Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 22. til 29. ágúst 2011.
Miðvikudaginn 24. ágúst hafnaði bifreið út fyrir veg á þjóðvegi nr. 63, Bíldudalsvegi á Trostansfjarðarfjalli. Þar voru erlendir ferðamenn á ferð og missti ökumaður stjórn á bifreiðinni í lausamöl. Ökumaður og farþegi sluppu á meiðsla, en bifreiðin var óökuhæf eftir og flutt af vettvangi með krana.
Tvö önnur minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt, bæði á Ísafirði og var um minniháttar skemmdir að ræða í þeim tilfellum.
Fimm ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni, allir í nágreni við Ísafjörð og sá sem hraðast ók, var mældur á 111 km/klst., þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.
Í vikunni sem var að líða hefur lögreglan verið að fylgjast með lagningu ökutækja og voru nokkrir ökumenn/umráðamenn ökutækja kærðir vegna rangrar lagningar. Fylgst verður með lagningu ökutækja á næstunni og mega menn eiga von á því þeir verði kærðir, ef menn fara ekki eftir þeim reglum sem í gildi eru um lagningu ökutækja.
Meira
Kajakræðararnir farnir yfir Húnaflóa.
Aðstoðarfólk fylgir ræðurunum á landi á tveim bílum og taka á móti ræðurunum þar sem þeir taka land og aðstoða við að koma bátnum uppá land.Með í þeim hóp er myndatökufólk.
Skipt um járn á skemmu.
Eins voru einhverjir bændur að skipta um og endurbæta hjá sér í fjárhúsum,grindur og milliverk eða skilrúm á milli garða.
Einnig var skipt um klæðningu nú fyrir stuttu,á vélageymslunni á Gjögurflugvelli á vegum Isavia þar sem heimamenn unnu verkið.
Kajak-ræðarar í Árneshreppi.
Kökuhlaðborð.
Leitum seinkað um viku í Árneshreppi.
Þannig að fyrsta leitarsvæðið í Árneshreppi það er norðursvæðið (Ófeigsfarðar svæðið),verður leitað 16 og 17 september,og réttað í Melarétt þann 17 september.Og því verður syðra svæðið smalað viku seinna og réttað í Kjósarrétt 24 september.
Hér á vefnum til vinstri fyrir ofan fleiri fréttir undir Leitir haustið 2011 má sjá fjallskilaseðilinn.
Jón Jónsson fékk Landstólpann.
Á ársfundi Byggðastofnunar á Sauðárkróki í gær var í fyrsta sinn afhent samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar - Landstólpinn, en ætlunin er að sú viðurkenning verði afhent árlega í framtíðinni. Óskað var eftir tilnefningum um einstakling, fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag, síðastliðið vor. Sérstök dómnefnd fór síðan yfir tilnefningar sem bárust og ákvað að veita Jóni Jónssyni á Kirkjubóli, menningarfulltrúa Vestfjarða, viðurkenninguna að þessu sinni.
Í rökstuðningi kom fram að um nokkurs konar bjartsýnisverðlaun væri að ræða og að Jón hafi með störfum sínum vakið jákvæða athygli á sinni heimabyggð og verið ötull talsmaður ferðaþjónustu og menningar á Vestfjörðum. Þá sé hann virkur í félagsstarfi og menningarlífi og að auki frumkvöðull í uppbyggingu ferðaþjónustu, menningarstofnana og fræðastarfs á svæðinu.
Jón Jónsson hefur frá hausti 2007 starfað fyrir Menningarráð Vestfjarða sem menningarfulltrúi. Hann situr jafnframt í sveitarstjórn Strandabyggðar frá 2010 og í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga. Jón stofnaði héraðsfréttavefinn strandir.is árið 2004 og hefur verið ritstjóri hans síðan.
Léleg berjaspretta.
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 15.til 22. ágúst 2011.
Meira