Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. október 2011 Prenta

Tíu þjónar og einn í sal.

Leikhópurinn.
Leikhópurinn.

Leikfélag Patreksfjarðar frumsýnir leikritið Tíu þjónar og einn í sal  28. október 2011 kl. 20.00 í Félagsheimili Patreksfjarðar.

Önnur sýning  29. október kl. 20.00 og fleiri sýningar verða auglýstar ef eftirspurn verður fyrir hendi.

Leikhúsgestir fá þriggja rétta máltíð sem hinn frábæri Sælkerahópur á Patreksfirði mun sjá um að elda. Leikarar sjá um þjónustu. Ýmsar uppákomur og atriði verða á meðan á máltíð stendur þar sem þjónustufólk sýnir á sér ýmsar hliðar sem fólk á kannski ekki að venjast svona yfir höfuð þegar það fer út að borða. Barinn verður opinn.

Höfundar:  Ingrid Jónsdóttir og leikhópurinn.
Leikarar: Bjarnveig Guðbjartsdóttir,  Eiríkur Þórðarson, Fríða Sæmundsdóttir, Gestur Rafnsson, Hrannar Gestsson, Jóhanna Gísladóttir, María Ragnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Skjöldur Pálmason, Stefanía Árnadóttir og Valgeir Ægir Ingólfsson.
Leikstjórn: Ingrid Jónsdóttir. Forsala aðgöngumiða í síma 866-6822.

Athugið að það er MJÖG ÁRÍÐANDI að panta miða fyrir 25. október, helst fyrr.Takmarkaður sætafjöldi.

Verð: 5.500 Athugið að miða þarf að borga og sækja fimmtudaginn 27. október í Félagsheimili Patreksfjarðar frá kl. 19.00 - 20.00.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Björn og Gunnsteinn.
  • Sigursteinn lagar spýtur til.Allt verður dregið upp með traktor seinna.
  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
  • Báturinn Agnes fer ekki lengra inn og sleppir flotanum.
Vefumsjón