Nýtt lógó Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.
Friðlaugur er fæddur og uppalinn á Ísafirði en býr í Reykjavík í dag. Hann útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistakólanum á Akureyri árið 2008. Hann hefur unnið á hinum ýmsu auglýsingastofum og grafísku vinnustofum auk þess sem hann sá um umbrot og útgáfu sjónvarpsvísisins Almanaks við annan mann um tveggja ára skeið. Í dag starfar hann hjá tölvuleikjafyrirtækinu Fancy Pants Global í Kópavogi sem sérhæfir sig í leikjum og forritum fyrir snjallsíma og töflur. Skemmst er frá því að segja að hann sigraði einnig merkjasamkeppni sem haldin var í vor á vegum Snjóflóðaseturs Veðurstofu Íslands fyrir SNAPS verkefnið. Heimasíða höfundar er: www.frilli7.com
Auk heiðursins að höfundarétti kennimerkisins voru 50.000 krónur í verðlaun. Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps þakkar öllum þátttakendum fyrir sendar tillögur og óskar Friðlaugi innilega til hamingju með heiðurinn.