í Árneshreppi. Æfingin stendur yfir í tvö daga og verður fræðslunámskeið fyrri daginn og æfing þann síðari. Allir þeir einstaklingar sem eru á útkallslista Almannavarna vegna flugslysa, verða boðaðir á æfinguna. Einnig verður óskað eftir sjálfboðaliðum til að leika sjúklinga á æfingunni. Fjögur ár eru liðin frá því slík æfing var haldin á Gjögurflugvelli. Tilgangurinn með flugslysaæfingum er að samhæfa viðbrögð allra hluteigandi aðila á svæðinu og sannreyna virkni flugslysaáætlunar.
Bjarni Sighvatsson verkefnastjóri / flugverndar og björgunardeildar Isavia ohf,sem skipulagt hefur dagskrána og hefur yfirumsjón með æfingunni hefur beðið vefinn að minna á flugslysaæfinguna og sendi vefnum myndir frá æfingunni sem var á Gjögurflugvelli fyrir fjórum árum,einnig er hérna með í stórum dráttum hvað gert er fyrir æfingu og á meðan æfingu stendur og einnig eftir æfingu.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. september 2011

Hlutafjárkaup í Vesturferðum framlengd.

Vesturferðir eru til húsa í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.Mynd BB.is
Vesturferðir eru til húsa í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.Mynd BB.is
Ákveðið hefur verið að framlengja sölu á hlutabréfum í ferðaskrifstofunni Vesturferðir til miðnættis aðfarnótt n.k. föstudags, þann 30. september vegna ítrekaðra óska. Ferðamálasamtök Vestfjarða (FMSV) hafa fengið óskir í þá veru þar sem sum fyrirtæki hafa ekki náð að halda stjórnarfundi um kaup á hlut. Við þessum óskum verður að sjálfsögðu orðið enda markmiðið að sem flestir ferðaþjónustuaðilar taki þátt. Nú þegar hafa margir aðilar gengið frá kaupum á hlut og tilefni til bjartsýni um framhaldið.Nánar hér.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. september 2011

Selur á skeri.

Selurinn á skerinu.
Selurinn á skerinu.
1 af 2
Nú á dögunum þegar fréttamaður Litlahjalla var á ferðinni í Reykjarfirði um leitirnar og þegar réttað var í Kjósarrétt,sást selur í makindum á skeri innarlega í Reykjarfirði og lá hann í makindum sínum og rétt lyfti haus þegar kallað var til hans og þegar heyrðist í mölinni undan fótum manna.Það var útilokað að fá hann til að fara af skerinu til að synda í spegil sléttum sjónum..En hér eru tvær myndir af Kobba kallinum.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Síðasti veggurinn feldur.
  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
  • Finnbogastaðir að NA verðu.04-04-2009.
Vefumsjón