Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 22. til 29. ágúst 2011.
Miðvikudaginn 24. ágúst hafnaði bifreið út fyrir veg á þjóðvegi nr. 63, Bíldudalsvegi á Trostansfjarðarfjalli. Þar voru erlendir ferðamenn á ferð og missti ökumaður stjórn á bifreiðinni í lausamöl. Ökumaður og farþegi sluppu á meiðsla, en bifreiðin var óökuhæf eftir og flutt af vettvangi með krana.
Tvö önnur minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt, bæði á Ísafirði og var um minniháttar skemmdir að ræða í þeim tilfellum.
Fimm ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni, allir í nágreni við Ísafjörð og sá sem hraðast ók, var mældur á 111 km/klst., þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.
Í vikunni sem var að líða hefur lögreglan verið að fylgjast með lagningu ökutækja og voru nokkrir ökumenn/umráðamenn ökutækja kærðir vegna rangrar lagningar. Fylgst verður með lagningu ökutækja á næstunni og mega menn eiga von á því þeir verði kærðir, ef menn fara ekki eftir þeim reglum sem í gildi eru um lagningu ökutækja.
Meira